Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 ferðir 29 S a m vi nnuferði r-La ndsýn: Ekkert lát á vinsæld- um Dublinar - beint flug frá Akureyri og Egilsstöðum Það er liðin tíð að fólk líti á ferðir til Dublin fyrst og fremst sem verslunarferðir. Fólk fer þangað til að sækja tilbreyt- ingu, slappa af, borða góðan mat og skemmta sér. Milljónir ferðamanna leggja leið sína til Prag á ári hverju til að njóta lífsins og borgarinnar. Ævintýri Heimsferða: Gullna borg- in Prag Borg hinna þúsund turna, gim- steinn Evrópu, borg töfranna, gullna borgin. Það er engin til- viljun að Prag hefur verið nefnd öllum þessum nöfnum, borgin er einstök og á engan sinn líka í Evrópu. sem gist er á Gatwick-flugvelli, og áfram til Prag á föstudagsmorgni. Hinir ýmsu hlutar borgarinnar, t.d. gamli bærinn, Hradcany-kastalinn og Strahov-klaustur, eru skoðaöir með fararstjórum yfir helgina og síðan er haldið heim á mánudegi. Dublin hefur alltaf verið vinsæl hjá íslendingum og í kringum sjö þúsund manns heimsækja borgina á vegum Samvinnuferða-Landsýnar á ári. Mörg undanfarin ár hefur engin erlend borg verið jafnvinsæl meðal íslenskra ferðamanna og Dublin á írlandi. Samvinnuferðir Landsýn byrjuðu með ferðir til Dublin fyrir sjö árum og hefur ásóknin aukist jafnt og þétt síðan. „Fjöldi farþega er kominn í sjö þúsund á ári og virðist enn fara vaxandi. Dublin hefur alltaf verið vinsæl hjá íslend- ingum en síðustu árin hafa aðrar þjóðir verið að uppgötva borgina í auknum mæli og hún er orðin ein vinsælasta ferðamannaborgin í allri Evrópu. Þetta hefur gert það að verkum að verðlag hefur rokið upp á gististöðum en vegna tryggðar okkar við borgina síðustu sjö árin hefur okkur hins vegar tekist að halda okkar hótelum og verði,“ seg- ir Þorsteinn Guðjónsson, markaðs- stjóri hjá Samvinnuferðum-Land- sýn. Að sögn Þorsteins er töluvert um að starfsmannahópar fari til Dublin- ar. Auk þess eru margir Islendingar famir að þekkja borgina vel og fara jafnvel árlega eða annað hvert ár. „Það er liðin tíð að fólk líti á ferðir til Dublin fyrst og fremst sem versl- unarferðir. Fólk fer þangað til að sækja tilbreyt- ingu, slappa af, borða góðan mat og skemmta sér. Svo er auðvitað hægt að gera góð kaup í borginni eins og menn vita,“ segir Þor- steinn. Beint flug frá Akureyri og Eg- ilsstöðum er meðal nýjunga í haust og segist Þorsteinn gera ráð fyrir að um * verði að ræða þrjár til fjórar ferðir til Dublinar og London. Flogið verð- ur með vél íslandsflugs sem tekur 140 farþega. Stakar ferðir Samvinnuferðir-Landsýn bjóða einnig úrval stakra borgarferða. I október og nóvember verða ferðir til borganna Valencia á Spáni, Búdapest í Ungverjalandi, Kaup- mannahafnar og Manchester, svo v eitthvað sé nefnt. „Þá er nýjung hjá ' okkur að bjóða haustferð til Brussel en það ætlum við að gera í síðari hluta nóvember. Við vorum með ferðir til Brussel í sumar sem gengu mjög vel. Við höfum orðið varir við vaxandi áhuga á borginni og þess vegna gerum við þessa tilraun í haust,“ segir Þorsteinn Guðjónsson hjá SL. Dublin er komin í hóp vinsælustu ferðamannaborga Evrópu. Með Einstein og Kafka Borgin var stærsta og ríkasta borg Evrópu á 14. og 15. öld, menning- arhjarta Evrópu, og hún er ótrúlegur minnisvarði um stórkostlega bygg- ingarlist og menningu. Þar frumtlutti Mozart Don Giovanny óperuna, þar hélt Beethoven reglulega tónleika, þar sátu Kafka og Einstein við skrift- ir og Mahler við tónsmíðar. Tékkar hafa notað timann vel undanfarin ár og til borgarinnar streyma nú yfir 7 milljónir ferðamanna á hverju ári enda er hún tvímælalaust ein feg- ursta borg heimsins. Hradcany- kastalinn gnæfir yfir borgina, hið gamla stjórnarsetur konunga allt frá níundu öld og nú aðsetur forsetaskrif- stofa Havels. Gamla bæjartorgið, tunglklukkan, Karlsbrúin, Wenceslas- torgið, allt eru þetta ógleymanlegir borgarhlutar. Einstakt tækifæri Heimsferöir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrú- legu borg. í boði hjá Heimsferðum eru góð 3' og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastal- ann og gamla bæinn þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi á milli þess sem þú eltir óendanlega ranghala gamla bæjai-- ins með islenskum fararstjórum Heimsferða. Lagt er af stað á fimmtudagskvöldi til London, þar Brýrnar í Prag eru undurfagrar og er þar jafnan líf og fjör. w A AÐ TAKA FLUGIÐ? Láttu okkur aka þér að Leifsstöð ^ f Bíll fyrir þig - hvar sem er, hvenær sem er. \MREVfW -handan við hornið! j 5 88 55 22 Bílarfyrir 4-8farþega og bílar fyrir hjólastóla. Fast verðtilboð á bíl fyrir 4 farþega kr. 4.900 - fyrir 5-8 farþega kr. 6.500. Við vekjum þig, ef þú vilt, áður en við sendum bílinn. Þú missir ekki flugið okkar vegna. Nú getur þú greitt fyrir aksturinn með öllum greiðslukortum í Hreyfilsbílum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.