Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 Fréttir Sýningafyrirtæki Samtaka iðnaðarins: Gjaldþrota nema borgin gefi eftir 24 milljóna skuld - trúi ekki að yfirvöld vilji flæma okkur burt, segir framkvæmdastjórinn Samtök iðnaöarins vilja að Reykja- víkurborg leggi þeim til 23,7 milljónir króna til þess að setja í félag um nýtt fjölnotahús í Laugardal. Upphæðin svarar til þeirrar leigu sem fyrirtæki samtakanna og Kynningar og markað- ar ehf., Sýningar ehf, hafði skuldbund- ið sig samkvæmt tilboði til að greiða fyrir þriggja vikna afnot af Laugardals- höllinni nú í september. Sýningar ehf. hugðust halda þar alþjóðlega sjávarút- vegssýningu í stíl við íslensku sjávar- útvegssýninguna sem haldin hafði ver- ið reglulega af öðrum aðilum í Laugar- dalshöllinni frá því um miðjan níunda ártuginn og nú er haldin í Kópavogi. Ekkert varð af sýningarhaldi í Höll- inni og vilja Samtök iðnaðarins því nú fá endurgreiddan þann helming leig- unnar sem Sýningar ehf. höfðu þegar greitt og hinn helminginn niðuifelld- an. Samtök iðnaðarins voru í baká- byrgð vegna leigusamningsins. Borgarráö vill samstarf við Samtök iðnaðarins Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir í bréfi, sem hann ritar 25. júní sl. til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra, að Sýningar ehf. muni verða gjaldþrota þurfi fyrirtækið að greiða áður umsamda leigu og óskar eftir að það verði leyst undan skuldbindingum sínum vegna leigunnar. Sveinn segir að á móti muni samtökin leggja fram Svelnn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vill fá 23,7 millj- ónir króna frá borginni. Helga Jónsdóttir borgarritari segir að ósk Samtaka iðnaðarins um að fá fellda niður lelgu af Laugardalshöll verði skoðuð á heildstæðan hátt. 30 milljóna króna hlutafé í félag um byggingu og rekstur nýs fjölnotahúss í Laugardal. Slík upphæð yrði 40% af heildarhlutafé félagsins en Reykjavík- urborg myndi eiga önnur 40% og íþróttabandalag Reykjavíkur 20%. Sveinn segir í bréfinu að ljóst sé að verði Samtökunum gert að standa skil á ábyrgðum sínum vegna leigunnar geti þau ekki lagt fram hlutafé í hið nýja félag. Sveinn sagðist í samtali við DV enn engin formleg viðbrögð hafa fengið frá borgaryfirvöldum vegna erindis síns. Hann sagðist þó hafa fengið ágætar undirtektir enda ótrúlegt að borgin vildi fiæma burt aðila á borð við Sam- tök iðnaðarins með áform um rekstur öflugs sýningarfyrirtækis. Þess má geta að borgarráð hefur þegar samþykkt tillögu sem felur í sér áðurnefht samstarf við Samtök iðnað- arins án þess þó að hafa þar með sam- þykkt niðurfellingu skulda Sýninga ehf. en bréf Sveins var lagt fram sem fylgiskjal þegar sú tillaga var afgreidd. Forsendur brustu Helga Jónsdóttir borgarritari segir að enn hafi engin ákvörðun verið tek- in vegna erindis Samtaka iðnaðarins en segir það til umfjöllunar hjá starfs- hópi sem í sitja nokkrir embættis- menn borgarinnar. Það sé síðan þess hóps að leggja tillögu fyrir borgarráð um málið. Helga segir að þegar borgarráð hafi á sínum tíma ákveðið að bjóða út leig- una á Laugardalshöllinni hafi það ver- ið hugmyndin að það fé sem fengist umfram venjubundið leigugjald rynni til uppbyggingar á sýningaraðstöðu í Laugardal en færi ekki til reksturs. „Þannig að sú samþykkt sem var forsendan á sínum tíma fer nokkuð saman við þetta framhald málsins. En erindi Samtaka iðnaðarins hefur ekki verið svarað heldur er það til vinnslu í þessum hópi og þar verða menn að líta heildstætt á málið," segir Helga. „Það verður skoðað í því ljósi að stundum eru gerðir samningar en rök koma upp á eftir á sem leiða til sam- komulags um að skoða hvort einhverj- ar forsendur hafa brostið. Það er auð- vitað alveg ljóst að í þessu tilfelli brast sú forsenda að sýningin væri haldin á þessum stað. Það er auðvitað á þeirra ábyrgð en þeir eru að fara fram á skoð- un á tilteknum hlutum og auðvitað hljóta þeir að verða skoðaðir." -gar Metaðsókn að sjávarútvegssýningunni í Smáranum: Fólkið flæðir inn - segir John Legate forstjóri Ellen Ingvadóttlr, blaðafulltrúi ís- lensku sjávarútvegssýningarinn- ar, telur að standa eigi vlð tilboð sem þelr setja fram í útboðum Menn standi við útboð Eins og Sýningar ehf. sóttist Nexus Media Ltd. eftir að taka Laugardalshöllina á leigu fyrir sjávarútvegssýningu í nýhöfnum septembermánuði en varð undir í útboði og heldur nú íslensku sjáv- arútvegssýninguna í Kópavogi. Ellen Ingvadóttir, einn aðstand- enda íslensku sjávarútvegssýning- arinnar og blaðafulltrúi hennar, var innt álits á þeirri skriflegu beiðni sem nú liggur fyrir hjá borgaryfirvóldum í Reykjavík að Sýningar ehf. verði leystar undan skuldbindingum sínum vegna leig- unnar á Laugardalshöllinni. „Sýningarstjórn hefur ekki séð umrætt bréf og getur þar af leið- andi ekki tjáð sig um þetta mál einstakt sem slíkt. Hins vegar er það viðhorf aðstandenda Islensku sjávarútvegssýningarinnar að í viðskiptum virði menn útboð og hljóti þar af leiðandi að standa við þau," sagði Ellen. „Þetta hefur allt gengið einstak- lega vel og ég er himinlifandi. Það flæðir hér fólkið inn," segir John Legate, forstjóri Sjávarútvegssýn- ingarinnar 1999. Sýningin sem hald- in er í Smáranum í Kópavogi hófst á miðvikudag en henni lýkur síð- degis á laugardag. Metfjöldi gesta kom á sýninguna fyrsta daginn, eða 2805 manns. Mik- ill fjöldi fólks hefur komið utan af landi til að kynna sér helstu nýjung- ar í sjávarútvegi og hafa sum byggð- arlög hálftæmst. Þeir gestir sem DV ræddi við á sýningunni voru ánægðir þótt erfitt væri að ná fullri yfirsýn yfir það sem á boðstólum er enda um 300 sýningaraðilar frá á fjórða tug þjóðlanda sem sýna vörur eða kynna sín mál. Á sýningunni er allt milli himins og jarðar og m.a. kynnti meindýraeyðir tækni sína gegn flugum, rottum og öðrum þeim skepnum sem ekki eiga aö vera inn- an um matvælaframleiðslu. Þá hafa útgefendur norska blaðsins Fiskaren snarað einu eintaki yfir á islensku í tilefni sýningarinnar. Legate segir þegar sé sýnt að meiri fjöldi verði en á síðustu sýn- ingu. „Það hefur allt gengið snurðu- laust og ekki er annað að heyra á gestum og sýnendum. Það hefur öll skipulagning haldist og áform okk- ar virðast ganga upp," segir Legate. -rt John Legate, forstjóri sjávarútvegssýnlngarinnar í Smár- anum, er alsæll með sýninguna og gestafjöldann. DV-mynd Hilmar Þór sandkorn Enginn listi Borgaryfirvöld bíða nú eftir hentug- um tíma til að tilkynna að hætt verði við fyrirhugaðar byggingafram- kvæmdir í Laugardalnum. Eftir sitja þá með sár, sem borgin verður að græða, vinirnir Jón Ólafsson, stjórnarfor- maður Bíó ehf, og Þórarinn V. Þórar- insson, ríkisforstjóri Landssímans, en þeir báðir áttu að fá út- hlutað lóð fyrir fyrir- tæki sín. Listar hafa legið frammi í fyrirtækjum og stofnunum víða um borgina og hafa liðsmenn samtakanna Verndum Laug- ardalinn unnið að því að undanförnu að safna þeim saman. Þegar liðsmenn- irnir ætluðu að sækja lista í líkams- ræktarstöðina World Class kom í ljós að engir listar voru til staðar. Þykjast menn sjá hvernig á því stendur en eig- andi stöðvarinnar, Björn Leifsson, fékk úthlutað án útboðs við Laugar- dalslaugina þar sem hann hyggst reisa líkamsræktarstöð... Á sama bás Nú stendur sem hæst sjávarútvegs- sýningin mikla í Smáranum í Kópa- vogl Búist er við metfjölda gesta og þar sýna sjávarútvegsfyrirtæki sínar helstu gersemar og nýjungar. Ekki eru þó allir ánægðir með sýninguna því sjó- mannasamtökin ku ekki vera par hrifin. Á sama bás á sýning- unni eru nefnilega Hafrannsóknastofn- un og Landssamband íslenskra útvegs- manna þar sem hinir umhverfis- vænu Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, og Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafró, kynna sameiginlega af- rakstur sinna stofnana. Þykir mönn- um innan sjómannaforystunnar gróf- lega fram hjá sér gengið. Fyrir útgerð- armenn þykir þetta einstaklega heppi- legt þar sem þeir ásamt Hafró eigi heiðurinn af rífandi upphangi þorsk- stofnsins. Sameining visinda og veiða hafi skilað sínu... Hriflu-Elvar Hið fræga hús við Hofsvallagötu, sem einn helsti hugmyndafræðingur Framsóknarflokksins, Jónas frá Hriflu, átti á sínum tima, er eftirsótt eign. Um tíma átti hinn góölegi fyrr- um forstjóri Vinnslu- stöðvarinnar i Vest- mannaeyjum, Sig- hvatur Bjarnason, eignina. Sighvatur seldi eftir skamman tima en nú mun einni helsti spútnik- maður viðskiptalífs- ins, Elvar Aðalsteinsson, hafa keypt eignina og hyggst gera upp frá grunni. Elvar er barnabarn Alla ríka á Eskifirði en ekki er vitað hvernig þeim eldheita sjálfstæðismanni hugn- ast að afkomandinn setjist að í einu af musterum Framsóknar... Fröken Umhverfa Framsóknarflokkurinn á í hinu mesta basli vegna Eyjabakkamálsins. Ráðherraliö flokksins vill sökkva en grasrótin undir forystu Ólafs Arnar Haraldssonar alþingismanns vill friða Eyjabakka. Víst er að Ólafur Öm nýtur ekki velþóknunar for- manns síns fyrir óþekktina eri sárust í hans garð mun vera sjálfur umhverfisráð' herrann, Siv Frið- leifsdóttir, sem ekki vill segja orð um málið umfram það að eðlilegt sé að sökkva Eyjabökkum. Siv liggur undir því að hafa áður verið á annarri skoðun og af því tilefni orti ónefndur hagyrðingur: Betur en skepnan sandhverfa, skoðunum kann að ranghverfa, ríður mótorhjóli og ráðherrastóli, réttnefnd fröken Umhverfa. Umsjón: Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn ml't'. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.