Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ráðherra skemmtir sér Nýi landbúnaðarráðherrann hefur uppgötvað hestinn og fær tæpast hamið hrifningu sína á hestamótum heima og erlendis. Þegar skagfirzkir refir gaukuðu að honum plaggi í hita hrifningar á Vindheimamelum, fannst hon- um ekkert mál að gefa út skuldaviðurkenningu. Fyrir rúmri viku samþykkti ráðherrann fyrir hönd ráðuneytis síns, að ríkið gæfi 150 milljónir króna á fimm árum til skagfirzkrar hestamennsku. Hann lofaði upp í ermi ríkisstjórnar, fjárlaganefndar og Alþingis að skekkja markaðsöflin í þágu Skagfirðinga. AUt, sem Skagfirðingar eiga að gera fyrir peningana, er þegar verið að gera á vegum ýmissa samtaka, ríkisins sjálfs og samkeppnisfyrirtækja. Skagfirðingar eiga að uppgötva hjólið að nýju á kostnað skattborgaranna og gefa öðrum hestamönnum landsins langt nef. , Þetta líkist því, að sjávarútvegsráðherra uppgötvaði skyndUega þorsk og ákvæði í hrifningarvímu að gefa Skagfirðingum helminginn af öUum þorskkvóta lands- ins, togara og frystihús í ofanálag. Mörg er spiUingin í landinu, en þessi tegund er sú vitlausasta. Hestamennsku hefur farið hnignandi í Skagafirði í samanburði við aðra landshluta. Aðeins 15% sýndra ræktunarhrossa koma fram á sýningum í Skagafirði. Unglingastarf er áberandi minna en í ýmsum öðrum sýslum, sem hafa tekið við merkinu af Skagafirði. Skattgreiðendur eiga að borga Skagfirðingum fyrir reiðhöU, sem einstaklingar og félög reisa fyrir eigin reikning annars staðar í landinu. Þeir eiga að borga Skagfirðingum fyrir að halda mót og sýningar, sem ým- is félög og landssamtök gera nú þegar með glæsibrag. Skattgreiðendur eiga að borga Skagfrrðingum fyrir markaðsstarf, sem nú þegar er unnið á vegum samtaka bænda og útflytjenda. Skattgreiðendur eiga að borga Skagfirðingum fyrir skóla og námskeið, sem ríki, félög og fyrirtæki halda nú þegar fyrir eigin reikning. Skattgreiðendur eiga að borga Skagfirðingum fyrir að sigla í kjölfar ýmissa aðUa, sem þegar hafa tekið tölvu- tækni í þjónustu sína fyrir eigin reikning, setja upp gagnabanka, spjallrás og veftimarit og búa tU ferðakort, sem þegar hefur verið undirbúið annars staðar. Dæmið í heUd er Ula grundað byggðastefnumál, sem á að leiða tU reiðhaUar á Sauðárkróki, hestakennslu í fjöl- brautaskólanum þar, upplýsingamiðstöðvar i Varmahlíð, betra mótssvæðis á Vindheimamelum og eflingar Hesta- sports í samkeppni við aðrar hestaferðaskrifstofur. Listin við byggðastefnu er að mjólka skattborgarana án þess að skaða beinlínis aðra atvinnustarfsemi í land- inu. En ráðagerðir landbúnaðarráðherra fjaUa því miður um að spiUa samkeppnisaðstöðu ýmissa félaga og lands- samtaka og ótal fyrirtækja og einstaklinga. Ef ríkið á 150 miUjónir aflögu tU hrossa, er miklu nær að verja peningunum í atriði, þar sem félagslegt framtak og einstaklingsframtak duga skammt. Má þar nefna rannsóknir á hrossasjúkdómum á borð við spatt og sum- arexem, sem leika hrossaútflutninginn grátt. Ef ríkið viU styðja framtak félaga og einstaklinga á þessu sviði, er miklu nær að fela þeim mörgu samtökum, sem fyrir eru í landinu, að ráðstafa peningunum og setja aðeins það skUyrði, að féð sé ekki notað tU að skekkja markaðsbúskap og samkeppni í atvinnulífinu. Gott gæti verið fyrir ríkisstjórnina að setja hömlur á ferðir hrifnæmra ráðherra á skemmtanir, þar sem bragðarefir láta þá gefa út skuldaviðurkenningar. Jónas Kristjánsson Frá Hafrahvömmum á Fljótsdalshéraði. Snæfellsþjóðgarð- ur rétta svarið íslendingar hafa verið að kynn- ast hálendinu í stórauknum mæli síðustu ár. Æ fleiri eignast hlut- deild í töfrum óbyggðanna og vilja tryggja sem víðtækasta verndun þeirra fyrir óbornar kynslóðir. Viðhorfsbreytingunni verður helst líkt við byltingu og hún skapar forsendur fyrir endurmati og nýj- um ákvörðunum. Rökin fyrir slíku er ekki síður að finna í alþjóðlegu umhverfi. Ríó-ráðstefnan 1992 lagði nýjan grunn að umgengni við náttúruna með sjáifbæra þró- un og varúðarreglu sem æðstu boðorð. Það hefur miðað afar hægt hér- lendis að fá meginniðurstöður Rió- yfirlýsingarinnar inn í íslenskt réttarkerfi. Frumvarp sem um- hverfisráðherra lagði fyrst fram vorið 1994 „um lögfestingu nokkurra meginreglna um- hverfisréttar" hefur enn ekki hlotið afgreiðslu. Síðast kom þetta stjórnarfrumvarp fram á þingi í hittifyrra, en engin áhersla var á afgreiðslu þess frekar en fyrri daginn. í upp- hafsgrein þessa frumvarps seg- ir: „Tilgangur laga þessara er að tryggja að meginreglna um- hverfísréttar verði ávallt gætt við framkvæmd og skýringu laga er varðar umhverfið. Markmiðið er að vemda um- hverfið og stuðla að því að einstak- lingar sem og komandi kynslóðir fái notið þeirra gæða sem felast í heilnæmu umhverfi og náttúru- auðlindum." Svikist um endurskoðun laga En það er ekki aðeins að stjórn- völd hafi dregið við sig að lögfesta meginreglur umhverfisréttar. Þau hafa jafnframt svikist um að sinna lögboðinni endurskoðun löggjafar um mat á umhverfisáhrifum. Upp- haflegri löggjöf um þetta efni var aldrei ætlað að standa lengi. í lög- um nr. 63/1993 var beinlínis tekið fram að lögin bæri að endurskoða jafnhliða endur- skoðun skipulags- og byggingarlaga, en endurskoðun þeirra lauk vorið 1997. Þessari lög- boðnu skyldu brugðust stjórn- völd, þótt margoft væri á Alþingi vakin athygli - á nefndu lagaá- kvæði. Fullyrt var af umhverfisráð- herra æ ofan í æ á síðasta kjörtíma- bili að frumvarp til nýrra laga um mat á umhverfisá- hrifum væri að koma fram. Enn Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fv. alþingismaður „Ríó-ráðstefnan 1992 lagði nýj- an grunn að umgengni við nátt- úruna með sjálfbæra þróun og varúðarreglu sem æðstu boðorð. Það hefur miðað afar hægt hér- lendis að fá meginniðurstöður Ríó-yfirlýsingarinnar inn í ís- lenskt réttarkerfi hefur það ekki séð dagsins ljós þótt langt sé um liðið að stjórn- skipuð nefnd skilaði af sér tillög- um að frumvarpi. Fyrirvari skipulagsnefndar miöhálendis Samvinnunefnd héraðsnefnda sveitarfélaga sem skilaði tillögum að svæðisskipulagi miðhálendis- ins í maí 1997 gerði m.a. svohljóð- andi fyrirvara um Fljótsdalsvirkj- un: „Gildi Eyjabakkasvæðisins vegna sérstæðs gróðurfars, dýra- lífs, landslags o.fl. er svo mikið að ástæða er til að endurskoða tilhög- un virkjunar samkvæmt gildandi lögum. Svæðið hefur einnig mikið gildi fyrir ferðaþjónustuna." Og i lokaáliti nefndarinnar frá í ágúst 1998 segir m.a.: „Nefndin telur að eðlilegt sé að endurmeta 15 ára gömul áform með tilliti til breyttra for- sendna, m.a. nýrrar tækni og breyttra við- horfa til umhverfismála [...] Gerðir eru fyrirvar- ar um stærð miðlunar- lóna á gróðurlendum í 600 m y.s. sem eru meðal stærstu fuglabyggða há- lendisins." Fyrirvarar sem skipulagsnefndin gerði í aðdraganda þessa hálendisskipulags, sem 'ráðherra staðfesti síð- astliðið vor, eru þannig ótvíræðir. Þjóðgarðstillaga NAUST Nýleg tillaga Náttúru- verndarsamtaka Aust- urlands - NAUST - um að stofnaður verði Snæfellsþjóðgarður sem meðal annars spanni yfír Eyjabakka- svæðið endurspeglar áreiðanlega vilja stórs þjóðarinnar um þessar Náttúruverndarsamtök hluta mundir. Austurlands telja brýnt að litið sé heildstætt á þetta verðmæta svæði með tilliti til verndunar náttúru þess ókomnum kynslóðum til ynd- isauka. Ef velja á milli þjóðgarðs og ál- verksmiðju ætti valið að reynast auðvelt. Margir munu taka undir þá ályktun aðalfundar NAUST, að Snæfellsþjóðgarður og verndun há- lendisins norðan Vatnajökuls hefði ómetanlegt gUdi fyrir landið í heild og Austurland sérstaklega auk þess að hafa alþjóðlega þýðingu. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Alvarleg verðbólguþróun „Ríkisstjómin á að taka af skarið og beita sér fyr- ir breytingum á vörugjaldinu á þann veg, að það auki ekki á þær sveiflur, sem verða vegna breytinga á heimsmarkaðsverði á benzíni. Ummæli fjármála- ráðherra... eru vísbending um, að þetta sjónarmið eigi hljómgrunn innan rikisstjórnarinnar. Það er al- veg ástæðulaust að ríkið taki viðbótartekjur í ríkis- sjóð með þessum hætti. Verðbólguþróunin er komin á alvarlegt stig. Það er tímabært að taka ákvarðan- ir, sem snúa þeirri þróun við.“ Úr forystugreinum Morgunbiaösins 4. september Hugmyndaskortur ríkisstjórnarinnar „Það er sorglegt til þess að vita að Austfirðingum skuli stillt upp með þessum hætti, að ef álver rísi ekki muni fjórðungurinn ekki eiga sér viðreisnar von og ber að skoða viðbrögð fólks með það í huga. Þessi ótrúlegi hugmyndaskortur ríkisstjómarinnar í atvinnuuppbyggingu er sorglegt dæmi um stjórn- málamenn gamla timans sem telja það vera hlutverk sitt að bjarga landsbyggðinni með sértækum aðgerð- um sem alltaf hafa mistekist/1 Groska.is 6. september Þögn um siöleysi Jóns Ólafssonar „Eitt er það sem farið hefur fyrir brjóstinu á Frels- aranum en það er hrópandi þögn fjölmiðlamanna um meint siðleysi, óheiðarleg viðskipti og mútugjaf- ir Jóns Ólafssonar Friðgeirssonar í Skifunni (þessi með 79 þúsund króna mánaðarlaunin). Því hefur meðal annars verið haldið fram að Jón hafi styrkt R- listann fjárhagslega og fengið í staðinn úthlutaða lóð í Laugardalnum undir nýtt kvikmyndahús sitt, eitt- hvað sem í daglegu tali nefnist mútur. Fyrir nokkrum árum var hann sakaður um að hafa rekið fréttamenn af fréttastofu Stöðvar 2 þegar þeir létu eigin sannfæringu ráða fór við fréttaflutning sinn en ekki sérhagsmuni Jóns. Þá hefur verið þrálátur orðrómur um að Jón hafl hagnast og byggt upp veldi sitt á fikniefnasölu." Frelsi.is 4. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.