Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 16
16 enmng MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 XjV Inntökupróf í Mótettukórinn Mótettukór Hallgrímskirkju er aö hefja sitt átjánda starfsár. Verkefni vetrarins tengjast margháttuðum hátíðahöldum árs- ins 2000 þegar fagnað verður 1000 ára kristni á íslandi, minnst 250 ára ártíðar Jóhanns Sebastians Bachs og Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu. Á starfsárinu tekur kór- inn þátt í röð af við- burðum tengdum kristnihátíðinni, sem lýkur með frumílutn- ingi á nýrri óratóríu eftir Hafliða Hallgríms- son undir lok ársins 2000.1 heiðursskyni við minningu Bachs mun kórinn flytja kantötur í sérstökum kan- tötuguðsþjónustum og Jóhannesarpassí- una í dymbilviku. Árlegir jólatónleikar verða haldnir í desember til styrktar tón- listarlífi Hallgrímskirkju sem alltaf er í vexti. Mótettukór Hallgrímskirkju getur nú bætt við sig fáeinum söngvurum. Inntöku- próf verða dagana 7. og 8. september og er umsækjendum bent á að skrá sig í Hall- grímskirkju. Mótettukór Hallgrímskirkju var stofnað- Iur af stjórnanda sínum, Herði Áskelssyni, árið 1982 og hefur frá upphafl verið einn af helstu burðarásum í öflugu tónlistarlífi Hallgrímskirkju. Kórinn er skipaður um sextíu söngvurum á aldrinum 20-50 ára. Hann kemur fram á 5-10 tónleikum á ári og syngur við guðsþjónustur á helstu há- tíðum kirkjuársins. Kórinn hefur sungið | inn á marga hljónuliska og nýlega komu út tveir hljómdiskar hjá útgáfufyrirtækinu BIS í Svíþjóð með verkum eftir Jón Leifs þar sem Mótettukórinn syngur með Sin- fóníuhljómsveit íslands í þremur verkum, Dettifossi, Minni íslands og Requiem. Afmælisveisla Sigfúsar Annað kvöld, kl. 20.30 eru fyrstu tónleikar í áskriftarröð Tíbrár í Salnum í Kópavogi. Tón- leikana ber upp á fæðing- ardag tónskáldsins ást- sæla og heiðursborgara Kópavogsbæjar, Sigfúsar Halldórssonar, og eru þeir tileinkaðir minningu hans. Tónleikarnir eru í röð- inni Við slaghörpuna og þá vita allir áhugamenn um tónlist að þar er Jónas Ingimundarson í forsæti. Með honum flytja söngv- ararnir Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Bergþór Pálsson ýmsar af þekktustu perl- um Sigfúsar en auk þess leika þau og syngja ýmis | atriði úr söngleikjum eftir Andrew Lloyd- Webber, Jerome Kern, Leonard Bernstein, Jerry Herman og George Gershwin. Nú þegar er uppselt á þessa tónleika annað % kvöld og hefur verið ákveöiö að endurtaka þá á fimmtudagskvöldið á sama tíma. Er eins gott | að tryggja sér miða í tíma. Þrjár ólíkar tónleikaraðir verða undir merkjum Tíbrár í Salnum í vetur og er hægt | að gerast áskrifandi að þeim hverri fyrir sig eða öllum. Miðasala og sala áskriftarskírteina fer fram í anddyri Salarins alla virka daga frá kl. 9-16 og frá kl 19 tónleikadaga. Leiðrétting í viðtali við Stefán Baldursson sl. fóstudag um verkefni Þjóðleikhússins í vetur var látið að því liggja að Draumur á Jónsmessunótt hefði ekki verið leikinn hér á landi af atvinnu- leikurum síðan i Iðnó fyrir fjórtán árum. Þetta er rangt þvi útskriftarnemar við Leiklistar- skóla íslands settu upp verkið undir stjóm Guðjóns Pedersens haustið 1993, eða fyrir sex árum. Þetta var afar nýstárleg sýning, ekki síst vegna þess að ýmis hlutverk sem venju- lega eru leikin af körlum voru þar leikin af konum vegna hlutfalla kynjanna í hópnum. ITil dæmis var Bokki eftirminnilega leikinn af Höllu Margréti Jóhannesdóttur og í stað fóður á einum stað var móðirin kölluð til, myndar- lega leikin (ef minnið bregst ekki) af Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur sem einnig lék Spóla af miklum þrótti. Handverksmennirnir voru reyndar allir leiknir af konum nema Kvistur sem Hilmir Snær Guðnason lék. Það var ófyrirgefanlegur feill að gleyma þessari frábæru sýningu en þó er hér með reynt að biðjast afsökunar. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Byssurekki eftir Helga Hjaltalín Eyjólfsson. Verk eftir Ingu Ragnarsdóttur. Er höggmyndin dauð? Undanfarið hafa geisað hamfaraveður í vatnsglösum myndlistarumræðunnar sem hófust með málverkasýningu austur í Ölfusi sem í þykjustunni átti að verja málverkið fyrir þeim sem áttu að vilja það feigt. Grun- ar mig þó að eitthvað annað hafl legið að baki enda spurningin hvort málverkið sé dautt fyrir löngu úrelt og flestum ljóst að það lifði tuttugustu öldina af. Mér er hins vegar spurn af hverju aldrei er spurt hvemig ástatt sé um önnur listform, t.d. skúlptúrinn. Lík- lega gilda þó um hann sömu lögmál og mál- verk og allt annað, nefnilega að það fari eftir efnum og aðstæðum í hvert sinn. Það sem á erindi við einhvem lifir, hitt er svo gott sem dautt sem ekki hreyfir við neinum. BlóÚið og beinin í Listasafni ASÍ við Freyjugötu standa yfir tvær skúlptúrsýningar, sýning Ingu Ragnars- dóttur, „Broti“, og sýning Helga Hjaltalín Eyjólfssonar, „Kjöraðstæður". Þau tvö eru ötul um þessar mundir því bæði eru sömu- leiðis þátttakendur í sýningunni Firma ‘99. Efnið með sína merkingu óg möguleika virðist vera Ingu hugleikið, t.d. sýnir hún glerkassa með tlokkuðu sorpi í Sorpu við Ánanaust á Firmasýningunni. í skúlptúra sína í Ásmundarsal notar hún hefðbundið ís- lenskt byggingarefni, bámjárn og timbur, og ýmislegt í formi þeirra minnir á húshluta, kverkar, kvisti, þrep og þök. Verkin þrjú á ganginum skírskota meira til útlensks veru- leika en þau em gerð úr stúkkmarmara sem mikið mun vera um sunnar í álfunni. Þannig hafa þessi verk sterkar tengingar við raunveruleikann þó ekki sé um að ræða raunsæi, enda búið að brengla samhengið á milli forms og efnis þrátt fyrir að það tvennt tilheyri sama merkingarsviði. í sjálfu sér gengur þetta upp og sömuleiðis er úrvinnsla verkanna óaðfinnanleg, bæði form og frá- gangur. Sýningin sem slík segir mér hins vegar afar lítið og þykir mér yfirbragð henn- ar nokkuð blóðlaust og beinhreinsað. Myndlist Áslaug Thorlacius Skúlptúr um skúlptúr frá ... Tréskúlptúrar Helga eru ekki ósvipaðir að því leyti að þeir hafa lítið notagildi en minna á ýmsa nytjahluti: stýri úr bíl og allrahanda hirslur og statíf. Einn virðist þó vera nýtilegur, byssurekkinn sem hægt er að kaupa í metratali, sem um leið er lang- besta verkið því hann vekur hjá manni ýmsar spurningar, t.d. um fáránleika þess að þurfa marga metra. Að öðru leyti snýst sýningin mest um fagmennsku og í raun þykja mér báðar þessar sýningar bera sterk merki um þær sjálfhverfu og óspennandi leiðindaógöngur sem hefðbundinn nú- tímaskúlptúr getur ratað í. Oft hefur mér þótt Helgi takast á við mik- ilvægari hluti. Kannski yfirsést mér eitt- hvað, enda_er hann svo dulur um eigin meiningar að áhorfandinn hefur ekkert hald í upplýsingum frá honum. Það er eng- inn að tala um að listamaðurinn ljúki upp sínum innstu dýflissum en oft má opna glugga með einu orði. Líflegar skrýtlur Sýningu Hallgríms Helgasonar í Gallerí oneoone, More Tales of Grim, er hins vegar gaman að skoða. Hallgrimur er ekki bara góður teiknari og meinfyndinn heldur gefur sú staðreynd að hann blandar eigin persónu inn í figúru sína, Grim, skrýtlum hans dýpt sem hefur teiknimyndir hans yfir venjulegar myndasögur. Hver veit nema Grim sé að skoða skúlptúr í myndinni Museum ‘99. Alla vega hittir hann naglann á höfuðið þegar hann lætur safnvörðinn segja: „Please! Do not touch the artwork!!! Og Grim ansar: „But it does not touch me.“ Sýning Helga Hjaltalíns og Ingu stendur til 12. september og er opin alla daga nema mánudaga, kl. 14-18. Sjö dauðasyndir Sinfóníunnar Sinfóníuhljómsveit íslands hlaut menning- arverðlaun DV í ár og á komandi starfsári heldur hún upp á 50 ára afmæli sitt. Á árum áður var undantekning ef húsfyllir var á Sin- fóníutónleikum og almennt var litið á unn- endur klassískrar tónlistar sem sérvitringa. Börn sem voguðu sér á tónleika með Sinfón- íunni voru lögð í einelti í skólum og klassísk tónlist i útvarpinu var kölluð sinfóníugarg og kirkjugarösmúsik. En í dag telst tO tíðinda ef það er ekki húsfyllir á sinfóníutónleikum og stundum komast færri að en vOja. Sinfónían er líka í stöðugri framfor, undanfarið hefur hún meira að segja verið að hasla sér völl er- lendis sem fjögurra stjörnu hljómsveit, og geisladiskar með henni hafa almennt fengið mjög góða dóma í virtum tónlistartímaritum. Tónlist Jónas Sen Nú má ekki halda að Sinfónían sé fullkom- in. Hún er misgóð frá degi til dags og hljóm- sveitarstjóra til hljómsveitarstjóra. Það sem hefur þó helst háð henni er tvennt; hún var lengi vel of fámenn og svo er hljómburöurinn í heimkynnum hennar, Háskólabíói, alls ekki nógu góður. En Alþingi samþykkti í fyrra fjölgun hljómsveitarinnar, úr 72 og hálfum hljóðfæraleikara upp í 76, og svo er bara að vona að stórt og veglegt tónlistarhús rísi í Reykjavík þar sem Sinfónían muni hljóma eins og best verður á kosið. Meiri nútímatónlist Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar gluggað er í vetrardagskrá Sinfóníunnar er Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands: Rico Saccani. að það er búið að taka tónskáld vetrarins af lífi. í nokkur ár var höfð sú regla að eitt ís- lenskt tónskáld væri tónskáld vetrarins og gat maður þá fengið nokkuð góða mynd af til- teknu tóiiskáldi með því að kynnast ólíkum verkum þess. Síðast var Atli Heimir Sveins- son tónskáld vetrarins og kannski vakti hann bara svona mikla lukku meðal áheyr- enda að enginn þorir að toppa hann. ís- lenskri nútímatónlist verða þó gerð einhver skO í vetur, t.d. verður frumfluttur flautu- konsert eftir Hauk Tómasson og Óratóría eft- ir Þorkel Sigmbjörnsson; einnig má benda á að þó íslensk nútímatónlist sé kannski ekki sérlega áberandi þá er meira um erlenda nú- timatónlist en oft áður og er það kærkomin nýbreytni. Starfsár Sinfóníunnar byrjar með tónleika- ferð um Norðurland en fyrstu áskriftartón- leikamir verða 16. september. Þá verða með- al annars Dauðasyndirnar sjö eftir Kurt Wedl á efnisskránni. Margt annað sþennandi verður á Sinfóníutónleikum í vetur, t.d. verð- ur flutt hið óviðjafnanlega snOldarverk Beet- hovens, níunda sinfónían, og það ekki í Hall- grimskirkju eins og síðast, sem betur fer. Sjálf Aida Verdis verður svo í Laugardals- höUinni og ef hún tekst eins prýðOega og óp- eruupfærsla Sinfóníunnar í fyrra ætti fólk að verða sér út um miða hið bráðasta. Ennfrem- ur er tdhlökkun að heyra sinfóníu nr. 3 eftir Mahler á afmælistónleikum hljómsveitarinn- ar 9. mars en þetta risaverk er fyrir hljóm- sveit, kvennakór, bamakór og altsöngkonu. Altsöngkonan verður Barbara Deaver sem gámngar kalla Barböru Dívu. í léttari kantinum má nefna píanókonsert nr. 1 eftir Tchaikovsky með kóreanska píanó- leikaranum Kun Woo Paik, óperettu- og söng- leikjakvöld með Bergþóri Pálssyni og Hönnu Dóru Sturludóttur og Myndir á sýningu eftir Mussorgski, sjálfsagt í hljómsveitarbúningi Ravels. Ennfremur verður að geta þess að Vínartónleikarnir verða að þessu sinni ekki í Laugardalshöllinni heldur í Háskólabíói. Margir verða ömgglega ánægðir með það. Að lokum skal fomkvikmyndafíklum bent á að Borgarljósin eftir Chaplin verða sýnd aftur við undirleik Sinfóníunnar og líka ann- að sndldarverk Chaplins, The Kid & The Idle Class. Það verður því greindega eitthvað við allra hæfi á tónleikum Sinfóníunnar í vetur svo nú er bara að tryggja sér almenndegt sæti í Háskólabíói og sitja sem fastast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.