Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 7 I>V Fréttir Miðstöð íslenska hestsins í Skagafirði: Viðkvæmt ut frá sam- keppnissjónarmiðum „Ég get ekki betur séð en það verði afar viðkvæmt að deila út op- inberu fé í ýmsa af þeim þáttum sem þama eru nefndir út frá sam- keppnissjónarmiðum,“ sagði Hrafn- kell Karlsson, bóndi á Hrauni i Ölf- usi og stjórnarmaður i Bændasam- tökum íslands, þegar DV innti hann álits á fyrirætlunum landbúnaðar- ráðherra að styrkja sérstaklega hrossabúgreinina og starfsemi henni tengda í Skagafírði, einum landshluta. Eins og DV greindi frá í gær eru áform um allt að 150 millj- óna króna ríkisstyrk til Miðstöðvar íslenska hestsins í Skagafirði. Þessi áform ráðherrans hafa mætt mikilli andstöðu hestamanna utan Skaga- íjarðar. í Ölfusinu er stunduð umfangs- mikil hrossarækt, tamningar, ferða- þjónusta í tengslum við hesta- mennsku og ný, öflug miðstöð reiðlistar og hestamennsku er rekin á Ingólfshvoli. DV spurði Hrafnkel um viðhorf hans til þess að ríkis- styrkja sams konar starfsemi í Skagafirði en ekki í Ölfusinu. „Ef ég yrði spurður um málið þá segði ég einfaldlega við Skagfirðinga. Gerið þið þetta á ykkar eigin forsendum. Skagfirðingar hafa Hóla í Hjaltadal og þá starfsemi sem þar er. Þeir eiga sér langa hefð í hestamennsku. Skagafjörður er í huga margra Mekka hestamennskunnar á íslandi og Skagfirðingar hljóta að byggja á því og gera það á eigin forsendum. Hvað sem gert verður í þessu dæmi er það aðalatriðið að það skili árangri fyrir hestamennskuna í landinu í heild,“ sagði Hrafnkell í Árborg var efnt til hátfðar við vígslu Sandvfkurskóla. Hér má sjá f.v. eigin- konu skólastjórans, Hörpu Svavarsdóttur, skólastjórann, Pál Leó Jónsson, Ingunni Guðmundsdóttur, formann bygginganefndar skólans og formann bæjarráðs, Guðbjörgu Magnúsdóttur og eiginmann hennar, arkitektinn Sig- urð Hallgrfmsson og síðan þann sem mun sjá um húsið frá A til Ö, húsvörð- inn Gunnþór Gíslason. -Mynd KEI, Selfossi. Ný viðbygging við Sandvíkurskóla Viðbygging upp á 620 fermetra var formlega tekin í notkun síðastliðinn þriðjudag við Sandvíkurskóla á Sel- fossi. Séra Þórir Þorsteinsson sókn- arprestur vígði húsið og flutti bless- unarorð, unglingar sungu. Fjölmarg- ar ræður voru fluttar. Sandvíkurskóli stendur við Tryggvagarð en hét áður Bamaskóli Selfoss, byggöur árið 1945. í Sögu Sel- foss stendur m.a.: „Vorið 1944 var ákveðið að reisa nýtt bamaskólahús. Þegar því skyldi valinn staður, kom Guðmundur Hannesson, prófessor og helzti fræðimaður um skipulag kaup- túna, austur. Sigurður Eyjólfsson gekk með honum austur fyrir Hlaðir og kvað þar ákjósanlegan stað. Þar hefði sig dreymt um að hafa skólann. „Ungi maður! Dettur þér í hug að hafa skólann hér í útjaðri? Hingað mun byggðin aldrei ná. Hér er engin útgerð, og því er útilokað, að hér geti búið nema í hæsta máta 2-3000 manns!“ Gengu þeir síðan vestur um Tryggvagarð. Þar sagði hann að best færi á því að hafa skólann." í dag búa rúmlega 4.500 manns á Selfossi og 5.500 í Árborg allri. Nýja byggingin er fjóröa viðbygg- ingin við skólahúsið sem er tveggja hæða hús en þó á sex mismunandi gólfhæðum. Arkitekt að nýbyggingunni er Sig- urður Hallgrímsson frá teiknistof- unni Arkþingi. Honum hefur tekist á snilldcirhátt að samtengja alla hluta skólans og er hann hinn glæsilegasti. Tæplega 400 nemendur munu stunda nám við skólann í vetur. Fjór- ir grunnskólar eru í Árborg og nem- endur eru rúmlega eitt þúsund. -jbp Karlsson, stjómarmaður í Bænda- samtökum íslands. -SÁ Hrafnkell Karlsson, stjórnarmaður f Bændasamtökunum. I - Líttle Caesars sem er ein af þremur stærstu pizzukeðjum heims mun opna hér á landi nú í september. Ef þú vitt vinna í jákvæðu og skemmtilegu umhverfi hjá alþjóðlegu fyrirtæki sem stefnir hátt þá ert þú rétti starfsmaðurinn fyrir okkur. Little Caesars leitar að metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki með góða þjónustulund. í boði er fullt starf sem og hlutastarf. Starfsmenn hljóta fyrsta fiokks starfsþjálfun hjá erlendum sérfræðingum fyrirtækisins og hafa tækifæri á starfsþróun hér heima sem og erlendis. Little Caesars stefnir að hröðum vexti hérlendis. Pizzur frá Little Caesars hafa verið valdar sem bestu pizzukaupin, 11 ár í röð af neytendum í Bandaríkjunum. í dag eru Little Caesars staðirnir, um 4600 og er ísland fyrst Evrópulanda sem keðjan opnar í. Lifum Irfinu lifandi og borðum aðeins það besta. Náuari upplýsiiigarveitiarhjá Gallup, ísíma : 5401000. Umsókn ásamtmynd þarfað berast! HcH Ráðningarþjónustu Gallup Smiðjuvcgi 72, S %/Kópavogi, fi/rir fóstudaginn 10. sept. n.k. - jí; merkt „Little Caesars". GALLUP RAONINCARÞJONUSTA Rúnar og Jón sigruðu! Feögarnir Jón Rúnar Ragnarsson og Rúnar Jónsson sigruöi í Reykjavíkurrallinu sem lauk á laugardag. Tími þeirra á Subaru-bifreiö þeirra var 3:08:04. __ Næstir komu Bretarnir lan Gwynne og Lyn Jenkins, einnig á Subaru-bifreiö. (tsso) PáH Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson lentu íþriöja sæti. Olíufélagið hf Allar upplýsingar um úrslit keppninnar er aö finna á rallsíöum Mótorsport-vefsins á Vísir.is. www.esso.is www.benni.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.