Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 20
20 ss LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 JLlV „Eins og Djassharður Linnet segir þá hefur Abercrombie skapað ansi miklar stefnur í gítarleik og haft gíf- urleg áhrif á samtíðarmenn sína,“ segir Friðrik Theódórsson, fram- kvæmdastjóri Djasshátiðar Reykja- vikur 1999, og á þar annars vegar við Vernharð Linnet, djassgeggjara par excellence, og hins vegar aðalstjörnu hátíðarinnar að þessu sinni, banda- riska gítarsnillinginn John Abercrombie. Friðrik ræddi við blaðamann DV um þau grös sem kennir á árlegri djassveislu borgar- búa. Djasshátíðin hefst næsta miðviku- dag, sú níunda í röðinni, með setning- artónleikum i Tjarnarsal Ráðhússins. Þar leika nokkrar hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni, meðal annars dixílandsveit Árna ísleifssonar og bípoppsveitin The Immigrants, sem skipuð er, ásamt öðrum, þremur ís- lenskum landnemum í Svíþjóð: „Innflytjendurnir er fimm manna hljómsveit sem skipuð er þremur ís- lendingum, Hollendingi og Rúmena. Halldór Pálsson altósaxleikari, Hjör- leifur Björnsson bassaleikari og Er- lendur Svavarsson trommari fara þar mikinn í kröftugri bipoppsveiflu en þeir hafa búið í Svíþjóð áratugum saman og leikið með margri stór- stjömunni," segir Friðrik. The Immigrants leika svo aftur um kvöldið í Súlnasal Hótel Sögu, á fyrstu stórtónleikum hátíðarinnar. Æskan er þemað Engin er hátíö án þess að hún hafi þema, eins og alþjóð veit, en Friðrik segir óformlegt þema hátíðarinnar þetta árið vera „ungt fólk“: „Við höfum yfirleitt reynt að fmna okkur ákveðin þemu, svona fyrir okk- ur að vinna eftir, til að fá samstæðan heildarsvip á hátíðina. Nú, við höfum verið með þemað „söngvarar", eitt árið fengum við norræna „kvenna- bigbandið" og þemað að sjálfsögðu „konur“ í það skiptið, en raunar var sárgrætilegt hvað fáar kynsystur þeirra komu og hlustuðu á þær!“ bæt- ir Friðrik við í hálfkæringi. „í ár höfum við hugsað okkur sem þema „ungu kynslóðina". Fjölmargir ungir og upprennandi djassistar, sem sumir hafa reyndar þegar sannað sig fullkomlega í djasslífi landsmanna, leika á hátíðinni. Þar mætti nefna Agnar Má Magnússon, nýútskrifaðan píanista frá skóla í Hollandi, sem leikur á fimmtudagskvöldið á Sóloni íslandusi ásamt tveimur Þjóðverjum, trommara og bassaleikara. Agnar og co. leika einnig á setningarathöfninni á miðvikudaginn svo þeir sem vilja fá forsmekkinn að þeim félögum ættu endilega að drífa sig þangað." Dansaðu, fíflið þitt, dansaðu Það eru ekki bara tónlistarmenn sem koma fram á Djasshátíð. Einar Már Guðmundsson rithöfundur stígur á stokk á fimmtudagskvöld ásamt hljómsveit Tómasar R. Ein- arssonar og saman flytja þeir áhorf- endum mjög ákveðin skilaboð - ef eitthvað er að marka yfirskrift tón- leikanna: „Já, Tómas hefur samið tónlist við nokkur ljóð Einars og yfirskrift tónleikanna er einmitt nafnið á einu ljóði Einars sem heitir Dans- aóu, fíflió þitt, dansaöu. Einar les ljóð sín á meðan Tómas og co. leika undir.“ Djassinn ætti að falla eins og flís við rass við ljóð Einars og fróðlegt verður að sjá hvemig hið lesna orð og djass virka saman og hvernig Árni ísleifs leikur á meðan fólk gæðir sér á pönnsum. Bandaríski gítarsnillingurinn John Abercrombie. samspilið verður milli raddbands og djassbands. Blaðamanni hefur virst djassinn vera í geysimikilli upp- sveiflu á Islandi, sérstaklega meðal ungs fólks. Er það tilfellið eða eru þetta mestanpart sömu óbilandi djassgeggjaramir sem halda merk- inu á lofti? „Við hinir eldri í bransanum fmnum fyrir geysilega miklum og stigvaxandi áhuga ungs fólks á djassi sem er mjög gleðileg þróun. Helsta ástæðan fyrir því er að djass- skóli FíH hefur á síðustu ámm út- skrifað tjöldann allan af ungum og mjög góðum djasstónlistarmönnum. Það gefur náttúrlega auga leið að ungum tónlistarmönnum fylgja ung- ir aðdáendur og vakning á þessu sviði,“ svarar Friðrik og heldur áfram: „Það tengist alltaf ákveðin nostal- gía því þegar fólk fer á djass- konserta. Tökum minn árgang sem dæmi, sem kalla mætti „fifty few“: Það er ákveðinn hópur djassleikara sem við höfum hlustað á síðan á okkar sokkabandsárum - okkar menn. En það er í raun og veru ekk- ert kynslóðabil í djassmúsík. Fólk hefur kannski mismunandi smekk á djassstefnum en þessi tónlist rúmar Friðrik Theódórsson, framkvæmdastjóri Djasshátíðar Reykjavíkur 1999. svo margar stefnur undir sinni regnhlíf að ég held að þeir séu fáir sem ekki hafa gaman af einhverri tegund af djassi og standast það að smella a.m.k. fmgrum eða stappa nett þegar tónlistin berst þeim til eyma.“ Föstudjass, smurbrauðs- djass... Djasshátíðinni verður þjófstartaö í Kringlunni í dag þegar nokkrar hljómsveitir spUa til að kynna hátíð- ina. En hverjir em hápunktarnir í ár, Friðrik? „Það er af nógu að taka, eins og venjulega. Næsta fóstudagskvöld verður til dæmis allsherjar fóstud/asskvöld því þá verður djassað fram á nótt á öðrum hverjum stað í miðbænum, alls níu talsins. Það verð- ur ókeypis inn, sem sagt: frí djass- veisla fyrir borgarbúa sem endar á ,jam session" í Kaffileikhúsinu frá miðnætti, með, sérstökum leynigest- um. Svo er það hinn sívinsæli smur- brauðsdjass á Jómfrúnni á laug- ardag. Jakob hef- ur verið mjög dug- legur við tónleika- hald og hefur þaö skapaö mikla og góða stemningu þar þegar djassar- ar hafa troðið upp. Og um kvöldið er það auðvitað hún Etta Cameron á Sögu. Ettu þekkja margir ís- lendingar, enda hefur hún komið EttaCameron. hingað þrisvar áður og alltaf sungið fyrir fullu husi. Hún er fædd á Bahamaeyjum en býr nú í Kaup- mannahöfn og syngur gospel víða um heim. Með henni leikur Stórsveit Reykjavíkur en eftir tónleikana verð- ur það sem Færeyingarnir kalla „dansur aftaná" eða dansleikur. Þar spila Milljónamæringarnir fram eftir nóttu.“ Svo er eitthvað mikið að gerast í Hallgrímskirkju líka, ekki satt? Ég hef heyrt því fleygt að kirkjuorgelið volduga verði þanið í þágu djassins - djass af guð náð? „Jú, þetta eru líklega óvenjuleg- ustu tónleikar hátíðarinnar og verða þeir annan sunnudag. Sigurður Flosa- son leikur á saxófón og Gunnar Gunnarsson spilar á orgelið. Við- fangsefni þeirra eru íslenskir sálmar í djassbúningi en þetta er prógramm sem þeir hafa æft upp og mér skOst að þeir ætli sér að fara með það víðar um landið einhvern tímann á kom- andi misserum. Sama dag veröur pönnukökudjass á Sóloni þar sem dixílandhljómsveit- in hans Áma ísleifs leikur á meðan fólk gæðir sér á pönnsum. Þetta gerði mikla lukku í fyrra." Rúsínan í Óperunni Þá erum við komnir að aðalnúmeri hátíðarinnar sem þú minntist á hér framar: sjálfum Abercrombie...? „Já, hann er rúsínan í pylsuendan- um. Hann er ofboðslega skemmtileg- ur tónlistarmaður og var að gefa út plötu. Hann slúttar hátiðinni með tónleikum í Óperunni annað sunnu- dagskvöld. Hljómsveit hans er skipuð gítar, hammondorgeli, fiðlu og trommum sem er svolítið óvanaleg og jafnframt for- vitnileg skip- an.“ Nú? Enginn bassi! „Nei, orgel- leikarinn, sem djasstímaritið Down Beat valdi meðal fimm bestu í Banda- ríkjunum, spil- ar bassann á orgelinu með vinstri hend- inni og gerir það víst fanta- vel.“ En fyrir hveiju ert þú mest spenntur, Friðrik? „Það er nú kannski erfitt fyrir mig að svara því. Auðvitað er ég, sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar, mest spenntur fyrir því að allt gangi vel. En ég get ekki neitað því að ég hlakka mjög til að heyra aftur í Ettu. Síðast þegar hún kom hingað þá flaug ég með henni yfir landið og sýndi henni það. Svo iða ég i skinninu að hlusta á Abercrombie og reyndar vil ég helst ekki missa af neinu sem verður á dagskrá. Þetta á eftir að verða annasöm en jafnframt mjög ánægjuleg, vika.“ -fln Stór nöfn, stór hljóðfæri og æskan einkenna Djasshátíð Reykjavíkur 1999: Djass af guðs náð, dixíland og pönnsur - Hallgrímskirkjuorgelið þrumar sálma í djassótsetningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.