Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Side 25
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 25 DV Pí (0 N U CÖ E-« Myndasögur Veiðivon Fiskurinn kominn á land eftir klukkutímabaráttu. Jónas og Þorvarður Stein- þórssynir með fiskinn sem var 22 pund og veiddist í Klöppinni. DV-mynd Hjálmar Árnason Grímsá í Borgarfirði: 22 punda á fluguna Snældu EN EG VErT BAIJA EKKl HVERNIG EG ÆTTI AÐ F/.RA AÐ f NU HEF EG SFARAÐI . MARGA DAGA OG SAMT * IEKKI KOMINN NEMA UPT' V 1.250 KRONUR. - áin hefur gefið 1500 laxa Siðustu vikur veiðitimans gefa oft væna laxa, og þá sérstaklega hænga sem eru ekki alveg tilbúnir að gefa eftir svæðið sitt í ánni þegar þeir eru búnir að velja sér maka og bíða færis að hefja næsta leik. Síð- ustu dagar hEifa gefið væna fiska í mörgum veiðiám og þær eiga eftir að gefa fleiri stóra. Veiðivon Gunnar Bender „Hann var ansi leginn, blessaður, og hann tók fluguna Snældu. Þeir bræður Þorvarður og Jónas Stein- þórssynir veiddu og lönduðu fiskin- um en Þorvarður veiddi hann,“ sagði Hjálmar Árnason alþingis- maður, en hann var að koma úr Grímsá í Borgarfirði. Hjálmar og veiðifélaginn, Magnús Guöjónsson dýralæknir, veiddu 7 laxa í hollinu. Þessi 22 punda lax veiddist í Klöpp- inni og það tók klukkutíma að landa honum, þetta er stærsti laxinn í Grímsá í sumar. „Þetta var feikilega skemmtilegt. Laxinn tók rauðu franses-fluguna og það var öör þegar hann negldi sig á hana. Við vorum að veiða í Tunguánni og þá tók fiskur fluguna og annar elti allan tímann, þeir hafa líklega verið búnir að para sig. Það er mikið af fiski í ánni en frá Fimm- strengjunum og upp úr er mest af honum,“ sagði Hjálmar enn fremur. Sá langstærsti sem Þorvarð- ur hefur veitt „Þetta var geysilega gaman og þetta er langstærsti lax sem ég hef veitt um ævina. Við vorum klukku- tíma að landa flskinum, bræðurn- ir,“ sagði Þorvarður Ellert Stein- þórsson, en hann veiddi fiskinn stóra í Grimsá. Hann var 22 pund og tók fluguna Snældu. „Grímsá hefur gefið 1500 laxa og við eigum örugglega eftir að bæta við okkur löxum, það er þónokkuð eftir hjá okkur,“ sagði Sturla Guð- bjarnarson á Fossatúni er við spurð- um um stöðuna í Grímsá. Sendlar óskast á afgreiðslu blaðsins á aldrinum 13-15 ára. Vinnutími kl. 13-18. Mjög hentugur vinnutími með skólanum. Upplýsingar í síma 550 5000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.