Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 4
36 þílar LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Daewoo Matiz - frumsýndur hjá Bílabúð Benna um helgina: Nýr vel búinn smábíll á góðu verði Enn einn nýr smábíll bætist við á bilamarkaðnum hér á landi um helg- ina þegar Bílabúð Benna frumsýnir nýjan lipran smábíl, Daewoo Matiz. Það eru aðeins tvö ár síðan Da- ewoo-bílarnir voru kynntir til leiks hér á landi, Lanos, Nubira og Leganza. Síðar bættust Korando og Musso við undir merkjum Daewoo við samruna SsangYong og Daewoo. Þegar Daewoo ákvað að bæta við smábíl var þremur hönnunarfyrir- tækjum boðið að koma fram með hug- myndir og ein þeirra valin, frá ItalD- esign. Stofnandi ItalDesign, Giorgetto Giugiario, sá sjálfur um hönnunina en það tók aðeins 29 mánuði að koma fram með fullþróaðan bil í kjölfar þess að smíðaðar voru 140 tilraunaút- gáfur. Vel búinn Bílabúð Benna mun í byrjun bjóða tvær gerðir Matiz, SE og SE-X. Til við- bótar verður einnig í boöi grunngerðin S og loks sérbúin gerð, CD-ART. SE og SE-X eru báðir mjög vel búnir bílar. Hvað varðar ytri búnað má nefna að litað gler er í gluggum, stuð- arar eru samlitir, farangursgrind er á þaki og vindskeið að aftan. SE-X hefur það umfram SE að vera með álfelgur, sólþak og þokuljós að framan. Hvað varðar innri búnað má nefna loftpúða fyrir ökumann og farþega í framsæti, aflstýri og rafknúnar rúðu- vindur í framhurðum. Ökuljós eru hæðarstillanleg, aukahemlaljós í aftur- glugga, útvarp og geislaspilari, fjórir hátalarar, hreyfitengd þjófavörn og fjarstýrðar samlæsingar. SE-X-bíllinn er að auki með mælaborðið sprautað í sama lit og bíllinn. Sprækur Matiz er með þriggja strokka vél, 796 cc, sem gefur 51 hestafl við 5900 snún- inga. Snúningsvægi er 68,6 Nm við 4600 snúninga. Þessi þriggja strokka vél malar létt og liðlega og er með ágætt afl sem hæfir þessum 776 kílóa bil vel. í gögnum frá framleiðanda kemur fram að vélbúnaðurinn hafl verið þróaður hjá German Technical Center í Þýskalandi, stofnun sem Da- ewoo keypti fyrir nokkrum árum. Að því er við best vitum mun þessi vél vera að stofni til sú sama og var á sín- um tíma í Suzuki Alto, vel þróuð og dugleg vél sem stendur vel fyrir sínu. Haldin var stutt forkynning fyrir blaðamenn á bílnum fyrir viku og þá farið í stuttan aksturshring um Reykjavík. Þessi stutti hringur gaf vel til kynna að Matiz er sprækur og lipur bíll en betur verður fjallað um hann eftir reynsluakstur á næstunni. Matiz verður frumsýndur hjá Bíla- búð Benna um helgina. Þar er opið laugardag frá kl. 10 til 16 og á morgun, sunnudag, frá kl. 13 til 16. Boðið verð- ur upp á léttar veitingar. -JR Daewoo Matiz - hannaður af Giugi- ario hjá ItalDesign. Mynd DV-bílar E.ÓI. Sérlega gottverð Það sem kemur einna mest á óvart er eflaust verðið á Matiz sem verður að teljast dágott, einkum miðað við búnað. SE-bíllinn kostar kr. 899.000 og SE- X kr. 966.660. Ef horft er til þess að þetta er ágætlega rúmgóður bíll, 4ra hurða og þægilegur í umgengni, þá gerir það verðið enn álitlegra. Ríkissjóður flær sauði sína Bileigendur og bílakaupendur verða ein arðsamasta tekjulind rík- issjóðs á þessu ári. Kaup á nýjum bílum eru nú að kalla má í sögu- legu hámarki en alls seldust 11.576 nýir bílar fyrstu 8 mánuði ársins sem er talsvert meira en spár gerðu ráð fyrir. Þar að auki hefur bensínverð aldrei verið hærra en nú eftir að það hækkaði samtímis hjá öllum seljendum nú um mánaðamótin um kr. 5.30, en hlutur ríkisins af þeirri hækkun einni er kr. 3,70. Þetta er líka meira en spár gerðu ráð fyrir. Þá má minna á hækkun á ið- gjaldi skyldutrygginga um 15-20% fyrr á þessu ári sem að sjálfsögðu hefur haft í fór með sér viðlíka hækkun á virðisaukaskatti af þess- um tryggingum. Hvernig færi ríkissjóður að ef hann hefði ekki bílgreinar og bíla- eigendur til að ganga í skrokk á? Einu sinni var sagt: Góður fjár- maður rýr sauði sína en flær þá ekki. - Það þótti heldur ekki falleg fjármennska að blóðrýja. Er sveita- mennsku okkar að fara aftur? -SHH EVRÓPA BILASALA ,TAKN UM TRAUST' www.evropa.is Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Opnum kl. 8.30 virka daga. VW Golf GL 1400, árg. 1998, ek. 40 þús. km. Verð 1.125.000. Nissan Primera SLX 2000, ssk., árg. 1997, ek. 30 þús. Verð 1.620.000. Toyota Corolla XLi 1600 Special series, ek. 37 þús. km, álf., spoiler o.fl. Verð 1.270.000. Ford Fiesta Flair, árg. 1997, ek. 36 þús. km. Verð 850.000. VW Vento GL 1600, árg. 1997, ek. 30 þús. km, álf., vindskeið. Verð 1.290.000. Volvo 850 LPT, árg. 1996, ek. 38 þús. km, leður, álf. o.fl. Einn með öllu. Verð 2.370.000. Dodge Caravan 2400Í, árg. 1996, ek. 71 þús. km. Verð 1.750.000. Einnig: 1997,1998 og 1999. Sö/Uaðil/ tynr 6WM60RG Nissan Terrano II SR '98, ek. 30 þús. km. Verð 2.250.000. Einnig til árg.’99. Toyota Corolla Terra, árg. 1998, ek. 22 þús. km. Verð 1.150.000. BMW 316 Compact, árg. 1999, ek. 5 þús. km, álf., vindskeið o.fl. Verð 1.990.000. MMC Pajero, langur, turbó dísil, árg. 1997, 2800, ek. 45 þús. km. Verð 2.890.000. ty'9'r Land Rover Discovery TDi 2500, árg. 1998, ek. 30 þús. km. Verð 2.650.000. MMC Pajero, langur, turbo dísil 2800, árg. 1994, ek. 160 þús. km. Verð 2.190.000. Renault Express háþekja, árg. 1993, ek. 73 þús. km. Verð 590.000. Ford Econoline 150 XLT, árg. 1995, ek. 112 þús. km. Verð 1.490.000. A Þjónusfa fyrir bígi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.