Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 2
2 fréttir LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 DV Bæjarstjóri Dalvíkur sagöur hygla frammámanni meirihlutaflokks: Keypti 3 milljóna tölvubún- að af tölvukennaranum „Ég tel að þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við kaup á tölvubún- aði fyrir Dalvíkurskóla eigi sér vart hliðstæðu í þessu sveitarfélagi og þótt víðar væri leitað,“ segir Krist- ján Aðalsteinsson, deildarstjóri Tæknivals á Akureyri, í bréfi til Rögnvalds Skíða Friðbjörnssonar, bæjarstjóra á Dalvík. Kristján telur að Rögnvaldur hafi eingöngu leitað til Tæknivals um að gera tilboð í þriggja milljóna króna tölvubúnað Dalvíkurskóla til mála- mynda þar sem þegar hafi verið ákveðið að beina umræddum við- skiptum til HS-verslunar á Dalvík, umboðsaðila Aco hf.. Eigandi HS er Haukur Snorrason en hann hafði áður verið ráðinn í starf tölvukennara við skólann og hefur auk / þess verið gerður við hann samningur um þjónustu vegna tölvukerfisins sem um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar Dalvík- ur er mynduð af Framsóknarflokki og Sameiningarlista. Haukur Snorrason er formaður Framsókn- arfélagsins á staðnum. Efast um heiðarleika Að því er Kristján segir í bréfi sínu skilaði hann tilboði fyrir hönd Tæknivals til Rögnvalds bæjar- stjóra að morgni föstudagsins 13. ágúst sl., tveim- ur dögum eftir að tilboðsins var óskað. Strax að morgni næsta dags frétti hann að verið væri að bera tölvubúnað frá HS-verslun inn í Dalvíkur- skóla. Hann hafi sett sig í sam- band við Rögn- vald sem þá hafi sagst enn eiga eftir að taka ákvörðun um að hvoru tilboðinu yrði gengið og vera algjörlega ókunnugt um að verið væri að koma tölvunum fyrir í skólanum. Kristján vill ekkert láta hafa eftir sér á þessu stigi málsins en segir hins vegar í bréfi sinu að hjá sér hafi vaknað spurningar um heiðarleika og trúverðugleika stjómenda sveitarfélagsins og skól- ans. „Bæjarstjóri fullvissar mig um að ekki hafi ver- ið gengið frá kaupum á tölv- um frá HS-versl- un, en samt sem áður er búið að flytja norður tölvur að and- virði 2,8 milljón- ir króna án þess að tilboði hafi verið tekið, og bera þær inn í tölvustofu Dal- víkurskóla. Ég tel mig þekkja það vel til að slíkt gera menn ekki nema hafa vissu fyrir því að þeirra tilboði verði tekið,“ segir hann í bréfinu. Rögnvaldur segist hins veg- ar einfaldlega hafa gengið að hagstæðara tilboðinu. „Það var tveimur aðilum gefinn kostur á að gera tilboð í þennan pakka. Tilboð- in voru mjög sambærileg í verði en það var metið að hér á staðnum er umboðsaðili fyrir Aco sem ætlar líka að þjónusta kerfið. Hingað til höfum við þurft að sækja þessa þjónustu til Akureyrar og það hefur verið ákaflega kostnaðarsamt," seg- ir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir ekki rétt að húið hafi verið að ákveða að taka tilboði HS og Aco áður en leitað var til Tæknvals. Skýringa beðið Bréf Kristjáns var rætt á fundi bæjarráðs á fimmtudag og útskýrði Rögnvaldur þar málavexti. „Menn vora hissa á þessu bréfi og vildu vita hvort ég óskaði eftir að leggja fram minnisblað í þessu máli, sem ég kem til með að gera.“ Hann seg- ist líta svo á að bæjarráðsmenn hafi talið skýringar sínar fullnægjandi. Svanhildur Árnadóttir, sem á sæti í bæjarráði Dalvíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat fund þess á fimmtudag, segist ekki telja bæjar- stjórann hafa gefið fullnægjandi skýringar og vill bíða eftir skrifleg- um útlistunum áður en hún tekur endanlega afstöðu til málsins. „Hér er um að ræða mjög þungar ásakanir um óheiðarleika og ótrú- verðugleika sem eru mjög alvarleg- ar ef þær reynast réttar," segir Svanhildur. -GAR Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri Dalvíkur, segist hafa tekið hagstæðara tilboðinu í tölvu- búnað fyrir Dalvíkurskóla og vísar á bug að hafa viðhaft óeðlileg vinnu- brögð. Umferðaröngþveiti: Sálfræðingur myndi henta sumum - segir talsmaður Umferðarráðs íslandi dæmd- ur sigur íslenska kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu hefur verið dæmdur 3-0 sigur gegn Úrkaínu i undanriðli Evrópu- móts kvennalandsliða á dögunum. Þetta var fyrsti leikur íslands í keppninni og fór hann fram 22. ágúst síðastliðinn og lauk með 2-2 jafntefli. Úkraínska landsliðið notaði ólöglegan leikmann í leiknum, sem átti að vera í leikbanni, og dæmdi aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu því ís- landi sigur i leiknum. Knattspyrnu- samband Úkraínu hefur áfrýjunarrétt til 6. september. Úttekt á Áburðarverksmiðjunni: Handsal stefnir Verðbréfafyrirtækið Handsal hef- ur stefnt ríkinu til greiðslu skuldar vegna vinnu viö útboðsgögn vegna fyrirhugaðrar sölu á Áburðarverk- smiðjunni á sínum tíma. Eins og kunnugt er bárust engin tilboð sem þóttu viðunandi og efndi ríkið til nýs útboðs síðar og seldi þá verk- smiðjuna. Handsal og ríkið hafa ekki getað náð sátt um þóknun til verðbréfafyrirtækisins en fjárhæðin sem deilt er um mun vera á aðra milljón króna. -GAR „Bílum hefur fjölgað mjög mikið og þegar álagið er mest ber gatna- kerfið einfaldlega ekki alla umferð- ina,“ segir Sigurður Helgason hjá Umferðarráði. í gær varð átta bíla árekstur sem stöðvaði umferð á stóru svæði. Margir komu allt of seint til vinnu og einnig er það sér- íslenskt fyrirbæri að verða hálf- brjálaður þegar umferð gengur ekki vel. „Þetta er þessi árstími, þetta er mesti álagstíminn, að jól- um undanskildum. Fólk er að koma úr fríi, skólar að byrja, þannig að mikið er að gera hjá fólki. Svo verða smáóhöpp og þau valda enn meiri töfum,“ segir Sig- urður. Hann segir, aðspurður, að fólk fari nú ekki til sálfræðings út af þessu stressi en: „Mér fínnst sumir ökumenn ættu að leita til sálfræðings miðað við hvemig þeir keyra. Fólk er lengur á leiðinni og þarf að reikna með því. Sumir þurfa að hugsa sinn gang og vanda sig meira, þá gengur umferðin hraðar." -EIS Heppni 10 ára drengs á tjaldstæði: Fann 5 fimm blaða smára - móðir hans sigraði í kúrekadansi um kvöldið „Ég fann smárana alla á tjaldstæð- inu á Skagaströnd; 5 fimm blaða og 40 fjögurra blaða. Þeir voru allir í grasinu beint fyrir utan tjaldopið hjá okkur," sagði Sigurður Jón Júliusson, 10 ára Reykvíkingur, sem fyrir tilvilj m fann það sem margir hafa eytt ævinni í að leita. „Ég veit að svona fundur merkir heppni en ég var einmitt á Skaga- strönd vegna þess að mamma átti að keppa þar í kúrekadansi. Ég fann smárana um morguninn og um kvöld- ið vann mamma í kúrekadansinum," sagði Sigurður Jón sem er búinn aö ramma smárana inn og bíður nú eftir að detta almennilega í lukkupottinn. Eyþór Einarson, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, sagði smára yfir- leitt vera með þrjú blöð, fjögur væri sjaldgjæft en fimm sárasjaldgæft. Þó væri til sex blaða smári á Náttúru- fræðistofnun: „Þetta er ekkert annað en vansköp- un í ríki náttúrunnar, líkt og lamb með fjögur horn. Ef maður finnur einn fimm blaða smára er mjög líklegt að maður finni fleiri. Smárinn er planta sem skríður um í löngum renglum, sama plantan af sömu rót,“ sagði Ey- þór Einarsson grasafræðingur. -EIR Sigurður Jón með fimm blaða smárana sína. stuttar fréttir Vill ekki fresta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, | borgarstjóri í | Reykjavík, vill ekki að fram- kvæmdum við Alþingishúsið verði frestað. ÍHún segir að grunnurmn vegna viðbygg- 1 ingarinnar sé eins og sár í andliti 5 borgarinnar. RÚV greindi frá. Nauðungarsala? Lögfræðingur skipverja Od- 1 incovu hefúr óskað eftir því að •/ hafnarstjóm Reykjavikur kreflist I nauðungarsölu á skipinu vegna 1 vangoldinna hafnargjalda og að laun áhaíharinnar verði greidd af ■ söluverði skipsins að því leyti sem það dugar til. Bylgjan greindi frá. Aöstoð við flóttamenn Dóms- og kirkjumálaráðuneytið j og Rauði kross íslands hafa gert j með sér samkomulag um aðstoð Rauða krossins við fólk sem leitar I hælis á íslandi sem flóttamenn. VIII ákvörðun I Magnús Pétursson, forstjóri 1 sjúkrahúsanna í Reykjavík, kallar á ákvörðun yflr- valda um sam- | einingu sjúkra- húsanna í Reykjavík í er- indi á aðal- Ifundi Landssambands sjúkrahúsa. Magnús segir að með samningi Reykjavíkurborgar og ríkisins um Sjúkrahús Reykjavíkur hafi stefn- an verið sett á aukna samvinnu og verkaskiptingu. Mikilvægt sé að | heilbrigðisráðherra ákveði hið fyrsta að skipa eina stjóm yfír sjúkrahúsin í Reykjavík. Vísir.is greindi frá. Stuöli aö lækkun Sameiginlegur fundur stjóraar BSRB og formanna aðildarfélaga bandalagsins krefst þess að | stjómvöld og olíufélögin stuðh að lækkun á bensínverði. Endurgreitt Landssíminn mun við næstu út- | sendingu símareikninga endur- í greiða rétthöfum rúmlega 108.000 | simanúmera oftekin gjöld vegna | hringinga í upplýsinganúmerið 118. Hluti símtala í 118 á tímabil- I inu fó miðjum febrúar til loka apríl var tímamældur rangt og greiddu notendm- því of mikið fyr- Iir símtölin. Vísir.is greindi frá. Rjúpan friöuö Umhverfisráðherra, Siv Friðleifs- dóttir, kynnti í gær reglur um frið- un ijúpu á 750 ferkílómetra svæði í nágrenni Reykjavíkur. Þetta er gert til að friða rjúpuna en einnig í vis- indalegum tilgangi. Bylgjan greindi > frá. Skráning I lagi Stjóm Verðbréfaþings Islands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sérstök staða Höfðahrepps til tilnefningar stjómarmanna í Skag- strendingi hf. fari ekki í bága við reglur um skráningu verðbréfa í kauphöll. Viðskiptablaðið á VísLis greindi frá. Hvetja til mótmæla Félag húsbílaeigenda hvetur alla bíleigendur og öll hagsmunafélög bifreiðaeigenda til að standa saman ög sætta sig ekki við sífelldar verð- hækkanir á bifreiðagjöldum, olíu og bensíni, í opnu bréfi til fjármálaráð- herra og bifreiðaeigenda. Sömu bensínskattar Fjármálaráöherra, Geir H. (Haarde, segir að til greina komt að vöm- gjald á bensíni verði fóst upp- hæð en ekki hlutfall af verð- inu. Hann sagði þó að ekki væri | mögulegt að breyta bensínsköttum nú, til þess þurfi að breyta lögum. j RÚV greindi frá. -AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.