Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 ferðir 27 Ferðaskrifstofan Landnáma: Frumskógar Amason og Galapagoseyjar - eru meðal spennandi viðkomustaða í haust „I þessum hluta ferðarinnar verður siglt á lúxusskipi á milli eyjanna og náttúra þeirra könn- uð daglega í fylgd náttúrufræð- inga skipsins. Nálægðin við dýr- in er mikil og liggur við að hægt sé að snerta þau en það er hins vegar stranglega bannað. íslendingar ætla ekki að láta Bláfjöll- in duga í vetur: Ferðaskrifstofan Landnáma efnir til ævintýraferðar til Suður-Amer- í.ku þann 17. október nk. Áfanga- staðirnir verða Ekvador og Galapa- goseyjar og er þetta í annað sinn sem slík ferð er farin á vegum ferða- skrifstofunnar. Flogið verður til Boston með Flugleiðum og gist þar eina nótt en síðan verður haldið áfram til Quito, höfuðborgar Ekvador, með bandaríska flugfélag- inu American Airlines. Að sögn Ingiveigar Gunnarsdóttur hjá Land- námu verður í upphafi dvalið í Quito en borgin í heild sinni er á varðveisluskrá Sameinuðu þjóð- anna og er það einsdæmi. „Að lok- inni dvöl og skoðunarferð um Quito verður haldið inn í frumskóga Ama- son. Farþegar gista í vönduðum smáhýsum sem standa á bökkum lítils stöðuvatns í miðjum frum- skóginum. Húsin eru mjög skemmtileg, byggð samkvæmt hefð- um indíánanna á þessum slóðum en þau eru jafnframt búin öllum nauð- synlegum þægindum," segir Ingi- veig. Farið verður í náttúruskoðunar- ferðir um svæðið, bæði fótgangandi og á bátum; þá eru heimsóknir til innfæddra einnig í boði og forvitni- legt að kynnast menningu þeirra. Að lokinni dvöl í frumskóginum heldur hópurinn upp til fjalla þar sem dvalið verður í menningarborg- unum Cuenca og Guaranda. Þar er margt að skoða og m.a. verða inka- rústir heimsóttar, farið á indíána- markað sem er fjarri öllum leiðum ferðamanna. Þá verða hin stór- merkilegum eldfjölll landsins á dag- skrá og hið hæsta þeirra, Chimbor- azo, skoðað. Á slóðir Darwins Næst liggur leiðin til Guyaquil, stærstu borgar Ekvadors, en þaðan verður flogið til Galapagoseyja. Eyj- arnar hafa vakið milda athygli allt frá því Charles Darwin heimsótti þær en eins og menn vita byggði hann þróunarkenningu sínu að nokkru leyti á því einstaka dýralífi sem er að frnna á eyjunum. „f þessum hluta ferðarinnar verður siglt á lúxusskipi á milli eyjanna og náttúra þeirra könnuð daglega í fylgd náttúrufræð- inga skipsins. Nálægðin við dýrin er mikil og liggur við að hægt sé að snerta þau en það er hins vegar stranglega bannað," segir Ingiveig. Að lokinni náttúruskoðun á Galapagos mun leið hópsins liggja aft- ur til Quito þar sem hinn litskrúðugi indíánamarkaður í Otavalo verður heimsóttur. Farþegar geta einnig not- að tímann og fest kaup á listmunum og minjagripum til að taka með heim. Fararstjóri í ferðinni verður hinn kunni jarðfræðingur Ari Trausti Guðmundsson en auk hans verður fulltrúi Landnámu með í fór og auk þess mun hópurinn njóta leiðsagnar traustra staðarleiðsögiunanna. Dýralíf á Galapagoseyjum er meðal þess sem farþegar Landnámu fá að , kynnast, undir leiðsögn Ara Trausta Guðmundssonar, í haustferð ferðaskrif- stofunnar til S-Ameríku. Djass í New York Jafnframt má nefna það að Land- náma hyggst bjóða langa helgi í New York með djass sem aðalþema. Tómas R. Einarsson mun leiða ferð- ina en hann þekkir hvern krók og kima í heimi djassins i New York. Gist verður á litlu notalegu lista- mannahóteli í Greenwich Village í New York og lystisemda notið í hví- vetna. Ferðin er fyrirhuguð seinni hluta nóvember. Þá verður aðventuferð Landnámu til Edinborgar endurtekin í desem- ber en hún var farin í fyrra. Þar verður lögð áhersla á að sækja tón- leika og listviðburði, haldið verður í gönguferðir um Edinborg með stað- arleiðsögumanni og tími gefinn til að versla. í boði verður heils dags sveitasæluferð þar sem heimsótt verða dæmigerð skosk þorp og kom- ið við á þorpskrám. Gist verður á _ litlu vinalegu ljölskylduhóteli I * hjarta borgarinnar, Parliament House Hotel. Skíða- ferðirnar rjúka út - helmingur farinn hjá ÚÚ og laufin enn þá á trjánum íslendingar eru ekki bara á leiðinni í sól og yl í vetur. Ferðir til erlendra skíðastaða, sem hefjast ekki íyrr en nær dregur jólum, eru á góðri leið með að seljast upp - og það áður en hið skammlífa íslenska sumar hefúr að fúllu geispað golunni. Úrval Útsýn er sennilega stærst á þeim markaði og var Guðrún framleiðslustjóri spurð hverju þetta sætti: „Það sem gerðist í fyrra var að færri komust að en vildu og fólk sem uggði ekki að sér komst einfaldlega ekki í brekkumar. Þá var meira og minna allt uppselt í október. Mikil sala nú er rökrétt afleiðing af þessu. Staðan hjá okkur nú er þannig að við erum meira en hálfnuð að selja allt prógrammið." Úrval Útsýn hefúr á sínum snærum skíðasvæði í Austurríki og á Ítalíu, sem og vestanhafs í Kanada og Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum - en þangað fer m.a. þotuliðið að renna sér. „Við erum með Madonna di Campiglio, Val Gardena og fleiri góða staði á Ítalíu. Alla þessa hefðbundnu í Austurríki, St. Anton, Lech, Kirchberg o.fl. og svo auðvitað Aspen, sem er toppurinn á tilverunni og margir kalla Mekka skíðamannsins. Einnig erum við mikið með sérferð- ir á skíði. Við munum fjölmenna á heimsbikarinn þegar Kristinn okkar Bjömsson lætur ljós sitt skína. Við erum með sérstaka kvennaferð i sam- vinnu við Lindu P. í Baðhúsinu, lik- amsræktarstöðin Máttur fer í sína ár- legu hópferð á okkar vegum og þannig mætti lengi telja.“ J^VETRARFERÐIR BENIDORM Nú seljum við síðustu sætin í septemberferðir 3ja vikna ferð 5. október BMELONÁ og SITGES Viku- og helgarferðir í september og október / allan vetur Fyrsta brottför 3. nóv. Jólaferðir 18. oa 22. desember KANARIEYJAR PlflPinA ' a^an vatur frá 10. sept. rLUI\IU/i Beint f/ua ti! ORLANDO MEXICO í allan vetur frá 25. okt. 2ja vikna ferðir til Puerto Vallarta [ EURO/AM óyísunip^ín lAKKAR verJi j u m kr, 4.000j V/SA BORGA •LONDON - fimmtudaga kr. Hagstætt verð EDLNBORG £Hf Beint leiguflug 27. okt. oa 11. nóv AMSTERDAM viku- og helgarferðir MIMEAPOUS í september kr. Halik - Nm M - Boston - Boltimre - Vín - Sevillo Porís- ogmrglBeira Hafðu samband við okkur og fáðu nánari upplýsingar um verð og ferðatilhögun í síma 552 3200 FERÐASKRIFSTOFA REYKJA VÍKUR Aðalstræti 9 - sími 552-3200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.