Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 1
19 Framarar ekki hindrun á leið KR að titlinum 20-21 Þrír í banni hjá Andorra Knattspyrnulandslið Andorra, sem mætir is- landi á Laugardalsvellinum á laugardaginn, verður án f]ögurra lykilmanna sinna í leikn- um. Þrír þeirra eru í leikbanni, bræðurnir og varnarjaxlarnir Toni Lima og Ildefons Lima, og miðjumaðurinn Justo Ruis. Toni Lima er í 5 leikja banni eftir átök í lok leiks Andorra við Frakkland í júní. Þá gaf Julian Lucendo, fyrrum leikmaður Barcelona, ekki kost á sér en þessir fjór- ir voru í einna stærstu hlutverkum þeg- ar ísland vann 2-0 sigur i fyrri leik lið- anna í Andorra i lok mars. Lið Andorra er við æfmgar i Tou- louse í Frakklandi í dag og er væntan- legt til landsins á morgim. -VS Mikil stemning er fyrir landsleikjunum tveimur gegn Andorra ( á laugardag) og Úkraínu (næsta miðvikudag). Nú þegar hafa selst margir miðar í forsölu og Ijóst er að fjöldi manns ætlar að mynda góða stemningu og hjálpa íslenska landsliðinu til að komast í úrslit stórmóts fyrsta sinn. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari valdi 22 manna hóp fyrir leikina sem hittist í fyrsta sinn í gær á æfingu niðri í Laugardal. DV-myndir ÞÖK Jóhann B. Guðmundsson sést hér að ofan heilsa Ríkharði Daðasyni (til hægri) á fyrstu æfingu knattspyrnulandsliðsins. Að baki þeim heilsast þeir Hermann Hreiðarsson (til vinstri) og Helgi Kolviðsson. Mikið um breytingar á þjálfurum úrvalsdeildarinnar fyrir næsta tímabil: Páll til Keflavíkur - hefur gert munnlegan samning við liðið samkvæmt heimildum DV DV hefur traustar heimildir fyrir því að Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, verði næsti þjálfari Keflvikinga í úrvalsdeildinni i knattspyrnu. Páll er að ljúka sínu öðru ári með lið Ólafsfirðinga og heimildir DV herma að Páll hafi gert munnlegt samkomulag við Keflvíkinga um að taka við liðinu af Kjart- ani Mássyni sem hljóp í skarðið eftir að Gunnari Oddssyni og Sigurði Björgvinssyni var sagt upp. Fjörugt fram undan Það má reikna með að fjörugt verði á þjálf- aramarkaðnum í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu þegar keppnistímabilinu lýkur í þessum mánuði. Nær öruggt má að telja að Bjarni Jóhanns- son hættir með lið IBV en þriggja ára samningur hans við Eyja- menn rennur út í lok tímabils- ins. Eftir því sem DV kemst næst er Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, einn þeirra þjálfara sem Eyjamenn hafa í sigtinu. Logi ekki áfram? Logi Ólafsson verður að öllum líkindum ekki áfram með Skaga- menn en hann hefur stýrt liði ÍA undanfarin tvö keppnistímabil. Ólafur Þórðarson hefur verið nefndur til sögunnar sem eftir- maður Loga en einnig hefur nafn Sigurðar Jónssonar landsliðsmanns verið nefnt. Páll Guðlaugsson næsti þjálfari Kefl- víkinga. Framarar eru sömuleiðsis að íhuga þjálfaraskipti fyrir næstu leik- tíð. Ásgeir Elíasson mun sennilega láta af störfum. Bjarni Jóhannsson hefur verið nefhdur sem líklegur eft- irmaður Ásgeirs Elíassonar og einnig hefur Guömundur Torfason, fyrrum þjálfari Grindvíkinga, verið orðaður við Safamýrarliðið. Ingi Björn Albertsson var ráðinn hjá Val út leiktíðina en hann tók við Hlíðarendaliðinu eftir að Kristni Björnssyni var vikiö frá störfum. Ekki er víst hvort Ingi verður endur- ráðinn en ekki þykir ólíklegt að Arn- ór Guðjohnsen verði kallaður til starfans. Leiftursmenn verða þjálfaralausir í lok leiktíðar þar sem Páll Guðlaugsson fer til Keflvikinga. Lúkas Kostic, Sigurður Grétars- son og Milan Stefán Jankovic halda sínum störfum að öllu óbreyttu áfram hjá Víkingi, Breiðabliki og Grindavík og sömuleiðis Atli Eðvaldsson hjá KR en sá síðastnefhdi hefur þó verið orðaður við landsliðsþjálfarastöð- una fari svo aö Guðjón Þórðarson hverfi á önnur mið. Framhaldið ræður miklu Mikið taugastríð er fram undan í knatt- spyrnunni á næstu dögum. Mörg lið eru í fallhættu og því kannski erfitt um vik að ráða nýja þjálfara fyrr en niðurstaða er kom- in í hvaða lið falla úr deildinni. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.