Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Spurningin Lesendur Eiga kettir að vera í bandi eins og hundar? Sindri Már Guðbjörnsson nemi: Ef þeir eru óþekkir. Chorda von Schalkwyk rithöf- undur: Nei. Anna Lilja Henrysdóttir nemi: Mér er alveg sama. Arna Hilmarsdóttir nemi: Nei, þeir eiga að fá að vera lausir. Agla Gauja Björnsdóttir nemi: Já, þetta er alltaf að sniglast inn um gluggana hjá fólki. Berglind Sölvadóttir nemi: Nei, nei. Kaþólsk stormsókn Torfi Jónsson skrifar: í svartnætti hinna myrku mið- alda urðu stærstu breytingar á trú- arlifi Islendinga á þessu árþúsundi eða allt frá því að Kristni var lög- tekin á íslandi. Á miðöldum köst- uðu landsmenn hinni kaþólsku trú á glæ og tóku upp trú hinnar evang- elísku-lúthersku kirkju. í formála bókar sem Halldór Laxness skrifar um veru sína í Clerveux-klaustrinu í Lúxembúrg segir Halldór frá því hvers vegna hann hafi ákveðið að ganga í klaustur. Hann skýrði það einhvern veginn þannig að hann væri forvitinn að vita hvers vegna íslendingar hefðu kastað þessari trú með öllu tilheyrandi, þ.e. með því að hálshöggva fólk og eyðileggja muni sem höfðu staðið í kirkjum landsins. Líkneski af dýrlingum þóttu ekki samræmast trú Lúthers og voru því eyðilögð. Síðar meir var einfaldlega ákveðið að banna aðra trú en þá lúthersku. En íslendingar áttuðu sig svo, að einhverju leyti a.m.k., þegar trúfrelsi var innleitt og í kjölfar þess virðist sem kaþólska kirkjan á íslandi hafi verið í stöðugri sókn. Á heimasíðu sem biskupar kaþólsku kirkjunnar á Norðurlöndum halda úti, kemur fram að kaþólskir eru hlutfallslega fjölmennastir allra þjóða Norðurlandanna að Svíþjóð undanskildu. Hér eru um 3.200 kaþólskir eða 1,2 prósent en Svíar hafa vinning- inn og hlutfallið 1,87 prósent. Mér sýnist ekki stefna í annað en frekari fjölgun því söfnuðurinn hefur vaxið Kristskirkja í Landakoti. Dómkirkja kaþólskra á fslandi. jafnt og þétt undanfarin ár. Ég er sjálfur lútherstrúi en virði kaþólsku kirkjuna mikið. Almenningur vill oft gefa henni orð eins og sértrúar- söfnuður og íhaldsstofnun. Kaþ- ólska kirkjan er auðvitað engin sér- trúarsöfnuður heldur heimskirkja sem stofnuð var við fæðingu Jesú Krists. Það er lútherstrúin sem er klofningsbrot kristinna manna sem hefur ekki viðurkenningu biblíunn- ar því i henni er sagt að Guð hafi stofnað eina kirkju. Eina, en ekki tvær. Ég vona að kaþólikkum gangi allt í haginn að efla starf sitt hér á landi því hún á heiður skilinn fyrir það sem hún hefur gert fyrir landið og á allt hið besta skilið. Svar til Einars Ólafssonar Þórarinn Jóhann Jónsson skrifar: Einar Ólafsson ritar grein í DV þar sem hann hryllir sig yflr ráðum formanns norska Framfaraflokks- ins í málefnum nýbúa og segir hann vera „i raun einn hluta vandamáls- ins í Noregi." Þar eð þeir Einar og Carl eru þó sammála um að vanda- mál séu til staðar varðandi nýbúa og flóttamenn í Noregi, og ráðlegg- ingar Carls hins norska hafa birst á síðum blaðsins, þá væri gaman að heyra hvað Einar leggur til að við gerum til að leysa umrædd vanda- mál. Ekki nema að hann vilji meina að engin vandamál séu eða muni verða til staðar hér á íslandi.? Að lokum, áður en umræddur Einar afgreiðir þennan bréfritara sem fordómafullan kynþáttahatara, þá vil ég nefna eitt. Ég reyni að meta manneskjur eftir upplagi og sem einstaklinga án tillits til litar eða bakgrunns, en ég á það sameig- inlegt með öllum manneskjum í þessari veröld að ég vil ekki flytja vandræði heim í minn eigin garð og að mér finnst mín trú, mínar venjur og siðir, og mín viðhorf eiga að gilda í mínu samfélagi. Akranes. - Bréfritari telur að bæjaryfirvöld geri ekkert til að leysa vandamál um atvinnuleysi kvenna. Atvinnuleysi kvenna á Akranesi Akumesingur skrifar: Að undanförnu hefur verið mikið rætt um fjölgun íbúa á Akranesi í kjölfar þess að Landmælingar fluttu starfsemi sína þangað og álver Norðuráls á Grundartanga tók til starfa. En hvar er þessi fjölgun öll? [LÍ©111M1[d)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn H H H r\j-) H Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem 'iirt verða á lesendasíðu Gera má ráð fyrir því aö um 200 störf hafi skapast með tilkomu ál- versins og Landmælinga sem Skagamenn borga tugi milljóna til þess að fá. Fjölgunin er um 100 manns og þá eru þeir ekki teknir með sem hafa flutt frá Akranesi síð- ustu sex mánuði. Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa lengi vitað af miklu atvinnuleysi kvenna þar og ekkert gert í þeim málum. Þau hafa frekar lagt peninga í iþróttastarfsemi og þá ' sérstaklega fótboltann heldur en að styrkja atvinnugreinar fyrir kven- fólk. Er það furða að fólk vilji ekki flytja á Ákranes þegar að eiginmað- urinn fær vinnu en eiginkonan verður að ganga um atvinnulaus. Hinn nýi meirihluti Akraneslistans og Framsóknarflokks er með hang- andi haus í öllum málum enda er fyrrverandi forseti bæjarstjómar og nú formaður bæjarráðs öflum stundum vestur á Ströndum og þeir era teljandi á flngrum annarrar handar fundirnir sem hann hefur sótt. Guðmundur Páll Jónsson, for- seti bæjarstjórnar, getur ekki tekið ákvörðun. Éf ég ætti heima úti á landi og ætlaði mér að flytjast til höfuðborgarsvæðisins myndi ég varla flytja til Akraness. Enda er þangað ekkert að sækja, hvorki at- vinnu né annað. Og bæjaryfirvöld á Akranesi verða að vita það að til þess að einhver flytji utan af landi til Akraness verður að auka at- vinnuframboð kvenna, minnka styrki í fótboltann og allan klíku- skap. Til hamingju, Páll Sveinn Óskar skrifar: Ríkisfjölmiðlar eru á greinilegu undanhaldi, hvort sem um ræðir umfjöllun í þjóðfé- laginu eða áhorf. Nýjasta dæmið birtist í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem fram kom að fréttatími Stöðvar 2 hefur meira áhorf en fréttatími Ríkissjónvarpsins. Það er því að koma í ljós sem áður var reyndar vitað, að tilfærsla fréttatíma Ríkisútvarpsins- Sjónvarps var röng aðgerð. Hún var undir niðri byggð á samkeppnisá- stæðum en látið í það skína á yfir- borðinu að breytt væri vegna þess að landsmenn kæmu fyrr heim á kvöldin. Það er skýlaus krafa mín að Markús Örn Antonsson og aðrir ráðamenn stofnunarinnar færi fréttatímana til baka. En það er hins vegar ástæða til að óska Páli Magn- ússyni innilega til hamingju. Ómars-öl Gylfi hringdi: Ég er einn af þeim sem ferðast mjög mikið og fer utan í það minnsta 15 sinnum á ári. Eitt af því sem mér finnst tilheyra ferðinni er að setjast niður í Leifsstöð og fá mér einn kaldan tfl að róa taugarn- ar. Þetta hef ég gert í 9 ár og á ekki orð lengur yflr verðið á ölinu hjá Ómari í Leifsstöð. Flaskan kostar 340 krónur af Carlsberg-öli. Þetta er dýrara en hálfur lítri á krana á mörgum öldurhúsum bæjarins. Það er meira en ljóst að hið sk. útboð, sem var ekkert nema blekking, hef- ur skilað þeim árangri að ölið er dýrara í dag en það var fyrir 3 árum. Þá kostaði dósin 160 krónur. Áfram, Flugleiðir! Kötturinn bjargaði mér Kona um sjötugt hringdi: Veitingastaðurinn Grái köttur- inn við Hverfisgötu hefur svo gott sem bjargað lífi mínu. Ég var oft einmana á rölti um miðbæinn sem er mér svo kær. Ég settist stundum inn á þessa nýmóðins kaffistaði en fann mig ekki þar. Fannst úrvalið af mat heldur franskt, svona gúr- mebragur á þessu. En ég sá ljósið þegar ég gekk fram hjá Gráa kettin- um um daginn. Ilminn af spældu eggi og steiktu beikoni lagði um Hverfisgötuna og síðan hef ég ekki getað verið án Gráa kattarins. Guðna til forystu S.H.H. skrifar: Ég vil sjá Guðna Ágústsson sem formann Framsóknarflokksins strax eftir næsta lands- þing Framsóknar- flokksins. Hann er maðurinn sem flokkurinn þarfn- ast til að verða leið- andi afl í íslensk- um stjórnmálum á næstu öld. Sterkur, framsýnn og hrein- Ágústsson. skilinn maður sem of mikið grín hefur verið gert að. Leiðbeinendum fjölgar Fyrrum kennari skrifar: Skólastarfið er nú hafið og ég get ekki neitað því sem fyrrum kennari að mig klæjar í fingurna að fá að kenna á ný. Ég er hins vegar ein af þeim sem sögðu upp fyrir þremur árum þar sem ég sá ekki fram á að launin dygðu tfl þess að hafa ofan i og á fjölskyldu mina. í dag er ég bet- ur launuðu starfi en ekki eins gef- andi því kennarastarflð gerir erfið- an dag oft mjög ánægjulegan. Ég sá að leiðheinendum fjölgar mjög mik- ið milíi ára og verða 60-70 í Reykja- vík. Þetta kemur ekki á óvart en er hins vegar þróun sem verður að stemma stigu við hið fyrsta. Ég ef- ast ekki um að þetta fólk sinni starfl sínu af kostgæfni en börnin eiga alltaf það besta skilið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.