Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 17 DV Gadjo Dilo Kvikmyndir &■ ^^SSSSBSSBb^BSBSSSE^. Bíllinn yfirFarinn of B&L Lokaþáttur sígaunatrílógíu iddf Tony Gatlif er af sígaunaættum og hefur verið að flalla um uppruna sinn og sígaunalíf í sumum mynda sinna. Fyrst kom The Princes (1983), síðan heimildarmyndin Latcho Drom (1993) og Gadjo Dilo er síðasta myndin í sígaunati’ílógíu hans. Nafn myndarinnar, Gadjo Dilo, er fengið úr sígaunamáli. Gadjo er orð sem sígaunar nota um fólk sem ekki eru sígaunar og dilo þýðir vitlaus eða klikkaður. Myndin segir frá ungum Frakka, Stephane, sem flakkar um sveitir Rúmeníu í leit að sigaunasöngkonu sem faðir hans hélt upp á. Leit hans leiðir hann í sígaunaþorp þar sem gamall tónlist- armaður tekur ástfóstri við hann. Aðrir taka honum ekki eins vel, enda er hann í þeirra augum aðeins „gadjo dilo“ en gamlinginn tekur hann undir sinn væng, fær hann til að dvelja þar um skeið og fer að kenna honum mál þeirra. Smám saman öðlast Stephane samþykki sígaunanna og fer að líta eina sígaunakonuna hýru auga, dansara sem hefur búið í Belgíu og skilur því eitthvað af því sem hann segir. Hann fær að lokum einnig að kynn- ast fordómum Rúmena og ofsóknum þeirra gagnvart sígaunum. Söguþráðurinn er ekki mikill í þessari mynd. Hún byrjar eins og hefðbundin vegamynd þar sem Steph- Kvikmynda ane leitar eftir uppruna sínum og einhverri tengingu við lát- inn fóður sinn. Sú saga fer í rauninni aldrei neitt heldur fest- ist hann í allt öðrum hlutum. Þama er svolítil ástarsaga og svo- lítil kynþáttahat- ursádeila en fyrst og fremst er leikstjórinn að sýna okkur sígaunamenning- una sem honum er svo hugleikin. Myndin er furðu heilsteypt, miðað við hversu laus- byggð sagan er, og má þakka það því hversu lifandi sígaunarnir og samfélag þeirra verður í höndum leikstjórans og skemmtilegs leik- hóps, þar sem fremst í flokki fara Izidor Serban í hlutverki gamla drykkjurútsins, sem tekur Stephane í fóstur, og Rona Hartner, sem er að springa úr lífsorku í hlutverki kon- unnar sem Stephane verður ástfang- inn af. Þá er Romain Duris hæfilega ráðvilltur í hlutverki Stephane. Danskur textinn gerði mér aðeins erfiðara fyrir að fylgjast með fram- vindunni til að byrja með en það var í rauninni í ágætu samræmi við raunir Frakkans. Eins og áður sagði er sagan sjálf ekki mikil og merki- leg en athyglisverð og skemmtileg kynning á fábrotinni sígaunamenn- ingu í rúmensku sveitaþorpi ásamt feikigóðri tónlist gerir Gadjo Dilo að finni skemmtun. Sígaunamir era fullir af fjöri, tónlist og gleðilátum, sem gerir þá skemmtilegt viðfangs- efni í þessari kvikmynd, en ég er reyndar ekki viss um að þeir væra jafnánægjulegir í samneyti, miðað við drykkjulætin og sýndarmennsk- una sem fylgir. Sýnd í Háskólabíói. Leikstjórn, handrit og tónlist Tony Gatlif. Kvikmyndataka Eric Guichard. Klipping Monique Dartonne. Leik- arar: Romain Duris, Rona Hartner og Izidor Serban. Pétur Jónasson Vandamál eru lagfærð og bíllinn þrifinn hátt og lágt. 7 stjörnu bílar eru afhentir með fullan tank af bensíni. Þetta er ein af sjö j ástæóum til að kaupa j sjö stjörnu bíl hjá B&L. | BHaland B&L • Grjöthálsi 1 • Sími 575 1230 www.visirJs FYRSTUR MEÐ FRÉTTÍRNAR GAGNRYNI-------------------- Te með Mussolini Fasistar og hefðar- konur í Flórens Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: ★★i. Líkt og ósk- arsverðlauna- myndin Llflð er fallegt skoðar Te með Mussolini seinni heimsstyrjöldina frá nokkuð gamansömu sjónar- homi. Báðar myndirnar benda einnig á að Þjóðverj- ar eigi stærstu sökina á óhugnaði stríðsins og er það kannski einmitt þess vegna sem ítalir eiga auð- veldara með að gera að því grín en fyrrverandi banda- menn þeirra. Eflaust lætur það undarlega í eyrum en Liflð er fallegt er nær raun- veruleika stríðsins þótt hún gangi miklu lengra í gamninu en Te með Mus- solini. Óhugnaður styrjald- arinnar er víðs fjarri drama tedrykkjukvenn- anna í Flórens. Atburðarásin hefst árið 1935 þegar faðir ítalska drengsins Luca (Charlie Lucas/Baird Wallace) felur enska ritaranum sínum, Mary (Joan Plowright), að ala soninn upp i siðum enskra herramanna. Hefjast þá kynni Luca ef tedrykkjukonun- um en þeirra á meðal eru snobb- hænan og Mussolini-aðdáandinn Hester (Maggie Smith) og tilfinn- inganæmi listaðdáandinn Arabella (Judi Dench). Brátt kemur einnig til sögunnar bandaríski listaverkasafn- arinn Elsa (Cher) og vinkona henn- ar, Georgie (Lily Tomlin). Þótt sam- búðin milli ensku hefðarkvennanna og bandarísku glamúr-damanna sé ansi stirð taka þær allar ástfóstri við Luca. Það kemur því heldur bet- ur flatt upp á þær þegar faðir hans sendir hann til Austurríkis í upp- eldisskóla nasista. Þegar Luca kem- ur til baka árið 1940 hafa aðstæður heldur betur breyst - ítalir og Bret- ar eiga í stríði. Likt og leikaraliðið gefur til kynna er hér um að ræða samstarfs- verkefni Englendinga og ítala. Þótt slík samvinna geti gefið ágætan ár- angur gengur hún ekki upp að þessu sinni. Það er óheppilegt að ítölsk atburðarás skuli vera nær öll á ensku, jafnvel’þótt helstu aðalper- sónurnar séu enskumælandi. Af einhverjum orsökum nær hinn margreyndi leikstjóri Franco ZeSirelli heldur ekki því besta úr mögnuðum leikhópi þótt rétt sé að geta frábærrar frammistöðu Maggie Smith. Samræður verða oft full- stirðbusalegur og öll dramatík ríg- heldur í margnotaðar formúlur. Ekki ber þó að skilja það svo að Te með Mussolini sé slæm mynd því að á köflum er hún bæði skemmtileg og áhugaverð en þegar hið mikla hæfileikafólk sem stendur að mynd- inni er haft í huga hlýtur útkoman að valda vonbrigð- um. Leikstjóri: Franco Zeffirelli. Handrit: John Mortimer og Franco Zeffirelli. Kvikmyndataka: David Watkin. Aðal- hlutverk: Cher, Judi Dench, Joan Plowright, Maggie Smith og Lily Toml- in. ítölsk/ensk 1999. Björn Æ. Norðfjörð Brúnaveg Dalbraut Selvogsgrunn Sporðagrunn Auðbrekku Löngubrekku Laufbrekku Bankastræti Laugaveg Máshóla Orrahóla Ugluhóla Valshóla Fjólugötu Smáragötu Sóleyjargötu Upplýsingar veitir afgreiðsla w | DVísíma 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.