Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 32
Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 Grunnskólarnir: Leiðbeinendum fjölgar ört ¦+ Samtals 549 beiðnir um undan- þágu fyrir leiðbeiðendur til kennslu í grunnskólum höfðu borist mennta- málaráðuneytinu í gær, að sögn Sig- urðar Helgasonar deildarstjóra. Þar af höfðu 400 verið samþykktar, 141 hafði verið synjað, 2 vísað frá og 6 voru settar í bið. Sigurður sagði að þær kröfur sem gerðar væra færu algjörlega eftir því hvað viðkomandi ætti að kenna. Horft væri á hvort hann ætti að vera í almennri bekkjarkennslu eða kenna sérgreinar, svo sem hand- mennt, íþróttir, tónmennt eða val- greinar. Fjölmennasti hópurinn sem samþykktur væri sé fólk með há- skólapróf. Næstfjölmennasti hópur- inn væri fólk með meistaranám, fólk sem fer í handmenntakennslu, leik- skólakennarar, þeir sem kenna í 1. bekk, og þroskaþjálfar. Þriðji stærsti hópurinn, um 90 manns i fyrra, væri fólk sem er í kennaranámi og kenn- ir með því. "Aðalatriðið er að menntunin falli að þeirri grein sem viðkomandi á að kenna. Stúdentspróf nægir t.d. ekki eitt og sér til að kenna í bekkjar- kennslu. Viðkomandi þarf þá að hafa þeim mun meiri reynslu. „ AlþjóöaralI bílabúðar Benna hófst í gærdag og var fyrsti keppnisdagur mjög spennandi. Eftir fyrsta dag eru lan Gwynne og Lyn Jenkins með einnar sekúndu forskot á Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson. Rallið heldur áfram í dag. Mikill fjöldi aðstoðarmanna fylgir keppendum og hér má sjá tvo slfka ræða málin. DV-mynd Pjetur Q* Lónið Nýja Bláa lóninu hefur verið líkt við hönnun Le Courbusiers. Hönn- uðurinn segir markmiðið í hönnun- inni hafa verið að láta bygginguna falla að umhverfinu í Hlahrauni. Stefán Jóhannsson ráðgjafi hefur um skeið staðið fyrir hjónabands- námskeiðum og segir illmögulegt að ala upp börn nema annað foreldrið sé heimavinnandi. Jasshátíð í Reykjavík hefst í vikunni og þar verður ýmislegt óvenjulegt í boði. Guðjón Þórðarson segir frá æskuár- um sínum á Akranesi og í innlendu fréttaljósi verður fjallað um þróun bensínverðs hér á landi síðasta árið. VEIT EKKI VINSTRI HÖNDIN HVA0 SÚ HÆGRI GERIR? Ríkisstjórnin leitar leiða til að slá á bensínokrið: Olíufélögin mala gull - segir formaður BSRB. Engin þjóðarvá, segir Vilhjálmur „Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að olíufélögin mala gull á kostnað almennings," segir Ög- mundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, um þær hækk- anir á bensíni sem dunið hafa á al- menningi að undanfórnu. Meðal- hækkun er um 25 prósent frá ára- mótum og það kostar eiganda venjulegs fólksbíls um 30 þúsund krónum meira á ári að kaupa elds- neyti á bíl sinn. Þá liggur fyrir að á ársgrundvelli kosta bensínhækk- anirnar meðalfjölskyldu yfir hundrOað þúsund krónur. í fyrra- dag stöðvuðu flutningabílstjórar alla umferð á Reykjanesbraut um hríð til að mótmæla hækkununum sem að stærstum hluta renna til ríkissjóðs eða sem nemur þremur krónum af 5 króna hækkun. Sam- kvæmt heimildum DV leitar nú ríkisstjórnin leiða til að milda áhrif hinna gríðarlegu bensín- hækkana og er helst horft til þess að lækka bensingjald til ríkisins en það nemur nú um 28 krónum af hverju lítra. Ögmundur segist vara við því að ríkissjóður einn verði kallaður til vegna bensínok- ursins. „Stjórnvöld verða auðvitað að endurskoða sínar ákvarðanir. Ábyrgðin er þó ekki síður olíufélaganna og það má ekki firra þau ábyrgð," segir Ögmundur sem heldur stjórnarfund í samtökum sínum i dag þar sem bens- ínokrið verð- Ögmundur Jónasson. ur m.a. á dagskrá. „Vegna hinnar miklu þenslu í efnahagslífinu myndi ég segja að skattalækkun fæli í sér röng skila- boð," segir Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, um mögulegar aðgerðir ríkisins. Vilhjálmur segir að hægt væri að fresta hluta af hækkunum á bensín- gjaldi með reglugerð en hann sjái ekki að alvaran sé slik að breyta þurfi lögum vegna málsins. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum þannig að það þurfi að setja bráðabirgðalög. Heimsmark- aðsverð hlýtur að fara að lækka aftur eins og alltaf hefur gerst. Ef menn vilja verjast þessum sveifl- um er spurn- ing hvort menn vilja setja sérstak- an verðjöfhun- arsjóð fyrir V.lhjalmur bensSn Það er Egilsson. þo frekar ÓUk. legt," segir Vilhjálmur. Ekki tókst að ná sambandi við Davíð Oddsson forsætisráðherra sem gegnir embætti fjármálaráð- herra í fjarvistum Geirs H. Haar- de. DV fékk þau skilaboð frá Dav- íð að verið væri að skoða þessi mál og tíðinda væri að vænta. -rt Nánar á bls. 2 Veðrið á morgun: Áfram suddi á höfuðborgar- svæðinu Á morgun verður suðvestan- og sunnanátt á landinu, 8-13 mefrar á sekúndu allra austast en norð- austanátt, 8-13 metrar á sekúndu, á Vestfjörðum. Víða verða skúrir eða rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 9-15 stig, hlýjast á Austurlandi. Veðrið í dag er á bls. 29. /' ' /// //W4 /,M "/ /,/ u m\ W íow v / / /'A / / / ' / / / /////,/M/' <,///yy///////ty//// 12o y/</M'/,//////// f?//// 15° * /2//'// f/s '////^^tf////' Y/ ////// ////// '//",AM"',/'' 7 ///////////////// ///^r/ //// / '/, / // / // ijra^v //é&// / // / //' ¦,¦ - /,'í/''/''*"mk'','^,'",'","/ ///,,//// Æ\r/ ///// /*B // / //////////, ~ í /////?,//////////////' \/////'//'//'//'//'//' '///////////////// // / // / // /'// /",'",'"," /////////. Attabíla árekstur Átta bíla árekstur varð í morgun á Stekkjarbakka. Öll umferð á stóru svæði stöðvaðist, allt frá Elliðánum upp á Breiðholtsbraut. Einnig urðu margir smáárekstrar í þessu umferð- aröngþveiti. Lögreglan hafði ekki bíla til að sinna öllum árekstrunum. Ekki var komið á hreint í morgun hvað olli átta bíla árekstrinum. Því miður getur DV ekki birt mynd af ósköpunum vegna þess að ljósmyndari blaðsins er fastur í umferðinni. -EIS Borgarstjóri: Skiptir um hægri hönd Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borg- arstjóri efndi til kaffisamsætis í ráð- húsi Reykjavíkur í morgun þar sem hún kvaddi Árna Þór Sigurðsson aðstoðarmanna sinn sem hverfur til annarra starfa. í leiðinni bauð borg- arstjóri Kristínu Árnadóttur vel- komna í ráðhúsið á ný en Kristín hefur verið í ársleyfi frá störfum sem aðtoðarmaður borgarstjóra. Árni Þór Sigurðsson fær nú starfs- aðstöðu i Hafnarhúsinu þar sem hann mun sinna ýmsum nefndar- störfum fyrir borgina en hann er meðal annars formaður Hafnar- stjórnar. -EIR MERKILEGA MERKIVÉLIN bíOther PT-210Enývél Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 M. Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport reyklaust flug með Nicoti JAP . RUÐU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.