Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 33
I I>V MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Magnús Eiríksson og KK verða í Neskaupstað í kvöld. Blús, djass og rokk í Egilsbúð í Neskaupstað verð- ur skemmtun i kvöld sem hefur yfirskriftina Blús, djass og rokk á nesi og hefjast herlegheitin kl. 21. Þar eru fremstir Magnús Eiríks- son og KK (Kristján Kristjánsson) sem eru á landsreisu um þessar mundir og eru tónleikarnir liður i þeirri ferð þeirra sem hefur yfir- skriftina Óbyggðirnar kalla. Skemmtanir Maggi Eiríks og KK eru meðal bestu og vinsælustu tónlistar- manna í léttari geiranum og eiga að baki marga viðburði sem fest hafa í minningunni. Magnús hef- ur allt frá því snemma á áttunda áratugnum verið meðal bestu lagahöfunda landsins, auk þess sem hann hefur leikið í hljóm- sveitum eigin lög og annarra. Þá hefur hann löngum verið iðinn við blúsinn. KK, sem kom fram seinna, er einnig mikill blúsmað- ur. Hann kom eins og stormsveip- ur inn í íslenskt tónlistarlíf á ní- unda áratugnum, þá margsjóaður eftir veru sína í Svíþjóð og fleiri löndum. Árið 1996 gáfu þeir KK og Magnús út plötuna Ómissandi fólk sem sló í gegn. Veðurá Faxaflóasvæði næstu viku - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - Hitastig-á 12 tíma bili 14 c° 12 mán. þri. miö. fim. fös. mán. þriö. miö. fim: fös. Úrkoma - á 12 tíma bm 19 mm 16 14 12 10 8 6 4 2 0 lll * ■ ■ I mán. þri. miö. fim. fös. Smellurinn - lífið er bland í poka Frístundahópurinn Hana-nú hóf landsreisu sína með leikdagskrána Smellurinn - lífið er bland í poka með sýningu í Hafnarfirði 1. sept- ember kl. 17. Leikdagskráin var sett á svið í tilefni þess að Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna útnefndi árið 1999 ár aldraðra og var því mjög vel tekið í Kópavogi, heimabæ Hana-nú hópsins, í vor. Fyrirhuguð landsreisa er um margt einstæð en þar eru á ferð eldri borgarar sem ferðast í kringum land- ið og fá fólk til að veltast um af hlátri samtímis því sem þeir spyrja knýj- andi spuminga um málefni eldra fólks. Leikdagskráin, sem sam- anstendur af leikþætti og umræðum að honum loknum, er þó á engan hátt einungis ætluð þeim er eldri eru, enda markmiðið að stofna til sam- funda og samræðna kynslóðanna. Leikhús Það er um fjörutíu manna hópur sem tekur þátt í sýningunni. Höf- undar leikdagskrár eru ritgyðjur Hugleiks og leikhópurinn. Leik- stjóri er Ásdis Skúladóttir, Magnús Randrup leikur á harmonikku, Hlín Gunnarsdóttir er búninga- og leik- myndahönnuður og Margrét Bjarnadóttir stjórnar leikfimihóp sýningarinnar. Gestaleikarar eru Arnhildur Jónsdóttir og Valdemar Lárusson. Á eftir sýningu eru ávallt umræður um sýninguna og þar með málefni eldri kynslóðarinnar. Sigur- björg Björgvinsdóttir stjórnar um- ræðum. Hver staður sér síðan um létt skemmtiatriði í lokin. Næsta sýning er í Miklagarði í Vopnafirði í kvöld. Á morgun verð- ur hópurinn í Samkomuhúsinu á Húsavík, miðvikudagskvöld í Sam- komuhúsinu á Akureyri, Bifröst, Sauðárkróki á fimmtudagskvöld og í Borgarnesi á föstudagskvöld. Sýn- ingin hefst kl. 20 öll kvöldin. Eldri borgarar í Hana nú hafa lagt upp í landsreisu með leikrit sitt. Veðrið í dag Bjart veður fram eftir degi Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil, en sunnan 5-10 sunnan- og austan- lands. Bjart veður fram eftir degi austan- lands, en annars rigning eða skúrir. Hiti 4 til 13 stig, mildast austan- lands. Höfuðborgarsvæðið: Suðaustan 5-8 m/s og skúrir. Hiti 5 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.28 Sólarupprás á morgun: 06.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.54 Árdegisflóð á morgun: 04.27 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 8 Bergsstaðir skýjað 7 Bolungarvík rigning 5 Egilsstaðir 13 Kirkjubæjarkl. skúr 9 Keflavíkurflv. úrkoma í grennd 8 Raufarhöfn alskýjað 7 Reykjavík skúr 9 Stórhöfði skúr 9 Bergen léttskýjað 20 Helsinki léttskýjað 24 Kaupmhöfn léttskýjað 22 Ósló léttskýjað 23 Stokkhólmur 24 Þórshöfn súld 11 Þrándheimur léttskýjaö 16 Algarve léttskýjað 24 Amsterdam heiðskírt 25 Barcelona skýjað 27 Berlín léttskýjað 25 Chicago hálfskýjað 18 Dublin hálfskýjað 22 Halifax skýjað 20 Frankfurt léttskýjað 24 Hamborg heiðskírt 25 Jan Mayen súld 5 London léttskýjað 26 Mallorca skýjað 30 Montreal heiðskirt 23 Narssarssuaq hálfskýjað 3 New York skýjað 22 Orlando heiðskírt 23 Vín skýjað 16 Washington rigning 23 Tristan Freyr Glaðlegi drengurinn á mynd- inni, sem heitir Tristan Freyr, fæddist á fæðingardeild Landspít- Barn dagsins alans 7. apríl síðastliðinn kl. 12.25. Við fæðingu var hann 3.725 grömm og 52,5 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Sigrún Þórar- insdóttir og Ingólfur Finnbogason og er hann þeirra fyrsta barn. Svartur köttur, hvítur köttur vaskinn skuldar hann Dadan, glæpamanni (ein kostulegasta per- sóna sem lengi hefur sést á hvíta tjaldinu), peninga. Dadan á systur, Afróditu, sem hann vill nauðsyn- lega koma í hjónaband svo þeir gera samkomulag: Zare á að giftast henni. En hvorugt þeirra hefur áhuga á að hjónabandi sé komið í kring. Zare er ástfangin af Idu og Afrodíta bíður enn eftir drauma- prinsinum sem hún finnur þegar hún stingur af úr brúðkaupinu. Svartur köttur, hvítur -köttur hefur ekki aðeins fengið mjög góða aðsókn heldur hafa dómar verið lofsverðir og þess má geta að Kust- urica var valinn besti leikstjórinn fyrir þessa mynd á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum í vor. Kvikmyndahátíð í Reykjavík lýkur í dag með sýningu á nýjustu kvikmynd Stanleys Kubricks, Eyes Wide Shut. Mikil aðsókn hefur ver- ið að hátíðinni og vinsælasta kvik- myndin hefur sjálfsagt verið nýjasta mynd Emirs Kusturica, Svartur köttur, hvítur köttur. í myndinni segir frá Matko sem er smákrimmi er býr við Dóná með sautján ára syni sínum, Zare. Þeg- ar viðskiptasamningur fer í í r. V- t» Gengið Almennt gengi LÍ 03. 09. 1999 kl. 9.15 Eining Kaun Sala Tollqenqi Dollar 72,110 72,470 73,680 Pund 116,070 116,670 117,050 Kan. dollar 48,120 48,420 49,480 Dönsk kr. 10,3770 10,4340 10,3640 Norsk kr 9,2320 9,2830 9,2800 Sænsk kr. 8,8280 8,8770 8,8410 Fi. mark 12,9820 13,0600 12,9603 Fra. franki 11,7671 11,8379 11,7475 Belg.franki 1,9134 1,9249 1,9102 Sviss. franki 48,3400 48,6100 48,0900 Holl. gyllini 35,0261 35,2366 34,9676 T Þýskt mark 39,4653 39,7024 39,3993 ít. líra 0,039860 0,04010 0,039790 Aust. sch. 5,6094 5,6431 5,6000 Port. escudo 0,3850 0,3873 0,3844 Spá. peseti 0,4639 0,4667 0,4631 Jap. yen 0,656000 0,65990 0,663600 írsktpund 98,007 98,596 97,844 SDR 99,140000 99,74000 100,360000 ECU 77,1900 77,6500 77,0600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.