Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 49
DV LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Það er ávallt mikill fjöldi fólk sem leggur leið sína í bæinn á löngum laugardegi. Langur laugardagur Á löngum laugardegi í dag verður ýmislegt spennandi að ger- ast í bænum. Klukkan 13 mun Skólahljómsveit Kópavogs leggja af stað frá Hlemmi en í henni eru um 40 börn og ungmenni. Harm- óníkuleikari verður á sveimi um Laugaveginn og tekur lagið fyrir gesti og gangandi. Kennarar og dansarar Danssmiðjunnar skemmta vegfarendum á sinn ein- staka hátt. Ekki má heldur gleyma okkar ágætu andlitsmál- urum en þeir verða á þremur stöðum á Laugaveginum til að mála smáfólkið. Kjörís mun bjóða vegfarendum upp á íspinna og má nærri geta að ýmsir þiggja það með þökkum. Hundavinir áætla hóphundagöngu á milli kl. 14 og 16. Lagt verður af stað frá Kjör- garði og gengið áleiðis niður Laugaveginn. Umhverfi Nú eru nákvæmlega 5 ár síðan langur laugardagur varð að veru- leika og hefur hann svo sannar- lega sannað gildi sitt fyrir Lauga- veginn og viðskiptavini hans. Frítt er i öll bílastæðahús á laug- ardögum, en frítt í stöðu- og miða- mæla eftir kl. 14. í miðborginni eru um 300 vérslanir og ótrúlegur fjöldi veitinga- og kaffihúsa. Margt er að skoða f Viðey. Gönguferð í Viðey Um helgina lýkur sumardag- skránni í Viðey. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa komið í eyna það sem af er þessu ári. í dag verður að venju farið í gönguferð um Viðey. Farið verður frá kirkj- unni kl. 14.15, Þar verður gerð grein fyrir nýju fræðsluskiltun- um sem sett voru upp fyrir skömmu. Síðan verður gengið austur fyrir túngarðinn og með fram honum yflr á norðurströnd- ina. Henni verður fylgt austur á Sundbakka og „Stöðin" skoðuð, þorpið sem þarna var á árunum 1907-1942. Þetta verður skoðað vel, einnig Ijósmyndasýning í skólanum. Þá verður litið inn í Tankinn, hið skemmtilega félags- heimili Viðeyinga, sem þarna er í gömlum 150 tonna vatnsgeymi. Svo verður haldið um suður- ströndina og heim að Stofu aftur. Gangan tekur um tvo tíma. Göngufólk er minnt á að vera vel búið, ekki síst til fótanna. Gjald er aðeins ferjutollurinn, 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Utivera Á sunnudag verður messa kl. 14. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur messar með að- stoð Dómkórs og dómorganista. Eftir messu verður staðarskoðun sem hefst í kirkjunni. Sérstök bátsferð með kirkjugesti verður kl. 13.30. Hlýjast á Austurlandi Suðvestan og sunnan 5-6 m/s en 8-13 allra austast. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum í fyrramálið. Víða Veðríð í dag verða skúrir eða rigning en þurrt að kalla norðaustanlands til morguns, hiti 9 til 15 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Höfuðborgarsvæðið: Suðvestan 5-8 m/s og skúrir eða dá- lítil rigning en sunnan 3-5 í nótt og á morgun, hiti 6-11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.35 Sólarupprás á morgun: 06.20 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.16 Árdegisflóð á morgun: 01.56 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 10 Bergsstaðir rigning og súld 9 Bolungarvík hálfskýjað 9 Egilsstaðir 12 Kirkjubœjarkl. skúr á síð. kls. 9 Keflavikurflv. úrkoma í grennd 9 Raufarhöfn skýjað 12 Reykjavík úrkoma í grennd 9 Stórhöfði skúr 7 Bergen þokumóða 17 Helsinki skýjaó 21 Kaupmhöfn léttskýjaó 19 Ósló skýjaó 22 Stokkhólmur 24 Þórshöfn skýjað 12 Þrándheimur skýjað 27 Algarve þokumóóa 23 Amsterdam léttskýjað 23 Barcelona mistur 26 Berlín skýjað 23 Chicago hálfskýjað 18 Dublin skýjaó 21 Halifax léttskýjað 20 Frankfurt léttskýjaö 22 Hamborg léttskýjað 24 Jan Mayen súld 6 London léttskýjað 25 Lúxemborg léttskýjað 21 Montreal heiöskírt 19 Narssarssuaq léttskýjað 2 New York skýjaö 19 Orlando þokumóða 22 Paris heiðskirt 23 Róm skýjaó 25 Vín skýjað 18 A'/ // 44/ ^/L || / /////1&//////■ ///,/7/,/.///^//,// 11° ///////////■ ///'/ //,/ //'//' 12 _ yy/A /////// // //^////// / / //Z//Z////// /// / /A^// /// /// / // / // ' /f//jz//Z//'///.///.///,//' // 7/ / ////// Url á Gauknum Url heldur tónaleika annað kvöld á Gauki á Stöng. Að vanda verður kæfurokkið allsráðandi en þetta eru fyrstu tónleikar sveitar- innar eftir stutt súmarfrí. Af sveit- inni er það helst að frétta að von er á nýju lagi til spilunar í útvarpi á næstunni. Einnig er undirbún- ingur fyrir stóra plötu kominn í gang. Á undan url-inu verður Stef- án Örn á sveimi. Tónleikarnir hefiast kl. 23.00 og er aðgangur ókeypis. Stuðmenn á Hlíðarenda Síðustu yfirreið Stuðmanna á þessari öld lýkur nú um helgina í Reykjavík en hljómsveitin efnir til stórsamkomu í hinu glæsilega Valsheimili við Hlíðarenda nk. laugardagskvöld ásamt liði sínu öllu. Hér er um að ræða eins konar uppskeruhátíð því sama dag gerir Græni herinn umhverfisinnrás í Skemmtanir höfuðborgina að aflokinni vel heppnaðri hringferð um land- ið. Ásamt Stuðmönnum koma fram á Hlíðarenda umrætt kvöld hinn fjölhæfi skemmt- ari Úlfur Eldjárn, rokkkóng- urinn frá Möðrudal, Addi Rokk, gógómeyjarnar frá Reykjanesi, þær Abba og Dabba, að ógleymdum breik- dansaranum Bjarna Böðvars- syni sem hefur sérhæft sig í limaburði fornmanna. Sólon á ísafirði Hljómsveitin Sólon spilar á Eyrinni á ísafirði fóstudags- og laugardagskvöld. Hljóm- sveitin spilar hressá rokktónlist með viðkomu í fónki. Missir fótfestuna Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. gsonn 574. Fyrsta sýning á brasilísku myndinni Aðalstöðin er í kvöld. Myndin gerist í Rio de Janeiro og segir frá ungum dreng sem verður fyrir því áfalli að móðir hans er myrt fyrir framan járnbrautar- stöð í miðborginni. Drengurinn, sem þekkir ekki til stórborgarinn- ar, ráfar um í leit að einhverjum sem getur vísað honum til foður síns. Drengurinn hittir fyrir konu sem hefur orðið undir í lífinu. í fyrstu stendur hugur hennar til að græða á barninu en drengur- inn vekur upp kenndir hjá henni sem hún hafði ekki fundið fyrir lengi og hún ákveður að fylgja honum til norðurhluta Brasilíu þar sem faðir hans býr. Saman leggja þau land undir fót á vit æv- intýranna sem verður fyrir kon- una leit að sjálfri sér. í Berlín var Aðalstöðin valin besta kvikmyndin á kvikmynda- hátiðinni þar í borg og fékk Gull- björninn og Fernanda Montenegro var valin besta leik- konan. Þá var hún tilnefnd í vor til óskarsverðlauna sem besta er- lenda kvikmyndin og Montenegro tilnefnd sem besta leikkona í aðal- hlutverki. * Vetrarstarfsemi hefst í Skautahöllinni í dag hefst hefst vetrarstarf- semi Skautahallarinnar og er al- menningi boðið á svellið bæði í dag og á morgun í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Þessa tvo daga verða skautar leigðir á hálfvirði og skautafólk aðstoðar byrjendur. f Þá gefst fólki kostur á að prófa ís- hokki. Sýning á rússneskum íkonaeggjum Næstkomandi sunnudag, 5. september, verður fyrirlestur og sölusýning í safnaðarheimilum Kristskfrkju Landakoti, Hávalla- götu 16. Sýnd verða handmáluð íkonaegg frá _________________ Rússiandi á Samkomur vegum org-____________________ elsjóðs Kristskirkju. Fyrirlesari verður Sverrir Friðriksson. Sýningin og fyrirlesturinn hefjast strax að lok- inni sunnudagsmessunni sem r hefst kl. 10.30. Gengið Almennt gengi LÍ 03. 09 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollnengi Dollar 72,11Q 72,470 73,680 Pund 116,070 116,670 117,050 Kan. dollar 48,120 48,420 49,480 Dönsk kr. 10,3770 10,4340 10,3640 Norsk kr 9,2320 9,2830 9,2800 Sænsk kr. 8,8280 8,8770 8,8410 Fi. mark 12,9820 13,0600 12,9603 Fra. franki 11,7671 11,8379 11,7475 Belg. franki 1,9134 1,9249 1,9102 Sviss. franki 48,3400 48,6100 48,0900 Holl. gylliní 35,0261 35,2366 34,9676 Þýskt mark 39,4653 39,7024 39,3993 ít. líra 0,039860 0,04010 0,039790 Aust. sch. 5,6094 5,6431 5,6000 Port. escudo 0,3850 0,3873 0,3844 Spá. peseti 0,4639 0,4667 0,4631 Jap. yen 0,656000 0,65990 0,663600 írskt pund 98,007 98,596 97,844 SDR 99,140000 99,74000 100,360000 ECU 77,1900 77,6500 77,0600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.