Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Neskaupstaður: Eldur i ein- býlishúsi - tveir á sjúkrahús Eldur kom upp í einbýlishúsi á Neskaupstað í nótt. Lögreglu var til- kynnt um eldinn um hálftvöleytið en þegar hún kom á staðinn voru húsráðandi og fjórir gestir hans komnir út af sjálfsdáðum. Greiðlega tókst að slökkva eldinn en tveir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Húsið er tals- vert skemmt af reyk og sóti. Að sögn lögreglu eru eldsupptök ekki kunn en það ætti að skýrast í rann- sókn í dag. Annars var rólegt hjá lögreglunni í Neskaupstað og Mallorcaveður. -EIS w Ekið á hjól- reiðamann Ekið var á mann á reiðhjóli klukkan rétt rúmlega átta í morgun. Það var sendibíU sem keyrði á manninn sem var að hjóla austur Ártúnsbrekku. Var maðurinn flutt- ur með sjúkrabíl á slysadeild en meiðsli hans voru ekki talin alvar- leg. Maðurinn var ekki með hjálm. Mikill áróður er fyrir því að börn noti hjálma og því er slæmt þegar i eldri nota þá ekki því það læra börnin sem fyrir þeim er haft. -EIS 100 mil|jóna króna túr Togarinn Júlíus Geirmundsson, sem er í eigu Gunnvarar á ísafirði, kom með metafla til heimahafnar um áttaleytið. Samkvæmt heimildum DV er aflaverðmætið um 103 milljónir króna en uppistaðan í aflanum er þorskur en Júlíus kom að landi með um 160 tonn af þorskflökum og einnig .71 tonn af grálúðu. Aflinn var að mestu veiddur á Vestfjarðamiðum og var úthaldið mánaðarlangt. Skipstjóri Ómar Ellertsson. -GAR Dýrt ef kötturinn hverfur Borgarráð samþykkti í gær drög að samþykkt um kattahald í Reykjavík. Nokkrar takmarkanir koma fram í drögunum en athygli vekur gjaid sem lagt er á þá sem verða fyrir því óláni að kettir þeirra strjúki eða hverfi. Þannig skulu greiddar 2500 krónur í fyrsta skipti sem köttur er hand- samaður af starfsmönnum Meindýra- varna Reykjavíkurborgar. Fyrir hverja handsömun að fimmta skipti skal greiða 5000 krónur og fyrir hverja handsömun eftir það 12.500 kr. ' JHeymsla á dag kostar 500 kr. -hdm Islenska sjávarútvegssýningin var opnuð í morgun í Smáranum í Kópavogi. Það voru ófá handtökin við uppsetningu tækja og tóla og þessi ungi maður sló ekki slöku við þegar DV heimsótti sýningarsvæðið í gær. DV-mynd Teitur Korpuskóli: Nær tvöfait fleiri nem- endur „Það var gert ráð fyrir um 80 böm- um í skólann í haust. Þau verða 140,“ sagði Svanhiidur María Ólafsdóttir, skólastjóri í Korpuskóla að Korpúifs- stöðum. Skólinn er nú að taka til starfa í fyrsta sinn, eftir að suðvesturálmu byggingarinnar var breytt í kennslu- húsnæði. Böm í skólanum í vetur verða nær helmingi fleiri en gert var ráð fyrir í upphafi. „Það verður þröngt til að byrja með, en við sjáum fram á að geta leyst eftir um það bil mánuð það sem vantar upp á hjá okkur,“ sagði Svanhildur María. „Við komum til með að kenna í því rými sem ætlað var undir bókasafn. Bókasafiiið verður því ekki tekið í notkun fyrr en næsta haust. Síðan munum við kenna að morgninum í húsnæði fyrir heilsdagsviðvera. „ Svanhildur sagði að hafist yrði handa við að útbúa eina skólastofu til viðbótar eftir að skólinn yrði kominn af stað. Sú stofa yrði í því húsnæði sem skólanum var upphaflega ætlað. „Þetta er húsnæði sem við hefðum ekki átt að fá fyrr en næsta haust. Það verður nú gert upp til bráðabirgða þannig að við getum fengið það. Þar með er húsnæð- isþörfinni fúllnægt í vetur.“ -JSS Bíleigendur fá 30 þúsund króna skell og eru varnarlausir gegn bensínokri: Fólk leggi bílunum - eða samnýti, segir Runólfur Ólafsson, formaður FÍB „Það er eina vöm bfieigenda að leggja bUum sínum eða samnýta með öðrum,“ segir Runólfur Ólafs- son, formaður Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, um nýjustu bensín- hækkunina sem dundi á neytendum í dag. Olíufélögin sammæltust um að hækka litraverð um 5,30 krónur. Þar með hefur bensínverð hækkað um 25 prósent það sem af er árinu. Runólfur segir að .bensínhækkunin kosti eiganda meðalbUs um 30 þús- und krónur á ári. Hækkunin sam- svari því að fyUing á meðalbíl kosti 700 krónum meira en í upphafi árs. Hann segir ríkissjóð vera grimmast- an i álagningu á bensíni en olíufé- lögin hafi nokkur rök til hækkunar vegna hærra heimsmarkaðsverðs. „Alvarlegasti hlutinn í þessu er að 70 prósent bensínverðs eru skatt- ar. Af þessari rúmlega 5 króna hækkun fær ríkið rúmar 3 krónur. Við höfum sent ríkisstjórninni er- indi um að dregið verði úr skatt- heimtunni en vandinn er sá að einkabíUinn er mjög auðveldur Dýr er bensíndropinn og enn taka neytendur á sig skell. DV-mynd S skattstofn frá sjón- arhóli skattmanns. í breskri rannsókn sem ég sá kom fram að fólk dró við sig í mat og klæð- um löngu áður en dregið var úr notk- un bifreiðarinnar. í þessu ljósi er ekk- ert skrýtið þó nú- verandi ríkisstjórn hafi hækkað stöðugt álögur á bí- leigendur," segir Runólfur. Hann segir að bí-. leigendur liggi vel við hærri skatt- lagningu því er- lendar kannanir hafi sýnt að þeirra viðbrögð við hækk- unum séu yfirleitt þau að draga úr á öðrum sviðum. Þannig neiti fólk Veðrið á morgun: Léttir til norð- austanlands Veðurstofan varar við alihvöss- um vindi, eða yfir 15 metrum á sekúndu, á miðhálendinu. Annars verður suðlæg og suð- vestlæg átt á morgun, 10-15 metr- ar á sekúndu vestan tU en 8-13 metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Skúrir verða um landið sunnan- og vestanvert en léttir smám saman til norðaustanlands. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Norð- austurlandi. Veðrið í dag er á bls. 45. sér yfirleitt um flest annað en að aka einkabUnum þegar hækkanir dynji á því. „Mjög margir eru gífurlega háðir einkabílnum. Þrátt fyrir að æskUegt sé að menn leggi bílum og samnýti þá höfum við enga trú á því að það gangi eftir. BíUinn er hluti af gangverki samfé- lagsins og ekki er hægt að ætla fólki annan sám- göngumáta við að koma börnum á leikskóla, fara til vinnu eða kaupa inn tU heimUisins. Þessar hækkanir eru verðbólgu- hvati, þvert ofan í það sem sumir innan ríkisstjórnarinnar halda fram. Þær raddir heyrast að þessar hækkanir slái á þenslu en því er þveröfugt farið þar sem þetta eykur kostnað heimilanna." Runólfur Ólafsson. -rt MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-210E nv véi (slenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeitts kr. 10.925 n Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.