Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 menningu Ljóð þriggja áratuga Að undanförnu hefur nokkuð bor- ið á krepputali um íslenska ljóðlist. Ljóðið rati ekki lengur tjl þjóðarinn- ar, skáldin sitji öllum gleymd í sín- um filabeinsturni og hafi með öllu týnt niður hvemig ná skuli eyrum þjóðarinnar. Og á hverju er von? Gömlum og góðum gildum er varpað fyrir róða, brageyrað stíflað leir- kenndum hroða. Þjóðskáld finnast ei lengur. Nú ríma ekki lengur ljóð og þjóð enda ljóðskáldin hætt að ríma og að margra mati óvíst hvort þau kunni þá dýru list. Þó er enn ort og þó þjóðskáldin skorti er enn margt góðskálda. Eitt slíkra er Baldur Óskársson sem kann að skorta nokkuð á lýðhylli en hefur lengi haft gott orð á sér meðal ljóð- unnenda. Það er því fagnaðarefni að Hið íslenska bókmenntafélag gefur nú út ljóðaúrval hans, Ljóð 1966-1994, og hafa Eysteinn Þorvaldsson og skáldið sjálft valið ljóðin úr níu bók- um skáldsins, frá þeirri fyrstu, Svefn- eyjum sem kom út 1966 til Rauðhjalla 1994. Tíunda bókin, Eyja í ljósvakan- um, kom út á síðasta ári. Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Á þessum þrem áratugum hefur Baldur skipað sér í fremstu röð ís- lenskra módemista í skáldskap og er einn sá sérstæðasti þeirra. Líkast til vegna þess að hann hefur leitað viðar fanga en títt er um íslensk skáld. Þannig hefur Baldur orðið fyrir heilladrjúgum áhrifum frá spænskum skáldum, einkum Garcia Lorca, og einnig sótt í smiðju Ezra Pound. Þannig hefur Baldur að dæmi Pound sótt nokkuð til kínverskra skálda og þýtt ljóð þeirra. Ekki er laust við að Baldur Óskarsson skáld. ég sakni sumra þessara þýðinga úr þessu ljóðasafni enda með athyglisverðari verka skáldsins. Áhrifa Pound gætir einnig í ýmsum smáljóðum sem minna verulega á stefnu „imagistanna" sem hann mótaði á sinni tíö. Gott dæmi um slíkt er ljóðið „Gegnd“ úr Gestastofu ffá 1973: Mánafiskar streyma í djúpan álinn undir bakka sleginn grœnu hári þegar lágnótt lokar augum þínum, þar til óttan opnar mér í barmi áttahlióin. Fyrir dögun sá ég varir þínar svigna - dul í brosi - sveima undir himni krapabláum. Þá er Baldur tengdari málaralist en flest íslensk skáld; hann yrkir ekki einungis til þekktra málara svo sem de Chirico og Munch heldur er og lit- ur og lína áberandi í ljóðheimi hans. En þótt skáldið leiti víða fanga í evrópskri menningu er hann frumlegt skáld sem yrkir af mikilli orðkynngi og leitar hvergi ódýrra lausna. Mörgum kann að virð- ast ljóð hans harla tor- ráðin en það verður enginn svikinn af að rýna í ljóð Baldurs Óskarssonar. Því ber að vona að þetta Ijóðaúrval afli hon- um margra lesenda. Um val ljóða í slíkt safn má ef- laust lerígi deila. Sjálfur heföi ég valið fleiri ljóð úr seinni bókum skáldsins, Gljánni (1990) og Rauð- hjöllum, en athygli vekur hve samfelldur svipur ér á ljóðum Baldurs ffá upphafi. Þvi er likast sem hann hafi snemma markað sér akurskák og erjað af cdúð. For- máli Eysteins Þorvaldssonar er gagnorður þó í styttra lagi sé. Útgáfúnni ber að hrósa fyrir smekklega útlitshönnun. Baldur Óskarsson: Ljóð 1966-1994 Hið íslenska bókmenntafélag 1999 Lotte Lenya og Kurt Weill: Hann samdi sönglög fyrir einstaka rödd hennar. Lotte Lenya söngkona á dæmigerðri mynd af listakonu fyrr á öldinni. Rás 1 í samvinnu við bandarískan sponsor: Tónskáld sem allir vilja eiga Á miðvikudaginn var fór í loftið á rás 1 fyrsti þáttur af þremur um Kurt Weill tón- skáld og Lotte Lenya, „söngkonu af guðs náð“, eins og umsjónarmáður þáttanna, Jónas Knútsson, orðar það. Hún var eiginkona Kurts Weill og stofnaði The Kurt Weill Foundation for Music eftir að hann dó til að halda nafni hans á lofti. „Kurt Weill fékk í raun og veru ekki al- menna viðurkenningu í Bandaríkjunum fyrr en eftir að hann var látinn og Túskild- ingsóperan fór að ganga eins vel þar og raun bar vitni,“ segir Jónas. „Samband þeirra Lotte var dálítið sérstakt því hjónaband þeirra var opið, eins og ég kem lítillega inn á í þáttunum. Hann var heillaður af söng hennar og samdi mikið af tónlist sinni sérstaklega með hana í huga.“ Kurt Weill fæddist árið 1900 í Þýskalandi og lést 1950 í Bandaríkjunum. Hann var ekki að- eins gyðingur heldur litu nasistar líka á tón- list hans sem úrkynjaða, og hann átti fótum fjör að launa þegar þeir komust til valda í heimalandi hans. Hann starfaði mikið með leikskáldinu Bertholt Brecht eins og kunnugt er, meðal annars sömdu þeir Túskildingsóper- una saman og Brecht samdi textann við tón- verkið Dauðasyndirnar sjö eftir Kurt Weill sem Sinfóníuhljómsveitin flytur á sínum fyrstu tónleikum í haust, 16. september, kvöld- ið eftir að síðasti þáttur Jónasar verður send- ur út. „Áhugi minn á tónlist Kurts Weill kviknaði strax og ég heyrði hana fyrst þegar ég var við nám í New York - sem var líka hans borg,“ segir Jónas. „Eftir að hann flúði ffá Þýska- landi bjó hann í París og Lundúnum áður en hann fluttist vestur. En þar settist hann að, og Bandaríkjamenn hafa lengi staðið í eins kon- ar forræðisdeilu um hann við Þjóðverja. Þetta er mjög viðkvæmt mál. Þegar ég sótti um styrk til Kurt Weill- stofnunarinnar til að gera þessa þætti og sendi þeim handritsdrögin, þá vildu þeir að það kæmi skýrar fram að hann væri líka bandarískt tónskáld." - Tónlistin hans er býsna sérstök, heldurðu að hann lifi áfram sem tónskáld? „Já, það tel ég,“ segir Jónas. „Undanfarinn áratug hafa margir af yngri kynslóð tónskálda sótt i tónlist hans, til dæmis Sting, Tom Waits og Nick Cave. Hann höfðar greinilega til breiðari hóps af fólki nú en meðan hann lifði, enda var hann framúrstefnumaður." Þættirnir eru samstarfsverkefni RÚV og Kurt Weill Foundation for Music og frá þeim fékk Jónas styrk til að gera útvarpsþættina. Þetta þýðir að þegar þættirnir eru afkynntir í dagskránni þá er tekið fram að þeir séu fram- leiddir með styrk frá þessari bandarísku stofnun og eru það nokkur nýmæli á rás 1. Næsti þáttur Jónasar Knútssonar um Kurt Weill og Lotte Lenya verður á morgun, mið- vikudag, kl. 13.05 og sá síðasti viku seinna. Þættirnir verða að líkindum endurteknir aö kvöldlagi í haust. Afmælissýning Textílfélagið er aldar- Qórðungsgamalt um þessar mundir og heldur upp á það með afmælissýningu í Lista- safhi Kópavogs, Gerðar- safni. Sýningin stendur til 19. september og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Myndin er af verki eftir Þorbjörgu Þórðar- dóttur. Prinsessudagar Prinsessumar sem komust ekki í Norræna húsið um helgina þurfa ekki að örvænta því Prinsessudagarnir halda áfram þar út októ- ber. í sýningarsölum í kjallara Norræna húss- ins hefur verið komið fyrir hráefni í sann- kallaða draumaveröld fyrir stelpur og stráka sem vildu gjarnan vera með blátt blóð. Aðal- lega eru þar kjólar fyr- ir stórar og minni stúlkur og allt sem til þarf með, kórónur, hattar, slör, slaufur og annað hárskraut, skartgripir og skór. Einnig eru skikkjur, höfuðbúnaður og vopn fyrir unga riddara sem vilja drepa dreka. Það var handagangur í öskjunni (eða öskj- unum) á sunnudaginn þegar fór að fjölga í kjallaranum, en framvegis verður opið fyrir almenning á miðvikudögum frá kl. 9-18 og laugardaga og sunnudaga kl. 12-16. Aðra daga er tekið á móti hópum, til dæmis skólabekkj- um, sem panta fyrirffam. Allt vitlaust í Kópavogi Uppselt er á Tíbrártónleikana í Salnum í Kópavogi í minningu Sigfúsar Halldórsson- ar bæði í kvöld og á fimmtudagskvöldið og hafa aðstandendur tónleikanna, Jónas Ingi- mundarson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Berg- þór Pálsson, ákveðið að halda þá í þriðja sinn á föstudagskvöldið kl. 20.30. Þá er að reyna að hamstra miða i hvelli! Viðskiptin efla alla dáð 1 nýrri bók sem nefnist Viðskiptin efla alla dáð kemur dr. Þorvaldur Gylfason víða viö. Hann fjallar um islenska og erlenda hagfræð- inga, um hagkerfi landa í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, um ólíka hagstjómarhætti í ýmsum löndum, um úrlausn brýnna verkefna í menntamálum íslensku þjóðarinnar og menningarlífið í landinu, um sjávarútvegs- og landbúnað- armál og samspil þeirra við aðra þætti efnahagslífsins hér heima og um atvinnu- mál, efnahagsumbætur og hagvöxt á íslandi og annars staðar. Bókin setur hagfræði íslands í samhengi við um- heiminn, þar sem þjóðimar tengjast æ nánari viðskipta- ÞORVALDOR GYLFASON Viðskiptin eflaalladáð böndum með batnandi lífskjör almennings að leiðarljósi. Höfúndur er rannsóknarprófessor í hag- fræði við Háskóla íslands. Hann hefur stund- að rannsóknir, kennslu og ráðgjöf víða um heim og ritað fjölda bóka, bæði á íslensku og ensku, auk fjölmargi'a ritgerða um hagfræði og hagstjórn innanlands og utan. Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menn- ingar gefur bókina út og hefur áður gefið út bókina Markaðsbúskapur sem Þorvaldur skrifaði í félagi við tvo erlenda starfsbræður sína. Sú bók hefur nú komið út á sautján tungumálum. Draumar deyja aldrei Nýverið kom út fjórða ritið í ritröð Mann- réttindaskrifstofu íslands, „Our Dreams Will Never Die: The Straggle for Self-Determ- ination of East Timor.“ Þar birtist í fyrsta sinn á prenti erindi sem José Ramos-Horta, leiðtogi sjálfstæðishreyfingar Austur-Tímor flutti í Reykjavík í apríl 1997. Auk þess er í ritinu kafli um stöðu Austur Tímor sam- kvæmt þjóðarétti og Magna Carta sjálfstæðis- hreyfinga Austur-Tímor. Inngangsorð ritaði Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrr- um þingmaður. Ritið fæst á skrifstofu Mannréttindaskrif- stofu íslands, Laugavegi 7, 3. hæð, og í bóka- búðum á höfuðborgarsvæðinu. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.