Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 20
•jT32 Sport MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Siguröur Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason: Stefnum á þrennu - sigurvegarar alþjóöarallsins 1997 og 1998 Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason hafa sigrað í alþjóðarallinu undanfarin tvö ár og segjast stefna á þrennu. „Það væri að sjáifsögðu frábært," sagði Sigurður, „og í raun er ekkert því til fyrirstöðu nema nokkrir frábærir ökumenn á góðum bílum. Það er einfaldlega vandamál sem við þurfum að yfirstiga. Það er rétt að við höfum ekki verið mikið með í sumar og árangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra yfir. Undirbúningur hefur ekki verið eins og við hefðum kosið. Vinnan hefur því miður náð að slíta nokkuð í sundur fritímana." Bíll með reynslu „Gamli Rover er i góðu lagi, kominn af fermingaraldrinum og orðinn táningur. Þetta er bíll sem hefur skilað sér sex sinnum í sigursæti í þessu ralli. Heráætlun okkar byggist á að aka okkur i stuð og taka á af fullri hörku er líða tekur á keppnina og keppinautarir heltast úr lestinni. Annars hef ég nú ekki mikið hugsað um rallkeppni undanfarnar vikur því ég er að skipta um starf,“ sagði Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sigurplasts í gær, framkvæmdastjóri Plastprents í dag, raliökumaður fimmtudag, föstudag og laugardag og timburmaður á sunnudag? -BG íslandsmeistararnir í rallakstri, Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson, aka fyrstir af stað í alþjóðlega rallinu. Þeir leiða íslandsmótið í ár og eru því sigurstranglegir í raliinu sem hefst á morgun. Þeir aka Mitsubishi Lancer. „Gamli Rover er í góðu lagi, kominn af fermingaraldrinum og orðinn táningur," segja sigurvegarar tveggja síðustu ára sem eru hér á fuilri ferð í alþjóðlega rallinu t fyrra, þeir Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason. Hjörtur Jónsson og Isak Guðjónsson verða heitir um helgina og eru til alls líklegir í alþjóðlega rallinu. Þeir aka Toyota Corolla, hafa notað bílinn í eitt ár og hyggjast halda upp á eins árs afmælið með stæl. DV-myndir JAK Alþióðlega rallið hefst á morgun við Perluna í Öskjuhlíð: Rall í Reykjavík ® © Fram - KR Laugardalsvelli Miðvikudaginn 1. sept. kl.20:00 Heiðursgestur: Ingibjörg Sólrun Gísladóttir U VIÐSKIPTANETIÐ HF. Nondic Banten á íslandi FRJALSI LÍftsYKlS'lCliMJI'.IKN L3! m fsi ÆmÆ Banki ndsbanki slands Bankl allra landsmonna ÁSTUnD cO> NÝHERJI PEUGEOT tjó'i A LAN DS SÍMINN HUQFÍIAG ÍSLANDS Alr litluntl J Á morgun, fimmtudag, hefst 20. alþjóðarallið íslenska, Rallý-Reykja- vík, 5. umferð íslandsmótsins í ESSO- rallinu. Keppendur verða ræstir í fyrsta áfanga frá Perlunni í Öskju- hlíð klukkan 16.35 á lögleyfðum inn- anbæjar umferðarhraða en klukkan 17.05 má fyrsti bíll gefa allt í botn, laus úr viðjum laga um hámarkshraða, á 6 km sérleið umhverfis Hvaleyr- arvatn og eftir eldri leið að Kaldárseli ofan við Hafn- arfjörð. Bent er á að sér- leiðunum er lokað fyrir al- mennri umferð nokkru áður en fyrsti keppnisbíll ræsir og áhorfendur hvatt- ir til að halda sig á örugg- um svæðum. Alls er 32 áhafnir sem hefla keppnina, þar af 10 erlendar, og er ræst inn á sérleiðimar með minútu millibili. Áfram er ekið út að Sveifluhálsi og rallaö gegnum Djúpavatnsleið kl. 17.31, inn á ísólfsskálaveg áleiðis til Krýsuvíkur, en þetta er erfiðasta sérleið morgundagsins, 30 km löng. Besta aðstaðan til að sjá átökin á morgun er í Gufunesi Reykjavík klukkan 19.01 þegar keppendur ralla frá Sorpu, þriggja km sérleið gegn- um vegakerfi uppfyllingarinnar yfir gömlu öskuhaugunum, sem verður ekin tvisvar. í seinni ferðinni er öku- mönnum frjálst að skipta um að- stoðarökumann. Viðgerðarhlé að loknum fyrsta degi er við ESSO Geirsgötu, nálægt Reykjavíkurhöfn, en næturgeymsla keppnisbílanna er við Laugardalshöll. Föstudagurinn langi Annar og lengsti áfanginn hefst við Laugardalshöll klukkan 7.00 og ekin sérleið um Lyngdalsheiði í átt að Laugarvatni kl. 7.55. Þaðan liggur leiðin að hálendinu og rallað við Hrauneyjar og Tungnaá kl. 9.46, þá Dómadal kl. 10.51, Gunnarsholt kl. 11.57 og hádegishlé er tekið við ESSO Hvolsvelli. Þessar sömu leiðir eru síðan eknar til baka í öfuga átt, Gunnarsholt kl. 14.00, Dómadalur kl. 14;53, Tungná kl. 15.51, Hrauneyjafell kl. 16.18 og Lyngdalsheiði kl. 18.11. Áhorfendasérleið föstudag Besta aðstaðan fyrir áhorfendur á höfuðborgarsvæði er við síðustu sér- leið dagsins, um Geitháls ofan Rauðavatns sem ekin er kl. 19.14, en á þessum tímapunkti keppninnar er staðan nokkuð farin að skýrast. Viö- gerðarhlé er með sama hætti og við lok fyrsta áfanga. Laugardagur til lukku Leiknum er þó ekki lokið því þriðji og síðasti keppnisdagurinn hefst með ræsingu við Laugardals- höll kl. 7.00. Eins gott að vélfákar og stjómendur séu vel upplagðir því tekist verður á við nokkrar lengstu sérleiðirnar, um Tröll- háls/Uxahryggi upp í Borgarfjörð kl. 7.53 og Kaldadal kl. 9.36 og síð- an Tröllhálsinn til baka niður á Þingvelli kl. 10.21. Lokasprettirnir fara svo fram á Reykjanesskaganum, frá Sveiflu- hálsi fram með Kleifarvatni til Krýsuvíkur kl. 11.59, ísólfsskáli til Grindavíkur kl. 12.15 þar sem snú- ið verður við og endað á ísólfs- skála/Djúpavatnsleið að Sveiflu- hálsi kl. 13.07, síðustu sérleið keppninnar sem er 34 km löng. All- ar tímasetningar miðast við ræs- ingu fyrsta kepþnisbíls. Endamarkið Áætlað er að formlegt endamark með kampavínsúðun verði kl. 16.00 við ESSO Geirsgötu. Keppnin er alls 1.109 kílómetrar, þar af sérleiðir 351 km, hún ræðm- venjulega úrslitum í íslandsmeist- araslagnum og gefur flest stigin. Að minnsta kosti 7 keppnistækjanna eru yfir 300 hestöfl þannig að ein- hver hreyfing ætti að sjást á sérleið- unum. Svona, verið þið nú ekki fyr- ir, greyin mín, og skemmtið ykkur vel. -ÁS Færanlegu tjöldin eru mætt til leiks á vegum konunglega breska flughersins. Þessir dísil blæju-Land Roverar eru orðnir eitt af einkennum alþjóðlega rallsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.