Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 8
 ferðir Útþrá íslendinga slær öll met: MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 É * - eru meðal kostaboða ÚÚ Vín og mun- Úrval Útsýn er meðal stærstu nafnanna í ferðabransanum hérlendis og býður brosmilda ferðaskrifstofan ár hvert ara- grúa fjölbreyttra ferða út fyrir landsteinana. Guðrún Sigur- geirsdóttir er framleiðslustjóri þar á bæ og segir veturinn líta glimrandi vel út: Hvemig standa bókanamál? Er landinn loksins farinn að iðka fyrir- hyggjusemi? „Já, það er mjög mikið þegar bók- að. í borgaferðunum okkar emm við til dæmis langt komin með þau sæti sem við eigum fyrir haustið." Guðrún segir borgaferðimar svokölluðu vera vinsælar sem aldrei fyrr og er Edinborg stærsti áfanga- staður skrifstofunnar: „Við emm bæði með ferðir þangað í leigu- og áætlunarflugi. Þangað eig- um við mjög fá sæti eftir. Við emm lika með árshátíðar-, verslunar- og skemmtiferðir til Halifax, sem em yf- irleitt fjórar nætur. Þangað erum við búin að selja um 90 prósent af þeim sætum sem við eigum. Þar erum við með íslenskan fararstjóra og ýmsa aðra þjónustu við farþega okkar. Svo eram við einnig með eitt stykki leiguflug til Barcelona 18. nóv- ember og vikuferðir til Sevilla en þessar ferðir era því miður allar upp- seldar," segir Guðrún og hlær, hálf- undrandi yfír ferðagleði Frónbúa. En er enn þá eitthvað til hjá ykkur fyrir þá sem eiga fyrirhyggjusemina ekki meðal sinna helstu dyggða? „Það er nú ekki öll nótt úti íyrir þá sem betur fer. Helst vildi ég nefna af- skaplega spennandi ferð til Vínar- borgar. Það er aðventuferð sem farin verður 25. nóvember. Hún er fin fyr- ir fólk sem vill koma sér í jólastemn- ingu. í Vín er afskaplega fallegur jólamarkaður um þetta leyti, mikið er um að vera í óperuhúsunum og tónlistarsölunum fyrir fólk sem vill hlýða á huggulega kammermúsík, Strauss og Mozart og margt, margt fleira.“ Tvímælalaust raunhæfur valkost- ur fyrir fólk sem ekki er hrifið af slyddunni og hráslaganum hér heima! Hvemig heldur þú að standi á því hversu snemma fólk pantar sínar ferðir að þessu sinni? Er þetta bara góðærið, eða hvað? „Þróunin síðustu ár hefur verið sú að fólk hefur verið að panta ferðim- ar sífellt fyrr og fyrr. Hér áður fyrr komum við út með bæklinginn í ágúst og salan byrjaði þá en núna erum við að verða búin að selja í ferðimar í lok ágúst. Það sem íslend- ingar eru að læra er að ef þeir vilja eitthvað sérstakt þá þurfa þeir ein- P Úí Þetta þarftu ad qera áður en þú ferð f frf til útlanda: • Ef þú ert með F plús nærðu f öryggiskort VÍS fyrir alla fjölskyldumeðlimi á næstu skrifstofu VÍS. « Fá staðfestingu hjá VÍS þar sem fram koma nöfn þeirra sem eru tryggðir. • Ef þú ert ekki með F plús þarftu að kaupa sérstaka ferðatryggingu. Athuglð að þelr sem eiga gamla öryggiskortið geta notað það áfram. faldlega að vera fyrr á ferðinni. Sem sagt: Fyrstir koma, fyrstir fá.“ Ódýr og framandi sól Hvað er fleira í ferðaflórunni hjá Úr- vali Útsýn? „Það em náttúrlega sólarlandaferð- irnar þar sem fólk sækist eftir sól, hita og hvúd. Þar em Kanaríeyjar stærstar en þangað fljúgum við tvisvar í viku. Við bjóðum fólki einnig sól á framandi stöðum með Asíuferðunum okkar. Þar fljúgum við til dæmis til Malasíu - til Kuala Lumpur gegnum London." Er það ekki rándýrt? „Nei, það er nefnilega ekki svo voða- lega dýrt miðað við hvað í boði er. Ég skal nefna dæmi: Tveggja vikna ferð til Malasíu með tveggja nátta gistingu í sjarmerandi heimsborg eins og Kuala Lumpur og síðan 12 daga afslöppun í sólinni í Balí kostar frá 112 þúsund krónum fyrir manninn." Ástæðumar fyrir mikilli uppsveiflu á heimsvísu í sólarferðum til Ásíu seg- ir Guðrún vera efhhagsþrengingar á svæðinu og lágt gengi gjaldmiðla þar: „Kreppan sem hefur ríkt í Suðaust- ur-Asíu hefúr gert það að verkum að gjaldmiðill þessara þjóða hefúr hrunið. Það þýðir aftur á móti að sífellt ódýr- ara verður að fá háklassagistingu þar á ótrúlega lágu verði. Allt verðlag þar er sömuleiðis lágt og því er mjög hag- ins í Mexíkó, frumskógarferðir og -sigl- ingar til Bomeó og lystisiglinar frá Singapore. Um allt þetta, framan- greindar ferðir og fleira má fá nánari fróðleik í bæklingi Úrvals Útsýnar. stætt að ferðast á þessar slóðir." Hér er ekki allt upptalið af ferðum sem Úrval Útsýn hefúr á boðstólum. Meðal annarra ferða em til dæmis æv- intýraferðir á slóðir Tequila-drykkjar- Jólastemning í aður í Malasíu Færd þú kostnaðinn í hausinn ef þú leitar til læknis erlendis? Smáóhöpp í fríinu geta kostað sitt. Öryggiskort VÍS tryggir þér nauðsynlega sjúkrahjálp á ferðalaginu. Þeirsemeru með F plús þurfa ekki að borga sjálfsábyrgð veqna sjúkrakostnaðar. Þar sem trygglngar snúast um fólk Þjonustuver 560 5000 Símaþjónusta alia virka daga kl. 8-19 Benidorm hefur um langt skeið verið einn vinsælasti áfangastaður Ferða- skrifstofu Reykjavíkur. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur: Sólin er það sem blífur Kanaríeyjar eru klassískar og alttaf jafnvinsælar enda gott að dvelja þar yfir vetrartímann. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur legg- ur sem fyrr áherslu á sólarstranda- ferðir í vetur. Benidorm hefur verið aðaláfangastaður ferðaskrifstofunn- ar í sumar og verður út þennan mánuð. Þá taka við ferðir til Kanaríeyja, Orlando í Flórída og Mexíkó. Að sögn íslaugar Aðalsteinsdótt- ur hafa ferðimar til Benidorm notiö mikilla vinsælda og sama gildir um vikulegar ferðir til Barcelóna. „Sól- in er það sem blífur, einkum yfir vetrartímann. Benidorm hefur gengið framar vonum og við sjáum fram á mikla aðsókn í Kanaríeyja- ferðirnar. Þá hefur Barcelóna geng- ið vel en þangað höfum við farið vikulega í sumar. Nú í haust ætlum við að bæta um betur og bjóða líka helgarferðir. Mér sýnist að þær verði ekki síður vinsælar. Það er náttúrlega svo gaman að vera í Barcelóna; borgin sjálf er stórkost- leg og stutt að skreppa á strönd ef menn vilja," segir íslaug. Kanaríeyjaferðimar hefjast í nóv- ember og boðar ferðaskrifstofan til tveggja jólaferða. Að sögn íslaugar eru jólaferðirnar cilltcif vinsælar og þess dæmi að fólk haldi jólin ytra ár eftir ár. „Kanaríeyjar em klassískar og alltaf jafnvinsælar enda gott að dvelja þar yfir vetrartímann. Við ætlum einnig að.brydda upp á nýj- ung og bjóða sólarferðir til Mexíkó á tveggja vikna fresti í vetur. Dval- ið verður í Puerto Vallarta sem er margrómaður sumarleyfisstaður," segir íslaug. Auk þess er ferðaskrifstofan með fjölbreyttar ferðir til Orlando í allan vetur. Þá hefur skrifstofan umboð fyrir hollensku ferðaskrifstofuna Arke Reisen sem skipuleggur sólar- landaferðir til Grikklands, Tyrk- lands, Spánar og víðar. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.