Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 Viðskipti Þetta helst: hlutabréf 189,4 m.kr. ... Viðskipti á VÞÍ 803 m.kr. ... Mest með húsbréf, 353 m.kr. ... Viðskipti með ... Mest með bréf Marels, 36,7 m.kr. ... Mest hækkuðu bréf Tæknivals, 14%. . Skýrr hf. hækkaði 6,8% ... Mesta lækkun var SH, 5,3% ... íslenskir fjárfestar í samstarf við Norsk Hydro: Undirbúningsfélag um byggingu álvers Eignarhaldsfélagið Alþýöubank- inn, Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins, íslandsbanki, Landsbanki íslands og Þróunarfélag íslands hafa ákveðið að ganga til samstarfs við Norsk Hydro um þróun og undirbúning byggingar álvers við Reyðarfjörð. Á undanförnum mánuðum hafa fulltrú- ar þessara fyrirtækja unnið að frum- greiningu verkefnisins og sýna niður- stöður þessarar greiningar að vænta má góðrar arðsemi af fjárfestingunni miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Þvi munu fyrirtækin fimm stofna á næstunni sameiginlegt undirbúnings- félag sem mun eiga hehningshlut í fé- lagi um byggingu álversins á móti Norsk Hydro á undirbúningstíman- Fjölmargir vilja álver á Reyöarfiröi. um. Féiagið Þriðjungur hlutafé mun á næstu 8-10 mánuð- Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi ál- um vinna að versins verði með 120.000 tonna fram- undirbúningi leiðslugetu á ári og áætlaður heildar- að byggingu kostnaður fyrsta áfanga er um 30 miUj- og rekstri ál- arðar króna. Gera má ráð fyrir að versins en a.m.k. þriðjungur þess verði fjármagn- stefnt er að aður með hlutafé en meginþorri fjár- því að endan- mögnunar verði í formi verkefnisfjár- leg ákvörðun mögnunarláns. um hvort farið Það er markmið íslensku félaganna, verði út í sem að undirbúningnum standa, að byggingu þess bjóða langtima fagfjárfestum þátttöku í liggi fyrir verkefninu þegar undirbúningi er lok- síðla næsta ið, verði niðurstaðan sú að byggja ál- vor eða verið, og verður þeim kynntur fram- snemma sum- gangur verkefnisins á næstu mánuð- ars. um. -bmg Methagnaður hjá Kögun hf. Velta Kögunar fyrstu 9 mánuði yfirstandandi fjárhagsárs var 342,8 milljónir króna og hagnaður fyrir skatta nam kr. 80,6 milljónum. Arð- semi eigin fjár er því 33%. Þetta er besta afkoma félagsins frá upphafi en árangurinn má einkum rekja til þriggja þátta. í fyrsta lagi er gengið frá sölu á GSSG-flugstjórnarherm- inum. í öðru lagi hafa ný verkefni á sviði hugbúnaðargerðar gengið vel og skilað góöri framlegð og í þriðja lagi hefur rekstur dótturfyr- irtækis Kögunar hf., Navision Software ehf. á íslandi, gengið vel á árinu. Þetta kom fram á Viðskipta- vefnum á VisLis. -bmg Miklar skipulags breytingar hjá SH Frostf iskur flytur Frostfiskur ehf. er sérhæft fyrir- tæki í útfiutningi á ferskum fiski og rekur fiskvinnslu i Reykjavík. Gert er ráð fyrir að félagið selji vinnsluhúsið og flytji alla starfsemi sína til Þorláks- hafnar. Vinnslustöðin gerist hluthafi í Frostfiski og eignast 40% hlut ef samkomulagið hlýtur samþykki fé- lagsstjórna. Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sími: 568 3330 http://wmv.vortex.is/-skip/ í sumar hefur áfram verið unnið að endurskipulagningu starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. í kjölfar breytinga sem kynntar voru í april. Meginbreytingar á rekstrarfyrirkomulagi fólust í ákvörðunum sem teknar voru í apríl þar sem kveðið er á um að falla megi frá þeirri afurðasöluskyldu sem ríkti milli SH og íslenskra framleiðenda. í stað þess að SH-framleiðendum beri að afhenda og SH að selja allar til- greindar afurðir viðkomandi er tekið upp nýtt fyrirkomulag. Kveður það á um frjálsa samninga milli framleið- enda annars vegar og erlendra mark- aðsfyrirtækja SH hins vegar. Þá var á sama tíma breytt því fyrirkomulagi er ríkti um skipan srjórna dótturfyr- irtækjanna. Þær voru minnkaðar, oftast í þriggja manna stjórnir sem í sitja framkvæmdastjóri viðkomandi félags, fjármálastjóri SH hf. og for- stjóri sem formaður. I framhaldi af breyttu hlutverki SH á íslandi var hafist handa um skipulagsbreytingar hjá félaginu. 19 manns sagt upp Snemma varð ljóst að fækka þyrfti starfsfólki og var 19 manns sagt upp störfum fyrr i sumar. Skrifstofuhald á Akureyri var lagt af og hæð í aðal- stöðvunum að Aðalstræti 6 seld. Vinnan í sumar fól svo í sér endur- skoðun á stefnu félagsins þar sem markaðsstefna var skilgreind og áherslur lagðar. Þar var m.a. lögð áhersla á að styrkja félagið enn frekar á núverandi mörkuðum með áherslum á sókn inn á veitingaþjónustu með eig- in vörumerki ásamt þvi að félagið nýtti þau tækifæri í smásölunni þar sem það gæti skapað sér sérstöðu. Félagið ynni dýpra á mörkuðunum þar sem unnt væri að ná ásættan- legum virðisauka. Gunnar Svav- arsson torstjóri. Tvískipt starfsemi SH Starfsemi SH hf. á íslandi verður framvegis í tveimur félögum: Annars vegar i SH hf., eignarhaldsfélagi, þar sem starfa munu um 4 starfsmenn, og hins vegar í félagi sem gengið hef- ur undir vinnuheitinu SH þjónusta ehf. Hjá því félagi verður framleið- endum og dótturfélögum þjónað með rekstri 5 þjónustudeilda: söludeild umbúða, sjófrystideild, gæðadeild landvinnslu, flutninga- og skjalagerð- arþjónustu og aðfangaþjónustu dótt- urfélaga. Reiknað er með að starfs- menn þess fyrirtækis verði 35-40 á næsta ári. Heildarstarfsmannafjöldi verður því rúmlega 40 manns en til samanburðar var hann 90 á síðasta ári. Aukin arðsemi Framtíðarmarkmið sam- stæðunnar er að ná 15% arð- semi eigin fjár. Tekið skal fram að hér er um markmið að ræða sem vonast er til að náist á nokkrum árum. Til að örva og skerpa sýn stjórnenda félag- anna á hagnaðarmarkmið er stefnt að því að taka upp launaaukakerfi sem tekur mið af arð- semi viðkomandi félags. Félagið mun draga sig út úr sölu á ferskum fiski og hætta rekstri dótturfélags í Belgíu sem helgaði sig slíkri starfsemi. Verður starfsmönnum boðið að taka við rekstrinum. Þá hefur SH hf. einnig hug á að draga sig út úr rekstri Sæmarks ehf. sem séð hefur um innkaup af framleiðendum sem ekki voru samningsbundnir SH og mun vinna að því máli í samvinnu við starfsmenn. -bmg Pappírsverksmiðja í athugun I haust er ætlunin að leggja í umtalsverðar rannsóknir til þess að komast til botns í því hvort hagkvæmt er að reisa pappírs- verksmiðju hér á landi. Að sögn Páls Guðjónssonar, framkvæmda- stjóra Afivaka hf., ætti að liggja fyrir að lokinni þessari lotu hvort hægt verður að reisa pappirsverk- smiðju á íslandi. Þetta kom fram á Viðskiptavefnum á Vísi.is. Búnaðarbankinn kaupir í ÚA Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær voru lögð fram tilboð frá þrem- ur aðilum í samtals átta liðum í hlutabréf Akur- eyrarbæjar í Út- gerðarfélagi Ak- ureyringa hf. Bæjarráð sam- þykkti að taka tilboði frá Bún- aðarbanka ís- lands hf. í öll hlutabréfin, samtals að nafnverði 183,6 miiljón- ir. Tilboðsfjárhæð bankans i bréfin er 1,25 milljarðar eða á genginu 6,8. Samþykkt bæjarráðs verður tekin fyrir til afgreiðslu á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar þriðjudaginn 7. september n.k. Vinnslustöðin selur togbát ogkvóta Vinnslustöðin hf. í Vestmanna- eyjum hefur selt Frostfiski ehf. i Reykjavík togbátinn Danska Pétur ásamt 500 þorskígildistonnum og frystihús félagsins í Þorlákshöfn með tilheyrandi vélum og tækjum. Frá þessu var gengið í gær með fyrirvara um samþykki stjórna fé- laganna. Mikið tap hjá Kók Kóka kóla fyrirtækið í Bret- landi tapaði 26 milljónum dollara fyrstu sex mánuði ársins, saman- borið við 2,5 milljóna dollara tap í fyrra. Ástæðan er ekki bara eitr- unin i kóki í Belgiu heldur er talið að Kosovo-stríðið og slæmt efna- hagsástand í Rússlandi spili þarna inn í. Fyrirtækið gerir ráð fyrir áframhaldandi erfiðleikum til skamms tíma. Evrópsk skuldabréf lækka Evrópsk skuldabréf héldu áfram að lækka í gær og í fyrra- dag en áhyggjur af því að efha- hagsbatinn komi fram í verðbólgu hafa leitt til hækkunar ávöxtunar- kröfunnar. Morgunfréttir F&M greindu frá. Við þetta bætist að mikið magn skuldabréfaútboða hefst með haustinu, bæði frá ríki og stórfyrirtækjum. Helsta viðmið . skuldabréfamarkaðarins eru þýsk 10 ára ríkisskuldabréf en ávöxtun- arkrafa þeirra hækkaði um 3 punkta. -bmg f II ÚRVALS NOTAÐIR BÍLAR FYRIR ALLA I Opið virka daga kl. 8 - 18 laugardaga kl. 13 - 17 Nissan Sunny St 1.6 4X4 4/91 Fiat Marea Weekend 8/97 Ek. 126.þús. 5d. 5g. Ek.34.þús. 5d. 5g. ABS, Rafm.rúður, fjarst.samlæs. 2 loftpúðar, rafm.rúður o.fl. Verð kr. 540.000 Verð kr.1.250.000 Istraktor |ii 4W2I í^4l *£M PS&L 4h4J Ui^sm M^3f| Toyota Carina E 2.010/95 Ek.81.þús.4d.sjsk. Álfelgur, spoiler, rafm.rúður Verðkr. 1.090.000 OpelAstraSt. 1.6GL5/97 Ek.44. þús. 5d. 5g. Dráttarbeisli. Verðkr. 1.020.000 Renault Clio 1.4 S 5/95 Fiat Bravo Abarth 3/98 Ek.42.þús. 3d. 5g. Sportstólar Ek.32.þús.. 5g. ABS, geislasp, Rafm.rúður, álfelgur, vökvastýri samlæs, loftpúðar, 17"álfelgur Verð kr. 750.000 Verð kr. 1.490.000 2 • Garðabæ • Sími 5 400 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.