Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Spurmngin Ætlarðu í verslunar- ferð í haust? Heiða Þórðardóttir, sölumaður Ormsson: „Nei, ég verð að vinna.“ Steinunn Garðarsdóttir, starfs- maður Sjúkrahúss Reykjavíkur: „Nei, ég ætla í öðruvísi ferð til Suð- austur-Asíu með manninum minum, systur og mági.“ Smári Kristjánsson bifreiðar- stjóri: „Nei, ég styð íslenskan iðn- að.“ Bryndís Heiðarsdóttir matráðs- kona: „Nei, ég ætla til Kanarí um jólin með fjölskyldunni.‘“ Steina Jónsdóttir húsmóðir: „Kannski fer ég til Dublin með manninum." Lesendur Aðalbrautir og umferðarljós - óþarfa þolraun fyrir ökumenn „Þegar kemur vestur fyrir Melatorg keyrir svo úr hófi fram að þar eru um- ferðarljós ásamt gangbrautarljósum nánast við hver gatnamót," segir bréf- ritari m.a. Á Hringbrautinni vestanverðri. Sigurjón Jónsson skrifar: Flest breyttist í umferðinni í Reykjavík þegar umferðarljósin voru sett upp, fyrst á aðalgötunum og síðar um alla borgina. Og víst er það „menning" að búa við vel þroskað vega- og gatnakerfi. Það sér maður best í nágrannalöndum okk- ar, austanhafs og vestan, þar sem gatnakerfi og umferð eru orðin sam- ofin daglegu lífl fólksins. Þar virðist lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Að- eins örtröðin á háannatímum veld- ur akandi fólki vissulega vonbrigð- um með kerfið. En aðeins á háanna- tímunum, að öðru leyti gengur um- ferðin hratt og snurðulaust. Hér í Reykjavík er umferðin svip- uð og annars staðar, á aðalgötum er umferðin þétt mestan hluta dagsins en þó ekki umfram það sem eðlilegt er. Annatímarnir, snemma morg- uns og síðdegis ,verða mörgum óbærilegir en við því verður ekkert gert, ökumenn taka þátt í biðinni og þar verða að lokum allir fremstir meðal jafningja. Lítið meira um það að segja, annað en það að þeir sem ekki vilja lenda í biöröð á annatím- um verða að velja sér annan farar- máta en bílinn. En það er hins vegar umferðin á aðalgötum borgarinnar á öðrum tímum dagsins sem ég tel vera úr takt við það sem annars staðar ger- ist. Ég er þess fullviss að umferðar- ljósin eru verulega vanstillt og tefj- andi mest allan daginn. Ég tek um- ferðaræðarnar Hringbraut og Miklubraut sem dæmi. Þarna ekur maður, segjum frá Lönguhlíð og vestur úr, allt að Eiðsgranda og um- ferðarljósin sem stansa þarf við eru nokkuð á annan tuginn, þ.m.t. ljós fyrir gangandi vegfarendur, víðs vegar á leiðinni. Þegar kemur vestur fyrir Mela- torg keyrir svo úr hófi fram að þar eru umferðarljós ásamt gangbraut- arljósum nánast við hver gatnamót. En ekki nóg með það heldur eru stöðvunarljósin endurtekin hvert á eftir öðru svo að ferðin er óþarflega tafsöm á aðalbrautum að vera. Ég sé ekki hvers vegna ekki má hafa gul blikkandi ljós á mörgum þessara gatnamóta (nefni bara sem dæmi gatnamót Hringbrautar/Bræðra- borgarstígs og Hringbrautar/Fram- nesvegar). Ég hvet ráðamenn í umferðarmál- um til að láta gera endurbætur á umferðarljósum aðalbrauta með til- liti til auðveldari og samfelldari um- ferðar um þær fáu götur sem við getum kallað því nafni í gatnakerfí Reykjavíkur. Einnig að flytja gang- brautarljós til gatnamótanna í stað þess að hafa þau víðs vegar á aðal- brautunum. Gangandi fólk verður að sætta sig við að gatnakeifið er fyrir bíla, rétt eins og ökumenn eiga ekki að geta ekið yflr gönguleiðir hinna gangandi. Lýðræðisást Ingibjargar Sólrúnar Margrét Stefánsdóttir skrifar: Ingbjörg Sólrún borgarstjóri til- ynnti sl. fimmtudag að Laugardal- urinn fari ekki í almenna atkvæða- greiðslu þrátt fyrir að reglur R-list- ans um að óskir 25% atkvæðis- bærra Reykvíkinga (20.000) liggi fyr- ir þar um. Þetta kemur mér alveg í opna skjöldu. - Var það ekki R-listinn sem lofaði okkur svona 25% lýðræði fyrir kosningar? Hvað segir R-list- inn um þetta útspil Ingibjargar Sól- rúnar? Ekkert hefur enn heyrst frá stjóm R-listans um þetta mál. Ekki enn. Ingibjörg Sólrún lofar okkur hins vegar „lýðræðislegri umræðu“ en bara engri atkvæðagreiðslu. Eitt- hvað mininr þetta „lýðræði" á gömlu Sovétin, umræður en ekkert vald hjá fólkinu. Hvað er svona „lýðræðislegt" við umræðu þegar fólki er neitað um atkvæðisréttinn? Ingibjörg Sólrún lofaði í hinni vik- unni, að andstaða Reykvíkinga yrði ekki hunsuð í þetta skipti. Þar skrif- aði hún, sagnfræðingurinn, um Dav- íð og mótmæli „tugþúsunda". Þegar henni var bent á að einungis tíu þús- undir hefðu mótmælt Davíð reiddist sagnfræðingurinn heiftarlega. Nú segist hún aldrei munu hætta við að byggja í Laugardal, sama hversu margir mótmæli. Ingibjörg Sólrún er það með komin í opið stríð við flesta Reykvíkinga. - Opið stríð við Reyk- víkinga mun varla duga Ingibjörgu Sórúnu vel í klifrinu upp metorða- stigann í Samfylkingunni. Samfylk- ingin tekur ekki þátt í opnu stríði við Reykvíkinga. Ryðkláfar í Reykjavíkurhöfn - veruleg lýti á hafnarumhverfinu S.K.Ó. skrifar: Mér blöskrar hvernig ryðkláfar, fleiri en einn og fleiri en tveir, verða ávallt til þess að eyðileggja umhverfi annars snyrtilega endur- bættra hafnarsvæða í Reykjavík. Nú hefur skipið Odincova legið við Grandagarð mánuðum saman, eins og það er nú ógeðfellt á að líta. Eins eru ryðdallar tveir, BA-merktir, bundnir við Ægisgarðinn vestan megin. Á Ægisgarð líkt og á Grand- ann koma margir bílar daglega með erlenda farþega í bæjarferð, ekki síst til að sjá hvalveiðibátana. Og þarna eru litlir fallegir bátar sem prýða höfnina beggja vegna garð- anna. Segja verður eigendum Hval- bátanna það til hróss að bátunum er ÍUHgifilfi^1fD)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn H H H r \j~) H Lesendur geta sent mynd af sér með taréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Það er löngu liðin tíð að hafnarsvæðið hér í Reykja- vfk sé afgangsstærð í borginni og hafnaryfirvöld eiga að gera þá kröfu tii eigenda ryðkiáfanna að þeir máli þá eða hafi sig annars á brott með þá, segir m.a. í bréfinni. vel við haldið þótt þeir hafi legið þarna árum saman ónýttir. Ég tel að hafnaryfirvöld eigi að gera þá kröfu til eigenda allra ryð- kláfa sem til hafnar koma og eiga að liggja bundnir þar dögum saman um að skipin verði máluð. Að öðr- um kosti verði þau að yfirgefa hafnar- svæðið eða fara í slipp ella, þar sem menn sjá a.m.k. að þar séu þau til við- gerðar en ekki sem langtímafyrirbæri við bryggju. Það er löngu liðin tíð að hafnarsvæðið hér í Reykjavík sé af- gangsstærð í borg- inni þar sem helst eigi að geyma skran, brotajárn eða úrkast frá útgerðarfyrir- tækjum eða öðrum tengdum sjávarút- vegi. Hafnarsvæðin í borginni eru orðin til fyrirmyndar, bæði við gömu höfnina og í Sundahöfn, þar sem orðið hefur umbylting á umhverfmu (ef frá er talin hrúga brotajárns, sem sýnileg er þegar ekíð er niður Vatnagarð- ana. - En umfram allt; burt með ryðkláfa, höldum hafnarsvæðinu hreinu. Niðurskurður opin- berra framkvæmda Haukur skrifar: Menn leggja við eyrun þegar nið- urskurður opinberra framkvæmda berst í tal og ljósvakamiðlarnir birta viðtöl við ráðamenn og aðra sem tjá sig um hvað eigi að láta undan. Benda þeir á byggingu Barnaspítala, vegaframkvæmdir og annað sem er þjóðinni nauðsynlegt að halda áfram með. En það er ekki minnst á þá framkvæmd sem dýrust er allra og óþörfust, nefnilega endurbygging nýs Reykjavíkurflugvallar. Auðvitað er nærtækast að skera þá fram- kvæmd niður og það að fullu. Ný og endurbætt ökuleið frá miðborginni til Hafnarfjarðar og suður eftir til Reykjanesbæjar er það sem á að ganga fyrir. Féð til lagfæringar á flugvellinum á að renna í samgöngu- bætur og ekkert annað. Ef undan er skilin bygging barnaspítala. Ómaklega vegiö að Sæmundi Kristjana Vagnsdóttir skrifar: Mér finnst útgerðarmaðurinn Sæ- mundur Árelíusson hafa orðið fyrir ómaklegum árásum, t.d. með mót- mælastöðu á götum úti, við Alþingi og einnig" í fréttaflutningi, vegna að- ildar hans að skipverjum Odincova, sem dvelja hér enn og bíða eftir að fara til síns heima. Mér fmnst sjón- armið útgerðarmannsins ekki hafa komið nægilega vel fram. Segja má að hann sé næstum úthrópaður sem eins konar slátrari. Eru þessir menn heilbrigðir? - „Sæmundur er þjóf- ur“, og annað þessum dúr? Hvílíkt írafár! einhvem tíma hefðu svona spjöld verið fjarlægð af lögreglu. Það á að ræða við Sæmund og fá hans viðhorf fram eins og þau eru á þess- ari stundu. Hér verður að snúa við blaðinu og fá sannleikann fram. Eyjabakkar og Reykjavíkurflugvöllur Þórður hringdi: Mér finnst okkur Reykvíkingum ekki koma við hvemig þeir Austfirð- ingar haga sínum málum hvað varð- ar byggingu stóriðju þar eystra eða hvernig háttað verður miðlunarlóni fyrir virkjun til þeirra framkvæmda. Mér finnst heldur ekki að Austfirð- ingar eða aðrir dreifbýlismenn eigi að skipta sér af málefnum hér í Reykjavík, t.d. hvort íbúamir vilja Reykjavíkurflugvöll burt eða ekki. Þetta eru ekki mál á landsvísu held- ur staðbundin og eiga ekkert erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú em Aust- firðingar að rísa upp og krefjast virkjunar, við Reykvíkingar stönd- um brátt upp líka til að krefjast brottflutnings alls flugs frá borginni. Orösending til leigubílstjóra Steindór Einarsson sendi þessar línur: Mér finnst afar klént að það skuli vera leigubílstjórar sem eru hvað verstir að virða ekki reglumar um notkun stefnuljósa. Virðist sem þeir séu undanþegnir þessari notkun líkt og með sætisbeltin, sem era nú reyndar öryggisbelti eingöngu. Ég vona að sem flestir leigubílstjórar lesi þessar línur og noti nú a.m.k. stefnuljósin i tæka tíð, svo ekki þurfi að verða óþarfa slys af þeim sökum að láta ljósin ónotuð. Þjóðkirkjan hafi síöasta oröiö Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Ég tek undir orð biskups, sem sagði að gaumgæfa þyrfti hugsanleg- ar breytingar á landsvæði norðaust- anlands vegna stóriðjuframkvæmda. Ef ég man rétt, þá er það lögfest, að þjóðkirkjan á síðasta orðið hvað varðar eignir hennar. Ég bendi einnig á orð Steingríms Hermanns- sonar, fyrrv. forstsætisráðherra, sem sagði fyrir nokkrum áram að íslend- ingar yrðu að skera niður stóriðju- framkvæmdir vegna mengunar, ann- aðhvort minni álverksmiðjur eða færri og minni togara, að ógleymd- um bílaflotanum sem er stór þáttur í mengunarframleiðslu hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.