Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Fréttir DV Ökumaður flutningabíls, sem valt í Tálknafirði, fastur í flakinu í Qóra tíma: Hjálparmenn að sunnan - maðurinn slapp með fótbrot og skrámur Slökkviiiðsmenn úr Reykjavík fóru með þyrlu til Tálknafjarðar til að klippa mann úr flaki flutningabíls. Hér má sjá björgunarmennina með búnað sinn. DV-mynd S Vöruflutningabíll fór út af vegin- um og valt fyrir ofan Húsadal, rétt hjá Tálknafirði. Maðurinn, sem var með gáma á bílnum, missti stjórn á honum en ekki er vitað hvort það var vegna bilunar eða annars. „Hann festist í bílnum og þar sem ekki voru til græjur í sýlsunni vor- um við kallaðir til með verkfærin okkar til að klippa manninn út,“ segir Jón Bjamason slökkviliðsmað- ur en hann fór ásamt tveimur kol- legum sínum vestur til þess að klippa manninn úr bílnum. Maður- inn, sem var einn í bílnum, var fast- ur í fjóra tíma en neðri hluti líkam- ans var klemmdur inni. „Við vorum kallaðir út um há- degisbilið og vorum um klukku- tíma að fljúga vestur. Við fórum með TF-Líf, þyrlu landhelgisgæsl- unnar, en ásamt okkur frá slökkvi- liðinu komu einhverjir frá Gæsl- unni. Bíllinn hafði áður verið skorðaður með jarðýtum og keðjum til þess að hann færi ekki af stað. Við notuðum þrýstipúða til að festa bílinn og lyfta honum. Við vorum um fjörutíu mínútur að losa mann- inn. Gámamir sem vora á bílnum vora ofar í brekkunni og gátu þess vegna farið af stað,“ segir Jón. Hann segir að mjög vel hafi gengið á staðnum en björgunarsveitin Tálkni og lögreglan á staðnum unnu að björguninni ásamt slökkvi- liðsmönnunum. Jón segir það mjög slæmt að þessi áhöld skuli ekki vera til í sýslunni því það hefði eins getað verið ófært og þá hefði verið erfiðara að klippa manninn úr bíln- um. Ökumaðurinn var fluttur með þyrlunni á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hann fór í aðgerð en hann var með opið fótbrot á öðram fæti en ekki meira en lemstraður að öðru leyti. Aðgerðin tók tvo tíma og gekk vel. Hann þarf að dveljast á spítala hátt í tvær vikur en honum er gefið sýklalyf í æð. -EIS Laxness skáld árþúsundsins - Megas var vinsæll á meðal þátttakenda og lenti í öðru sæti Haltdór Kiljan Laxness var kjör- inn skáld árþúsundsins á Vísi.is en atkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Laxness hlaut 31% atkvæða. Megas eða Magnús Þór Jónsson virðist hafa átt upp á pall- borðið hjá þátttakendum í atkvæða- greiðslunni því hann lenti í öðru sæti með fjórðung atkvæða eða 25%. Snorri Sturluson lenti í þriðja sæti með 16% greiddra atkvæða. Það er DV, Byigjan, SS og Vísir.is sem standa fyrir þessu vali og er það hluti af umfangs- miklu uppgjöri á sögu íslensku þjóð- arinnar í þúsund ár. Uppgjörið heitir íslands 1000 ár. Aðrir sem til- netndir vora sem skáld árþúsundsins voru Hallgrímur Pétursson en hann hlaut 15% atkvæða, Jónas Hallgrímsson sem hlaut 7,5% Halldór Kiljan Laxness. atkvæða, Þórberg- m- Þórðarson með 4,5% atkvæða og Steinn Steinarr en hann hlaut 2% greiddra atkvæða. Þátttakendur í at- kvæðagreiöslunni vorul963. Þeir íslendingar sem fram að þessu hafa verið valdir sem svipmestu einstaklingar ts- lands þúsund ára eru: Jón Páll Sig- marsson sem valinn var íþróttamað- ur árþúsundsins, Vigdís Finnboga- dóttir sem valin var kona árþús- undsins, Halldór Laxness var einnig valinn persónuleiki árþúsundsins og Jón Sigurðsson var kjörinn frumkvöðull síðustu tíu alda. Lýð- veldisstofnunin var í þessu sama uppgjöri valin sem atburður árþús- undsins. Nú er hafin kosning á íslandsvini árþúsundsins. Magnús Þór Jónsson. Kennurum misboðið Kennurum hefur enn eina ferðina verið mis- boðið gróflega. Nú eru það ekki lág laun sem hleypa illu blóði í þessa mikilvægustu stétt lands- ins sem sér um að troða viti í æsku landsins held- ur era það of há laun. Á sama tíma og bömin skila sér í skólana að hausti með nýjar skólatösk- ur er viðtekin venja að mál lærifeöranna séu tek- in upp. Það er auðvitað ljóst að óhamingjusamur kennari er lélegur kennari og ungdómi landsins ekki sú fyrirmynd sem nauðsynlegt er. Þess vegna hefur verið um undanfarin ár vakin at- hygli á bágum kjöram þeirra og atgerfis- flótta sem hrjáð hefur stéttina allar götur frá því farandkennarar gengu um sveitir landsins af hugsjón og uppfræddu böm. Það stefndi í það í haust að brosandi kennarar myndu nú þyrpast í skólana eft- ir að sveitarfélög höfðu rýmkað launakjör þeirra þannig að samboðið er stöðu þeirra sem uppfræðara. Ekkert hafði heyrst um nokkurra vikna skeiö um bágborin laun sem aðeins sæmdu ræstitæknum eða fisk- verkafólki. Þjóðfélagið allt fagnaði því að lærimeistaramir væra ánægðir og nú væri þess ekki að vænta að börnin yrðu send heim á meðan uppfræðararnir sýndu í verki hvernig ætti að reka verka- lýðsbaráttu. Eftir að kennararnir fóru á sveitina varð umsnúningur í afkomu þeirra og léttir í spori snéra þeir til kennslunnar að afloknu hefðbundnu þriggja mánaða sumarleyfi. Ekki orð um launakjör og hin faglega umræða um skólastarf- ið var allsráðandi. En Adam var ekki lengi í Paradís og skyndi- lega lék allt á reiðiskjálfi. í ljós kom að Reykja- víkurborg hafði greitt hópi kennara of há laun. Fórnarlömb launadeildar borgarinnar brugðust eðlilega ókvæða við, því þótt kennarar vilji ekki fá of lág laun þá kæra þeir sig heldur ekki um of há laun. Þeir vilja einfaldlega þau laun sem taxt- ar þeirra gera ráð fyrir. Þeir hafa því hótað borg- inni málsókn vegna hinna háu launa. Að vísu vora einhverjir sem fengu of lág laun og ráða- menn borgarinnar ákváðu að þeir skyldu fá greidda uppbót en hinir sem fengu of mikið áttu að greiða til baka með raðgreiðslum. Ekkert hef- ur spurst til þeirra sem fá uppbót vegna lágu launanna en hinir hafa fengið Eirik Jónsson, for- mann kennarafélagsins, til að sækja skaðabætur með tilstilli dómstóla. Auðvitað er þeim misboð- ið með því að þeim voru greidd of há laun og því ekki nema eðlflegt að skaðabætur þeirra nemi of- greiðslunni. Ef vel tekst til með málið og borg- in sættir sig ekki við skaðabæturnar og það að greiða hirnun kennurunum sem vantaði hluta af laununum má búast við að enn eitt námskeiðið í verkföllum verði haldið þegar líður á vetur. Sárindi kennaranna eru skfljanleg þvi engin hemja er að mistök verði leiðrétt. Sá sem þau gerir á auðvitað að bera skað- ann. Sá sem greiðir helmingi meira en honum ber i bankanum á auðvitað að bera það tjón sjálfur, hans var vitleysan. Sá sem rukkaður er um helmingi lægri upphæð en eðlileg er miðað við upphaf- legar forsendur á að fá ávinninginn. Sá sem segir 10 þúsund kall en meinti 100 þúsund verður bara að taka skellinn. Of- greiddu launin kennaranna er skólabók- ardæmi um það ranglæti sem þeir era beittir. Ef ekki er níðst á þeim með of lágum launum þá felst aðfórin í of háum launum. Mönnum getur nú sámað. Ómar af fjöllum Svo sem Sandkom greindi frá í síðustu viku vflja ofsareiðir Aust- firðingar úr hópi Austfirðinga að sjónvarpsfréttamaðurinn Ómar Ragnarsson verði hirtur og helst rekinn fyrir að flytja rómantískar fréttir af hálendi Islands og þá sér- staklega Eyja- bökkum. Það vakti athygli að skömmu eftir skjálftafundinn í Valaskjálf þar sem 700 manns klöppuðu og blístruðu vegna tillögu um aðfór að frétta- mönnum Sjónvarps, þá birtist Ómar í fréttum með tíðindi af byggðu bóli. Spurt er hvort hinn yfirvegaði Bogi Ágústsson fréttastjóri hafi meðvitað ákveðið að kalla Ómar til byggða ... Valgerður á RÚV Nokkrar stöður fréttamanna eru lausar á Sjónvarpinu og Út- varpinu og voru auglýstar fyrr í sumar. Bráðlega verður gengið frá ráðningu fréttamanna og biða menn spenntir. Meöal þeirra sem líklegir þykja er Valgerður Jó- hannsdóttir áður fréttastjóri á Degi. Valgerður var áður á frétta- stofu Útvarpsins og er talið nán- ast víst að hún skfli sér heim á gamla RÚV aftur. Eina spurningin er sú hvort hún fer á Sjónvarpið eða Útvarpið ... Ungfrúin góð Nú styttist I að stórmynd Guð- nýjar Halldórsdóttur leikstjóra, Ungfrúin góða og húsið, verði frumsýnd. Framleiðandi myndar- innar er Halldór Þorgeirsson maður Guðnýjar og er þetta dýrasta kvikmynd sem þau hafa gert fram að þessu. Ragnhild- ur Gísladóttir söngkona leikur eitt aðalhlut- verka í mynd- inni og þykir fara á kostum. Hún mun ekki hafa fengist við kvikmyndaleik siðan hún lék í Stuðmannamyndunum Með allt á hreinu og Hvítum mávum. í þeirri fyrrnefndu, sem allflestir Islendingar hafa séð, blómstraði Ragga og nú er þess beðið í eftir- væntingu hvernig hún kemst frá Ungfrúnni góðu ... Vinir eður ei Sá knái Kristinn Hrafnsson fréttamaður á Stöð 2, sem hefur vakið mikla athygli vegna frétta- flutnings af málefnum FBA og hlotið skömm í hattinn fyrir hjá forsætisráðherra, var á veitinga- staðnum OZIO síð- asta laugardag. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Jón Ólafsson milljarðamær- ingur og eigandi Stöðvar 2 kom á staðinn. Urðu miklir fagnaðarfúndir hjá þeim félögum og hrósaði Jón honum í hástert fyrir öflugan fréttaflutning af málefnum FBA og sátu þeir félagar á hljóðskrafi fram eftir kvöldi. Einhverjum á staðnum fannst þetta undarlegt því Kristinn hafði nýverið lýst því yfir að hann þekkti Jón varla. Líkleg skýring er væntanlega sú að þarna hafi tekist með mönn- um snögg kynni... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom (ájff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.