Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 Spurningin Lesendur Ertu kvíðin(n) þegar þú þarft að fara til tannlæknis? Guðjón ívarsson sjómaður: Já, ég hef þurft að láta svæfa mig. Stefán Gunnlaugsson nemi: Já, mjög. Sveinn Þorláksson, heldri borg- ari: Nei, alls ekki. Ingvi Þór Ólafsson nemi: Nei, alls ekki. Sjöfn Ýr Hjartardóttir nemi: Ein- staka sinnum. Útsölustaðir ÁTVR Frá mannfagnaði í vínbúðinni Heiðrúnu. Andrés skrifar: Ég hef verið búsettur úti á landi í um 11 ár og bjó þar áður í Reykja- vík. í því sjávarþorpi þar sem ég bjó hef ég ekki þurft að leita langt þeg- ar mig langar að gera mér glaðan dag og bragða á áfengi. Enda bær- inn lítill og aðgengi að útsölustað Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkis- ins mjög gott. Þegar ég er nú fluttur til Reykjavíkur átta ég mig betur og betur á því að ÁTVR sinnir við- skiptavinum sínum á höfuðborgar- svæðinu mjög illa. Lengi vel gerðu þeir það ekki á landsbyggðinni, eins og t.d. á Egilsstöðum. íbúar þess bæjcir þurftu að aka til Seyðisfjarð- ar sem gat tekið allt upp í þrjú kort- er þegar Fjarðarheiðin var sem ill- færust yfír köldustu mánuðina. Þar hefur orðið bót á. En aftur að kjarna málsins. Útsölustaðir ÁTVR eru að- eins örfáir á höfuðborgarsvæðinu miðað viö þann fólksfjölda sem hér býr. Fólkinu fjölgar en útsölustöð- unum ekki. Það var ótrúlegt en satt að þegar ég ætlaði að ná mér í einn fleyg í gömlu góðu útsölunni á Snorrabraut þá var hún lokuð. Næst fór ég á Lindargötu og viti menn - hún var líka lokuð! Hvar er þá áfengisútsala fyrir okkur sem búum í Norðurmýrinni? Jú, hún er í Austurstræti og svo í Kringlunni. Þetta er mjög bagalegt í ljósi þess að oft er svo mikil örtröð á þessum stöðum að maður nennir ekki að standa í því að fara þangað og leita að bílastæði. Skyldi það vera stefna ÁTVR að reyna að fá sem fæsta til að versla þar? Því verða forráðmenn fyrirtækisins að svara. Eina raunverulega lausnin til að mismuna fólki ekki eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu um hvar það kaupir áfengi er að gefa viðskiptin frjáls til matvöruverslana. Útsölur eru sumar hverjar í barnafataversl- unum úti á landi en hér í borginni má ekki einu sinni selja áfengt öl í Hagkaupi. Hvað varð um ályktun stjórnar ÁTVR fyrir 2-3 árum þar sem Hildur Petersen stjórnarfor- maður lagði til að áfengisverslun með bjór og léttvín yrði færð til einkaaðila, þ.e. verslananna? Þorir enginn stjórnmálamaður að ræða þessi mál á opinberum vettvangi. Hvar eru fjölmiðlarnir? Flokksblöðin dóu og umræðan með Sigurður skrifar: Gamall maður sagði að hann læsi helst aukablað Morgunblaðsins, Úr verinu, því hann fyndi sér fátt ann- að til að lesa. Þessi maður, krati að upplagi, sagðist ekki kaupa lengur önnur dagblöð því honum fannst skortur á málefnalegri umræðu. Ef litið er yfir þær breytingar sem orðið hafa á útgáfu dagblaða á þessum síðasta áratug upplýsinga- aldarinnar (heitir hún ekki annars það?) þá hefur þeim fækkað veru- lega. Alþýðublaðið, Þjóðviljinn, Tíminn og Vikublaðið heyra sög- unni til. Mig rámar einmitt í það að sjálf- ur Styrmir Gunnarsson Morgun- blaðsritstjóri hafi sagst sakna mjög þessara flokksblaða þegar þau hættu að koma út. Og svo var ákveðið að kála Helgarpóstinum, Morgunpóstinum og Pressunni enda varla þörf á því að hafa slík blöð að mati sumra. Rannsóknar- blaðamennskunni var slátrað en það virðist enginn starfa við það lengur. Þessir menn eru ekki í sum- arfríi eins og einhver vitleysingur- inn hélt fram. Matarmikil súpa Lárus skrifar: Mig langar til að lýsa yfir mikilli ánægju með súpu sem ég fékk á veitingahúsinu Asíu við Laugaveg á dögunum. Ég var þar staddur ásamt konu minni og tveimur börnum og rak augun í rétt sem þeir kalla „Asíu-súpa-klassik“. Þetta er súpa með núðlum og kjúklingabitum bor- in fram með hráum engifer og rauð- um pipar. Svo matarmikil er súpan að þegar ég var búinn að veiöa núðlumar og kjúklingabitana upp úr súpunni dugði það á fjóra diska og öÚ fjöl- skyldan fór mett heim - og ánægð að auki. Súpan kostar ekki nema rúm- lega 700 krónur þannig að mér reikn- ast til að málsverðurinn hafi kostað innan við 200 krónur á mann. Ég hvet alla til að reyna þessa matar- miklu súpu og alls ekki vera hrædd þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Frá veitingahúsinu Asfu við Laugaveg. við aö panta ekkert annað en um- rædda súpu þó fleiri séu saman. Þjónustulund starfsfólksins á Asíu er viðbrugðið og kurteisin þvílík að ekki eru gerðar athugasemdir við slíkar pantanir. Ekkert nema brosið skín úr andlitum þjónanna - og það sama má segja um gestina þegar þeir yfirgefa staðinn með fullan maga - og buddu. Onot á ári aldraða Hjörtur Einarsson, Gröf i Dala- sýslu, skrifar: Sigurður A. Magnússon, fyrr- verandi rithöfundur, hefur ráðið sig sem tæki- færispenna á DV og fer oft mikinn á síðum blaðsins, enda hallar meira undan fæti hjá honum á bók- menntasviðinu en um árabil. Er hér átt við þær svívirðingar og rangfærslur sem hann lætur jafnan falla um Ingi- björgu Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hann mundar slitið stílvopn sitt, síðast í tækifærispistli um sk. vís- indasiðanefnd. Ég þurfti að lesa hann aftur og aftur til að sannfær- ast um að pistillinn bæri pennaglöpum ekki merki, eins og svo margt sem maðurinn hefur sett á blað, heldur elliglöpum. Elliglöp manns á áttræðisaldri hljóta menn að fyrirgefa, jafnvel þótt fukyrðaflaumurinn sem ein- kennir „bókmenntaverkin" beri hann enn einu sinni ofurliði, en mikið er þetta brjóstumkennan- legt og leiðinlegt fyrir mann sem er fulltrúi kynslóðar sem sleit barnsskónum fyrir 1930. Gróska á Netinu Netverji hringdi: Ánægjulegt er að sjá þá grósku sem orðið hefur í pólitískum miðlum á Netinu. Útgáfufélagið Andríki hefur gefið út Vef-Þjóð- viljann um nokkurt skeið og er það yfirleitt það fyrsta sem ég geri þegar ég mæti til starfa að morgni að lesa daglegan pistil þeirra. Ég er reyndar ekki alltaf sammála þeim en mér fmnst um- fjöllunin vera fagleg. Vinstri menn hafa myndað mótvægi við ungu hægri mennina og gefa nú út vefritið Groska.is sem er sömu- leiðis ágætt rit en oft virðist fag- leg umfíöllun víkja fyrir aula- fyndni. Ég vildi óska þess að fleiri ungir tækju sig til og gæfu út vefrit um stjórnmál eða þjóðfé- lagsmál. Kjartan stuttaralegur Sigurlaug hringdi: Mér finnst áberandi hvaö Kjart- an Gunnarsson er stuttaralegur í svörum. Hann hefur svarað öll- um spurningum fréttamann og blaðamanna um ásakanir Sigurð- ar G. Guðjónsson- ar lögmanns um meinta glæpsam- lega iðju Kjart- Qunnarsson. ans og annarra með stuttum svörum sem eru í raun kjánaleg. Kjartan verður að vanda sig meira. Engin svör frá Seðlabankanum Gunnar Jónsson hringdi: Ég hef sl. 6-7 ár hringt í Seðla- banka íslands og spurt um heims- markaðsverð á gulli og silfri. En þegar ég hringdi um daginn var mér sagt að það væri ekki hlut- verk bankans að gefa slíkar upp- lýsingar. Ég var leiddur frá Heródesi til Pilatusar og fékk að lokum samband við stúlku sem sagði það ekki vera hlutverk bankans og hún hefði fengið þessi fyrirmæli frá yfirmanni sínum. Þegar ég spurði hana um nafn vildi hún ekki gefa mér nafn sitt upp og gaf mér samband við yfir- mann sirm, Inga Öm. Hann svar- aði því sama til en bæði játtu þau því að bankinn væri það sem kall- að væri Central Bank. Þeir bank- ar sjá einmitt um að veita slíkar upplýsingar á flestum stöðum í heiminum. En ekki á íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.