Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 3
 JLlV LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 A Fjallabaksleið syðri er urmull af ám og sprænum. I reynsluakstri með þýskum á Ford Explorer og Ranger: Island sló í gegn Ford Explorer er kunnuglegur bíll á íslandi, tiltölulega stór, þægilegur í venjulegum akstri og fyllilega gjald- gengur utan vegar, jafnvel hægt aö breyta honum fyrir stór dekk þó að flestir hafi kosið að gera það hóflega. Hins vegar hefur markaðssetning á honum á meginlandinu verið misjafn- lega mikil, til að mynda hafa Þjóðveij- ar ekki lagt sig mikið eftir að selja hann. Nú er meiningin að bæta úr þessu. Ford Deutschland sá í hendi sér að óviða væri eðlilegra að kynna fjallabíl en á íslandi og leitaði til ráðstefnu- og kynningarfyrirtækisins Ráðstefhur og fundir ehf. um aðstoð við að koma á þvílíkri kynningu fyrir rúmlega 20 þýska blaðamenn og ljósmyndara. Nið- urstaðan varð sú að vanir fjallamenn og fararstjórar voru fengnir frá ferða- skrifstofunni Addís og Ford-umboðið á íslandi tók að sér að taka á móti bilun- um hér og sjá um þrif á þeim, sömu- leiðis að koma þeim utan aftur að kynningunni lokinni. í þessu skyni voru sendir hingað 6 Explorer jeppar frá Þýskalandi og einn Ford Ranger Double Cab skúffubíll. Það er nýr bíll, framleiddur í verk- smiðju sem Mazda og Ford eiga í Thailandi, 45% hvor framleiðandi, en thailensk fyrirtæki eiga 10%. Þessi lið- legi skúffubíll er seldur rmdir merkjum hvorra tveggju. Hann var sendur með sem nokkurs konar trússbíll en var ekki til kynningar fyrir þýsku gestina. Krappar holur verri en þvotta- bretb Gestimir komu í tveimur hópum og fékk hvor um sig rúmlega tvo daga til að kynnast bilunum - og landinu. Dag- inn eftir komuna hingað var farið um marga áhugaverðustu staði Ámes- og Rangárvallasýslna austur í Skaftafells- sýslu en seinni daginn var farin Fjalla- baksleið syðri aftur til Reykjavíkur. Tveimur íslenskum bílablaðamönn- um var boðið með í síðari ferðina. Fyr- ir lá að vísu að þeir hefðu áður kynnst Explorer nokkuð en alltaf má endur- nýja eldri kynni. Þar að auki hafði ver- ið svo um samið að við fengjum tæki- Leiðin að Torfahlaupi liggur á tals- verðum kafla undan fjörunni á Álftavatni. Gagnvart DV-bílum var það skúffu- bíllinn Ford Ranger sem stal sen- unni - aflmikill og þægilegur bíll með prýðilega aksturseiginleika. færi til að kynnast líka Ranger-skúftú- bílnum. Explorer-bílar þeir sem hér vom kynntir vom af svokallaðri Limited-út- gáfu, með öllum hugsanlegum þægind- um. Sá Explorer sem Brimborg býður hér til sölu er af Executive-útfærslu, en bílamir era að gmnni tO hinir sömu, munurinn einkum sá að Limited er leð- urklæddur. Það vakti athygli íslendinganna næmi þegar í stað að þessir bílar vom þó mun hastari en við höfum áður kynnst og létu ver að stjóm á malar- vegum. Það var þó ekki þvottabrettið sem var verst, heldur krappar, íhvolfar holur í harðtroðnum vegum. Á þannig færi höíðu bílamir óþægilega tilhneig- ingu til að kasta snöggt til afturendan- um. Þetta minnti mig einna helst á Broncoinn sem ég átti - áður en ég skipti um dempara undir honum. Þegar farið var að skoða málið og ræða við þýsku tæknimennina sem með okkur vom kom i ljós að þegar fyrir lá að fara ætti með bílana til ís- lands og jafnvel aka á þeim á bak við jökla hafði verið talið ráðlegast að setja þá á vetrardekk: Bridgestone Studless Snow and Ice. Ég þekkti svona dekk, var með þau undir eigin bíl frá jóla- fóstu fram á vor fyrir tveimur árum. Þau em eðlislega hörð og þó þau gefi allgott grip í snjó og þumi hálku em þau fráleitt ákjósanleg dekk fyrir mal- arvegi í sumarfæri. Ekkert samráð var haft við íslendinga um dekkjaval eða annan búnað bílanna. Ekki hefði þó þurft annað en eitt símtal við Brim- borgarmenn sem hefðu ömgglega upp- lýst á stundinni að ef víkja ætti frá staðaldekkjum væri heppilegast að Óhapp á Markarfljótsaurum. í vegarkantinum er stumrað yfir slösuðum öku- manninum en svo heppilega vildi til að í ferðinni voru að minnsta kosti þrír ef ekki fjórir kunnáttumenn í hjálp á slysstað, þar á meðal íslendingur sem unnið hefur árum saman á sjúkrabfl. Aðrir ferðalangar ræða atvikið og til- drög þess - hér skoðar Jóhannes Tómasson á Morgunblaðinu vettvanginn með þýskum starfsbróður. 4 35 nota mjúk heilsársdekk, ef til vill örlít- ið stæmi. Valt á Markarfljótsvegi í fyrri hópi Þjóðveijanna vom að sögn margir ljósmyndarar sem vildu stansa með afar stuttu millibili þannig að ekki var farið geyst yfir. í okkar hópi var ekki nema einn atvinnuljós- myndari og mátti iðulega sjá hann hálf- an upp um sóllúguna eða út um glugga en ekki var stansað nema tiltölulega sjaldan. Hins vegar var jafnt og þétt ekið skætinginn. Þó íslenski fararstjór- inn reyndi hvað hann gat að halda hraðanum innan sæmilegra marka, ekki síst með það í huga að gestimir vom lítt vanir akstri á öðra en bundnu slitlagi, fóm þeir iðulega fremur eftir sínu höfði. Þetta endaði með því að einn tækni- manna Ford missti stjóm á bil sínum á veginum frá Fljótshlíð ofan Markar- fljótsaura og lenti með hann úti i kanti. í stað þess að beina honum þá mjúk- lega út af, sem næstum ömgglega hefði verið öllum að skaðlausu, reyndi hann að ná honum upp á veginn aftur sem leiddi til harkalegrar kútveltu bílsins eftir veginum. Við það slasaðist öku- maðurinn á höfði, þó mun minna en út- lit var fyrir við fyrstu aðkomu. Hann var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Ung blaðakona, sem var með honum í bílnum, var einnig flutt til skoðunar en reyndist algjörlega ómeidd. Ökumaður- inn var daginn eftir fluttur með sjúkra- flugi heim til Þýskalands en stúlkan slóst í hópinn á ný og reyndist áfram liðtækur ökumaður þrátt fyrir áfallið. Ánægjuleg kynni við Ford Ranger Síðari daginn fengum við íslending- amir Ranger skúffubílinn til afnota. Að búnaði er hann líkastur fullgildum fólksbíl með tvo líknarbelgi, samlæs- ingar, rafknúnar rúðuvindur á öllum hliðarhurðum, stóra rafstillta útispegla og margt fleira. Hann var á sínum hefð- bundnu staðaldekkjum, heilsársdekkj- um frá Michelin, og reyndist afar þýð- ur og rásfastur. Við vorum aðeins tveir í Rangemum og farangur sama og eng- inn; engu að síður þrammaði hann fót- viss upp marga brekkuna án þess að spóla þar sem Exploreramir á sínum hörðu dekkjum jusu sandinum aftur <- undan sér og skoppuðu eins og reiðir hrútar. Ranger er með 107 ha dísilvél með forþjöppu, afar öfluga vél með hátt snúningsvægi við lágan snúning (266 Nm v. 2000 sn. min.) þannig að honum verður aldrei afls vant. Þetta reyndist hinn ljúfasti bíll og verður nánar frá honum sagt hér þegar nær dregur því að hann komi í sölu hérlendis, sem verður nú á haustdögum. Hann verður líka á hagstæðu verði: 2,2 til 2,3 milljón- ir króna. Þessi dekk henta ágætlega í snjó og þurri hálku en eiga alls ekki við á malarvegum og torfærum að sum- arlagi. Þrátt fyrir óhappið vom Þjóðveijam- ir ferðafélagar okkar í sjöunda himni með ferðina. Þrátt fyrir rigningarsudda og þoku um tíma sló ísland í gegn með öllum sinum margbreytileik og fegurð, jafnvel í svörtum sandi og urð. Það sem Explorer bílunum var hugsanlega spillt með óskynsamlegu dekkjavali fyrir ferðalag sem þetta bætti fjallkonan ríf- lega upp - flestir höfðu á orði að koma sem fyrst aftur! -SHH BIFREIÐASTILUNGAR NIC0LAI . INN hf. Smiöjuvegi 24 sími 557 2 • Vélastillingar • Hjólastillingar • Rafmagnsviðgerðir • Ljósastillingar • Almennar viðgerðir • Varahlutaverslun á staðnum m NfPPARTS Japanskir varahlutir fyrir japanska bíla HP VARAHIUTIR CHF SMIÐJUVEGUR 24 C — 200 KÓPAVOGUR SÍMI 587 0240 — FAX 587 0250 réttanlit.. fyrir bílinn þinn • Litað bón sem fyllir í smáar rispur og skemmdir í lakkinu • Hreinsar og verndar • Gefur frábæran gljáa • Auðvelt í notkun turtle wax

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.