Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 10
io menmng MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Einleikur og ástarleikir María Sigurðardóttir fæst við fjölbreytt verkefni í leikhúsinu í vetur. DV-mynd Hilmar Þór Er kynlíf nauðsyn? „Þetta er bara tilhlökkunar- efni,“ sagði María hvergi bang- in, „og spuming um skipulag! Ég er búin að setja aðeins í gang verkið sem verður frum- sýnt eftir jól, við tókum viku í að lesa það saman, höldum svo áfram í janúar. Það er gaman- tryllir frá Bandaríkjunum, Sýnd veiði eftir Michele Lowe um þijár konur og valin leik- kona í hverju hlutverki. Núna er ég að byrja að æfa Bláa herbergið sem verður frumsýnt í nóvember eða des- ember. Höfundurinn David Hare byggir það á þýsku leik- riti frá því um síðustu aldamót sem var kvikmyndað um miðja öldina í Frakklandi undir nafn- inu La Ronde. Gamla leikritið er til í íslenskri þýðingu og heitir þar Ástar- hringurinn. Bláa herbergið er um tíu mann- eskjur og er töluvert djarft og kynþokkafullt í þessari nútímagerð. Spurningin þar er hvort kynlifið sé drifkraftur, söluvara eða nauðsyn. Að hverju er fólk að leita hjá öðr- um - og er hægt að finna það. Persónurnar eru allar leiknar af aðeins tveimur leikur- um, og ég sá fræga sýningu á verkinu í New York með Nicole Kidman og Ian Glenn. Efn- ið snýst um blekkingu ástarinnar en það er létt yfir leikritinu samt.“ Fyrsta frumsýning Maríu verður í október á leikritinu Leit að visbendingu um ráð og rænu í alheiminum eftir bandarísku skáld- konuna Jane Wagner sem María hefur unn- ið að í sumar með eina leikaranum, Eddu Björgvinsdóttur. „Þetta er einleikur sem Lily Tomlin lék um öll Bandaríkin við miklar vinsældir," segir María, „en þótt undarlegt kunni að virðast er hann ekki eintómt grin og gaman. Verkið snýst ekki um konu í sjálfsleit eins og halda mætti heldur er kjarnapersónan plastpokakona sem er að leita að vitsmuna- lífl í alheiminum. Hún getur líka séð inn í líf fólksins í kringum sig og ýmsir karakterar birtast á sviðinu, bæði karlar og konur sem við fáum að fylgjast meö. Inni á milli reynir svo plastpokakonan að setja allt í samhengi." María sagðist vera hæstánægð með sýn- ingarnar sem teknar verða upp frá fyrra leikári og engu ætla að breyta þar. Einkum er hún fegin því að Fegurðardrottningin frá Ný íslensk verk og margt fleira Þrjú ný íslensk verk eru á dagskrá Leikfélags Reykjavíkur í vetur, Ásta málari eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Afaspil, bamaleikrit eftir Örn Árna- son á stóra sviðinu og Ein- hver í dyrunum eftir Sigurð Pálsson á litla sviðinu. Þýska leikritið Vorið vakn- ar eftir Frank Wedekind komst ekki á svið í vor sem leið vegna þrengsla en kem- ur í haust undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Alexei Borodín (Feður og synir) fær að vinna aftur í Borgarleikhúsinu og verður í vetur með eigin leikgerð á Djöflunum eftir Dostojevskí á stóra sviðinu. Loks fer á svið Borgarleikhússins sá þekkti og yndislegi söngleikur Kysstu mig Kata eftir Cole Porter. Leikstjórar hans em Kenn Oldfield og Þórhildur Þorleifsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir setti síðast upp skemmtilega sýningu á þessum söngleik á Akureyri voriðl991; einkum em minnisstæð- ir sniUingamir í aðalhlutverkunum, Ragn- hildur Gísladóttir og Helgi Bjömsson. Oft hefur það glatt sinnið á daufum stundum að sjá Ragnhildi fyrir sér syngja „Karlmenn? NEI!“ Ekki hefur enn verið upplýst hver syngur Kötu syðra í vor en ekki væri verra að fá að upplifa Ragnhildi aftur í hlutverk- inu. Þaó vekur athygli í auglýs- ingu Leikfélags Reykjavíkur á vetrardagskrá sinni aö engu líkara er en þaó sé aó veröa einnar konu leikhús - og er þá ekki átt viö leikhússtjórann. Af fjórum sýningum sem teknar eru upp aftur frá fyrra leikári hefur María Siguróardóttir leikstýrt þremur, hinu ódrep- andi stykki Sex í sveit, barna- leikritinu Pétri Pan og Feguró- ardrottningunni frá Línakri, og auk þess stýrir hún þremur nýjum sýningum á komandi leikári. Hún lœtur sér heldur ekki nœgja aö vinna í Borgar- leikhúsinu því hún veröur meó Shakespeare allan í Iönó í vor. Okkur lék forvitni á aö vita hvernig veturinn legöist í hana. Línakri skuli fara aftur á svið. Hún fékk firnagóðar viðtökur í vor og átti mikið eftir þegar síðasta leikári lauk. Höfundurinn, Martin McDonagh, er að mati Mar- íu eitthvert mest spennandi leikritaskáld núlifandi; hvert leikrit hans af öðru slær í gegn vestan hafs og austan. „Hann kom á frumsýn- inguna hjá okkur og var mjög ánægður með hana. Þetta er 28 ára gamall mað- ur sem er orðinn gráhærð- ur - áreiðanlega vegna þess að hann er búinn að gera svo mikið. Hann er rosalega heillandi manneskja og mig dreymir um að leikstýra fleiri verkum eftir hann.“ Á vegum úti Vonandi era í fersku minni flestra tónleik- arnir sem írska hljómsveitin The Chieftains hélt hér á landi á Listahátíð fyrir nokkrum árum. Þar steig á svið sveit yndislega hall- ærislegra íra og lék af slíkri innlifun og flt- onskrafti að maður fylltist nýrri trú á mátt þjóðlagatónlistarinnar. Hallærislegastur allra var Paddy Moloney, kjaftaskur og snill- ingur á púkablístrur og Uillean-pípur. Það er síðan af Moloney þessum að frétta að með- fram spilamennskunni hefur hann gerst af- kastamikill framleiðandi tónlistar pródúsent - með allra handa tónlistarfólki. Hann er heilinn á bak við suðurameríska plötu Chieftains þar sem syngja með íranum þau Linda Ronstadt, Los Lobos og Carlos Nu- nez, auk þess sem hann gerði það sem menn töldu ómögulegt, að fá ýmsa rokkara á borð við Mick Jagger, Sting og Van Morrison til að syngja á þjóðlagaplötu. Á nýlegri plötu Chieftains, sem nefnist Tears of Stone, hefur Moloney fengið til liðs við þá félaga ýmsar þekktustu söngkonur í dægurlagatónlistinni: Joni Mitchell, Sinead O’Connor, Bonnie Raitt, Sissel hina norsku, the Corrs, japönsku söngkonuna Akiko Yano og fleiri. Að auki teflir hann saman hörku kvenfiðlur- um, enskum, írskum, amerískum og norsk- um konum. Þótt þær séu afar ólíkar innbyrð- is verður undirleikur Chieftains til þess að sameina þær og gefa plötunni heildstætt yf- irbragð, sem er enn ein sönnun þess hve frá- bærir músíkantar þeir eru. Jafnvel amerísk sveitasöngkona á borö við Bonnie Raitt kemst upp með að syngja á írsku, án þess að hreimurinn trufli áheyranda hætishót. Und- irritaður hafði ekki síst ánægju af söng Joni Mitchell í „týpísku" lagi þar sem ástin, trúin og dauðinn koma við sögu. Sinead O’Connor er hér á heimavelli en mest koma á óvart Sissel, sem syngur eins og engill á lýtalausri Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson ensku, og japanska söngkonan sem syngur lag sem heitir „Sake in the jar“ - í höfuðiö á öðra frægu þjóðlagi. Prýðishlustun, ekki síst ef maður er á vegum úti. Ég vil einnig vekja athygli á annarri safn- plötu þar sem Chieftains koma við sögu. Long Journey Home kallast platan og er tón- list við sjónvarpsþætti um írska innflytjend- ur í Bandaríkjunum. Á henni er að vísu slatti af stórhljómsveitartónlist með írsku yf- irbragði en inn á milli eru stórgóð lög með Van Morrisson, Elvis Costello og að sjálf- sögðu Chieftains. Og ef menn era á annað borð á vegum úti og hallir undir þjóðlega tónlist er gráupplagt að hlusta einnig á safnplötu þar sem rakin er slóð sígaunatónlistar frá Austurlöndum nær og til Frakklands og Spánar. Platan, sem nefnist auðvitað The Gypsy Road, skartar kröftum á borð við Ger- ardo Nunez hinn spænska og Thierry Robin frá Frans. Platan þarfnast ögn meiri hlustun- ar en þær fyrrnefndu, en er mikill gleðigjafi engu að síður. The Chieftains - Tears of Stone BMG Umboð: Japis Long Journey Home BMG Umboð Japis The Gypsy Road ALULA Umboð: 12 tónar PS... Leikhúsin vinsæl Nú þegar allt er að fara af stað í leikhúsun- um berast daglega fréttir af vinsældum leik- húsanna á íslandi á síðasta leikári. 40 þúsund gestir í litla Iðnó, sem er kraftaverk út af fyr- ir sig, og Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleik- húsið hvort sínum megin við 90 þúsund gesta markið. Sérstaklega er gleðilegt hvað aðsókn að sýningum Borgarleikhússins hefur glæðst, þó að vissulega beri aö hafa í huga að nær þriðjungur gesta þangað var að fara á söng- leikinn Grease. Síöustu glæsilegu aðsóknartölumar koma svo frá Hellisbúanum i húsnæði íslensku óp- erunnar þar sem einleikur Bjama Hauks Þórssonar hefur slegið aðsóknarmet Flóar á skinni frá 1975. Og enn er lítið lát á sýning- um á Hellisbúanum svo hans met verður lík- lega seint slegið. Aðstandendum sýningar- innar er óskað innilega til hamingju. Thor í yfirheyrslu Gaman var að sjá og heyra þau Thor Vil- hjálmsson og Kolbrúnu Bergþórsdóttur í sjónvarpsþættinum Maður er nefndur í fyrrakvöld, þau era bæði afar myndrænt fólk. En enn og aftur kom þó á óvart hvaS jafnvel vönum mönnum virðist alltaf líða illa í ís- lensku sjónvarpi. Fyrir löngu er fólk farið að tala eðlilega í útvarp (enda óliku saman að jafna) en sárafáum hefur tekist aö hegða sér afslappað og eðlilega fyrir framan sjónvarpsvélar. Ættu sjónvarpsstarfsmenn að skjóta á fundi og velta fyrir sér hvort þeir geti gert eitthvað til að láta fólki líða betur. Svolítið varð þessi þáttur Kolbrúnar og Thors eins og munrdegt próf. Hún gaf stikkorðin hvert af öðra, nefndi fyrst ffönsku höfundana sem vora efst á baugi þegar hann kom ungur maður til Parísar - höfðu þeir áhrif á skrif hans? Svo spurði hún hinnar klassísku spumingar um hvort honum hefði fundist hann skrifa í skugga Halldórs Lax- ness og fékk fyrirsjáanlegt svar. Síðan um kyrrni þeima Gunnars Gunnarssonar. Þessu næst bað hún um og fékk sögu timaritsins Birtings, þá örstuttar skýrslur um kynni hans af heimsffægum skáldum, Ted Hughés (sem Thor sagði að væri ef til viU mesta skáld heimsins) og Auden. FyllUega var gert ráð fyrir að sjónvarpsáhorfendur vissu um hverja þar var rætt. Það var ekki fyrr en eftir lýsingu á Hughes, stuttlega athugasemd um SUvíu Plath og sögu af því hvemig Auden var van- ur að týna skónum sínum undir borði meðan hann mataðist og hvemig allir þurftu lengi að leita þeirra að máltíð lokinni sem Kolbrún sneri sér loks að bókum Thors sjálfs. Hún spurði þó ekki um efni þeirra eða efnistök heldur viðtökur og Thor var alls ekki orðinn nógu heitur tU' að komast á -Uug um hirðu- leysi landa sinna um bækur hans áratugum saman. Auðveldasti hlutur í heimi er að sitja í stofu sinni, horfa á svona viðtal, finna því aUt tU foráttu og búa tU nýtt i huganum. Það yrði sjálfsagt minna úr ffamkvæmdum. En hefði ekki verið gaman að spyrja út í einstakar bækur eða ákveðin atriði í sögum Thors og láta hann segja ffá því hvemig þau urðu tU? Nema hann hafi ekki vUjað það. Umsjón Silja AJalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.