Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 DV 4 kvikmyndir ★ / /t / J(u/\ RAf AS53_i075 ALVÖRU BÍÓ! mpolbý STAFRÆNT "'H, liiil' Hllll 1 II 1 II HLJÓÐKERFI1 ÖLLUM SÖLUM! IHX PIERCE BROSNAN » h RENE RUSSO I Spenna, | húmor, | rómantík og | frábær flétta ( í niynd seni . enginn má missa af. m THOMAS : CROWN AFFAIR |« 1 * / i UNIVERSALI SOLDIEH J Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Synd 3, 5, 7 og 9. Sýnd kl.4.30, 6.45, 9 og 11.20. Synd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 11. ; Sími 551 9000 Synd M. 3,5.30,9 og 11.30. Happiness* Made in Ameríco. A new film by Todd Solondx Sýnd kl. 4,6.30,9 og 11.30. SKRIFSTOFUBLOK kl. 9og11. The Last Days (Siðustu dagamir) Sýnd Id. kl. 5 ög 9. Sud. kl. 7. Children of Heaven (Böm alheimsins) Sýnd kl. 5. Three Season (Þrjár árstiðir) Sýnd Id. kl. 3 og 11. Sud. kl. 7. Trick Sýnd Id. kl. 3 og 7. Sud. kl. 11.30. Una Chance sur deux (Helgmingsiikur) Sýnd kl. 7. Sud. kl. 5. Arizona Dream (Arizona draumurinn) Sýnd sud. kl. 9. Bergman snýr aftur í Bæjarbíó: Á krákustígum draumleiksins Kvikmynda GAGNRÝNI essi yfirlitssýning Kvikmyndahátíð- ar á verkum Bergmans er agnarsmá og virkar kannski svolítið samheng- islaus enda gerði maðurinn um 40 myndir á jafnmörgum árum og margar þeirra er hægt að flokka saman eftir nálgun og efnistökum. Hins vegar má segja að fyrst ekki tókst að útvega fleiri myndir séu þessar verðugir fuiltrúar enda allt meistaraverk. Þær eiga að vísu aliar það sameiginlegt (auk þeirra yfir- þátta sera einkenna flest verk Berg- mans og gera hann þess vegna að Höfundi með stórum staf) að marka óvænta endurkomu eftir tiltölulega jqjnögur tímabil. Átök ímyndunar og raunveruleika Sé hægt að tala um eitthvert leiðar- stef í myndum Bergmans eru það ef til viil átök ímyndunar og raunveru- leika - lífsins og listarinnar. Persón- ur hans eru klofnar og gjáin liggur í gegnum miðja vitund þeirra; annars vegar þráin eftir snertingu við guð- dóminn og hins vegar þrúgandi vissan um tilgangsleysi hversdags- ins. „Ég fjalla um tómleikann og hvað menn gera til að fylla upp í tómið,“ sagði hann eitt sinn, „ekki biðja mig að tala um aðra hluti, ég er ekki fær um það.“ _Persóna er nokkurs konar kombakk nans frá 1966, en eftir að hafa slegið rækilega í gegn á alþjóðlegum vett- vangi á síöari hluta sjötta áratugar- ins með myndum á borð við Bros sumamæturinnar, Sjöunda innsigl- ið, Meyjarlindin og Jarðarbeijareit- urinn, féll hann í nokkra ónáð bæði meðal gagnrýnenda og áhorfenda fyrir þríleik sinn um trúarefa, flrr- ingu og tómleika; Gegnum glerið, Kvöldverðargestina og Þögnina, sem hann gerði á árunum 1961-63. Hann var skammaður sundur og saman fyrir sjúklega sjálfspyntingarhvöt og óeöli en glíma hans við þessar fram- *pekilegu spurningar var engu að síður athyglisverð. Bergman svaraði svo fyrir sig með kómedíunni Um allar þessar konur árið 1964 þar sem gagnrýnendum er lýst sem gráðug- um og tillitslausum blóðsugum. Persóna er hins vegar köfunarleið- angur ofan í sálardjúpið, saga um tvær konur, aðra þögla og hina sí- jfclaðrandi. Liv Ullman er leikkona sem missir málið upp úr þurra og Bibi Andersson leikur hjúkrunar- konu sem sinnir henni. Smám sam- an vaknar sú spuming hvor þeirra eigi við geðræna kvilla að stríða, hin þögla Ullman sem virðist sátt við það hlutskipti sitt að þegja eða Andersson sem reynir sífellt ör- væntingarfýllra að fá Ullman til að opna sig en drekkur hægt og hljótt í sig sálu hennar, aðeins til að af- hjúpa eigið kvikusár. Báðar konurn- ar sýna algjöran meistaraleik en tökumaðurinn Nykvist gefur þeim hvergi eftir og það er ekki síst fyrir samvinnu þeirra Bergmans að myndin nær að feta þá krákustígu sálarinnar sem svo margir vilja kanna en svo fáir ná að varpa neinu ljósi á. Drungi og depurð Þær tvær myndir sem hann gerir í framhaldinu, Vargatíð og Skömmin, mynda ásamt Persónu annan þríleik þar sem áskapaðri þjáningu lista- mannsins er teflt gegn óumbeðnum þjáningum annarra. Tvíeðlið, sem in). í gegnum þetta fólk lýsir Bergman þeirri togstreitu sem hefur slík áhrif á tvo ólíka einstaklinga að báðir missa sérkenni sín. Þessi þríleikur varð til þess að inn- sigla stöðu Bergmans sem meistara nútíma- kvikmynda, en um leið ímynd norrænn- ar kvikmyndagerðar sem vettvangs dranga og depurðar. Hvísl og hróp kemur út 1972 og má einnig kalla sterka endur- komu, eftir hina frek- ar misheppnuðu Snertingu þar sem Liv Ullman yfirgefur Max Von Sydow til að eltast við flæking sem leikinn er af Elliott Gould. Berg- man er svo sem enn Persona. Bibi Anderson og Liv Ullman. einkenndi aðalpersónurnar í fyrri þríleiknum, fær nú holdtekningu í pörum; leikkonu og hjúknmarkonu (Persóna); málara og konu hans (Vargatíð) og tónlistarmönnum sem jafnframt era flóttamenn (Skömm- við sama heygarðshomið í þessu fimasterka drama sem fjallar um þrjár systur og ráðskonu þéirra sem búa í hárauðu (að innan) húsi sem guð virðist hafa yfirgefið. Ein systr- anna er að deyja úr krabbameini og Fanny og Alexander. Persónuleg fjölskyldu- saga. hinar systumar vita vart sitt ijúkandi ráð en ráðs- konan sýnir óvæntan styrk. Andrúmsloft leik- hússins umvefur þessa mynd, sem gerist að rnestu í húsinu og heldur áhorfandanum í helgreip- um til hinstu stundar. Hvisl og hróp markar upphafið að síðasta blómaskeiði leikstjórans sem náði fram að 1976 þegar hann var handtek- inn og sakaður um skatt- svik. Á þessu tímabili gerði hann Svipmyndir úr hjónabandi, Töfraflautuna og Andlit gegn andliti sem allar nutu mikilla vinsælda á alþjóðlegum vettvangi (Svíar hafa aldrei sætt sig fyllilega við Bergman nema á tyllidögum). Eftir að sakir vora felldar niður lagðist hann á spítala vegna þunglyndis og fluttist svo fljótlega eftir það til Þýskalands. Þar og víðar gerði hann nokkrar myndir en náði sér aldrei almennilega á strik fyrr en hann sneri heim aftur og gerði síðustu mynd sína, Fanny og Alexander. Kórónan í sköpunar- verkinu Bergman kom rækilega á óvart (enn og aftur) með þessari mynd sem óhætt er að kalla hans persónuleg- asta verk, bæði vegna þess að hann sækir efhiviðinn að vissu leyti i æsku sina en einnig vegna þess að flest hans helstu hugðarefni renna hér snilldarlega saman í ljúfsárri hljómkviðu. Hér birtist togstreita fantasíunnar og hvunndagsins gráa, guðdómurinn og tómið, en tónninn er öðravísi sleginn, mildari og blæ- brigðaríkari. Það er likt og hann vilji gefa sjálfum sér og þeim per- sónum sem hann hefur skapað í gegnum tíðina smá sjéns, örlitla vonarglætu svona að lokum. Mönn- um hættir víst til að verða svolítið meyrir í ellinni ... Titilpersónur verksins era systkini sem tilheyra í upphafi dásamlegri leikhúsfiöl- skyldu þar sem hver skrautlegur karakterinn keppist við að toppa þann næsta. En faðir þeirra leikhús- stjórinn deyr skyndilega og móðirin ákveður að giftast ströngum biskupi sem býður upp á huggun og öryggi. En fyrir Alexander og systur hans er biskupssetrið þrúgað af ástleysi og grimmd. Leiðin út fyrir þau er að leita á náðir fantasíunnar, þar sem allt er mögulegt og kraftaverk- in eru framkvæmanleg. Persona ★★★★ Handrit og leikstjórn: Ingmar Bergman. Kvikmyndataka: Sven Nykvist. Aðalhlutverk: Liv Ullman, Bibi Andersson, Gunnar Bjorn- strand. Viskningar och rop (Hvisl og hróp) ★★★★ Handrit og leikstjórn: Ingmar Bergman. Kvikmyndataka: Sven Nykvist. Aðalhlutverk: Ingrid Thul- in, Liv Ullman, Harriet Andersson, Erland Josephson. Fanny och Alexander ★★★★ Handrit og leikstjórn: Ingmar Bergman. Kvikmyndataka: Sven Nykvist. Aðalhlutverk: Ewa Froel- ing, Allan Edwall, Bertil Guve, Pernilla Alwin, Jan Malmsjoe. Ásgrímur Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.