Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 11 x>v____________________________________________________________________________________Fréttir Sala á árskortum leikhúsanna aö heQast: Slegist um sölu á árskortum - innkoma Iðnó hefur hleypt lífi í baráttuna Nú fara að hefjast sýningar hjá stærstu leikhúsum landsins og margir eflaust farnir að huga að því hvað verði á boðstólum í vetur. Að vanda stendur leikhúsunnend- um til boða að kaupa ársmiða og vanda þarf valið þvi fjölbreytnin hefur sjaldan verið meiri. Leikfé- lag Reykjavíkur hefur nú farið af stað með mikla auglýsingaherferð, Iðnó býður nú áskriftarkort á öðru starfsári sinu eftir endurnýjun og Þjóðleikhúsið kynnir dagskrá vetr- arins um mánaðamótin. Ferskleiki Iðnó hefur komið sér vel Að sögn Jóhannesar Skúlasonar, markaðs- og kynningarstjóra Leik- félags Reykjavíkur, hefjast sýning- ar þar 15. september, en fyrsta frumsýning verður 24. september. „Við seldum á síðasta leikári 98.287 miða sem var aukning um 40.000 frá árinu áður. Á þessum 10 árum í nýja húsnæðinu höfum við selt nálægt 650.000 miða. Ég er bjart- sýnn fyrir leikárið og tel þessa fersku viðbót sem Iðnó hefur verið Jóhannes Skúlason. hafa gert okkur gott því öll jákvæð umfjöllun um leikhúsin skilar sér í betri aðsókn," segir Jóhannes. Salan fram úr björtustu vonum „Við fengum um 40.000 leikhús- gesti á síðasta leikári sem verður Karl Pétur Jónsson. að teljast mjög gott. í síðustu viku riðum við svo á vaðið með nýja tegund af kortum sem bjóða upp á að leikhúsgestir velji sjálfir sýn- ingarnar á kortinu. Öllum korthöf- um Visa var boðið kortið á 7500 kr. og hefur salan farið fram úr björt- ustu vonum. Fyrstu 200 kortin seldust upp á innan við klukku- tíma en ekki liggja fyrir tölur um heildarsölu til þessa,“ segir Karl Pétur Jóns- son hjá Leikfélagi íslands í Iðnó. Við þurfum engu að kvíða „Dagskrá leik- ársins verður kynnt 1. septem- ber eins og verið hefur undanfarin ár,“ segir Guðrún Bachmann, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Þjóðleikhúsinu. „Áskriftarsal- an hefst 3. september og um leið endurnýjun áskriftarkorta liðins leikárs. Áskriftarsalan hefur í gegnum tíðina verið traustur grunnur undir leikárið og býst ég við að svo verði áfram. í fyrra fengum við um 90.000 gesti. Það hafa í mörg ár verið breyttar markaðsaðstæður hér og það er Þjóðleikhúsið er einnig í siagnum. ekki meiri uggur í okkur nú held- ur en áður, en i ár höldum við upp á 50 ára afmæli Þjóðleikhússins. Það bíða eflaust margir eftir því að sjá hvað er í boði í leikhúsunum en þetta snýst allt um hvað maður fær við að kaupa kort þannig að við þurfum engu að kviða.“ -hdm Geysigóð kartöflu- uppskera í Eyjafirði DV, Akureyri: „Þrátt fyrir að allt hafi verið með seinni skipunum í vor og menn hafi margir verið að setja niður 2-3 vikum siðar en oftast er litur mjög vel út með kartöfluuppskeru hér í Eyjafirði,“ seg- ir Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, um væntanlega kartöfluuppskera bænda þar um slóðir nú í haust. Ólafur segir að nú þegar sé kom- in ágætisuppskera og ef menn geti dregið í 2-3 vikur að taka upp og tíðarfar verði hagstætt séu horfur á að uppskeran verði með því albesta sem gerist og verði allt að fimmtán- fóld. „Það er ekki nóg með að upþ- skeran verði mjög góð að magninu til, heldur bendir allt til þess að kartöflurnar sem fást verði mjög góðar. Þær verða þurrefnisríkar og það helst oft í hendur góð uppskera og góðar afurðir,“ segir Ólafur. „Verðið sem bændur fá ætti einnig að geta orðið gott en það er heildaruppskerumagn í landinu sem ræður þar mestu. Það hefur oft verið þannig þegar uppskera hefur verið góð um allt land að menn hafa farið að lækka verðið til að tryggja sig betur á markaðnum. Því miður eru horfurnar á Suðurlandi nú þannig að þar geta menn lent í mikl- um vandræðum vegna sjúkdóma sem upp hafa komið en það er þó ekki endanlega útséð hvemig þau mál fara. Ef þar fer illa mun sann- ast enn einu sinni að í þessu sem öðru er máltækið „Eins dauði er annars brauð“ í fullu gildi,“ segir Ólafur Vagnsson. -gk Þurrkar valda DV, Hólmavík: Litlu munaði að stjórtjón yrði á dælubúnaði Vatnsveitu Hólmavíkur á dögunum þegar vatn hætti að streyma í inntaksmannvirkin, ekki síst vegna langvarandi þurrviðris og svo vegna þess að Ósáin, þar sem vatnið er tekið, hefur breytt nokkuð rennsli sínu síðustu árin og ijar- lægst inntaksmannvirkin. Skjótt var bmgðist við og rennsli vatnsins breytt í fyrra horf. Rækjuvinnsla stöðvaðist og í mikið óefni stefndi en það tókst að forðast tjón að þessu sinni. Nú fer senn í hönd sauðfjár- slátrun með mikilli vatnsnotkun í viðbót við rækjuvinnslu og almenna heimilisnotkun. Menn vonast til að haustrigningar verði þá hafnar fyr- ir alvöru enda nánast einstakt ef ekk ifæri að rigna að ráði mjög fljót- lega. Að sögn Þórs Arnar Jónsson- ar, sveitarstjóra á Hólmavik, er mikilvægt að þess háttar búnaði verði komið upp hið fyrsta og að á skrifstofu sveitarfélagsins megi sjá hvernig vatnsbúskapurinn stendur svo hjá miklu tjóni verði komist. Ekki aðeins á Hólmavik standa vatnsmálin illa og ólíkt því sem fólk á að venjast. Á sumum sveitaheim- ilum hafa menn orðið að minnka alla vatnsnotkun og nota ekki tjóni þvottavélar á með- an þetta ástand varir. Þá hafa tún bmnnið eftir fyrri slátt vegna þurrkanna og sjást nú stórar gular skellur einnig þar sem borið hafði verið á fyrir seinni slátt. Einnig hafa kart- öflur vaxið illa og stórsér á kart- öflugrösum af sömu ástæðu. -GF Foss skammt frá bænum Miðhúsum í Broddanes- hreppi. Fossinn er alla jafnan vatns- mikill þegar líða tekur á sumar en seytlar nú fast við bergið eins og flesta daga ágúst- mánuðar. DV- mynd Guðfinnur Kristján R. Einarsson á Flateyri bregður á leik með öðrum refnum sínum. DV-mynd GS Er meö refi sem gæludýr DV, Flateyri: „Ég náði þessum tófuyrðlingum héma inni á ströndinni við bæinn Hvilft þar sem mér tókst að hlaupa þá uppi. Ég hef verið að reyna að venja þá en hef haft alltof litinn tíma til að sinna þeim að undan- fómu. Það er með þessi dýr eins og önnur gæludýr að það þarf að hugsa um þau, gefa þeim að borða og passa upp á að þeim líði vel. Þeir borða allt sem þeim er gefið, bæði hundamat og matarafganga sem falla til á heimilinu. Meiningin er svo að merkja þá og sleppa þeim lausum,“ segir Kristján R. Einars- son, íbúi á Flateyri, en Kristján hef- ur í búri í garðinum sínum tvo refi sem hann sinnir og er óhætt að segja að um óvenjuleg gæludýr sé að ræða. Kristján hefur smiðað inn í búrið burstabæ fyrir þá að hvílast í milli þess sem þeir spóka sig um utandyra. Hann segir refina hafa stækkað um fullan helming á þeim mánuði sem hann hefur haft þá hjá sér. Kristján hefur nokkuð lagt stund á veiðar á mink og tófu á und- anfomum árum. „Ég náði 17 dýrum í fyrravetur hér í firðinum. Áf sporum þessara dýra í snjónum að ráða hefur þeim fjölgaö nokkuð á undanförnum áram ég veit ekki ástæðuna fyrir því en hef heyrt þá skýringu að stofninn sé orðin svo blandaður búrdýrum sem séu mikið frjósamari og því komist fleiri yrðlingar á legg en áður var,“ sagði Kristján. -GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.