Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 15 Hraðakstur á hafsbotni Varla verður um það deilt að Hvalfjarð- argöngin séu mikil samgöngubót. Þó að Hvalfjörðurinn sé fal- legur þegar hann skartar sínu fegursta getur hann verið held- ur óárennilegur í vondum veðrum að vetrarlagi. Flestir fagna því hinu að mörgu leyti glæsilega mannvirki sem göng- in eru og greiða með gleði gjald fyrir þau þægindi og þann tíma- sparnað sem þau veita. En um hitt verð- ur ekki deilt að inni í göngunum er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, og eflaust verða flestir fegnir þegar ganga- munninn blasir við og aftur er ekið út í víðáttuna og ferskt loftið fyllir lungun á ný. Varla langar nokkurn mann að tefjast lengi þama niðri. Það ætti því ekki að vera nein- um hulið að akstur i göngum langt undir hafsbotni er varasamur og þarfnast aðgæslu, svo að ekkert beri út af. Og í samræmi við það eru reglur um hámarkshraða niðri í göngunum strangari en úti á þjóðveginum. Að sjálfsögðu. ekkert benti til ann- ars en ánægjulegrar ferðar í þessari guðs paradís. En það fór fyrir mér eins og Adam forðum. Skyndilega upphófst mikill hávaði í bílflautum og fram úr mér geystust tveir gerðarlegir heimilis- jeppar með hús- vagnakerrur í eftir- dragi, sem voru mun breiðari en jepparn- ir. Einungis með því að hörfa til hliðar tókst mér að forðast að ferlíki þessi strykjust við bílinn. Þessi óskemmtilegi framúrakstur endur- tók sig með reglulegu millibili, þó að ég yki hraðann nokkuð til að tefja ekki þessa af- reksmenn sem engan tíma máttu missa, og undraðist nokkuð fjölda þessara færanlegu ibúða sem fólk Kjallarinn Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður Akstur í göngum En íslenska hetjulundin lætur ekki að sér hæða. Á fallegu sunnu- dagskvöldi átti ég nýlega leið úr Borgarfirði til Reykjavíkur. Og þar sem þjóðvegurinn niður í Borgar- nes er varla breiðari en venjulegur danskur sveitavegur ók ég á u.þ.b. 90-100 km hraða, enda klukkan orðin ellefu og ólíklegt að ég ynni nokkur frekari afreksverk daginn þann. Umferð var afar lítil, svo að Hvalfjarðargöngin. - „Þetta leiðir hugann að því hvort ástæða sé til að leyfa framúrakstur yfirleitt f göngunum nema um neyðartilvik sé að ræða. Er virkilega einhver nauðsyn á framúrakstri þessar 6-8 mínútur sem það tek- ur að aka göngin?" spyr Guðrún Helgadóttir m.a. í grein sinni. draslaðist með um landiö. Það var því næstum léttir að koma að göngunum og fá að leyfa sér þann munað að aka hægt og rólega und- ir fjörðinn án ótta við þetta tíma- lausa fólk. Framúrakstur í göngum En þá fyrst kámaði gamanið. Ég hafði ekki verið lengi í göngunum þegar fram úr mér geystist felli- hýsi og stuttu síðan annað. Og það skal hreinskilnislega játa'ð að ég varð dauðhrædd þarna niðri í myrkrinu. I siðara skiptið gerðist þetta þar sem beygja var framund- an og ég þori ekki að hugsa um hvað hefði gerst ef annar vitstola ökumaður hefði komið á móti jeppafólkinu. Ég þori ekki að full- yrða hvort þetta gerðist á svæði jþar sem framúrakstur er leyfður, var of skelkuð til þess, enda skipt- ir það litlu máli. Þetta fólk ók á hraða sem var langt umfram það sem leyfllegt er. Þetta leiðir hugann að því hvort ástæða sé til að leyfa framúrakstur yfirleitt í göngunum nema um neyð- artilvik sé að ræða. Er virkilega ein- hver nauðsyn á framúrakstri þessar 6-8 mínútur sem það tekur að aka göngin? Ég tel það fullkomið ábyrgðarleysi og algjörlega óþarft og beini þeirri kröfu tU Spalar hf. að framúrakst- ur verði með öUu bannaður í göng- unum - áður en hann endar með skelfingu. Dugi það ekki skora ég á fyrrverandi vinnufélaga mína á Al- þingi að taka ráðin af þesu tíma- lausa fólki. Guðrún Helgadóttir „Þetta leiðir hugann að því hvort ástæða sé til að leyfa framúr- akstur yfirleitt í göngunum nema um neyðartiivik sé að ræða.“ Þróun og framfarir á Landspítalanum Ég er ekki alveg viss um að all- ir geri sér grein fyrir þeim gríðar- legu framfórum sem hafa átt sér stað á Landspítalanum á undan- fömum árum. Margir era svo önn- um kafnir við að gagnrýna og finna að, að þeim sést oft mjög yfir það sem á vinnst. Gera menn sér t.d. grein fyrir því að Landspítal- inn er einhver stærsti umferðar- vaki borgarinnar. Inn á Landspít- alalóð koma á hverjum sólarhring um 4000 bUar og í byggingar spít- alans eiga erindi um 6000 manns á sólarhring. Fjarlækningar í sókn Stöðugt er verið að taka upp nýjungar og jafnvel nýjar greinar læknisfræðinnar og þannig fylgt eftir þróuninni í heiminum þar sem hún er mest. í þvi sambandi má nefna að það er ekki langt síð- an hjartaaðgerðir voru fluttar inn í landið og í kjölfar þess hjartaað- gerðir á börnum. Stutt er síðan glasafrjóvgun var hafin, skurðað- gerðum á æxlisbeinbrotum í baki og útlimum svo og æxlum í mjúk- vefjum og stoðkerfi fjölgar þannig að sjúklingar með þessar mein- semdir þurfa ekki lengur að leita til útlanda. LíknardeUd hefur ver- ið sett á fót, FæðingarheimUið keypt og aðstaða þannig stórbætt. Bygging barna- spítala haím þótt tafist hafi vegna skipulagsdeUna. MFS eining starfrækt, með- ganga, fæðing, sængurlega, með bættri þjónustu fyrir verðandi mæður og hjúkrun gerð einstaklingshæfð, sjúkrahús- tengd heimaþjónusta. Stóraukin þjónusta við sjúkrahús úti á landi með fjarlækningum. Vaxandi Qöldi sjúkrahúsa úti á landi send- ir nú röntgenmyndir um símalín- ur tU Landspítala og fær aðstoð sérfræðinga við greiningu. Við- fangsefni í nánd í fjarlækningum eru ómskoðun í meðgöngurann- sókn, verkefni fyrir geðlækningar, minni háttar aðgerðir og speglanir og fræðslustörf. Unnið er að því að hefja líffæraflutn- inga, beinmergsflutn- ing og nýrnaflutn- inga.Þannig mætti lengi, lengi telja. Verkefnið enda- lausa íslendingar verja rúmlega 8% vergra þjóðartekna tU heil- brigðismála. Það er hærra hlutfall en hjá öllum hinum Norður- löndunum sem þó standa framarlega meðal þjóða heims í þessum málaflokki. Verkefhi Landspítal- ans fer stöðugt vax- andi. Fólksfjölgun er á höfuðborgarsvæðinu, breytt bú- setumynstur er í landinu. Breytt aldursskipting þjóðarinnar, öldruðum fjölgar stöðugt sem hlut- fall af heUdarfólksfjölda, ný lyf og aukin tæki og tækni kaUa á hærri útgjöld. Krabbamein er t.d. sjúk- dómur hinna eldri þó frávik séu þar frá. Norðmenn hafa nýlega gert spá um þróun krabbameins- deUda sinna og sjá fram á gríðar- legan vöxt vegna fjölgunar aldr- aðra í þjóðfélaginu. Ekki verður undan vikist. Heilbrigðisráðuneyt- ið fer nú með rúmlega 40% af heUdarútgjöld- um ríkisins og Land- spítalinn ásamt fylgi- sjúkrahúsum fer með 21% af heUdarútgjöld- um til heUbrigðis- mála. Auk aUs þessa er Landspítalinn há- skólasjúkrahús. Hann er þannig þjónustu- stofnun, skóli og fræðasetur þar sem víðtækar rannsóknir eru stundaðar. AUt gerir þetta reksturinn flóknari. Stöðugt era gerðar kröfur tU auk- innar hagræðingar og aukinna afkasta. Lík- lega vita ekki margir að Landspít- alinn hefur oftsinnis fengið verð- laun Gæðastjórnunarfélags ís- lands eða verið tUnefndur til hvatningarverðlauna. Á ársfundum Landspítalans hafa menn sameinast um þessa yf- irlýsingu: Landspítalinn er háskólasjúkra- hús þar sem framsækið starfsfólk horfir stöðugt til framtíðar og skoðar nýjungar tU bættrar þjón- ustu og hagræðingar í rekstri. Guðm. G. Þórarinsson „Vaxandi fjöldi sjúkrahúsa úti á landi sendir nú röntgenmyndir um símalínur til Landspítala og fær aðstoð sérfræðinga við grein- ingu.u Kjallarinn Guðm. G. Þórarinsson verkfræðingur Með og á móti Góður fótbolti í sumar Tímabil íslenskra knattspyrnumanna er nú senn á enda runnið. Það hefur gengið á ýmsu sumar og sýnist sitt hverjum um gæði knattspyrnunnar sem í boði hefur verið fyrir áhuga- menn íþróttarinnar. Á síðustu árum hefur stór hópur knattspyrnumanna farið til útlanda og er það skoðun sumra manna að þetta hljóti að hafa komið niður á gæðum fótboltans. Stöðugt batnandi „Ég er þeirrar skoðunar að gæði íslenskrar knattspymu fari stöðugt batnandi ár frá ári þrátt fyrir að okkar bestu leikmenn fari á hverju hausti í at- vinnu- mennsku. Und- irbúningur liða og um- gjörð fer stöðugt batn- andi. Næsta skref era yfir- byggðir knatt- Gu„„arsson, spymuvellir framkvæmdastióri sem munu |<nattspyrnudeildar stuðla að enn frekari framþróun knattspym- unnar. Rekstur bestu knatt- spymuliðanna verður að sama skapi sífellt dýrari. Mín skoðun er sú að miðað við laun margra leikmanna í dag geti stjómir liða litið á sjálfa sig sem atvinnurek- endur og jafnframt gert þá kröfu til leikmanna sinna, sem eru að fá greiddar háar upphæðir fyrir að iðka knattspyrnu, að gera ekk- ert annað meðan á keppnistíma- bili stendur en að spila fótbolta. íslandsmótið er stutt, álagið mik- ið og það er ekki tími ifl þess að að vinna 8 tíma á dag með fótbolt- anum yfir sumartímann ef árang- ur á að nást. Menn verða að ein- beita sér að boltanum." Seint talið litríkt „Fótboltinn í sumar hefur valdið mér vonbrigðum. KR-ing- ar era með langbesta liðið en samt hafa þeir á köflum ekki ver- ið sannfærandi sbr. fyrri hálf- leikinn gegn Fram i síðasta leik. Önnur lið hafa valdið vonbrigðum. Þannig era Eyjamenn ekki jafh spennandi og þeir vora á síðustu leiktíð, Skagamenn . hafa spilað illa í mörgum leikjum og þannig mætti áfram telja. Stöðugleika vantar öll liðin að KR frátöldu. Liðin getað spilað 1 til 2 leiki sæmilega en síðan kem- ur leikur eða leikir sem era af- leitir. Þegar síðasti hópur leik- manna fór í atvinnumennsku höfðu margir áhyggjur af því að keppnin hér heima yrði lítt spennandi. Ég var reyndar ekki í þeim hópi og vonaðist til þess að ungir og efnilegir leikmenn fengju taekifærið. Því miður hef- ur það ekki gengið eftir. Marel Baldvinsson, Grétar Hjartarson, Indriði Sigurðsson og Amar Jón Sigurgeirsson era allt strákar sem vora búnir að fá sína eld- skím áður en mótið byrjaði. Margir þeir erlendu leikmenn sem hingað hafa komið í sumar hafa ekki náð að heilla mig og því miður hafa sumir þeirra feng- ið að spila alltof lengi án þess að skila merkilegu framlagi. Vals- maðurinn Matthías Guðmunds- son er mjög efiiilegur og mjög gaman var að sjá 16 ára gamlan strák, Albert Ásvaldsson, fá tæki- færi með Fram gegn KR-ingum í síðustu umferð. Fótboltasumarið 1999 verður i svarthvítum sauða- litum KR-inga og verður seint talið litríkt." -JKS Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöö 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.