Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 2
Fréttir FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 Stuttar fréttir i>v Reiöi vegna bensínokurs og Davíö ihugar aögerðir: Ríkið hirðir 1,2 millj- arða af neytendum - á ársgrundvelli haldist bensínhækkun. Meðalfjölskylda þarf að blæða 100 þúsundum „Það er mikið hringt til okkar og fólk íhugar aðgerðir vegna hinna miklu hækkana. Fólk er mjög reitt og ætli megi ekki segja að síðasta bensínhækkun sé dropinn sem fyllti mælinn. Við bíðum eftir útspilí stjórnvalda," segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, um hinar gifurlegu bensínhækkanir sem dun- ið hafa yfir á árinu. i fyrradag gripu flutningabílstjörar til þess að loka Reykjanesbraut um hríð vegna málsins en nú er þess beðið að al- menningur rísi upp. Runólfur segir FÍB ætla að bíða þess hvort sjórn- völd grípi inn í með einhverjum hætti áður en fé- lagið grípi til að- gerða. Frá upphafi árs og til þessa dags hefur 95 okt- ana bensín hækk- að um 25 prósent eða úr 70,20 krón- um í 87,70 krón- ur. Meginhluti hækkuninnar fer beint í ríkiskassann vegna vöru- gjalds sem er 97 prósent. Af þeim 17 krónum sem bensínlítrinn hefur hækkað á árinu tekur ríkissjóður til sín í gegnum vörugjaldið 11 krónur. Davíð Oddsson - leitar leifla. Runólfur Olafs- son - neytendur reiðir. Að meðaltali era seldar 190 millj- ónir lítra af bens- íni árlega. Ef miðað er við að hækkunin hald- ist sækir ríkis- sjóður á árs- grundvelli 1,2 milljarða króna beint í vasa neyt- enda. Bein áhrif hækkunarinnar eru þau að eigandi meðalsmábíls þarf að greiða sem nemur 700 krónum meira fyrir áfyll- inguna. Það samsvarar því að bein ársútgjöld vegna bensínkaupa á sama bíl hækki um sem nemur 30 þúsund krónur. Að meðaltali eru 1,5 bílar á vístölufjölskylduna sem eru bein 45 þúsund króna útgjöld. Þar sem um er að ræða jaðartekjur sem standa undir þessum kostnaði þarf fjölskyldan að auka tekjurnar um sem nemur 18 þúsundum króna að auki til að borga skatta. Þar með þarf tekjur upp á 63 þúsund krónur á ári til að standa undir hækkun- um. Sérfræðingar sem DV ræddi við segja að bein áhrif bensínhækkana fari strax út í verðlagið. Þannig kosti strax meira að fá iðnaðar- mann sem tekur hækkanir út á við- skiptavinum sínum. Sama á við um alla þjónustu sem á það sameigin- X 2jH &*-<r*~ f^^ð^^l *. Bensínokur þjakar nú landsmenn sem aldrei fyrr. Enda þýðir síðasta hækk- um að framfærsla meðalfjölskyldu hækkar um 12 þúsund á mánuði ef mið- að er við að hækkunin haldi sér. legt að bensínkostnaður er stór 1 hluti af rekstrinum. Þar með hækk- ar neysluvísitalan með tilheyrandi kostnaði. Samanlögð áhrif bensín- hækkunarinnar, að því gefnu að hún héldi í 12 mánuði, yrðu til þess að hækka útgjöld meðalfjölskyldu yflr 100 þúsund krónur á ári. Ekki er hægt að breyta vörugjaldi nema með lagabreytingu og ólíklegt er talið að ríkisstjórnin grípi til bráðabirgðalaga. Samkvæmt heim- ildum DV eru stjórnvöld með það til skoðunar hvort lækka eigi bensín- gjald sem í dag nemur rámum 28 krónum. -rt Lóð Nýja bíós: 50 steypubíl- ar ofan í grunninn Fimmtíu steypubílar tæmdu sig ofan í grunn Nýja bíós í Lækjargötu að næturlagi um síðustu helgi og er verktökum nú ekkert að vanbúnaði að hefja uppslátt væntanlegrar bygg- ingar sem á að hýsa útibú bresku verslunarkeðjunnar Top-Shop. „Nú fer húsið að rísa hvað úr hverju og við ætlum ekki að vera lengi að þessu. Því lofa ég," sagði Pálmi Kristinsson hjá Smáralind sem annast framkvæmdirnar. „Menn frá Top-Shop koma hingað reglulega til að vinna hönnunar- vinnu og er henni að mestu lokið innanhúss. Við ætlum að afgreiða fyrsta kúnnann í mars á næsta ári," sagði Pálmi. Byggingin í Lækjargötu, sem eitt sinn hýsti Nýja bíó, var sem kunn- ugt er rifm í byrjun þessa árs. Síðan hefur gapandi grunnur og sár í götu- myndinni blasað við vegfarendum. Pálmi Kristinsson hjá Smáralind segir menn alltaf hafa vitað að und- irbúningsvinna tæki langan tíma en „...vel skal vanda það sem lengi skal standa," sagði Pálmi. -EIR Nú eru að komast á lokastig framkvæmdir við nýja 120 megavatta virkjun við Sultartanga. Þar er þessar vikurnar ver- ið að setja niður aflvélar og ráðgert að fyrri vélasamstæðan af tveim sem er 60 megavött fari í gang í nóvember. Hér er horft eftir fráveituskurði heim að stöðvarhúsinu, en á hæðinni hægra megin á myndinni eru vinnubúðir verktak- anna. DV-mynd Hörður Breytingar á SH: Stangast á við fýrri ummæli - mikill urgur í starfsfólki „Reiknað er með að þessar breyt- ingar verði afstaðnar um næstu ára- mót," segir Gunnar Svavarsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna sem tilkynnti umsvifsmiklar breytingar á fyrirtækinu í gær. Þær breytingar miðast við að tengja beint saman framleiðendur og sölufyrir- tækin erlendis. íslenska deildin verð- ur gerð að sérfyrirtæki, þjónustufyr- irtæki bæði fyrir framleiðendur og sölufyrirtæki erlendis. Einhver fyrir- tæki munu sameinast öðrum deild- um og önnur verða lögð niður. Mest minnkar SH við sig í sölu á ferskum fiski. „Við erum hættir að vera söludeild framleiðenda og taka við hverju sem er frá þeim og þeim ber ekki lengur skylda til þess að afhenda allar vörur til SH. Milliliðalausir samningar milli framleiðenda og sölufyrirtækja erlend- is hafa tekið við og SH á íslandi er þjónustuaðili þeirra," sagði Gunnar. „Auðvitað er urgur í fólki hér," sagði starfsmaður SH sem DV talaði við í gær. Þeir eru margir hverjir mjög óánægðir. Þegar uppsagnir komu til framkvæmda í vor var sagt að fieiri yrðu þær ekki. Nú er fólk í full- kominni óvissu og það starfsfólk sem DV ræddi við veit ekki hvort því verð- ur sagt upp eða ekki. Eftir er að til- kynna hverjir muni missa vinnuna. Fyrirtækið Sæmark, sem er í eigu SH, hefur verið lagt niður og þar missa hátt í 15 manns vinnuna. Starfsfólki þar var boöið aö halda áfram með fyrirtækið en óliklegt að það gerist. -EIS Til EFTA Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segir RÚV að þar sem samgöngu- ráðherra hafi ekki orðið við beiðni fyrirtækisins um að svara efhislega spurningum um með hvaða hætti farið yrði að tilmælum Samkeppn- isráðs í Landssímamálinu sé eðli- legt framhald málsins að skjóta álitinu til Eftirlitsstofnunar EFTA. Ólöglegt Ákvörðun rík- isstjórnarinnar um að fresta framkvæmdum við Alþingishús- ið vegna þenslu í þjóðfélaginu mætir hörðum viðbrögðum í borgarkerfinu. Óskar Bergsson, formaður bygginganefndar borgar- innar, segir í Degi beinlínis ólóg- legt að ríkið geti skilið eftir sár í miðborg Reykjavikur með þessum hætti. Allt upppantaö Vegna skorts á gistirými á höfuð- borgarsvæðinu hefur orðið að vísa frá þúsundum erlendra ferða- manna sem hugðust koma hingað til lands í haust. Tekjumiss- ir ferðaþjónustunnar vegna þessa er að minnsta kosti 100 milljónir króna. RÚV sagði frá. Heimta lækkun Efling-stéttarfélag hefur sam- þykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að lækka sinn hlut í bensínhækkuninni sem skellt hafi verið á bifreiðaeigendur 1. septem- ber. Hagdeild ASÍ segir að skuldir heimilanna hækki um 4,3 milh'arða á árinu vegna verðhækkana á bens- íni. Mbl. sagði frá. Rannsaka apaveiru Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði á Keldum hefur fengið 10,7 milljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu til að taka þátt í sam- starfsverkefni sem felst í tilrauna- bólusetningu gegn apaveiru sem er náskyld eyðniveirunni. Mbl. sagði frá. Áhyggjur af heiöargæs Á opnum fundi Skotveiði- félag íslands um Eyjabakka á Hótel Borg í gærkvöld sagði Sigmar B. Hauksson, for- maður Skot- veiðifélags íslands, ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af heiða- gæsinni ef til virkjað yrði. Hann gagnrýndi umhverfisráðherra fyrir að segja að heiðagæsin færi bara eitthvað annað. Fimm sækja um Fimm hafa sótt um stöðu þjóð- leikhússtjóra til næstu fimm ára. Þeir eru: Árni Blandon, leikari og leikstjóri, Guðjón Pedersen leik- stjóri, Hafliði Arngrímsson leik- húsfræðingur, Stefán Baldursson þjóðleikhússrjóri og Viðar Eggerts- son, leikefri og leikstjóri. Árekstur Reykjafoss rakst utan í nóta- og togveiðiskipið Júpiter í höfninni í Neskaupstað skömmu fyrir klukk- an níu í morgun. Einhverjar skemmdir urðu á Júpiter en ekki er ljóst hversu miklar. Hollustuvernd taki við Heilbrigðisnefnd Suðurlands hef- ur farið fram á það við Hollustu- vernd ríkisins að hún taki við með- ferð mála sem varða kjúklingabúið á Ásmundarstöðum af Heilbrigðis- eftirliti Suðurlands. Guðjón ráðinn Guðjón Arn- grimsson hefur verið ráðinn dagskrár- og upplýsingasrjóri landafunda- nefndar. Hann mun starfa með nefndinni að skipulagningu og framkvæmd há- tíðahalda íslendinga vestanhafs árið 2000 í samráði við starfsmenn hennar ytra. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.