Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 11
f FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 ^ennmg •k -k 11 Þjóðleikhúsið okkar verður fimmtugt nœsta vor. Það var opnað með þremur glœsilegum sýningum árið 1950, sú fyrsta var á Nýjársnótt- inni eftir Indriða Ein- arsson á sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Síðan hefur húsið haldið op- inni útsýn til allra átta, aftur og fram í tímann en einkumþó til samtíð- ar hverju sinni. Svo verður einnig á hátíðar- árinu fram undan en dagskrá þess liggur nú fyrir. Við báðum Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóra að segja frá því hvað hefði mótað val á verkefnum á af mœlisárinu. Stef numarkið á af mælisári er að sýna hvað starfslið hússins er vel í stakk búið til að takast á við fjölbreytileg verkefni. DV-myndir GVA Þjóðleikhúsið býr sig undir margra mánaða afmælisveishi: Hver samdi Gullna hliðið? Djarfar andstæður „Stefnumark okkar er að sýna á þessum tímamótum styrk okkar og stöðu, hvað við gerum best og sterkast og erum vel í stakk búin til að takast á við fjölbreytileg verk- efni, með þetta mikla leikaralið og starfs- mannalið allt," segir Stefán. „Auðvitað tök- um við mið af þess- um margföldu tímamótum en án þess að týna okkur í neinni nostalgíu. Annars má segja í ár eins og á síðasta leikári að megin- þemað sé ástin, hún er lífseigasta aflið. Öll góð leik- rit fjalla um ástina, lífið og dauðann. Mér finnst skemmtilegt og djarft hvað við stefnum saman ólikum verkum," heldur Stefán áfram. „Til dæmis standa þau hvort á eftir öðru á dag- skránni Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson og Komdu nær eftir Patrick Marber. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari verk! Annað er sígilt íslenskt verk, hitt er nýtt breskt verðlaunaleikrit, feikilega vel skrif- að. Svo frumflytj- um við á íslandi tvö stórvirki er- lendra leikbók- mennta í vetur. Annað er Krítarhringurinn i Kákasus eftir Bertolt Brecht, eitt hans skemmtilegasta og litríkasta verk. í þeirri sýningu erum við í samstarfi við hið fræga leikhús Théátre de Complicité í London og þaðan kemur leik- stjórinn, Svisslendingurinn Stefan Metz. Hann kom hingað í vor og hafði vinnuviku með leikurunum sem gengu í skýjum á eftir af hrifningu. Þá valdi hann líka leikarahóp- inn sinn sem er sterkur og flottur. Hitt sí- gilda leikritið sem við frumflytjum er Fedra Þjóðleikhússtjóri kynnir verkefna- skrá vetrarins. eftir Racine í nýlegri þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Sveinn Einarsson stýrir þar einvalaliði." Nýju íslensku leikritin eru þrjú. Land- krabbinn er verðlauhaleikritið úr sam- keppni sem efnt var til í tilefni afmælisins og reyndist vera eftir Ragnar Arnalds. Hilm- ar Jónsson þreytir þá frumraun sína sem leikstjóri í Þjóðleikhúsinu en er þekktur úr Hafnarfjarðarleik- húsinu og tekur með sér þaðan sinn góða leikmyndahönnuð, Finn Arnar Arnarsson. „Hægan, Elektra er eftir Hrafnhildi Hagalín sem ekki hefur sent neitt frá sér síðan verðlaunaleikritið Ég er meist- arinn," segir Stefán, „ og má nærri geta að margir bíða spenntir eftir því. Þetta er gjör- ólíkt verk hinu fyrra, skemmti- legur og nýstárlegur leikur að leikhúsforminu. Viðar Eggerts- son leikstýrir því. Og loks erum við með nýtt íslenskt barnaleik- rit eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson sem er líka leikstjóri, Glanni glæpur í Sól- skinsbæ. Persónurnar eru hin- ar sömu og í leikritinu um Latabæ - sem breyttist í Sól- skinsbæ eins og glögg börn minnast. Þar ríkir mikil vel- sæld þegar verkið hefst en svo kemur þessi Glanni glæpur og fer að gera usla." Þrír nýir leikarar verða með- al starfsmanna Þjóðleikhússins í ár, Stefán Karl Stefánsson og Rúnar Freyr Gislason, sem báð- ir útskrifuðust úr Leiklistar- skóla íslands í vor sem leið, og Brynhildur Guðjónsdóttir sem lærði í Englandi og starfaði þar um tíma við góðan orðstír að loknu námi. Hún vakti hrifn- ingu sem Mímí í Rent sem var frumsýnt í vor og kemur upp aftur 10. sept- ember. Hver er afmælissýningin? „Á límamótum veltir maður fyrir sér hvað stendur upp úr af leikritum aldarinnar og þar var vandi að velja. Við vildum ekki taka verk frá síðustu áratugum en ákváðum að velja tvö íslensk verk frá fyrri hluta ald- arinnar. Annars vegar hið frábæra verk Guðmundar Kambans Vér morðingjar sem ég er viss um á eftir að lifa langt inn á næstu öld," segir Stefán. „Ótrúlega nútímalegt verk sem Þórhallur Sigurðsson stýrir og verður frumsýnt um áramót á Smíðaverk- stæðinu. Eina verkið sem við sækjum beint í þjóðlegu leikritunararfieifðina er Gullna hliðið sem ekki hefur verið sýnt í Þjóðleik- húsinu í tæplega aldarfjórðung, heillandi og húmorískt verk. Okkur langar ekki til að ögra sýningarhefð þess verks en þó völdum við yngsta leikstjóra hússins, Hilmi Snæ Guðnason, og báðum hann að nálgast það eins og það væri nýskrifað verk sem bærist honum í hendur frá lifandi höfundi. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Edda Heiðrún Backman verður kerling- in og ég er viss um að þetta verður afar skemmtilegt." - Hvaða sýningu setjið þið á toppinn? „Við viljum ekki taka út eina sýningu og segja: þetta er afmælissýning/n Allt eru þetta verkefni á afmælisári. En auðvitað fær loka- sýning vetrarins ákveðna áherslu með því að koma upp í kringum sjálfan afmælisdaginn. Það er Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare sem Baltasar Kormákur stýrir, yndislegt verk sem má fara margar leiðir að. Meðal leikara verður breiðfylking af þeim yngri en auðvitað kemst enginn langt með þetta verk án þeirra eldri. Þetta verður glæsi- leg sýning." Stefán Baldursson stýrði sjálfur síðustu upp- setningu á Draumnum hér á landi, í Iðnó fyrir fjórtán árum, ógleymanlegri sýningu sem leik- in var af útskriftarhópnum úr Leiklistarskól- anum í bland við leikara hússins. Átta leikstjórar hafa verið valdir til að stýra átta nýjum sýningum en enn hefur ekki verið gengið frá hverjir leikstýra Komdu nær og Horfðu reiður um öxl, tímamótaverki Johns Osborne frá sjötta áratugnum sem var sprengja í evrópsku leikhúslífi á sínum tíma og hefur elst furðulega vel. Ótalmargt fleira verður sér til gamans gert á árinu. Meðal þess má nefna Meira fyrir eyrað, söngdagskrá sem Jóhann G. Jóhannsson hefur verið að semja í sumar við ljóð Þórarins Eld- járns í tilefni fimmtugsafmælis hans. Breska Þjóðleikhúsið kemur með gestasýningu í vor. Tvær þemahelgar verða eftir áramót; á annarri verður litið yfir fimmtíu ár i leik og söng en á þeirri seinni verður horft inn í nýja öld - hvernig verður íslenskt leikhús þá? Leiklestr- arsyrpan Gullkistan verður í Þjóðleikhúskjall- aranum og ýmsar óvæntar uppákomur sem við getum hlakkað til. Elsku Míó minn Sunnudaginn 5. september hefjast kvikmyndasýningar fyrir börn að nýju í fundarsal Norræna hússins. Myndirnar eru sýndar 1 tengslum við Prinsessudaga í Norræna húsinu sem standa til 31. október og tengjast allar ævintýrum. Fyrst á dag- skránni er sænska kvikmyndin Elsku Míó minn eftir frá- bærri sögu Astrid Lindgren sem Heim- ir Pálsson þýddi á íslensku og hefur komið út í mörgum útgáfum hér á landi. Hún verður sýnd á sunnudaginn kl. 14. Eins og flestir foreldrar vita fjallar sagan - og mynd- in - um níu ára dreng og ferð hans um ævintýraheima. Þar eru töfraskógar, dularfullir hellar og skuggalegir kast- alar - og þar á líka hinn illi riddari Kató heima. Myndin er með sænsku tali og ætluð börnum sjö ára og eldri. Aðgangur er ókeypis. Sjónþing Þorvaldar Við minnum lesendur menningar- síðu á að á morgun, laugardag, kl. 13.30 hefst Sjónþing Þorvaldar Þor- steinssonar, myndlistarmanns og rithöfundar, i Menningarmið- stöðinni Gerðu- bergi. Skammt er stórra högga á milli hjá Þorvaldi því um siðustu helgi var frumsýnt eftir hann nýtt leikrit, Ævintýrið um ástina, í Kaffileikhúsinu við Vest- urgötu. Myndlist Þorvaldar „hefur vakið mikla athygli og aflað honum viður- kenningar, enda eru verk hans í senn frumleg og aðgengileg, gamansöm og íhugul," segir Jón Proppé listfræðing- ur. En Þorvaldur er ef til vill ennþá kunnari meðat þjóðar sinnar sem rit- höfundur; til dæmis hefur barnabókin Skilaboðaskjóðan verið geysivinsæl alveg síðan hún kom út fyrst fyrir hálfum öðrum áratug (er nú sennilega komin til þriðju kynslóðar) og leikrit með söngvum sem hann samdi um efni bókarinnar varð líka vinsælt á sviði Þjóðleikhússins. Fyrir síðustu bók sína, Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, sem einnig er barnabók, fékk Þorvaldur verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur í vor. Meg- ineinkenni á barnaefni Þorvaldar, bæði sögum og leikritum, er að það er fyrir allt fólk, unga sem gamla. í tengslum Við Sjónþingið verða opnaðar tvær sýningar á verkum Þor- valdar. Sýningin í Gerðubergi stendur til 17. október en sýningin í Galleríi | Sævars Karls í Bankastræti stendur til 24. september. Aðgangur að Sjón- þinginu kostar 500 kr. Og nú allir með Kvikmyndin Sound of Music eða Söngvaseiður var endurfrumsýnd - eins og er vinsælt nú til dags - í London fyrir skömmu. Þaðan berast þær fréttir að sýningarnar séu orðnar algerar kara- oke-uppákomur. Svo er nú komið að fólk er hreinlega hvatt til að taka undir hina þekktu Rogers og Hammersteinslagara og lætur ekki segja sér það tvisvar. Einnig taka marg- ir áskoruninni um að koma klæddir í stíl við uppáhaldspersónuna sína í myndinni - með svuntu eins og barnfóstran María eða í höf- uðsmannsbúningi eins og Kafteinn von Trapp. Ættu kvikmyndahúsaeig- endur hér á landi endilega að athuga hvort íslendinga langar ekki líka til að syngja með „The hills are alive, with the sound of music ..." Umsjón Silja Aöalsteinsdóttir fc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.