Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 DV %/aðan ertu? Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari er Skagamaður með stóru essi: ... í prófíl Þá var fótboltinn og vinnan tvennt ólíkt en siðar tvinnaðist þetta saman hjá Guðjóni. Nú segja sumir að oft gildi sú þumalputtaregla að bestu þjálf- ararnir hafi ekki endilega verið góðir sjálfir inni á vellinum. Hvemig var þetta með þig, Guðjón - gastu eitthvað? „Ekki held ég að ég hafi verið neitt sérstakur. Ég reyndist kannski liðun- um mínum sem unglingur ágætlega, þannig lagað séð. Ég var harður af mér og lét ekki ganga yfir mig hvaða vit- leysu sem var svo ég reyndi að minnsta kosti að láta andstæðingana hafa íyrir hlutunum." Synirnir miklu betri fót- boltamenn Hvernig myndir þú bera sjálfan þig saman við syni þína sem eru á kafi í boltanum eins og þú sjáifur? „Þeir eru miklu betri fótboltamenn og þurftu reyndar ekki að vera mjög góðir til þess. Það er náttúrlega ólíkt uppeldi, annar tíðarandi en var þegar ég var að alast upp. Börn og ungling- ar eru ekki að vinna með þeim hætti sem við hin eldri gerðum og hafa því meiri tíma á öðrum sviðum. í dag er aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Akranesi með því besta sem gerist og þyrfti jafnvel að leita út fyrir land- steinana til að fmna sambærilega að- stöðu. Synir mínir hafa náttúrlega notið góðs af þessu.“ Þeir eru allir þrír í sama liðinu núna, Genk í Belgíu. Hvernig er að vita af þeim saman þarna úti? „Þeir eru kannski í ákveðinni bar- áttu hver við annan en um leið veita þeir hver öðrum hjálp og stuðning. Ég held að kostirnir séu fleiri en gall- arnir." Þið feðgar eruð þekktir fyrir mikið keppniskap og sagan segir að „bræð- ur muni berjast". Hefur þú einhvern tímann þurft að grípa inn í hlutina hjá sonum þinum? „Nei, enn hefur nú ekki reynt á það. En ég er alltaf innan seilingar og þeir vita það. Enda er samband okkar feðga mjög gott.“ Hvaða þætti í eðli þínu telur þú að æskan á Skaganum hafi átt mestan þátt í að móta? „Ég held að það uppeldi sem maður fékk úr fóðurgarði hafi skipt mestu máli, þ.e. að ef maður vill eitthvað þá verður maður að vinna fyrir því. Ég er alinn upp af vinnusömu fólki sem vældi ekki eða skældi þótt á móti blési heldur tókst á við hlutina. Það hefur reynst mér gott veganesti." -frn Grétar Hjartarson er leik- maður Grindavíkur í Lands- símadeildinni í knattspymu og er í harðri baráttu við Steingrím Jóhannesson, Eyjamann, um markakóngs- titilinn og gullskóinn eftir- sótta. Hann sýnir á sér betri hliðina í prófll: Fullt nafn: Grétar Ólafur Hjartarson. Fæðingardagur og ár: 26. nóvember 1977 Maki: Matthildur Magnús- dóttir. Börn: engin. Skemmtilegast: Að spila fótbolta. Leiðinlegast: Að taka til í herberginu mínu. Uppáhaldsmatur: Kjúklingarétturinn henn- ar mömmu Uppá- halds- drykkur: Egils appelsín. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Jennifer Lopez. Fallegasta röddin: Röddin hennar Celine Dion. Uppáhaldslikamshluti: Hægri fóturinn. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Hlynntur. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Úlfinum í Road- Runner teiknimyndunum. Ég myndi hjálpa honum að ná fuglinum. Uppáhaldsleikari: A1 Pacino. Uppáhaldstónlistarmaður: Bubbi Morthens. Sætasti stjóm- málamað- urmn: Friðleifs. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Sport centre á Sky | sports. Leiðinlegasta auglýsingin: j Engin sérstök. Leiðinlegasta kvikmynd-J in: Meet Joe Black - allt ofj löng. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Thelma Tómasson. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn sérstakur. Besta „pikköpp“-línan: Nota ekki pikk-öpp línur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Ég er ekki ákveðinn. Eitthvað að lokum: Áfram tGrindavík. Það stendur ekki á svörum hjá Guðjóni Þórðarsyni landsliðsþjálf- ara þegar hann er inntur eftir því hvaðan hann er: „Frá Akranesi," svarar hann stutt og skorinort. Enda líklega vandfundinn sá íslendingur sem ekki veit svarið við þeirri spurn- ingu. Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í íslenska landsliöinu leika í kvöld gegn Andorra á Laugardals- velli og þar verður hugur Guðjóns njörvaður niður við grasrótina, uppfullur af leikfléttum og skipun- um, áhyggjum eða /gleði eftir því hvemig leikurinn þróast. í vikunni báðum við hann um að hugsa aftur til æskustöðvanna á Skaganum: „Ég er alinn upp á Skólabrautinni á Akranesi, á torfunni þar sem fað- ir minn og systkini hans voru alin upp, s.s. alveg í kring um Akra á Akranesi.“ ... í hjarta bæjarins? „Já, þetta er eiginlega gamli bær- inn í hnotskurn." Hvenær komst þú í heiminn, Guðjón? „Ég fæddist 14. september árið 1955, eftir mikið rigningarsumar." Rigningarsumar, segirðu. Hefur þetta rigningarsumar haft einhver merkjanleg áhrif á ævi þína, svo ég spyrji á hjátrúarfullan hátt? „Ég hef bæði haft rigningu, sól og sumar í mínu lífi - eins og flestir aðrir, held ég.“ Sá sitt af hverju á Sigló Nú, svo ólst þú upp á Skagan- um...? „Já, ég ólst þar upp mestan part. Pabbi var skipstjóri á flskibát sem fór alltaf á síld á sumrin, eins og þá tíök- aöist, og við hin í fjölskyldunni eltum. Það var farið upp í rútu i lok maí og keyrt norður á Sigluijörð. Þar var sumrunum eytt til ¥64. Síðasta sum- arið sem við vorum eins og farfúgl- amir var sumarið ¥65, þá fórum við til Seyðisfjarðar. Eftir það eyddum við sumrunum á Akranesi fyrir utan þegar ég var tvö sumur á sjó, fimmt- án, sextán ára gamall.“ Manstu eitthvað eftir þessari nostalgísku síldarstemningu? „Já, ég náði í skottið á henni. Hún var mjög skemmtileg og litrík." Þú hefúr nú líklega verið of imgur til að eiga einhvem hlut að „leyndar- málum Adams- og Evudætra upp í Hvanneyrarskál", eins og skáldið kvað? „Já, tók ekki þátt í því fjöri. En ég sá sitt af hveiju og komst fljótt að því að lífið er ekki bara hvítt og svart." Nú, já? Einhveijar nánari útskýr- ingar...? „Nei, ég ætla ekki að birta þaö fyrr - lærðist barnungum Guðjóni á sumrum á Siglufirði Reykjavík en í æviminningunum!" Salt og skreið og sárt fyrsta tapið Guðjón hóf að æfa fótbolta strax sem bam, líkt og lög gera nánast ráð fyrir á Akranesi, og steig sin fyrstu spor með boltann við tæmar á Merk- urtúninu: „Sá frægi blettur hefur líklega alið af sér fleiri landsliðsmenn en nokkur annar blettur á íslandi, þó það sé nú kannski ekki stórt miðað við uppsker- una. Þar eyddi maður nánast öllum dögum þó maður hafi reyndar alist upp við það fara að vinna snemma. Það tíðkaðist á þessum árum að fólk var gripið í vinnu ungt að árum. Pabbi var meðeigandi í fyrirtæki og ég fór að vinna í salt og skreið um leið og ég gat. 1966 spilaði ég minn fyrsta leik á gamla vellinum sem stóð undir klöpp- Borganes Varnarjaxlinn Guðjón hefur ekki gleymt því hvert boltinn á að fara. Gamlir taktar sem lærðust á Merkur- túninu á Akranesi á sjöunda ára- tugnum eru enn í fullu gildi á Val- bjarnarvelli í dag. inni við stýrimannaskólann. Það var í fimmta flokki móti Fram og þeim leik töpuðum við, 0-2. Ég var í vöminni og man enn hversu sárt tapið var.“ Guðjón Þórðarson að störfum...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.