Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Höfði stungið í sand Bensínverð hefur aldrei verið hærra en nú eftir um- talsverða hækkun í fyrradag og stöðuga hækkun undan- farna mánuði. Bensínverð hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum og mestu munar um þessa síðustu hækk- un er bensínlítrinn hækkaði um 5,30 krónur eða um og yfir 6 prósent. Lítri af 95 oktana bensíni, sem flestir nota, kostaði 70,20 krónur um áramót en eftir sjö hækkanir á árinu kostar lítrinn nú 87,70 krónur. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur hækkað mikið á árinu. Þessi nauðsynjavara er því dýrari í innkaupi og þess sér eðlilega merki. Olíu- og bensínverð sveiflast upp og niður. Þess gjöldum við ýmist eða njótum. Hið óeðli- lega í málinu er að ríkið, sem skattleggur bensínið grimmilega, fitnar eins og púkinn á fjósbitanum. Hver hækkun bensínverðs ytra skilar fleiri krónum í ríkis- kassann. Af hverjum hundrað krónum sem menn greiða fyrir bensín fara nær sjötiu í opinber gjöld, vörugjald, flutn- ingsjöfnunargjald, bensíngjald og virðisaukaskatt. Það sem eftir er samanstendur af innkaupsverði, dreifingar- kostnaði og þóknun olíufélaganna. Þegar sársvekktir neytendur, langþreyttir á þessum eilífu verðhækkunum, kvarta við starfsmenn olíufélaganna benda þeir á að 30 prósent af hækkun undanfarinna mánaða renni til er- lendra birgja en 70 prósent beint í ríkissjóð. Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja, þegar inn- kaupsverð á bensíni hækkar á örfáum mánuðum um 112 prósent, ber ríkinu að grípa til aðgerða. Það er fráleitt að það mati krókinn endalaust. Bensínhækkunin þýðir að í ríkiskassann renna hundruð milljóna króna umfram það sem gert var ráð fyrir af skattlagningu bensíns, sem þó var ærið. Norsk yfirvöld ákváðu fyrir nokkru, vegna bensínhækkananna, að dýpra yrði ekki farið í vasa skatt- greiðenda. Frekari hækkunum yrði að mæta með lækkun opinberra gjalda. Hið sama ætti að eiga við hér á landi. Hin mikla hækkun á bensínverði ein og sér veldur talsverðri vísitöluhækkun og um leið aukningu á skuld- um heimilanna og verri stöðu almennings. Mikilvægt er að halda verðbólgu í skefjum og því rökrétt að ríkið mæti þegnum sínum í stað þess að þyngja byrðar þeirra þegar svo mikil hækkun verður á hátt skattlagðri nauð- synjavöru. Fordæmi er fyrir því að ríkið lækki toll á bensíni vegna verðhækkana ytra. Svo var gert þegar Persaflóa- stríðið skall á árið 1991. Tollurinn var lækkaður til þess að mæta verðhækkunum á bensíni vegna áhrifa stríðs- ins. Röksemd þáverandi fjármálaráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar, var að ekki væri ástæða fyrir ríkissjóð að hagnast sérstaklega á stríðinu. Þegar í ljós kom að áhrif stríðsins á heimsmarkaðsverð urðu minni en búist var við var skattheimtan hækkuð á ný. Ríkisvaldið hefur því burði til að bregðast við sérstök- um aðstæðum, sé til þess vilji. Lækki heimsmarkaðsverð á bensíni á ný má endurskoða eftirgjöfina líkt og gert var fyrir átta árum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur réttilega bent á að ríkisvaldið geti tæpast leyft sér að stinga höfðinu í sandinn þar sem það hefur þessi miklu áhrif á verðmyndun bensínverðsins. Verðhækkun sú sem orðið hefur á bensíni það sem af er árinu hefur hækkað rekstrarkostnað meðalbíls um 30 þúsund krónur á ári. Sá rekstrarkostnaður var mikill fyrir og því ekki á hann bætandi. Það er því kominn tími til að ríkið dragi úr skattpíningunni. Jónas Haraldsson í viðtali, sem frú Silja Að- alsteinsdóttir hefur við frú Sigrúnu Davíðsdóttur um handritamálið, og birtist i DV sl. mánudag, 30. ágúst, er því tvívegis haldið fram að ísland hafi verið nýlenda Dana. Er því tæpast um að ræða mismæli eða misritun, enda er haft eftir frú Sig- rúnu: „Engin herraþjóð hef- ur reynst fyrrverandi ný- lendu eins vel og Danir ís- lendingum." Hér er mikil fá- fræði saman komin í stuttri setningu. Skattland Noregs- konungs Orðið nýlenda hefur verið notað um það, þegar þjóð leggur landsvæði undir sig og hrekur innfædda brott eða brýtur þá undir sitt vald. Þannig eru bresku ný- lendurnar í N-Ameríku, portúgölsku nýlendumar í S-Ameríku og Afríku o.s.frv. „ísland var alltaf sjálfstætt skattland með sjálfstæða löggjöf," segir Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður m.a. í grein sinni en Sigrún Davíðsdóttir sagði í viðtali við DV fyrr í vikunni að ísland hefði verið nýlenda Dana. Hví þetta nýlenduraus? konungur varð að þola ■/'* i| ■ þetta, þar sem hann IVjaiiannn hafði stutt Napóleon mikla, eftir að Nelson gjöreyddi danska flot- anum. í sárabætur fylgdi ísland Danakon- ungi, en sumir segja að það hafi verið mis- skilningur. ísland var alltaf sjálf- stætt skattland með sjálfstæða löggjöf. Lagamálið var að mestu . íslenska og einnig kirkjumálið. Þótt einokunin hafi verið í þágu danskra borga, einkanlega Kaupmannahafnar, þá „Af þessu, sem ég hefi hér rakið, er Ijóst, að ísland var aldrei ný- lenda Dana, heldur skattland Danakonunga, með eigin lög, tungu og fjárhag Á sama hátt má e.t.v. segja, að ísland hafi verið nýlenda Norð- manna fyrst í stað, en sá hængur hins vegar á að Norð- menn fóru aldrei með vald á íslandi meðan það var numið. ísland var því ekki nýlenda Norðmanna. Meðan landnám stóð var norska konungsætt- in að treysta völd sín og vom ýmsir þeir, er hér námu land, menn sem ekki vildu lúta valdi norskra konunga. íslendingar gerð- ust skattskyldir við Noregskonung 1262 en héldu lögum sín- um. ísland var aldrei hluti af Nor- egi heldur var það sérstakt skattland Noregskonungs. Noregskonungur vair ekki sjálfkrafa kon- ungur á íslandi heldur varð að hylla hann sérstaklega og endur- nýja trúnaðareiðana við konunga- skipti. Á síðari stigum norska konungsveldisins sátu íslensku biskupamir í norska konungsráð- inu, m.a. bæði Jón píslarvottur Arason og Ögmundur Pálsson. Þegar Danakonungar verða jafn- framt konungar Noregs, er Island skattland Noregskongs, og er svo, þar til að Karl Jóhann Bernadotte fær Noreg sem skaðabætur fyrir það að Alexander I. Rússakeisari hirti af honum Finnland á Vínar- fundinum 1815. Friðrik VI. Dana- er ekki hægt að tala um að sú skipun ein hafi gert ísland að ný- lendu. Þegar Danakonungur (Kristján VIII.) afsalar sér einveldi sínu héldu íslenskir stjórnmálamenn, einkanlega Jón Sigurðsson forseti, því fram, að raknað hefði við það samband Danakonungs og íslend- inga, sem var fyrir einveldishyll- inguna 1662, og að réttarsamband- ið væri byggt á Gamla sáttmála. Jafnframt var reikningskrafan sett fram. Danakonungur féllst á sérstöðu íslands með því að boða til þjóðfundar 1851, en sá fundur var samsvarandi danska stjórn- lagaþinginu. í raun var Danakon- ungur einvaldur á íslandi til 1874, þegar hann gaf íslendingum stjórnarskrá, en það hefði hann ekki getað gert af einveldi sínu ef ísland var hluti af Danmörku. Morðingjar halda stólunum Mér er ekki kunnugt um að Danir hafi sýnt íslendingum sér- stakt örlæti. Sáttmálasjóður var stofnaður til þess að svara fyrir þær kröfur sem íslendingar gerðu á hendur Dönum fyrir að sölsa undir sig og sóa íslenskum sjóð- um. Handritamálið var leyst þannig að Ámastofnun starfar bæði í Danmörku og á íslandi. Má deila endalaust um þá lausn, en hún var þeim er að henni stóðu til sóma. Rétt er að muna að Árni Magnússon hafði komist með ýmsum hætt yfir handrit sín og ekki alltaf greitt fyrir þau, heldur fengið þau „að láni“ og ekki skil- að. Þá er ekki víst, að handritin hefðu varðveizt verr á íslandi en í Danmörku, a.m.k. brann góður hluti þeirra í vörslu Árna. Enn eru eftir íslenskir dýrgripir í dönskum söfnum sem Danir eiga eftir að skila, m.a. Grandarstól- arnar, en á einum þeirra eru myndir útskomar af Jóni Arasyni og sonum hans. Er undarlegt að fulltrúar morðingja þeirra feðga haldi stólunum. Af þessu sem ég hefi hér rakið er ljóst að ísland var aldrei ný- lenda Dana, heldur skattland Danakonunga, með eigin lög, tungu og fjárhag. íslendingar eiga að hætta því að tala um réttarsam- band íslands og Danmerkur sem nýlendusamband. Haraldur Blöndal Skoðanir annarra Stormur í vatnsglasi „A.m.k. er trúlegt að meiri sátt náist um þessa skip- an í stjómina [í FBA] en ef einhver fjórmenninga sem fara fyrir Orca-hópnum hefði sest i stjórnina. Hins vegar finnst mér þetta mál vera fullmikill stormur í vatnsglasi, með hliðsjón af því að FBA er aðeins einn af sex bönkum í landinu og atvinnulífið er ekki bara bankar. Því er verið að gera fullmikið veður út af eignarhaldi og stjórnarskipan í þessu eina fyrirtæki og eins og ég hef áður bent á þá hafa bankar enga sér- stöðu umfram önnur þjónustufyrirtæki." Pétur H. Blöndal í Degi 2. september Of hátt bensínverö „Meginmarkmið ríkisstjórnarinnar er að halda verðlagi í skefjum. Áhrif hækkunar benzínverðs eru mikil. Vægi verðsins í útreikningi neyzluverðsvísi- tölu er nú 3,8% og þau áhrif fara víða, flutnings- kostnaður hækkar og þar með allt vöruverð í land- inu. Frá áramótum hefur vísitala neyzluvöruverðs hækkað vegna hækkunar á benzíni og olíum um tæpt prósentustig. Auk þess hefur hækkunin mikil áhrif á lánskjör fólks og fyrirtækja, þar sem lán eru flestöll vísitölubundin." Úr forystugreinum Morgunblaösins 2. september Húsnæðismál og fylkingin „Fylking vinstri manna sem bauð fram til þings í vor hefur nýlega sent frá sér ályktun þess efnis að rík- isstjórnin beri fulla ábyrgð á þeim vanda sem steðjar að fólki i húsnæðisleit á höfuðborgarsvæðinu. [...] Þegar þessi fylking vinstri manna bauð fram í vor boðaði hún hækkun fjármagnstekjuskatts úr 10% í 40%. Fjármagnstekjuskattur leggst meðal annars á leigutekjur. Ef þetta baráttumál fylkingarinnar næði fram að ganga myndi leigusali þurfa að hækka leigu á íbúð sem hann leigir í dag á 55.000 krónur í 82.500 krónur til að fá sömu tekjur af íbúðinni og áður, eftir að skattar hafa verið dregnir af honum. Svo há skatt- lagning á leigu eins og fylkingin boðaði (og Vinstri grænir einnig) myndi vafalaust draga enn frekar úr framboði á leiguhúsnæði og þrýsta verði upp.“ Úr Vef-Þjóöviljanum 2. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.