Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Landbúnaöarráöherra vill veita almannafé til hestamiðstöövar í Skagafirði: 150 milljóna styrkur - hneyksli, segja steini lostnir hestamenn utan Skagafjaröar Innan hrossaræktar og hesta- mennsku eru menn steini lostnir yfir þeirri fyrirætlan Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra að gera Skagafjörð að miðstöð íslenska hestsins og kosta til þess 30 milljón- um króna af almannafé árlega í fimm ár, samtals 150 milljónum króna. Undirbúningur málsins hef- ur staðið yfir um nokkurt skeið og farið mjög leynt þar til landbúnað- arráðherra tillkynnti um þetta á töðugjaldahátíð skagfirskra hesta- manna þann 28. ágúst sl. Mjög mik- il reiði er meðal atvinnumanna í hrossabúskap og hestamennsku vegna málsins. Sunnlenskir hrossa- bændur, sem DV ræddi við í gær, segjast vart trúa því að landbúnað- arráðherra ætli i alvöru að ausa rík- isstyrkjum í fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í einum landshluta og þannig kippa grundvelli undan rekstri annarra í sömu greinum sem njóta ekki þeirrar náðar að búa í Skagafirði. Verði þetta gert sé það hneyksli. „Það kom inn á borð til okkar í stjórninni þann 4. september bréf með beiöni um samstöðu með þessu verkefni. Viö höfum hins vegar enga vinnupunkta séð um þetta mál,“ sagði Jón Albert Sigurbjörns- son, formaður Landssambands hestamanna, í samtali við DV í gær- kvöldi. Byggðaátak Það hefur ekkert annað komið fram en að þetta sé einhvers konar byggðaátak. Ég fagna því vissulega að stjórnvöld sýni hestamennsk- unni áhuga og vilji leggja henni lið. En ef þau vilja gera vel við greinina í heild þá hljóta þau að byrja á því að kalla til hagsmunaaðila og sam- tök innan hennar til skrafs og ráða- gerða um það hvernig nota eigi fjár- munina í þágu greinarinnar í heild. Ef nota á einhverja aðra aðferða- fræði verða menn að klára málið sjálfir," sagði Jón Albert Sigur- björnsson við DV. DV hefur fengið í hendur grein- argerð sem Vilhjálmur Egilsson al- þingismaður hefur sett saman fyrir landbúnaðarráðherra um málið. Greinargerðin, sem dagsett er 3. ágúst sl., heitir Miðstöð íslenska hestsins. Undirtitill hennar er: Átak til að efla fagmennsku í son landbún- aðarráðherra. hrossarækt, hesta- mennsku, hestaí- þróttum og hesta- tengdri ferðaþjón- Sl ustu. Skemmst er frá því að segja að í greinargerðinni er gert ráð fyrir að sjálfseignarstofn- _ . . / . . unin Miðstöð ís- Guðni,AJLUJ3‘f' lenska hestsins hafi með höndum flest þau verkefni sem þegar eru í gangi á vegum fé- laga og samtaka hestamanna og hrossabænda. Meðal þeirra eru at- riði eins og að halda úti vefsíðum og spjallrásum um hesta og hesta- mennsku á Netinu. Slík starfsemi er þegar orðin talsvert fjölbreytt, m.a. á vegum Landssambands hestamanna. Þá er talað um sér- stakt verkefni til að auka þekkingu á kröfum og þörfum einstakra markaða fyrir hross, haldið verði úti sérstöku keppnisliði í fremstu röð, eins konar landsliði hesta- manna. Hvorttveggja er sem kunn- ugt er þegar til. Enn er talað um að gera sérstakt íslandskort fyrir ferðamenn þar sem allt sem tengist hestinum kemur fram. Slíkt kort er þegar til. Þrátt fyrir að fátt nýtt sé í þessum áætlunum um Miðstöð íslenska hestsins þá á engu að síður að leggja til miðstöðvarinnar af almannafé um 30 milljónir á ári sem fyrr segir. Frá landbúnaðarráðuneytinu eiga að koma 15 milljónir á ári og frá menntamálaráðuneyti, samgöngu- ráðuneyti og félagsmálaráðuneyti fimm milljónir hverju um sig. En ekki nóg með það: Gert er ráð fyrir því að um 20 milljónir á ári komi annars staðar frá, m.a. frá sveitarfé- laginu Skagafirði. Þessi framlög eigi síðan að vera við lýði í fimm ár. Samtals mun því verkefnið kosta 250 milljónir króna.Starfsmenn eru sagði eiga að vera þrír; fram- kvæmdastjóri og tveir verkefna- stjórar, allir með sérþekkingu, ým- ist í rekstri eða hestatengdum fóg- um. Launakostnaður þessaha manna verður um 12 milljónir króna árlega eða fjórar milljónir á ári, sé upphæðinni skipt jafnt milli starfsmannanna. Ekki náðist i Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra vegna þessa máls í gærkvöldi. -SÁ Hópslagsmál: Táragas nauðsyn - segir varðstjóri Lögreglan í Reykjavík var kölluð á laugardagskvöldið á veitingastað- inn Sport-Kaffi, sem er við Þing- holtsstræti, til að stöðva slagsmál. Einn maður veittist að dyraverði og þegar tveir félagar hans reyndu að skakka leikinn réðst hann einnig á þá. Dyraverðir kölluðu til lögreglu af ótta við mennina en þegar lög- reglumenn komu á staðinn neituðu mennirnir að koma með þeim. Urðu stympingar milli lögreglumann- anna og þeirra sem hún ætlaði að handtaka og lauk með því að lög- reglan sprautaði svokölluðum Maze-úða á mennina til þess að róa þá. Eitthvað af úðanum fór á aðra gesti staðarins og fóru þrír á slysa- deild til þess að láta skola úr augun- um á sér. Mikil óánægja var hjá mörgum gestum um vinnubrögð lögreglu vegna málsins. „Það voru ólæti og þrír voru handteknir. Það voru hópslagsmál og það segir sig sjálft að þegar táragasúða er beitt á hóp getur eitthvað farið á aðra gesti staðar- ins. Það var mat lögreglumann- anna á staðnum að þetta væri nauðsynlegt," segir Jónína Sigurð- ardðttir, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. Jónina bætti við að enginn hefði haft samband við lög- reglu eftir að þetta gerðist og gert athugasemd við starfshætti lög- Baðhús Lindu Pétursdóttur opnaði nýja og bætta aðstöðu í gær. Breytingarnar eru mjög umfangsmiklar en reglu. -EIS nauðsynlegar því sífellt fleiri kjósa að stunda Baðhúsið. DV-mynd S Þrennt bjargaðist í bruna: DV, Akranesi: Allt tiltækt slökkvilið og lögreglu- lið var kallað út að fjölbýlishúsinu að Garðabraut 45 á Akranesi á tólfta tímanum í gær vegna mikils bruna í íbúð á 3. hæð hússins. Einstæðri móður og tveimur bömum hafði tekist að komast út úr íbúðinni sem er ónýt af eldi og sóti og tölvuverð- ar skemmdir urðu í húsinu vegna Frá Slökkkvstarfi á þriðju hæð að Garðabraut 45. sóts en að minnsta kosti 2-3 spreng- ingar urðu í íbúðinni. Ekki er vitað um orsök branans en samkvæmt heimildum DV er jafnvel haldið að kviknað hafi í sófa og eldurinn breiðst út. Rýma þurfti allt húsið vegna brunans en alls búa hátt í 60 manns í 20 íbúðum í hús- inu. -DVÓ Lögreglumenn hætta Lögreglumenn auglýstu eftir störfum á al- mennum vett- vangi í Morgun- blaðinu í gær. Auglýsingin vakti mikla at- hygli og sögöu talsmenn Félags lögreglumanna ástæðuna vera niðurskurð og léleg kjör lögreglumanna. Böðvar Braga- son lögreglustjóri sagði að spara þurfi hátt í 30 milljónir í rekstri embættisins á síðari hluta ársins, um 2% af útgjöldum, en gerði ekki sérstakar athugásemdir. El Grillo lekur stíft Komið hefur í ljós að olíulekinn úr E1 Grillo, sem liggur á botni sjávar rétt undan ströndum Seyð- isíjarðar, er meiri en reiknað var með. Flotgirðing sú sem sett var upp til þess að varna útbreiðslu á olíunni gegnir ekki hlutverki sínu og er olía byrjuð að koma upp utan hennar. Vísir.is greindi frá. Flugvöllur lokaður Samkvæmt nýjustu upplýsing- um frá starfsmönnum Isafjarðar- flugvallar verður völlurinn áfram lokaöur í dag og á morgun. Verið að setja nýtt slitlag á hann og átti framkvæmdin að taka þrjá daga. Flugvöllinn átti að opna aftur á miðvikudag fyrir viku. Bylgjan greindi frá. Gott Kópavogssund Á þriðja hundrað manns luku Kópavogssundi í gær. Aðsóknin var mikil og voru dæmi um að biðraðir mynduðust við afgreiðsluna inn í laugina. Elsti þátttak- andinn var 87 ára. Þetta var sjötta árið í röð sem almenningi gafst tækifæri á að spreyta sig á vega- lengdum í Kópavogslaug. Stoltið til Reykjavíkur Búrhvalurinn sem fannst rekinn við Sauðanesvita við Siglufjörð á fostudag reyndist vera 16,7 m lang- ur tarfur. Hann var gamall og með ónýtar tennur. Þá er búið að skera af honum stoltið sem fer beinustu leið á Reðursafnið í Reykjavík. Ók niður 3 konur Ungur ökumaður brunaði upp á gangstétt í Bankastrætinu er hann taldi bíl sinn vera bremsulausan að- faranótt sunnudags. Hann ók niður 3 konur sem meiddust ekki alvar- lega. Ævintýrið endaði síðan á Lækjartorgi þar sem bíllinn stöðv- aðist með hjálp staurs. Stakk í gegn Maður stakk hníf í gegnum vinstri höndina á sér í Neptúnusi á Þórshöfn í gær. Að sögn lögregl- unnar á Þórshöfn eru áverkarnir ekki eins alvarlegir og þeir kunna að hljóma. Hann var fluttur með áætlunarvél til Reykjavíkur í gær. Bylgjan greindi frá. Nýrra leiða krafist Kristinn Tómasson geðlæknir segir í grein i Læknablaðinu að það þurfi að finna nýjar leið- ir til að lækna áfengisvanda- mál þar sem nú- verandi aðferðir virki ekki nógu vel. Vísar hann þar í nýlega könn- un þar sem virkni áfengismeðferða var könnuð. Þórarinn Tyrfmgsson, yfirmaður Vogs, gagnrýndi niður- stöður könnunarinnar. Vilja tækniháskóla Á textavarpinu kemur það fram að Samtök iðnaðarins hafa lagt til við menntamálaráðuneyt- ið að stofnaður verði tæknihá- skóli atvinnulífsins með þeirra þátttöku. Tillögur um stofnun skólans hafa verið sendar menntamálaráðherra. DV-mynd Daníel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.