Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 7
I FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 Fréttir Undirskriftir fyrir Vatna- heiðarveg íbúar í Stykkishólmi og í Ólafs- vík hafa tekið hóndum saman um að þrýsta á skipulagsstjóra ríkisins að leggast ekki gegn lagningu fyrir- hugðaðs vegar yfir Vatnaheiði. í dag klukkan tvö munu skipulags- stjóra verða afhentar undirskriftir 960 atkvæðabærra manna úr byggð- arlögunum með þessu erindi. Eins og fram kom í DV á mið- vikudag er vegurinn um Vatna- heiði talinn bæði greiðfærari, ör- uggari og varanlegri en nýr vegur á núverandi vegarstæði um Kerling- arskarð sem fyrrnefnda veginum er ætlað að leysa af hólmi. Náttúr- verndarsjónarmið mæla hins vegar gegn veginum yfir Vatnaheiði, m.a. vegna þess að hann muni spilla hinni ósnortnu ásýnd landsins á þessum slóðum. -GAR Fær byggða- kvóta en gef- ur 300 tonn Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, sem fær 43 tonn af 113 tonna byggðakvóta Búðahrepps, sam- kvæmt tulögum sveitarstjórnarinn- ar, fiutti í júlí 300 þorskigildistonn af togara sínum, Ljósafelli, til Hof- feDsins sem er í eigu Loðnuvinnsl- unnar hf. Loðnuvinnslan, sem síð- an mun ætla að skipta þeim kvóta út fyrir síldarkvóta, hefur skuld- bundið sig til að landa þeim afla til vinnslu hjá kaupfélaginu en greiðir ekki fyrir aflaheimildirnar að öðru leyti. Kaupfélagið á 42% í Loðnuvinnsl- unni hf. en fjölmargir minni aðilar, einstaklingar og fyrirtæki, eiga af- ganginn. Gísli Jónatansson kaupfé- lagsstjóri segir þessa ráðstöfun hafa verið gerða til að treysta atvinnuá- standið 1 byggðarlaginu. -GAR Horft um öxl og f ram a veg Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti íslands, verður heiðurs- fyrirlesari á Norrænum byggingar- dögum sem verða i Reykjavík 5.-8. september. Fyrirlestur Vigdísar ber heitið „Skyggnst inn í næstu öld". Meðal annarra fyrirlesara eru Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, og Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans. Verður gefm yflrsýn yfir liöna öld og skyggnst inn 1 þá næstu. -GAR Haraldur Briem sóttvarnalæknir um campylobacter: Hundrað greindir - þúsund sýktir - kostar þjóðfélagið 300 milljónir á ársgrundvelli Haraldur Briem læknir. „Almennt er talið að einn af hverjum tíu sem sýkist leiti læknis. Ef greinast hundrað manns í júlí, eins og gerðist hjá okkur, og rúmlega það, þá myndum við telja að það þýddi að um eitt þúsund manns hefðu sýkst," sagði Haraldur Briem sóttvarnalæknir við DV. Hann sagði, að samkvæmt útreikn- ingum Hollustu- verndar ríkisins og sínum eigin, mætti gera ráð fyrir að sýkingar af völd- um campylobacter kostaði þjóðfé- lagið um 300 milljónir króna á árs- grundvelli. Eins og blaðið greindi frá í gær varð gríðarleg fjölgun í campylobactersýkingum í júlí sl. Þá greindust 110 manns á sýkladeild Landspítalaans, samkvæmt nýjustu upplýsingum. Árið 1999 verður metár í sýkingum af þessu tagi, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Að sögn Haralds hafa greinst 65 já- kvæð sýni í nýliðnum ágústmánuði. Sú tala á trúlega eftir að hækka eitt- hvað þar sem sýni eru enn í rækt- un. Þó er vonast til að um umtals- verða fækkun sýkinga sé að ræða frá því sem mældist í júlí. Rannsóknarhópur á vegum land- læknisembættisins, Hollustuvernd- ar ríkisins og embættis yfirdýra- læknir vinnur nú að rannsóknum á campylobactersýkingum. Er að vænta fyrstu niðurstaða frá honum í næstu viku. „Við vitum það mikið nú að við getum sagt, að kjúklingar eru að miklu leyti valdir að því smiti sem er í samfélaginu. Við útilokum þó ekki annað kjöt. Ráðið við þessu er að gegnumelda matinn og gæta hreinlætis í eldhúsi, þannig að ekki sé um krossmengun að ræða. Sýkill- inn getur borist með blóðvökva úr kjúklingi yfir í salat, sósur og öll önnur matvæli. En smit frá einum manni til annars er tiltölulega fá- títt," sagði Haraldur. Hann sagði, að sýkingum af völd- um campylobacter hefði fjölgað sýnu mest hér borið saman við hinar Norð- urlandaþjóðirnar. I ár mætti gera ráð fyrir að íslendingar væru efstir með 160 sýkingar á hverja 100.000 íbúa. Mætti gera ráð fyrir að það væru hlutfallslega um tvöfalt fleiri sýking- ar heldur en 1 Dan- mörku og Svíþjóð. Að sögn Atla Árna- sonar, yfirlæknis heilsugæslunnar í Graf- arvogi, lýsir campylobactersýking sér með kviðverkjum, niðurgangi, jafhvel uppköstum og oft hita. Sjúkdómnum fylgir mikill slappleiki og úthaldsleysi. Fólk er oft lengi að jafha sig eftir veikindin. Svo sé til í dæminu að sýktir finni lítiUega fyrir einkennum og batni fljótt, eða verði hreinlega ekki varir við neitt. Það detti engun í hug að athuga hvort einkennalaus einstak- lingur sé sýktur eða ekki. Fólk hafi mismunandi varnir og veikindin séu því breytileg. -JSS sóttvarna- Campylobacter-sýkingar - fjöldi tilfella eftir árum 300 250 33 200 150 ÍOO 50 O ÍO ¦ ¦ 11 ¦ I ¦ J____L J__________I I '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 Ár E5S3 Ögmundur Einarsson, t.v., framkvæmdastjóri Sorpu, færði í gær Þjónustusetrinu, sem sex líknarfélög starfrækja sameiginlega að Tryggvagötu, 600 þúsund króna styrk frá Góða hirðinum en það er nafn nytjamarkaðar Sorpu og líknarfélaga. Jón Guðnason, forstöðumaður Þjónustusetursins, veitti styrknum viótöku. esm Révkiávíki 5. umferð íslandsmótsins í (Sgí) Rallin Gódir stað/r tíl að fylgjast með Rallinu - áhorfendaleidir Föstudagur Ökuleið 14: Lyngdalsheiði fyrsti bíll kl: 18:11. Leiðin lokar kl 17:30 Ökuleið 15: Geitháls fyrsti bíll 19:35. Leiðin lokar kl. 18:30 Viðgerðarhlé á Esso stöðinni Geirsgötu kl 20:00 - 21:30. Upplagt tækifæri til þess að koma og líta á ökutækin. Laugardagur Ókuleið 16: Tröllháls /Uxahryggir: fyrsti bíll kl. 7:53. Leiðin lokar: 7:00 Ökuleið 18: Tröllháls fyrsti bíll kl. 10:21. Leiðin lokar kl. 9:45 Ökuleið 19: Kleifarvatn fyrsti bfll kl. 11:59. Leiðin lokar kl. 11:30 Ökuleið 21: Ísólfsskáli/Djúpavatn fyrsti bíll kl 12:58 Leiðin lokar kl. 12:15 Nánari upplýsingar um RallyReykjavík er að fínna á www.visir.is/motorsport. Þar sjást leiðirnar, listi yfir keppendur og staðan hverju sinni auk þess rallinu er lýst beint á netinu. Komdu og fylgstu með! ísso Olíufélagiðhf www.esso.ls www.benni.is t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.