Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ sIminn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Sigurður G. Kjartan Guðjónsson. Gunnarsson. Dregur ummæli ekki til baka „Ég mun ekki draga ummælin til baka,“ segir Sigurður G. Guðjóns- son hæstaréttarlögmaður við DV. Lögmaður Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins og fyrrverandi bankaráðs- formanns Landsbankans, hefur sent , ^Sigurði bréf þar sagt er að ef Sigurð- ur dragi ekki ummæli sín í grein í Degi til baka fyrir næsta fimmtudag muni lögmaður Kjartans stefna hon- um fyrir meiðyrði. „Ákvörðun um að hafna láni til íslenska útvarpsfélagsins byggðist ekki á viðskiptalegum forsendtun heldur pólitískum," sagði Sigurður við DV. Ekki náðist í Kjartan Gunnarsson áður en blaðið fór í prentun. -EIS „ Kvikmyndahátíð: Mikil aðsókn Aðsókn að Kvikmyndahátíð DV í Reykjavík hefur almennt verið góð. Þær myndir sem fengið hafa mesta aðsókn eru Svartur köttur, hvítur köttur, Tangó og bandaríska myndin Happiness. Sex- Annabelle Chong, heimildarmynd um konu sem reið 251 karlmanni á 10 tímum er vinsæl og mikil aðsókn hefur verið að gömlu Kubrick-myndunum í Bíóborginni. Myndirnar Pí og Central station verða frumsýndar í dag. -hlh —Hundar fjölga sér hraðar en íbúarnir Hundar i Reykjavík fiölga sér rúmlega helmingi hraðar en ibúam- ir í höfuðborginni. Á síðustu funm árum hefur hundum fjölgað um þrettán prósent í Reykjavík á meðan íbúatalan hefur einungis hækkað um fimm prósent. 1994 voru skráðir hundar í Reykja- vík 1082 talsins og íbúar 103.020. Fimm árum síðar voru hundamir orðnir 1220 og íbúamir 108.341. Ef ekkert verður að gert verða hundar í »»*.Reykjavík orðnir fleiri en fólkið snemma á næstu öld. -EIR Þeir eru heldur vígalegir þessir ungu peyjar sem munda hér risaboxhanska í uppblásnu leikjabúri sem sett var upp í tilefni opnunar Nóatúnsverslunar í Hólagarði í gær. Þó varla valdi þeir hönskunum er allur varinn góður og því eru hjálmarnir á höfðum þeirra. DV-mynd Pjetur Gamall Qandi blossar upp á ný: 15 berklasjúklingar greinast árlega - nýbúar þriöjungur smitaöra „Við erum með fimm tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa og það þýðir að við greinum fimmtán berklasmit á ári. Sú tala hefur verið óbreytt síð- ustu tíu árin eða svo,“ sagði Þorsteinn Blöndal berklayfirlæknir um bar- áttuna gegn berklunum sem er hafin á ný. Eins og greint var frá í fréttum DV í vikunni greip skelf- ing um sig meðal íbúa í þjónustuíbúðum aldraðra við Lindargötu þegar kona á níræðisaldri var flutt í einangrun eftir að hafa greinst með smitandi berkla. „Af þessum fimmtán tilfellum sem við greinum árlega eru um 60 prósent í öndunarfærum og þá er möguleiki á smiti með andardrætt- inum einum. Fólk getur gengið með Þorsteinn Blön- dal berklayfir- læknir. lungnaberkla í þijá mánuði áður en þeir greinast og það hefur reynst mjög erfitt að stytta þann greiningar- tíma. Berklar birtast sem hósti sem verður æ dýpri eftir því sem tíminn líður og loks fer fólk að hósta blóði. Það er því miður oft ekki fyrr en á því stigi sem fólk leitar læknis,“ sagði Þorsteinn Blöndal. Líkt og í nágrannalöndun- um hafa berklamir blossað upp á ný i réttu hlutfalli við fjölgun nýbúa sem koma frá löndum þar sem berklatíðni er margfalt hærri en hér á landi: „Nýir íslendingar eru þriðj- ungur þess hóps sem greinist með Skelíng í þjónustuíbúðum aldraðra við LLndargötujJ Smitandi berklar I konu um áttrætt f Frétt DV um berklasmitið í þjónustu- íbúðunum við Lindargötu. smitandi berkla," sagði Þorsteinn Blöndal berklayfirlæknir. Lyfjameðferð er beitt gegn berkl- um. Ef berklamir em ekki smitandi nægir að gefa eitt lyf í nokkra mán- uði til að drepa bakteríuna. Sé um smitandi berkla að ræða verður meðferðin flóknari, að sögn berkla- yfirlæknis. Era þá gef- in fjögur lyf í lang- an tima auk ein- angrunar og ár- angurinn ekki alltaf fyrirsjáan- legur. Út- breiðsla berkla meðal þjóða hangir saman við mót- stöðuafl hennar og heilsufarsástand. Á styrjald- arsvæðum blossa berklar upp sam- fara matarskorti og vosbúð og varð sú raunin í báðum heimsstyrjöldun- um. „Við hættum að berklaprófa öll skólaböm hér á landi 1996 því við þurftum að prófa þúsund böm til að finna eitt sýkt. Kostnaðurinn þótti ekki réttlætanlegur," sagði Þor- steinn Blöndal berklayflrlæknir. -EIR Veðrið á morgun: Skúrir og suðlæg eða breytileg átt Á morgun, sunnudag, og á mánudag era horfur á norðaust- anátt, 8-13 metrum á sekúndu um norðvestanvert landið en hægari suðlægri eða breytilegri átt annars staðar á landinu. Rigning verður með köflum og hitinn á bilinu 5-12 stig. Veðrið í dag er á bls. 57. Nicotinell tyggigúmmí fæst i apótekinu í Leifsstöð LriuoPÓT^ MERKILEGA MERKIVELIN brother pt 2 (slenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 , OE .ný vél A Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.