Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 18
* 18 FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 Kvikmyndir Non Stop: ^ ¦j§* Með mönnum •fr-fr-fc Fyrir okkur sem sjáum sjaldan annað efni frá Þýskalandi en sögur um vel klædda svefngengla sem búa í dýrum Arn- arnesum, aka um á BMW-um og fremja stundum glæpi sem Derrick lögreglu- foringi leysir snarlega með dyggri aðstoð Harrys Kleins er óneit- anlega hressandi að beina sjónum að ein- hverju öðru en þessu sálarlausa yfirborði sem ekkert hefur við sig. Og aðra hlið á Þýskalandi fáum við vissulega að sjá i þess- ari heimildarmynd Ólafs Sveinssonar sem er útskriftarverkefni hans frá Kvikmynda- skólanum í Berlín. Hann finnur myndavél sinni stað á bensínstöð við götuhorn skammt frá heimili sínu í Berlin og viðfangsefni hans eru nokkrir af fastagestum staðarins sem koma þangað til að fá sér kaffi og smók og skiptast á sögum. Það er kannski ekki beint hægt að kalla þetta undirmálsfólk, allavega hefur það ekki gefist upp á tilverunni þótt hún hafi ekki verið sérlega kurteis við það. Ólafur velur að fylgja nokkrum einstaklingum eftir og gefa okkur innsýn í líf þeirra, hvernig þeir búa, hvar þeir vinna og hvaða augum þeir líta á lífsbar- áttuna. Hann nær að draga fram innviði þessa fólks og þar gefur að líta fjölbreytilegan kokkteil af seiglu, bjartsýni, einmanaleika, ras- isma og jafnaðargeði þeirra sem upplifa sig agnarsmáan part af held- ur nöturlegu apparati. Sex: The Annabel Chong Story: Heimildamynd - ekki klámmynd m Nonstop er martröð ferðaskrif- stofunnar því hún sýnir okkur stað sem enginn vill þurfa að kynnast en er blasir í rauninni V ,, \ h n beint við ef okkur K V I K II verður það á að rýna fl Jfc S* fcl aðeins betur. Hún ylFvmXP undirstrikar þa gömlu fullyrðingu að það er ekkert til sem heitir samfélag heldur að- eins sú hugmynd um heiminn sem býr í hverri sál. Leikstjóri: Ólafur Sveinsson. Kvik- myndataka: Frank Aman. Tónlist: Howie B. Snooz. Ásgrimur Sverrisson irki^ Mannfræðistúdentinn Grace Quek skaust upp á srjörnuhimin klámmyndanna árið 1995 undir listamannsnafninu Annabel Chong og varð i einu vetfangi ein af þekktustu klámstjörnum heimsins. Frægð sína öðlaðist hún ekki út á kyn- þokka sinn enda er hún í rauninni ekkert svo mikið augnayndi. Hún hef- ur þokkalegan líkama en er alls ekki snoppufríð, sérstaklega er munnsvip- urinn einkennilegur og tennurnar skakkar og ljótar. En karlmenn taka oft greitt aðgengi fram yfir gæðastaðla og þar slá fáir Annabel Chong við. Hennar afrek var að setja heimsmet i hópreið þegar hún lagðist með 251 karlmanni á tíu klukkustundum. Þess- ar samfarahamfarir voru gefnar út á myndbandi undir nafninu World's Largest Gang Bang og slógu öll sölu- met klámiðnaðarins. í kjölfar skyndi- frægðar hennar kom hún fram í spjall- þáttum í sjónvarpi, m.a. hjá Jerry Springer þar sem Gough Lewis nokkur sá hana og fékk þá hugmynd að gera heimildamynd um hana Gough Lewis tekst á við verkefhi rl sitt á svipaðan hátt og ' IL- ¦¦ ^™" sem gera neml- RVMi udamvndir sem fiaua I um eina persónu. Hann reynir að varpa ljósi á hvaða konu hún hafi að geyma með því að rannsaka uppruna hennar, æsku og ævi fram að núinu með því að taka viðtöl við hana sjálfa, ættingja, vini, skólafélaga, kennara, samstarfs- menn og keppinauta og með því að fylgjast með henni um skeið á heimili hennar, i námi og í starfi. Við fáum að vita að hún á rætur í íhaldssömu sam- félagi í Singapúr en ólst upp í London. Kennari hennar í háskólanum lýsir henni sem ágætum nemanda sem eigi oft athyglisverð innleg í tímum og við fáum að kynnast mjög ákveönum skoð- unum hennar á kynlífi og kynhlut- verkum í kynlifi en þessar skoðanir eru ráðandi þáttur í klámferli hennar. Myndinni tekst að gera nokkuð vel grein fyrir því hvemig persóna þetta er sem ákveður að samrekkja 251 karl- manni á einum degi en hún reynir einnig að grafast fyrir um það hvers vegna hún taki þessa ákvörðun. Svo virðist sem Grace Quek líti á þetta hálfpartinn sem feminíska yfirlýsingu sem virðist vera eitthvað á þessa leið: „Ég er kona og ef mig langar til að riða nokkur hundruð karlmönnum í dag þá er bara ekkert að því!" Hún talar mik- ið um frelsi og sjálfstæði og að brjóta af sér hlekki kyn- bundins hlutverks kvenna sem passífra kynvera. Margt af þvi sem hún segir er ekkert svo vitlaust en það eyðileggur nokkuð fyrir málstað hennar að hún er greinilega ekki al- -veg í lagi. Þunglyndisköst, manísk hegðun, taugaveiklun og jafnvel sjálfspyntingarhvöt gera hana ekki að trúverðug- um talsmanni kvenfrelsis. Það er eiginlega fremur að maður vorkenni henni en að maður hlusti á það sem hún hefur að segja. Leikstjórinn má eiga það að hann gerir sitt besta til að varpa ljósi á þær spurningar sem vakna og ger- ir á margan hátt athyglisverða mynd. Hitt er annað mál að ég þykist vita að yfirgnæfandi meirihluti bíógesta í full- um salnum hafi verið þarna til að sjá eins og hálfs tíma „freakshow". Þeim var farið að leiðast verulega þegar líða tók á seinni hlutann. Gott á þá! Héldu þeir virkilega að þeir fengju að sjá al- vöruklám? Sýnd í Bíóborginni. Leikstjórn og handrit: Gough Lewis. Klipping: Kelly Morris. Tónlist: Peter Mund- inger. Bandarísk, 1999. Pétur Jónasson Dagskrá föstudaginn 3. sept 16:50 The Winslow Boy 17:00 Limbo Gadjo Oilo 18:45 Black Cat White Cat 19:00 NightShapes 21:00 Black Cat White Cat Time of the Gypsies 23:20 Black Cat White Cat SNORRABRAUT 17:00 Slam Sex-Annabel Chong 19:00 Slam Sex-Annabel Chong 21:0 0 A Clockwork Orange Sex-Annabel Chong 23:00 Sex-Annabel Chong 23:30 The Shining 16:00 Happiness 17:00 HalfaChange Children of Heaven 18:30 Happiness 19:00 LastDays Thfee Seasons 21:00 Happiness Three Seasons 23:00 Trick 23:30 Happiness . * 4t*u/tttim'VMJ er klúbbur hátíðarinnar vefsiða hálíoannnar vísir.is FU/GtöÐlHjl ffi Bílalelga HUGFELAG ISIANDS ú TVG-ZIMSEN r- mmi IISTORANTI A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.