Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 2
ferðir MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Arúba í Karíbahafi er þekkt fyrir fjölbreytt strandlíf. Arúba - paradísareyjan í Karíbahafi: Fjörugt strandlíf „Bon bini“ segja innfæddir á Arúba þegar þeir heilsa ferðamönnum við komuna til sólskinseyjarinnar í Kar- abíahafi. Það þýðir að sjálf- sögðu velkomin máli inn- fæddra en Samvinnuferðir- Landsýn efna til ferðar til Arúba í nóvember. „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum til Arúba en eyjan er frábær sumarleyfisstaður. Eyjan er þekkt fyrir fjörugt strandlrf og þar er hægt að stunda seglbrettasiglingar, sjóskíði, þotuskíði, köfun og margt fieira,“ segir Þor- steinn Guðjónsson hjá Samvinnuferðum. Arúba er ein af syðstu eyj- um Karíbahafs, skammt frá Venesúela. Eyjan heyrir undir Holland og er ein þriggja hollensku Antillaeyj- anna. Hollensk áhrif eru mikil á eyjunni og hafa margir líkt höfuðborginni Orjanstad við Amsterdam. Vinsælustu söngleikirn- ir í London Það er af nógu að taka í leikhúslífi London eins og endranær. Vinsælasti söngleikurinn í London um þessar mundir er Whistle down the Wind sem sýndur er í Aldwych-leikhúsinu. Annar söngleikur sem hef- ur gengið mjög vel er Rent, sem ætti að vera (slend- ingum að góðu kunnur, í Shaftesbury-leikhúsinu. Dominion-leikhúsið sýnir Beauty and the Beast við miklar vinsældir og sama má segja um dans- og söngleikinn Saturday Night Fever í London Palladium. I’ Cambridge-leikhúsinu er Grease og Buddy, rokksöngleikur byggður á ævi Buddy Holly, er í Strandleikhúsinu. Af öðrum vinsælum söngleikjum má nefna Cats í New London- leikhúsinu, Miss Saigon í Royal Drury-leikhúsinu og Vesalingana í Palace-leik- húsinu og Óperudrauginn í leikhúsinu Her Majesty¥s. Eins og sést á upptalning- unni hér að ofan er úr nægu að velja en fólk hætti að huga að aðgöngumið- um með nokkrum fyrirvara. 14 heimsborgir Flugleiða Söluskrifstofur Flugleiða bjóða skipulagðar ferðir til átta töfr- andi heimsborga í Evrópu og sex í Bandaríkjunum og Kanada. Áhugi íslendinga á haust- og vetrarferðum hefur stóraukist á liðnum árum. dag alla daga, nema mánu- daga og laugardaga. Mikill áhugi á ferðum til Minneapol- is varð loks til þess að þangað verður flogið daglega í vetur í stað fimm ferða á dag áður. „Flugleiðir mæta aukinni eftirspum með því að fjölga ferðum næsta vetur til nokkurra megináfangastaða félags- ins og bæta við nýjum heilsársáfanga- stað, París,“ segir Jóhann Gísli Jó- hannsson, sölustjóri Flugleiða á ís- landi. Indæla Kaup- mannahöfn og Frankfurt Menn ættu að gefa sér tíma í Kaupmannahöfn. Fyrsta flokks hótel, margir Vaktmennirnir í Amaiienborg halda uppteknum hætti þrátt fyrir breytta tíma. Mörgum bregður er þeir koma til New York í fyrsta skipti en allir hrífast. Fleiri sæti Borgimar fiórtán em: Amsterdam, Briissel, Frankfurt, Glasgow, Kaup- mannahöfn, London, París og Wies- baden i Evrópu og Baltimore, Boston, Halifax, Minneapolis/St. Paul, New York og Washington í Norður-Amer- íku. Allar gefa þær ferðamönnum kost á ótal spennandi möguleikum til af- þreyingar, upplifunar og ævintýra. Sætaframboð í vetraráætlun Flug- leiða 1999-2000 til og frá íslandi eykst samtals um 9% miðað við síðustu vetr- aráætlun. Fleiri ferðir auka til muna svigrúm ferðamanna, hvort sem um er að ræða afþreyingarferðir eða við- skiptaferðir. Ferðum tfi Kaupmanna- hafnar verður fiölgað úr tveimur á dag í þijár á dag, nema fóstudaga og laug- ardaga. Flogið verður fimm sinnum í viku til Frankfurt í stað tveggja ferða á viku síðasta vetur. Ferðir til London verða 12 á viku í vetur eða tvisvar á Eitt helsta aðdráttarafl Parísar, Notre Dame, er gullfalleg á kvöldin. góðir veitingastaðir, hlýlegar krár og fiörmiklir skemmtistaðir gera dvöl- ina við Sundið ógleymanlega. Nú þeg- ar Eyrarsundsbrúin hefur verið opn- uð er einnig unnt að ferðast bæði "norður og niður eftir landakortinu, skreppa til Svíþjóðar eða aka í gegn- um Sjáland og áleiðis til Þýskalands. Þá er flug og bill ferðamáti sem er mjög hagkvæmur frá Frankfurt. Mjög stutt er til allra átta innan Þýska- lands og þriggja tíma akstur er til nokkurra nágrannalanda, s.s. Belgíu, Hollands, Frakklands og Sviss. Litlu lengra er til Ítalíu, Tékklands og Austurríkis svo ljóst má vera að möguleikarnir eru óþrjótandi. í næsta nágrenni við Frankfurt eru einnig margar sögufrægar borgir. Flugleiðir hafa um nokkurt skeið skipulagt sannkallaðar menningar- ferðir til Wiesbaden, höfuðborgar Hessen, við bakka Rínarfljóts. Borgin er sögufræg og falleg borg þar sem má skoða glæsilegar byggingar og skrúðgarða, njóta gnægta í mat og upplifa fiölskrúðugt menningarlíf borgarinnar. Menning og matur í París Ekki má gleyma hámenningarborg- inni París. Þangað er nú í fyrsta sinn hægt að fljúga með Flugleiðum að vetr- arlagi. Flogið verður þrisvar í viku í vetur og boðið upp á úrval skipulagðra ferða og glæsilegra hótela. I boði verða m.a. sérstakar lista- og menningarferð- ir og sælkeraferðir til að upplifa mat- ar- og vínmenningu Frakka. islenskur fararstjóri verður með í fór bæði í haust og næsta vor. Fyrir þá sem eiga erindi tfi Brússel er snjallt að fljúga til Parísar. Þaðan fer sérstök hraðlest til höfuðborgar Belgíu og tekur ferðin að- eins um einn og hálfan tíma. UppáhaldsborgirA/algerður Matthíasdóttlr arkitekt: Margt sem gleður augað í IMew York Ég á nokkrar uppáhaldsborgir og allar af misjöfnum ástæðum. Uppáhaldsborgin mín til fiölda ára er þó New York. Hún sameinar allt það sem spennandi borg þarf að hafa. Hún er líklegast sú fiölþjóð- legasta og þar er hægt að komast i snertingu við flest þjóðarbrot heims og það flnnst mér heillandi. Sem húsaarkitekt er margt sem gleður augað arkitektónískt. Hönnun og myndlist er fiölskrúð- ug, leikhúsin spennandi og mat- sölustaðirnir lygilega margir góðir með öllum tegundum matargerðar. Ég hef í gegnum árin farið til New York í ýmsum erindagjörðum, oft- ast þó í vinnuferðum, en þær ferð- ir hafa verið sérstaklega ánægju- legar því til dæmis bara nauðsynj- ar eins og að fara út að borða verða alltaf lítil ævintýri. Ég mæli til dæmis með Le Cirque veitinga- húsinu, Balthazar og milljón öðr- um! Önnur borg sem er í miklu upp- áhaldi hjá mér og ég er jafnvel á því að hún sé fallegasta borg sem ég hef séð er Flórens á Ítalíu. 'Ég held að arkitektinn í mér hafi aldrei séð jafnfallega borg og þar spilar einnig inn í hið undurfagra ítalska landslag sem fléttast inn í borgina. Ég gæti talið upp ýmsar aðrar borgir sem mér þykir gaman að heimsækja af ýmsum ástæðum; til að mynda Los Angeles, en ég er orð- m svo ánægð - með Reykjavík að í lokin langar mig að nefna hana sem eina af mína uppá- haldsborgum. Mér finnst hún orðið algjört æði,“ seg- ir Valgerður Matthías- dóttir arkitekt. Valgerður Matthíasdóttir mælir með veitingahúsinu Le Cirque í NewYork.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.