Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 13 Fréttir Kokkurinn sem varö smiður framleiðir „íslenska" jeppa í Noregi: íslenskt hugvit á fjórum hjólum - fyrstu bílarnir frá Erni Thomsen hjá Arctic Trucks Norge tilbúnir í haust DV, Drammen: „Þetta er íslensk hönnum sem tek- ið hefur 20 ár að þróa. Hér býr ís- lenskt hugvit að baki og í mörgum til- vikum er framleiðslan íslensk," segir Örn Thomsen, kokkurinn sem fór sem smiður til Noregs og er nú orð- inn bilaframleiðandi í Drammen. Hann kom til Noregs fyrir tæpum þremur árum með þann draum í hjarta að kynna sérútbúna íslenska jeppa fyrir frændum vorum og vinum austan Atlantsála. Nú er framleiðsla að hefiast í verk- smiðjuhúsi nærri höfninni í Drammen. Fyrstu sýningarbílarnir hafa þegar farið um Noreg, verið þar á kaupstefnum og hjá umboðsmönn- um Toyota. Þessir bílar eru allir seld- ir og nú er að stiga næsta skrefið: að bjóða endurbyggða jeppa á almennum markaði. „Eftir tvö ár verða tíu manns í vinnu hjá Arctic Truck við breyting- ar á jeppum," segir Örn bjartsýnn. Svartsýni er ekki leyfð í hans húsum. Nú vinna þeir þrír við fyrirtækið, kokkurinn Örn, bifvélavirkinn Eirík- ur Magnússon (Péturssonar, forstjóra Sjúkrahúsanna í Reykjavík) og bíla- dellukarlinn Ronny Olsen Masternes frá Finnmörku. Allir eiga þeir sam- eiginlegan áhugann á jeppunum. Fékk breytta jeppa viður- kennda Stærsti áfanginn náðist í vor þegar Erni tókst að fá tvær gerðir af breytt- um Toyota-jeppum viðurkenndar í Noregi. Það kostaði baráttu í hálft ann- að ár. Ronny Olsen segir að til að ná því i gegn þurfi „afspymuþrfóskan ís- lending" og þannig sé Öm. Arctic Tmck Norge AS er í eigu ís- lenska Toyotaumboðsins og breyting- amar á bílunum em þær sömu og gerðar era á Toyotajeppum á íslandi. Enn er Öm einn á markaðnum í Nor- egi. Fleiri íslenskar jeppasmiðjur fylgj- ast þó með og bíða eftir að sjá hvernig Emi og hans mönnum vegnar næsta árið. „Við höfum fengið afskaplega góðar viðtökur. Margir Norðmenn vita um íslensku jeppana en þeir hafa verið ófáanlegir í Noregir og ekki löglegir á götum hér. Einn og einn maður hefur fengið breyttan jeppa viðurkenndan en núna getum við boðið löglega breytta og viðurkennda bfia,“ segir Öm. Seldir á 109 stöðum í Noregi verða íslensku jeppanrir til sölu í öllum 109 útsölustöðum Jeppadellukarlinn Ronny Olsen Masternes: Yfirgaf allt fyrir draumastarfió DV, Drammen: Ronny Olsen Masternes er raf- virki. Hann kastaði frá sér vírunum í sumar og yfirgaf allt þegar honum bauðst draumastarfið - að breyta jeppum. „Ég byrjaði á að kynna mér breyt- ingamar sem gerðar eru á jeppum í Bandaríkjunum. Síðar frétti ég að á íslandi væri jeppum líka breytt og að þeir fengjust viðurkenndi þar. Þá fór ég að kynna mér íslensku breyt- ingarnar sérstaklega. Þær henta okkur i Noregi betur,“ segir Ronny sem fyrir þremur vikum tók upp skiptilykilinn hjá Arctic Truck Nor- ge og skreið undir fyrsta jeppann. Draumurinn hafði ræst. Það var þó ekki alveg fyrsti jepp- inn því Ronny hafði áður breytt eig- in jeppa að íslenskri fyrirmynd og fengið hann viðurkenndan í Noregi. „Ég hafði samband við Arctic Truck á íslandi og þar var mér bent á að tala við Örn Thomsen. Ég hringdi í hann og hann spurði mig hvort ég héldi að markaður væri fyrir svona jeppa í Noregi. Ég sagði strax ,já“ og heyrði að Erni líkaði svarið. Síðan höfum við haldið sam- bandinu og nú er ég kominn í vinnu hjá honum,“ segir Ronny. Ronny er frá Finnmörku, nyrst í Noregi, og hann segir að þar henti breyttir íslenskir jeppar mjög vel - jafnvel betur en vélsleðarnir sem nú eru almennt notaðir. Hins vegar ótt- ist margir að jepparnir valdi nátt- úruspjöllum. Þann ótta rekur Ronny til vankunnáttu enda „krónískur jeppadellukarl", að eig- in sögn og vinnuveitandans. -GK Ronny Olsen Masternes frá Finn- mörku. Hann hefur fengið drauma- starfið - að breyta jeppum. Toyota í landinu frá og með október í haust. Þrátt fyrir áhuga Norð- manna á þessu helsta sérkenni ís- lenskrar bílamenningar sagðist Örn ekki reikna með að jepparnir yrðu eins algengir og er á íslandi. Vænt- anlegir kaupendur eru þeir sem verða vegna vinnu sinnar eða sér- stakra áhugamála að aka utan vega. „Það eru miklar takmarkanir á umferð utan vega í Noregi og fólk hér er heldur ekki vant því að ferð- ast um hálendi landsins á bíl. Hér ríkja aðrar hefðir en á íslandi og við ætlum okkur ekki að breyta venjum Norðmanna. Þeir ganga á fjöll. Hins vegar hafa skógarbændur, veiði- menn, verktakar og opinberar stofn- anir not fyrir þessa bíla,“ sagði Örn. í Noregi er það trú margra að stórir fjórhjóladrifnir jeppar muni eyðileggja náttúruna. Verði jeppa- mönnum gefinn laus bensínfóturinn muni þeir skilja eftir sig hjólför uppi um fjöll og fimindi. Þessar mótbárur hefur Örn heyrt þótt eng- inn hafi komið og kvartað við hann sjálfan. „Við heyrum hara 1 áhugamönn- unum og verðum því lítið varið við raddir hinna. Það er hins vegar mis- Starfsmenn minnstu bílaverksmiðju í heimi: Eiríkur Magnússon, Örn Thomsen og Ronny Olsen Masternes. Eiríkur Magnússon bifvélavirki og kokkurinn Örn Thomsen, framkvæmdastjóri Arctic Truck Norge, við fyrsta breytta jeppann sem boðinn verður almenningi til sölu f Noregi. DV-myndir Gísli Kristjánsson skilningur að jepparnir eyðileggi meira en önnur farartæki. Stað- reyndin er að þeir fara betur með landið. Þetta munu menn sjá hér al- veg eins og gerst hefur heima á ís- landi,“ segir Örn. Töff, töffer, islandsk Ferðafrömuðir í Noregi hafa feng- ið augastað á íslensku jeppunum. Þessa dagana er fyrsti jeppinn á siglingu til Svalbarða. Það er jeppi sem var breytt á íslandi en leigjend- ur vélasleða á Svalbarða hafa séð að með sérbún- um jeppum er hægt að létta ferðalög norður þar að miklum mun. í Finnmörku, þaðan sem Ronny Olsen er, eru líka miklir möguleikar á að nota jeppana að vetr- arlagi í stað vélsleða. Þar er vegalengdir mikl- ar, sléttlent og lítill skógur. Það er kjörlendi fyrir jeppana. Nú og svo má ekki gleyma að flest- ir jeppanna á íslandi fara aldrei út fyrir mal- bikið. í Noregi er vax- andi bílamarkaður, og svo kanna að fara að Norðmenn byrfi að nota breytta jeppa til dag- legra nota. Jeppakarlar hjá norska stórblaðinu Af- tenposten hafa notað ís- lensku jeppana í nýja stigbeytingu á lýsingar- orðinu „töff'. Á síðum blaðsins beygist orðið „töff, töffer, islandsk". Þetta segir allt um álitið sem er á jeppunum í Noregi. Örn segir að sýningar sjónvarpsstöðvarinnar EuroSport frá íslensku torfærunni eigi stóran þátt í að kynna þessa nýjung í Noregi. Baráttan í Brussel bíður Fyrst um sinn mun Arctic Truck beina kröftum sínum að því að vinna markað í Noregi. Síðar eru möguleika á að færa út kvíarnar og reyna fyrir sér í Svíþjóð og Finn- landi - þ.e. innan Evrópusambands- ins, ESB. Þá þarf enn að berjast fyr- ir að fá jeppana viðurkennda og Arnar bíður löng barátta við kerfið í Brussel. „Ætli við látum okkur ekki Noreg nægja í bili. Það er nógu stórt skref,“ segir hann. „Til þessa hafa þessir jeppar aðeins verið til sölu á íslandi og framleiðslan á aukahlut- um í þá verið miðuð við íslenskan markað. Nú skapast nýir möguleik- ar á fiöldaframleiðslu þessara hluta um leið og markaðurinn stækkar. Þetta er íslensk bílaframleiðsla, is- lensk hönnun og hugvit til útflutn- ings.“ -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.