Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 45 Fjölbreytni er mikil í listaverkun- um í Nýlistasafninu. 7/6 7/6 er sýning í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, sem opnuð var um síðustu helgi. 7/6 er samsýning 7 listamanna frá Austurríki og 6 frá íslandi. Sýnendur frá Austurriki eru: Gilbert Bretterbauer, Josef Danner, Manfred Erjautz, Fritz Grohs, Michael Kienzer, Werner Reiterer og Michaela Math. ís- lensku sýnendurnir eru: Ásmundur Ásmundsson, Margrét Blöndal, Birgir Andrésson, Haraldur Jóns- son, Ósk Vilhjálmsdóttir og Pétur Örn Friðriksson. Sýningarstjóri er Sandra Abrams. Sýningin er eins konar stefnu- mót milli austurrískra og íslenskra nýlistamanna sem eiga það sameig- inlegt að vera allþekktir í sínu heimalandi en óþekktir á heims- mælikvarða. Voru þátttakendurnir valdir með tilliti til þess að list þeirra fjallar um „raunveruleik- ann“ eða umhverfið með nálgun út frá iróniskum nótum. Frumkvæði að þessari sýningu átti listamaður- inn Josef Danner en hann hefur áður dvalið á , “ íslandi sem og SyiHtl^ðr listamaðurinn ---------------- Fritz Grohs. Verkin á sýningunni eru flest unnin beint á staðnum og að hluta til er um verk úr fartesk- inu að ræða. Sýningin er opin dag- lega frá 14.00-18.00 nema mánudaga og stendur til 19. september. Hlutur fegurð- arinnar Undanfarnar þrjár vikur hefur staðið yfir á Mokka sýning Söru Bjömsdóttur, Hlutur fegurðarinn- ar. Þar hefur gestum kaffihússins staðið til boða að kjósa þann hlut sem þeim finnst fegurstur af hlut- unum sem á sýningunni eru. í kvöld kl. 20 mun listakonan verða á staðnum til að opna kosningakass- ana og telja stigin og mun þá koma í ljós hver hlutur fegurðarinnar er. Allir em velkomnir. Sýningin stendur síðan fram á sunnudag. Eitt málverka Kristjönu F. Arndal í Stöðlakoti. Málverk í akrýl og olíu Kristjana F. Amdal hefur opnað málverkasýningu í Galleríi Stöðla- koti, Bókhlöðustíg 6. Á sýningunni em tuttugu og fjögur verk, öll unn- in í akrýl og olíu, flest þeirra á síð- ustu þremur árum. Kristjana stundaði framhalds- nám í Stokkhólmi á ámnum 1975-1980 þar sem hún lagði aðal- lega stund á málun en vann síðasta árið eingöngu í grafík. Hún hefur haldið ellefu einkasýningar og tek- ið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á landi og erlendis, einkum í Svíþjóð. Sýningin stendur til 12. september og er opin dagalega kl. 14-18.30. Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir eru endur- sendar ef óskað er. Seyðisfjarðarkirkja: Sönglög og óperuaríur Flytjendur á lokatónleikum í tón- leikaröðinni Bláa kirkjan í kvöld kl. 20.30 í Seyðisfjarðar- kirkju eru söngvaram- ir Sigrún Hjálmtýsdótt- ir (Diddú), sópran, Ósk- ar Pétursson, tenór, og Bergþór Pálsson, barítón, ásamt Önnu Guð- nýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Á dagskrá er tónlist eftir íslensk og erlend tónskáld, sönglög og óperu- tónlist. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng inn á ellefu hljómplötur sem poppsöngvari áður en ferill hennar í sígildri tónlist hófst. Hún hefur sungið inn á geislaplötur með Sinfóníuhljómsveit íslands og Phil- harmonic Orchestra frá Vilnius, Litháen. Hún hefur komið fram í sjónvarpi, á tónleikum og í óperum og sungið við íslensku óperuna og Þjóðleikhúsiö, við Gautaborgaróper- una í Svíþjóð og Óperuna í Þránd- heimi i Noregi. Bergþór Pálsson starfaði sem óp- erusöngvari í Þýskalandi um nokk- urra ára skeið en hefur starfað að mestu leyti á íslandi síðan 1991, haldið tónleika einn eða með öðr- um, sungið inn á hljómplötur og komiö fram við ýmis tækifæri á sviði, í kirkju, í útvarpi og sjón- varpi. í sumar syngur Bergþór í kabarett í Reykjavík. Óskar Pétursson er yngstur af Álftagerðisbræðrum frá Skagafirði og kemur oft fram á tónleikum með þessum þekkta karlakvartett. Óskar syngur oft einsöng á tónleikum, ým- ist með kórum eða með öðrum, með- al annars hefur hann sungið með Diddú. Anna Guðný Guðmundsdóftir er einn eftirsóttasti píanóleikari lands- ins. Hún hefur komið fram sem ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit Is- lands, Sinfóníuhljómsveit Æskunn- ar, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Kammersveit Reykjavíkur. Bergþór Pálsson er einn þriggja söngvara sem koma fram á tónleikunum á Seyðisfirði í kvöld. Tónleikar Skúrir en síðan rigning Yfir vestanverður Grænlandshafi er 967 mb lægð sem þokast austur á bóginn, en milli íslands og Færeyja er lægðarbylgja sem hreyfist mjög hratt NA. Önnur bylgja fylgir i kjöl- Veðrið í dag far hennar í nótt. Suðvestlæg átt, yfirleitt 8-10 m/s en 10-15 suðvest- antil síðdegis. Skúrir og síðar rign- ing eða súld sunnan- og vestantil en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti 7-15 stig. Á höfuðborgarsvæö- inu: SV og S 8-10 en 10-15 síðdegis. Skúrir í fyrstu en síðan rigning eða súld. Hiti 8 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.45 Sólarupprás á morgun: 06.11 Síðdegisflóð f Reykjavík: 22.18 Árdegisflóð á morgxm: 10.50 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 10 Bergsstaöir skýjaö 8 Bolungarvík skúr á síö. kls. 7 Egilsstaöir 8 Kirkjubœjarkl. alskýjaö 7 Keflavíkurflv. léttskýjaö 7 Raufarhöfn alskýjaö 8 Reykjavík skýjaó 8 Stórhöföi úrkoma í grennd 8 Bergen rign. á síö. kls. 12 Helsinki skýjaó 16 Kaupmhöfn léttskýjaö 14 Ósló léttskýjaó 8 Stokkhólmur 8 Þórshöfn rigning 11 Þrándheimur hálfskýjaó 6 Algarve þokumóða 17 Amsterdam alskýjaö 17 Barcelona þokumóóa 22 Berlín þokumóöa 12 Chicago hálfskýjaö 17 Dublin skýjaö 16 Halifax heiöskírt 11 Frankfurt skýjaó 13 Hamborg hálfskýjaó 11 Jan Mayen skýjaö 6 London skýjaö 14 Lúxemborg skýjaö 14 Mallorca léttskýjaö 19 Montreal heiöskírt 13 Narssarssuaq léttskýjaö 2 New York hálfskýjaó 19 Orlando skýjaó 23 París skýjaö 16 Róm léttskýjaö 20 Vín léttskýjaö 15 Washington alskýjaö 17 Winnipeg heiöskírt 19 Helstu vegir um hálendið færir Helstu vegir um hálendið eru nú færir. Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagöir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum og öðr- um vel útbúnum fjallabílum. Færð á vegum Vegimir um Kjöl, Kaldadal og yfir í Landmanna- laugar frá Sigöldu eru þó færir öllum bílum. Ástand vega 4^ Skafrenningur m Steinkast O Hálka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkai C^~) ófært CD Þungfært 0 Fært gallabflum Anton og Birgir eignast bróður Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæö- ingardeild Landspítalans 26. ágúst kl. 08.09. Við fæðingu var hann 4075 Barn dagsins grömm aö þyngd og 52,5 sentímetrar. Foreldrar hans eru Guðrún Sigríð- ur Sigurðardóttir og Jó- hann Hjaltason. Hann á tvo bræður, Birgi, sem er tólf ára og Anton Karl, sem veröur tveggja ára i þessum mánuði. Lola (Franka Potente) er hörkutól sem betra er að hafa með sér. Hlauptu, Lola, hlauptu í dag verður frumsýnd á kvik- myndahátíð Hlauptu, Lola, hlauptu, sem er ein þeirra kvikmynda sem margir bíða spenntir eftir. í mynd- inni byrjum við að fylgjast með smákrimmanum Manni, sem vinn- ur fyrir mafiuna. Þótt Manni haldi öðru fram er hann aðeins ómerki- leg senditík en hann hefur metnað og er ákveðinn í að vinna sig í virð- ingarstöðu innan mafíunnar. Unnusta hans er hin pönkaða Lola sem er mun meiri harðjaxl en kærastinn, eins og kemur i ljós þeg- ar Manni í stresskasti hendir frá sér tösku með 100 þúsund mörkum í neðanjarðarlest þegar hann sér tvo lögreglumenn nálgast. Manni er V sem sagt kominn í djúpan skít og í öngum sínum biður hann Lolu að bjarga sér. Lola hefur aðeins tutt- ugu mínútur til að bjarga kærast- anum því að þeim tima loknum verður Manni að standa skil á fjár- hæðinni. Lola þarf því að stíga bensínið í botn og fer hún um alla Berlín í björgunaraðgerðum sínum. Leikstjóri myndarinnar, Tom Tykwer, er i dag einhver eftirsóttasti leikstjóri Þjóðverja. Áður en hann fr gat snúið sér alfarið að kvikmynda- gerð rak hann kvikmyndahús í Berlín og skrifaði handrit í hjáverk- um. Hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd 1993. Lola rennt er fjórða kvikmyndin sem hann gerir. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 9 10 11 12 13 14 15 16 1? 18 19 20 Lárétt: 1 gamall, 5 þjálfi, 8 ringul- reiðin, 9 iðnaðarmaður, 10 hald, 11 púkar, 13 yndis, 16 gyltu, 17 stjórna, 18 hratt, 19 súld, 20 bíta. Lóðrétt: 1 uppeldi, 2 maðka, 3 ráf- aði, 4 nudd, 5 fugl, 6 deyja, 7 utan, 11 nýlega, 12 áætlunarbíll, 14 miskunn, 15 eyða. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 varkár, 8 efja, 9 sál, 10 glópa, 11 sí, 12 sól, 14 könnun, 16 flissar, 19 líða, 21 æði, 22 óku, 23 frið. Lóðrétt: 1 vegs 2 afl, 3 rjólið, 4 kapps, 5 ása, 6 rás, 7 hlíf, 13 ólík, 15 9k óaði, 16 fló, 17 sær, 18 rið, 20 af. Gengið Almennt gengi LÍ 01. 09. 1999 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollqengi Dollar 72,340 72,700 73,680 Pund 116,460 117,050 117,050 Kan. dollar 48,400 48,700 49,480 Dönsk kr. 10,3280 10,3850 10,3640 Norsk kr 9,2800 9,3310 9,2800 Sænsk kr. 8,8220 8,8710 8,8410 Fi. mark 12,9126 12,9902 12,9603 Fra. franki 11,7043 11,7746 11,7475 Belg. franki 1,9032 1,9146 1,9102 Sviss. franki 47,9900 48,2600 48,0900 Holl. gyllini 34,8390 35,0483 34,9676 Þýskt mark 39,2545 39,4903 39,3993 ít lira 0,039650 0,03989 0,039790 Aust. sch. 5,5795 5,6130 5,6000 Port. escudo 0,3830 0,3853 0,3844 Spá. peseti 0,4614 0,4642 0,4631 Jap. yen 0,660700 0,66470 0,663600 irskt pund 97,484 98,070 97,844 SDR 99,300000 99,89000 100,360000 ECU 76,7800 77,2400 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.