Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 50
.fes myndbönd LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Ofbeldi í kvikmyndum: Sökudólgur eða blóraböggull? Kvikmynd leikstjórans Scotts Kalverts The Basketball Diaries frá árinu 1995 komst óvænt í sviðsljósið að nýju í apríl síðastliðnum. Skelfi- leg fjöldamorð tveggja táningspilta á fjölda samnemenda sinna í mennta- skóla bæjarins, Littleton í Colorado, urðu þess valdandi að dreifingarað- ili myndarinnar tók hana úr um- ferð. Þegar slíkur ógnaratburður á sér stað er ekki nema eðlilegt aö >reynt sé að grafa upp sökudólg og sumir fundu hann í ákveðnu atriði, The Basketball Diaries. Aðalper- sóna myndarinnar, Jim Carroll (Le- onardo DiCaprio), ímyndar sér í mjög draumkenndu atriöi að hann gangi inn í skólastofu og skjóti bæöi kennara og nemendur. Þegar atriðið var sýnt í fréttaþáttum í bland við samhengislausa og einfeldningslega umfjöllun var ekki nema eðlilegt að fólki þætti myndin gagnrýnisverð. Hún er aftur á móti gerð eftir sam- nefndri bók Carrolls þar sem hann rifjar upp óhugnanleg táningsár sín. The Basketball Diaries lýsir á ljóð- rænan máta falli eiturlyfjaneitanda og eymdinni sem fylgir í kjölfarið. Raunsæ ofbeldisatriði myndarinnar eru óhugnanleg og fer þvi víðs fjarri að hún upphefji ofbeldi. Engu að síður drógu aðstandendur fómar- lambanna „myndina" fyrir dóm- stóla. Natural Bred Killers! Leikstjórinn Oliver Stone sætir sambærúegri lögsókn vegna mynd- ar sinnar, Natural Born Killers (1994), sem sökuð er um að hafa valdið hermimorðum. Einn fyrsti hvatamaðurinn að málsókn gegn Stone er lögfræðingurinn ' og blekníðingurinn John Grisham. í grein sinni „Natural Bred Killers" sakar hann Stone um að vera vald- an að dauða tveggja einstaklinga Kvikmvnda ' 0 National Lampoon s Animal House Sígilt skólagrín +++ Delta-skólaklíkan er að gera alit bijálað. Meðlimir hennar standa sig illa í námi en láta það ekki stöðva sig i endalausu partíhaldi. Skólastjóranum líkar þetta engan veginn og er staðráðinn í að gera út af við þennan ófögnuð. Svar klíkunnar er einfalt: Meira stuð og enn meira stuð. Animal House var ein þeirra mynda sem lögðu gmnninn að gamanmynd- um sem gera út á líf framhaldsskólanema. Hér má finna uppstrílaða snobb- ara, alvöru töffara, feita nörda, berbijósta ljóskur og tryllt „fyllirísdýr". Það er enginn annar en John Belushi sem túlkar siðastnefnda fyrirbærið eins og honum einum var lagið. (En í ljósi sviplegs dauðdaga leikarans gefur ölæði hans myndinni óvænta tragíska vídd.) Fjöldi annarra víðfrægra leikara kem- ur við sögu og mætti þar nefna Tom Hulce, Kevin Bacon, Karen Allen og Don- ald Sutherland sem leikur frjálslyndan enskukennara. Animal House er fjarri þvi að vera sniildarverk en hún er miklu skemmtilegri en þorri unglinga- mynda samtímans sem eiga henni þó svo mikið að þakka. Útgefandi: CIC-Myndbönd. Leikstjóri: John Landis. Aðalhlutverk: John Belushi, Tim Mathieson, John Vernon, Verna Bloom, Tom Hulce, Cesare Danova og Donald Sutherland. Bandarísk, 1978. Lengd: 104 mín. Öllum leyfð. -bæn Still Crazy Afdankaðir rokkarar icifk Leikaramir fara á kostum og halda uppi fjör- inu í þessari sjálfshæðnu rokkaramynd. Hún segir frá endurfúndum fyrrum félaga rokksveitar frá átt- unda áratugnum sem sló næstum þvi í gegn. Nú eru hðs- menn sveitarinnar gleymdir og grafnir og grotnandi í ein- hveiju hversdagsstriti. Þeir ákveða að reyna að endur- vekja gamla tíma og fara í hljómleikaferð, en þeir eru auðvitað svolitið eldri og stirðari en áður fyrr. Þetta er meinfyndin mynd og má staðsetja húmorinn einhvers staðar á mihi Með aht á hreinu og This Is Spinal Tap. Hins vegar koðnar myndin af og til niður í óspennandi og ótrúverðuga tilflnningasemi. Sterkasta hlið myndarinnar er leildiópurinn. Stephen Rea er reyndar leiðin- lega hahærislegur í rómantísku atriðunum, en skemmtilega hallærislegur í rokkstjömutöffarahlutverkinu. Bihy Connohy og Timothy Spall hressa vel upp á andrúmsloftið í hlutverkum rótarans og trommarans, en langbestir em Jimmy Nah og Bih Nighy, sem leika erkióvinina í hljómsveitinni. Nah er heh- inn í hljómsveitinni, afúndinn bassaleikari og lagasmiður sem hefur megn- ustu skömm á stælunum og sýndarmennskunni í söngvaranum Nighy. Það er sérstaklega Nighy sem fer á kostum og býr til frábæra persónu úr afdönkuð- um gamlingja sem veit sjaldnast hvaðan á hann stendur veðrið. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Brian Gibson. Aðalhlutverk: Stephen Rea, Biliy Connolly, Jimmy Nail, Timothy Spall, Bill Nighy og Juliet Aubrey. Bresk, 1998. Lengd: 96 mín. Ollum leyfð. -PJ The Corruptor Spilling í Kínabæ # Lögregluforinginn Nick Chen (Chow Yun-Fat) sér um að halda uppi röð og reglu í „Kínabæ“. Þótt honum sé annt um öryggi hverfisbúa þiggur hann mútur frá glæpafor- ingjanum Henry Lee (Ric Young) og aðstoðar hann í baráttu gegn öðru glæpagengi. Nick bregöur heldur betur í brún þeg- ar honum bætist liðsauki í formi Danny Wahace (Mark Wahlberg), sem ofan á reynsluleysið er hvítur. Þeim verður þó fljótt vel th vina og reynir Nick að vemda hann frá Henry. Danny bráðvantar aftur á móti peninga th að bjarga fóður sínum úr óþæghegri klípu. Umfjöhun um kvikmyndir getur ekki síður orðið klisjugjöm en verstu formúlumyndir. Og mesta klisjan er einmitt að klifa á því að ákveðin mynd sé uppfuh af klisjum. En hvað getur maður gert þegar mynd eins og The Corruptor er annars vegar. Hér er formúlunni fylgt til hins ýtrasta og ahur áhugi á framvindu myndarinnar er fljótur aö fara. Hver klisjan rekur aðra og engin tilraun er gerð th að snúa upp á eða endur- skapa þær. Það er síghd aðferð th að „drepa“ áhorfendur úr leiðindum. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: James Foley. Aðalhlutverk: Chow Yun-Fat og Mark Wahlberg. Bandarisk, 1999. Lengd: 110 mín. Bönnuð innan 16. -bæn sem myrtir voru af par- inu Sarah og Ben, mikilla aðdáenda myndarinnar. Það virðist skipta Gris- ham litlu máli að bæði skyldu þau eiga sorglega fjölskyldusögu, vera eit- urlyfjaneytendur og eiga við geðræn vandamál að stríða. Grisham leggur til í greininni að Stone verði lögsóttur líkt og framleið- andi hverrar annarrar vöru, þ.e. kvikmynd- ir/leikstjórar „myrða“ líkt og göhuð öryggisbelti eða sígarettur. Einstreng- ingsleg afstaða Grishams er þeim mun heimsku- legri þegar bók/mynd hans A Time to Khl (1996) er höfð í huga. Hún fjallar um mann sem tekur lögin í eigin hendur og drepur mann og annan og er sýknaður í hjartnæmu lokaatriði myndarinnar. Ollver Stone helur saett harðrí gagnrýni fyrlr ofbeldið í Natural Bom Klllers. Sé þetta sett í samhengi við hugmyndir hans um sekt Stones hlýtur Grisham að vera samsekur í morðum þar sem einstaklingur tek- ur lögin í sínar hendur í hefndar- skyni. Sagan endalausa Þessar ásakanir á hendur Hohywood eru þó alls ekki nýjar af nálinni því kvikmyndir hafa allt frá fyrsta áratug aldarinnar verið sak- aðar um nær aht það sem „aflaga“ fer í bandarísku samfélagi. Hohywood á að hafa alið á trúleysi, siðleysi, kommúnisma, glæpum, of- beldishneigð o.s.frv. Það er ahtaf einhver thbúinn að ráðast á Hohywood enda óvenju auðveld leið til að vekja athygli á sjálfum sér og málstað sínum. Þegar þessar of- sóknir eru skoðaðar í sögulegu sam- hengi eru þær leið til að hefta mál- frelsi listamanna í Hohywood en skoðanir þeirra ganga oft í berhögg við siðapostula afturhaldsaflanna. Ekki ber þó að gera lítið úr góð- hjörtuðum sálum sem taka þátt í baráttunni gegn ofbeldi í kvikmynd- um þótt þær séu fyrst og fremst að berjast við vindmyhur. Ofbeldisfuh- ar kvikmyndir eiga ekki sök á of- beldishneigð mannskepnunnar frek- ar en klámmyndir á kynhvötinni. Glæpatíðni í Japan er einkar lág, jafvel þótt afþreyingarmenning íbú- anna sé ekki ofbeldisminni en sú bandaríska. Skyldi ástæðu ofbeldis- glæpanna vera að flnna í upphaf- inni ofbeldisdýrkun bandaríska hersins, samfélagslegu misrétti, neyslu hvers konar vímugjafa og frjálsum aðgangi að drápstólum frekar en kvikmyndum á borð við Natural Bom Kihers og The Basket- ball Diaries sem gagnrýna raunar beitingu ofbeldis. Blórabögglar, ekki spurning. -BÆN Myndbandalisti vikunnar k SÆTI ÍFYRRI j VIKA m ; VIKUR A LISTA 1 TITILL j j ÚTGEF. j j J TEG. j nm 1 j i i 2 i 2 j Youve Got Mail J j Waraer Myndir J Gaman j 2 j J 5 j Basketball J i Myndform J J 1 Gaman J 3 1 2 i 4 Blast From The Past j SAM Myndbönd Gaman 4 j j 3 j J 5 j j Waterboy J J WaraerMyndir J J J Gaman J 5 NÝ i 1 Istill know what you did last summerj cic Myndbönd j Spenna 6 Jv i 6 1 J i 3 j Night At The Roxbury J iÍA - - J j CIC Myndbönd J • J j Gaman J* I 7 11 i 2 j Tbin Red Line 1 * J Myndfonn J j Skrfan J i J Drama J j Drama J 8 J-r ■ • i 7 j tíSSBSgSSM i G J J Amerícan History X j 9 i * | 3 Soldier j j WaraerMyndir j Spenna 10 j J 8 j ! 5 1 Stepmom i J j CIC Myndbönd J J j Drama J 11 NÝ í 1 Permanent midnight ' Skrfan Drama 12 í 10 J j 8 J j. MeetJoe Black j J J Skrfan J J J Drama J' 13 NÝ i 1 Babe: Pig in the city j Myndform j Gaman 14 i . 1 l i 2 j Practical Magic j J j Háskólabíó J J j Gaman • HHH 15 j 12 J J 4 j EverAfter i J SAM Myndbönd I j J Gaman 1kfáagJ j Spenna 16 i 13 j Ma am i 9 J Very Bad Things J 1 j SAM Myndbönd 17 NÝ i' 1 Phonix Skrfan j Spenna 18 j J 15 j i 10 j Enemy Of The State J J J CICMyndbönd J j Spenna j 19 NÝ i 1 Pecker j Skrfan Gaman 20 i ; i6 j J 3 J Belfy J J Myndforai J Spenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.