Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 19
FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 19 Kvikmyndir Tony litli: Afbökuð sveitarómantík •kici, Hjónin Brand (Alex van Warmerdam) og Keet (Annet Malherbe) búa einsömul langt uppi í sveit. Hún vinnur að visu í borginni en hann vill helst ekki fara út fyrir landareignina. Og þótt Brand kunni ýmislegt fyrir sér hefur hann ekki enn lært að lesa og skrifa þótt hann sé kominn á 'fimm- tugsaldur. Keet er orðin langþreytt á því að þurfa að lesa fyrir hann og ræður unga kennslukonu, Lenu (Ariane Schlúter), honum til aðstoð- ar. Brand er nú ekkert alltof hrifinn af því til að byrja með en ekki líður á löngu þar til hann tekur að girn- ast hana. Honum til mikillar furðu hvetur eiginkonan hann áfram. Ástæður þess koma ekki í ljós fyrr en Teun litli (Sebasti- aan te Wierik) bland- ar sér í gang mála. Kleine Teun er um margt dæmigerð svört kómedía. Húmorinn er hroll- kaldur og leikur á mörkum fáránleika og hversdagsleika. Það sama gildir um persónumar en raun- sæi þeirra er ýkt svo mjög að þær verða af- káralegar. Það er stíll yfir þessu öllu saman og það er ljóst að heil- inn á bak við mynd- ina, Alex van War- merdam, er mikill hæfi- leikamaður, Tónlist hans fellur vel að myndmál- inu sem býr oft yfír töfr- andi ein- faldleika. Og það sama verð- ur að segja um söguna Hlaupu, Lola, hlauptu: Góðir sprettir Kvikmyi^da GAGNRYNI sem er laus við alla óþarfa útúr- dúra. Myndin nostrar þess í stað við aðalpersónumar og hvers lags smá- atriði sem eru skemmtileg til að byrja með en verða síöar næsta þreytandi. Þessi einhæfni gerir myndina nokkuð langdregna er á líður um leið og sjarmi hennar er fólginn í einfaldleikanum. Sérkenni- leg þversögn sem sýnir kannski hversu vandmeðfarið listform kvik- myndin er. Unnendur þess gætu þó gert margt vitlausara en að sækja Teun litla heim. Leikstjórn, handrit og tónlist: Alex van Warmerdam. Kvikmyndataka: Marc Felberlaam. Aðalhlutverk: Alex van Warmerdam, Annet Mal- herbe, Ariane Schliiter og Sebasti- aan te Wierik. Hollensk, 1998. 0] Electrolux Frystildstu- tUboð Frystikistur í öllum stærðum á tilboðsverði. , 180-460 lítra. Verð frá 31.990 kr. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is ★★ Svo virðist sem höfundinum sé mikið í mun að sýna -okktir að hann kunni öll trixin í handbókinni og í fyrstu ætla stælamir að gera út af við frásögnina sem lítur út eins og framlengt rokkvídeó. Þetta er svona bíó um bíó, hápoppuð hugleiðing um tíma, hreyfmgu og tilviljanir. Hins vegar verður að viðurkennast að hug- myndin er afskaplega hrein og tær. Lola hefur tuttugu mínútur til að redda hundrað þúsund mörkum (um fjórum milljónum króna) eða Manni, kærasti hennar sem týnt hefúr þessari upphæð við litla hrifningu stór- glæpona sem hann vinnur fyrir, fær að sofa hjá fiskunum. Hvemig Tykwer . lætur þessar tuttugu mínútur duga í heila bíómynd er fyrir ykkur að kom- ast að en þó skal sagt að hægt er að hafa af því nokkurt gaman. Af hinum hefðbundnu bálkum kvik- mynda hefur spennumyndaformið ef til vill gengið í gegnum hvað mesta til- raunastarfsemi á hinum síðari árum (sbr. myndir Tarantinos, Trainspotting, The Matrix o.fl.). Þessi mynd tilheyrir þeim flokki en nær því miður ekki að verða nema mátulega áhugaverð vegna þess að Tykwer hefur meiri áhuga á umgjörð en innihaldi. Góðir sprettir (reyndar í orðsins fyllstu merkingu) em irrnan um, aðalleikkonan er afskaplega tjaldvæn og ýmsar hugmyndir sniðug- lega útfærðar. Hreinleiki gmnnhug- myndarinnar minnir nokkuð á þá ágætu Speed með Keanu Reeves en snilld þeirrar myndar fólst í heiðskírum fókus á sjálft undirstöðugangverk hasar- myndarinnar um leið og hefðir hennar (gott gegn illu, klukkan tifar, stöðugt stærri hindranir) vora virtar og nýttar til hins ýtrasta. Lola rennt nær ekki slíkum hæðum en næði leikstjórinn að hemja sig svolítið er aldrei aö vita hvað hann gæti gert með góðan hasar. Leikstjórn og handrit: Tom Tykwer. Að- alhlutverk: Franka Potente, Moritz Bleibtreu, Herbert Knaup. Ásgrímur Sverrisson Aiáttur og menning í raiarvo§saa§urinn á 4. septemter 1999 icmmli so^iivjnn^u Kl. 9:45 Lagt af stað frá Grafarvogskirkju kl. 9:45 og gengið að gamla kirkjustæðinu (1150-1886) í Gufunesi. Leiðsögumaður verður Anna Lísa Guðmundsdóttir frá Árbæjarsafni. Boðið verður upp á sætaferðir með Allrahanda til baka að Grafarvogskirkju og um hverfið að lokinni guðsþjónustu. W íiiaira«§l>. 'áSIP UtiSuös rjo.iuisIa Kl. 11:00 Þjónað verður við altari gömlu kirkjunnar í Gufunesi sem var aflögð 1886. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Harðar Bragasonar organista og kórstjóra. I [uot t.Vmiösloö O r.vlorvi Kl. 13:30-16:00 Skólahljómsveit Grafarvogs setur menningarhátíðina Afhending Máttarstólpans. Árni Þór Sigurðsson formaður hverfisnefndar afhendir menningarverðlaun Miðgarðs. Grafarvogsglíman. Skólastjórar, lögreglan, o.fl. leiða saman hesta sína í æsispennandi keppni. Dómarar verða prestar hverfisins. Léttsveifla. Kór Grafarvogskirkju syngur Hundamenning Grafarvogs. Hundar úr hverfinu sýna listir sínar á tennisvellinum Og margt margt fleira.... Kl. 15:00-16:00 Leiksýning með Snuðru og Tuðru Kl. 15:00 Hverfaskáldin með upplestur í hátíðarsal Fjölnis, Kl. 17:00-21:00 Harmonikkuspil í veitingatjöldum Veitingasala í umsjón stelpuklúbbs Grafarvogs. Grillað á staðnum en allir geta komið með eitthvað á grillið. Hringekja, “Candy-flos“,hoppu-kastali, trampólín o.fl. Andlitsmálning og blöðrur Fornir leikir. Gestir spreyta sig Glíma. Sýning á vegum Fjölnis Hæsti klifurveggur landsins á súrheysturni. Þrautabraut á vegum skátanna. Brekkusöngur við varðeld í umsjá Dalbúa kl. 19:30 Flugeldasýning kl 21:00 ffffliWWsSS Frítt í sund allan daginn Neðan”sjávar” tónlist spiluð í innilauginni Kl. 13:00-16:00 Listamenn úr hverfinu verða með verk sín til sýnis og sölu í anddyri sundlaugarinnar Kl. 16:00-18:00 Plötusnúðar þeyta skífuna í glæsilegu sundlaugarpartýi í útilauginni. @ fÉiAQs- oq TÓMsToilDJjHÍ&STÖfi m MÐGARÐUR ©Œ) .alill í íþróttamiðstöð Grafarvogs Kl. 21:00-24:00 Allir í fjölskyldunni eru hvattir til að mæta og skemmta sér saman. Aðgangseyrir kr. 500. Frítt fyrir 12 ára og yngri sem eru í fylgd með fullorðnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.