Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 13
FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 13 Með staðreyndir að leiðarljósi Hún er oft býsna undarleg umræðan um áfengismálin á landi hér og ef bindindis- menn blanda sér í þá umræðu með stað- reyndir einar að vopni þá er viðkvæðið ævin- lega það að þar séu öfg- ar á ferð, ofstæki þeirra sem ekki neyta „menningar"veiganna. Þegar það liggur fyrir að áfengissala hefur stóraukist, og þá auð- vitað áfengisneyslan um leið, þá er gjarnan yppt öxlum svo sem þetta séu nú engin tíð- indi, hvað þá alvarleg. ~~~~~ Aðhaldssöm áfengislöggjöf Handhægt er þá að vitna til þess að ýmsar aðrar þjóðir neyti nú áfengis í enn ríkari mæli, fieiri ferðamenn komi til landsins og góðærið dragi úr landasölu og Kjallarinn Helgi Seljan fv. alþingismaður „Við bindindismenn viljum að sjálfsögöu leggja þeim allt okkar lið sem í raunir hafa ratað af þessum völdum en við viljum ekki síður huga að raunveruleg- um forvörnum með heillaríkt for- dæmi bindindisins að leiðar- Ijósi." smygli. Já, langt er til lokunnar seilst. Vitnisberar eru svo gjarnan tilkallaðir úr hópi „hlutlausra" veitingamanna sem eiga þá ekki nógu sterk orð til að lýsa þeirri alltumlykjandi menningu sem aukin neysla, og þá einkum bjórn- eyzla, hafi haft í för með sér, hefja sem sagt upp gamalkunnan lof- söng sinn um blessun bjórsins. Og vissulega hefur bjór- inn fært með sér blessun bisnissins fyrir kráareigendur og knæpufursta og hvað varðar þá um það sem leiðir af þeirri blessun? Þeg- ar vitnað er til neyslu annarra þjóða þá gleymist það gjarnan hvers vegna þó neyslan hér er minni. Við höfum blessunar- lega haft aðhalds- sama áfengislöggjöf, þó ævinlega sé verið að höggva skörð i ~~~~~"" varnarvegg hennar með þeirri eðlilegu afleiðingu að við nálgumst erlenda brennivíns- berserki hraðfara. Aldrei er reynt að setja aukna áfengisneyslu í sitt rétta samhengi alvarlegra afleiðinga. Með réttu er fjallað um dauðans alvöru ólög- legra eiturefha en þegar kemur að dauðans alvöru áfengisins þá rík- ir oftast þögnin ein og þá kemur fram tviskinning- ur þeirra sem réttilega fordæma eiturlyfin en lof- syngja áfengið sem sannan menningargjafa, og er nokkur goð- gá að setja þetta í samhengi við eigin neyslu þeirra sem um fjalla. Auðvitað varðar þá ekkert um þá er ánetjast ógæfunni og enn síður um þá óumdeildu staðreynd að áfengisneysla er langoftast undanfari hinna ólög- legu eiturefna. Þá er nú betra að kyrja menningarsönginn mikla og láta allar afleiðingar lönd og leið, enda hvað varðar þessa „menning- .....minna undirritaðan hins vegar á umræðuna um lögleiðingu bjórsins þegar ein aðalröksemd bjórsinna var að heildarneyslan mundi minnka með bjórnum því svo mikill samdráttur yrði f neyslu sterkra drykkja að út- koman í heild yrði til lækkunar." - Frá bjórdeginum 1. mars 1989. arvita" um náungann, örlög hans í auðnuleysinu? Afleiðingar rangra áherslna Þessar staðreyndir nú minna undirritaðan hins vegar á umræð- una um lógleiðingu bjórsins þegar ein aðalröksemd bjórsinna var að heildarneyslan mundi minnka með bjórnum því svo mikill sam- dráttur yrði í neyslu sterkra drykkja að útkoman í heild yrði til lækkunar. Því miður hafa rök- semdir okkar andstæðinganna sannast rækilega, enda á undan- látssemi stjórnvalda í framhaldinu sér lítil takmórk. Og þegar svo um vimuvarnir er rætt þá er áherslan ekki á forvarnir, hvað þá fordæmi bindindisins, heldur eru meðferð- arúrræði efst á blaði; hræðileg nauðsyn að vísu, en ólíkt heilla- drýgra að huga að hinum endan- um í stað þess að hleypa öllu lausu, auka „frelsið" taumlaust og kljást svo utan enda við afleiðing- ar rangra áherslna. Við bindindismenn viljum að sjálfsögðu leggja þeim allt okkar lið sem í raunir hafa ratað af þess- um völdum en við viljum ekki sið- ur huga að raunverulegum for- vörnum með heillarikt fordæmi bindindisins að leiðarljósi. Við viljum vera samkvæm sjálfum okkur og við afneitum hræsninni, tviskinnungnum og menningar- bullinu - aðhaldssöm löggjöf og öflugar forvarnir eiga að haldast í hendur. Tiskuviðhorfin og svo okkar viðhorf eru slikrar and- stæðu að það hvarflar að mér að þar skilji milli feigs og ófeigs. Alla- vega er umræða með staðreynd- irnar sem haldreipi helst hin knýj- andi nauðsyn. Að henni ber að stuðla sem best. Helgi Serjan Veikleiki Samfylkingarinnar Islendingar eru með gjafmild- ustu þjóðum og jafnframt heims- ins mestu eyðsluklær sem hafa lag á að láta sér líða vel þó lifað sé um efhi fram. Niska er fjarlæg þjóð- arsálinni, landnámsmennirnir skildu hana eftir þaðan sem þeir komu. Þeir mátu frelsið framar eignum. Af nýja landinu skópu þeir þann auð sem nægði þeim til hamingju og framfæris. Það hélst þar til þjóðin var rænd frelsi sínu. Svo birti þegar frelsið vannst á ný. En þjóð getur tapað frelsi til ann- „Þaðer nú Ijóst að Samfylkingin á það eftir sem erfiðast er, en það er að lifa af, stækka og þroskast. Ef Ingibjörg Sólrún verður kosin formaður verða draumar um stór- an fíokk úr sögunni." arra en útlendinga. Til eru þeir menn, íslenskir, sem meta pen- inga umfram allt og mundu gera útlendingum hagstæða samninga á kostnað landa sinna ef þeir græddu sjálfir. Helsi fyrir frelsi? Nú eru ungir menn sem ekki vita hvað er að búa við ófrelsi með ofsafullan og ógrundaðan áróður fyrir að Island verði hérað í Evr- ópu. Frelsissvipting yrði endanleg og öll utanríkismál og verslun utan ESB úr okkar höndum. í þessum málum er Samfylkingin tvöfóld í roðinu og skuldar þjóð- inni undanbragðalausa og skíra stefnu. Vill Samfylkingin helsi fyr- ir frelsi? Islendingar eru friðsamir, svo friðsamir að stjórnvöld og einstak- lingar sem enn eiga langa leið eft- ir á hin hærri plön, nýta sér það blygðunarlaust. Menn sem sífellt bjóða hinn vang- ann liggja vel við höggi og þeir eru komnir langt fram úr mér á hinni guð- legu braut og þvi ekki von að ég skilji þegar þeir taka brosandi við niðurlægj- andi arðráni og æski framhalds á því í þingkosningum.. Þegar þjóð leyfir að hún sé hlunnfarin á eins augljósan hátt og verið hefur í auðlindarmálum þá er eitthvað mikið að. I þessu máli vantar á raunsæi Samfylkingar og ofsi fælir fólk frá og það vill fá skír svör. Þorir Sam- fylkingin ekki að vera heilshugar og fylgja lágu eða engu verði afla- heimilda, afnámi framsals veiði- leyfa og sanngjörnum, varanlegum byggða- kvóta? Kjallarinn Fegurð og auö- lindir ísland er fallegt og býr yfir mörgum auð- lindum. Einar Beni- diktsson, skáld og verkfræðilegur hugs- uður, átti sér virkjun- ardrauma og vildi nýta Gullfoss. Alþýðu- konan Sigríður frá Brattholti er i háveg- um höfð hjá þjóðinni fyrir að kollvarpa þeim draumi. Enn í dag eru ágætis menn ~~~~~ sem þurfa á tilsögn al- þýðunnar að halda í flestu er lýtur að varðveislu umhverfisins, því það er eins og sumir missi ráð og rænu ef gróði er sjáanlegur. Þá er fagurt landslag og lífshamingja engin fyrirstaða. Það þarf ekki að vera slæmur maður sem án skynsamlegrar yfir- vegunar vill virkja fyrir stóriðju, honum hefur bara ekki verið út- hlutaður þroski fyrir því mikil- vægasta i lífinu. í umhverfismál- um er Samfylkingm of utangátta og án stefhu. Öldnu nátttröllin Einn af veikleikum Samfylk- Albert Jensen trésmiður íngannnar eru öldnu nátttröllin í gömlu flokksbrotun- um, staðnaðir ein- staklingar sem ráða of miklu. í Alþýðu- flokknum fundu þessir sauðtryggu kratar Jóhönnu Sig- urðardóttir það til vansa að þora og því verða þeir fram í dauðann fhalds- þröskuldar á leið- inni til stórs jafnað- arflokks. Það er nú ljóst að Samfylking- in á það eftir sem erfiðast er, en það er að lifa af, stækka og þroskast. Ef Ingi- björg Sólrún verður kosin for- maður verða draumar um stóran flokk úr sögunni. Ef sá hæfasti, Jóhanna Sigurð- ardóttir, verður kosinn formaður, þá er það manneskjan sem hefur almenning með sér og fær flokk- inn til að taka skýra stefnu í fyrr- nefndum málum, honum sjálfum og þjóðinni til framdráttar. Landsmenn vilja heiðarlegan stjórnmálamann sem þorir og Jó- hannu Sigurðardóttir geta þeir treyst og þá mun Samfylkingin ná áttum. Albert Jensen Með og á móti Gjöld á týnda ketti Að þvi' er segir í drögum að sam- þykkt um kattahald sem borgarráð hefur samþykkt á að innheimta sér- stakt gjald af eigendum lausa- göngukatta sem starfsmenn borgar- innar ná að handsama. Gjaldið er 2.500 krónur í fyrsta skipti sem kött- ur næst en fer síðan stighækkandi þar til það nær 12.500 krónum fyrir hvert skipti eftir að köttur hefur ver- ið staðinn að því að vera í reiðu- leysi í fimmgang. Skiptar skoðanir eru um ágæti hinna nýju reglna. Dýravernd „Megintilgangur þessarar samþykktar er að skilgreina betur ábyrgð kattaeigenda og auka þar með dýravernd og freista þess jafnframt að koma í veg fyrir að kettir valdi óþæg- indum. Vand- inn er, eins og fyrri dag- HeljS ,............. ínn, ekkl formaður hcilbrigö- blesSUÖ dýrin, Isnefndar Rcykja- heldur eig- v'k'"- endurnir. Reglugerðin er byggð á mjög skýrum ákvæðum í láhdslög- um og kveður m.a. á um að merkja eigi alla ketti, hvar fólk má vera með ketti og hvar ekki og hvernig starfsmenn Heil- brígðiseftirlits eiga að fanga ketti að undangenginni ræki- legri kynnlngu. Línur eiga því að vera mjög skýrar - bæði fyr- ir kattaeigendur og þann fjölda fólks sem víH ekki umgangast ketti og á rétt til þess." Illfram- kvæmanlegt „Ég leyfi mér stórlega að ef- ast um að þetta sé framkvæm- anlegt. Og ég sé ekki hvernig borgarstarfs- menn eiga að meta það hvenær kött- ur er týndur eða í sinum eðlilega spássitúr. Svo vona ég að yf- irvöld fari ekki að rukka mig líka ef börnin mín týnast - ef borgarstarfsmenn hitta einhvers staðar úti á Jóhann Páll Valdi- marsson, útgáfu- stjóri bókaútgáf- unnar Forlagsins hf. þau götu halda þeir að þau séu týnd. Ég held að þetta sé afskaplega ill- framkvæmanlegt. Ég botna ekki í hvaða kattafóbía er að gjósa upp hjá borgaryfirvðld- um. Það er reginmunur á hunda- og kattahaldi. Hundar ganga ekki lausir, enda svo háðir Msbónda sínum, en kett- ir hins vegar fara allra sinna ferða og hverfa þess vegna í sólarhring eða lengur og koma svo heim. Hvernig á borgar- starfsmaður að vita hvenær kötturinn er einfaldlega í sjálf- viljugum spássitúr? Ég hef alist upp með köttum frá blautu barnsbeini og að mínu viti yrði ekkert heimili án kattar, það er ósköp einfalt." -GAR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efhi á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.