Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 13 Fréttir Mikið að gerast í íslensku tónlistarlífi: Hátt í 100 erlendir gestir skoða íslenskar hljómsveitir - 3 daga dagskrá í október Von á fjölmörgum útsendurum útgáfufyrirtækja til landsins frá Bandaríkjunum i október til að fylgjast með íslenskum hljómsveit- um. Alls munu um 30 manns úr tón- listariðnaðinum mæta á klakann og einnig má búast við fjölmörgum íjölmiðlamönnum sem gera munu uppákomunum skil. I heildina gæti verið von á 60-100 manns. Það er út- gáfurisinn EMI sem hefur veg og vanda af komu þeirra til landsins en Skífan kemur einnig að málun- um. Fellaskjól: Fékk góðar gjafir Dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði barst á dögunum göngubraut að gjöf. Göngubraut- ina gáfu börn og tengdaböm Her- dísar Sigurlínar Gísladóttur og Árna Sveinbjörnssonar í tilefni þess að í ár eru 100 ár frá fæð- ingu Herdísar en hún lést árið 1996. Herdís dvaldi síðustu fjögur æviár sín á dvalarheimilinu. Þá færði Rauða kross deild Grund- arfjarðar dvalarheimilinu hjóla- stól. -DVÓ GusGus er ein þeirra hljómsveita sem taliö er öruggt að lelki fyrir erlenda út- sendara í október. DV-mynd Hari Dagana 14.-16. október munu verða haldnir tvennir tónleikar fyr- ir útsendarana og líklegast verður boðið upp á tískusýningu. Á fimmtudagskvöldinu verða lokaðir tónleikar fyrir erlendu aðilana og fjölmiðla, á föstudeginum líklega tískusýning og á laugardeginum verða stórtónleikar í Flugskýli 4 sem opnir verða almenningi. Ekki hefur enn fengist staðfest endanlega hvaða hljómsveitir munu leika á tónleikunum. Samkvæmt heimildum DV er þó öruggt að GusGus er ein þeirra og eins Toy Machine frá Akureyri og Url. Lík- legt hefði mátt telja að Sigur Rós væri ein sveitanna en að sögn Kidda í Hljómalind, umboðsmanns hennar, hefur ekkert verið rætt við þá. Þá hefur nafn Ensíma einnig heyrst. Samkvæmt heimildum blaðsins mun a.m.k. ein erlend hljómsveit á vegum EMI leika hér- lendis. Nokkuð virðist hafa færst í vöxt að íslenskar hljómsveitir reyni fyrir sér erlendis. Nægir þar að nefna velgengni GusGus, bæði Botnleðja og Bellatrix gera nú út í London og á haustdögum fer Sigur Rós í tón- leikaferð til Danmerkur og Eng- lands. Má búast við að koma þess- ara manna til landsins eigi eftir að kynna íslenska tónlist enn frekar erlendis. -hdm Bamaúlpurfrá 1490 Dömupeysur frá 990 Herraskyrtur frá 690 Flíspeysur frá 1990 Opið mánudaga- fimmtudaga 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-17 • Ritvinnslu Myndvinnslu Tölvusamskipti • Margmiðlun • Töflureikni • Umbrot og útgáfu í vetur munu meira en 4.000 börn á íslandi fá að njóta námsefnis Framtíðarbarna í tölvufræðum og upplýsingatækni. Við bjóðum upp á nýtt námsefni á hverju ári, þýtt og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Markmið námsins er að gera tölvunotkun skemmtilega og lifandi og er unnið eftir ákveðnu þema á hverju námskeiði. Vetrarnámskeið Framtíðarbarna hefjast 20. september nk. Skráning fer fram frá 6.-20. september, alla virka daga frá kl. 13-17 og laugardaga frá kl. 9-13 í síma 553 3322. Skráðu þig strax og gefðu barninu þínu forskot á framtíðina. Nemendum er skipt í bekki eftir aldri og í hverjum bekk eru hámark 8 nemendur. Bronshópur: 5-6 áza Silfuxhópur: 7-8 áza Gullhópur: 9-u áza Platíriuhópur: 12-14 áza FRAMTÍÐARBÖRN SIHINNinternet Sérstakur afsláttur fyrir félaga Landsbankaklúbba. Grensásvegi 13 sími 553 3322 6345 / SfA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.