Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 15 Hm! Hallmar bregður á leik með Erró árla morguns. DV-mynd Hilmar Þór allar Á meðan flestir sofa svefni hinna réttlátu eru hundaeigendur komnir á ról og famir að viðra hunda sína. Tilveran vaknaði snemma í síð- ustu viku og slóst í hóp- inn með þremur árrísul- um hundaeigendum. Hallmar Sigurðsson og hundurinn Erró: Förum oftast á sömu slóíir Við erum vanafastir og fórum oft- ast á sömu slóðir. Við göngum um götumar hér í Þingholtunum og höfum fyrir fastan sið að staldra við í Einarsgarði. Það er afskaplega gott að byrja daginn á gönguferð og koma sér í form fyrir daginn," seg- ir Hallmar Sigurðsson leikstjóri sem á hverjum morgni viðrar hund- inn sinn, Erró, með göngutúr um Þingholtin. „Auðvitað er maður misfrískur og jafnvel illa upplagður suma daga. Ég er hins vegar alltaf fljótur að gleyma því þegar við erum komnir út undir bert loft og famir að spáss- era um bæinn. Ég nýt göngutúr- anna alltaf betur og betur en ég man þá tíð þegar Erró var enn hvolpur að þá vaknaði hann gjarna um fimmleytið á morgnana. Það gat reynt á mann en auðvitað þýddi ekkert að segja honum að biða og maður varð að drífa sig á fætur. En það er eins með hvolpa og ungböm- in; þau læra smám saman að sofa á nóttunni og nú eram við yfirleitt komnir á ról á svipuðum tíma morguns. Erró er þolinmóður að % " fis §m ' - endann ef eg ætla í hesthus siðar um daginn því þá fær Erró næga út- rás. Það fellur þó aldrei úr dagur enda má ekki undir nokkram kring- umstæðum bregðast trausti hunds- ins. Gönguferðirnar eru hressandi og skemmtileg afþreying fyrir okk- ur báða,“ segir Hallmar Sigurðsson leikstjóri. -aþ . eðlisfari og ef morgunferðin dregst á langinn hjá mér finnst mér hann frekar verða hissa en óþreyjufull- ur.“ Hallmar segir lengd göngutúr- anna misjafna enda ráði hann ferð- inni í þeim efnum. „Hundum líður best ef húsbóndinn stjórnar og þannig höfum við það. Gönguferð- imar eru stundum styttri í annan Jóna Theódóra viðrar hundana á hverjum morgni: að þýðir ekkert annað en að standa sig ef maður á hunda á annað borð. Þess vegna kæmi aldrei til greina að sleppa því að fara út með þá að morgni. Veðrið er auka- atriði og alltaf hægt að klæða sig vel,“ segir Jóna Theódóra Viðars- dóttir, sem er með þrjá írska setter- hunda á heimili sínu. Morgungangan er fastur liður í heimilislífi Jónu og eiginmanns hennar. Lengd ferðanna ræðst þó af hafi kannski verið svolítið syfjuð í upphafi. Það gleymist á stundinni og fyrir mér er þetta aldrei kvöð heldur endalaus ánægja,“ segir Jóna Theódóra Viðarsdóttir hunda- eigandi. -aþ Margrét og Guðrún Jóna með Ástu Sóllilju, Ronju og Bensa. DV-mynd Pjetur Margrát Andrésdóttir viðrar hunda sína snemma morguns: Ekkert betra en göngu- ferð í morgunkyrrðinni að er auðvelt að verða háður því að fara út snemma morguns og viðra sjálfan sig og hundana. Fyrir mér er þessi útivera afar mikilvæg enda ekki hægt að hugsa sér neitt betra en að ganga um Fossvoginn í morgunkyrrðinni; og skiptir engu máli hvaða árstíð er. Ég sakna þess alltaf þá morgna sem ég verð af einhverjum or- sökum að láta öðrum eftir að fara út með hundana," segir Margrét Andrés- dóttir, sem er búsett í Fossvoginum ásamt fjölskyldu sinni og hundunum Ástu Sóllilju, Ronju og Bensa. „Gönguferðirnar eru breytilegar hjá okkur; stundum verða þær að vera í styttri kantinum en þegar tími er rúm- ur fórum við upp að Rauðavatni snemma morguns. Þar er mikið sama fólkið með hunda sína og við höfum eignast marga góða félaga á ferðum okkar þar.“ Margrét segir alla í fjölskyldunni taka jafnan þátt í að annast hundana og oftar en ekki bjóðist fleiri en einn til að taka að sér gönguferðina. „Hund- arnir treysta á okkur og ég man ekki eftir til þess að morgungöngu hafi nokkru sinni verið sleppt. Það er mik- il vinna í kringum þessar skepnur en þeir veita okkur líka ómælda ánægju. Ég er viss um enginn í fjölskyldunni gæti hugsað sér lífið án hundanna. Þeir eru svo miklir fjölskylduvinir og yndislegir félagar í alla staði,“ segir Margrét. -aþ Darri, Ztorny og Aristo tilbúnir að fara í morgungöngu með eiganda sínum, Jónu Theódóru Viðarsdóttur. DV-mynd Pjetur því hversu miklar annir era hjá þeim hjónum hverju sinni. „Á virkum dögum föram við í styttri ferðir en þeim mun lengri um helgar. Hundamir skynja þetta fullkomlega og þeir eru alltaf óþreyjufullir á laugardagsmorgn- um. Þeir vita sem er að þá er göngutúrinn lengri.“ Jóna er búsett í Selásnum og því stutt í ósnortna náttúra. Hún getur því leyft sér þann munað að leyfa hundunum að hlaupa frjálsum þeg- ar hún er komin út úr hverfinu. „Það er alltaf best að geta sleppt þeim, þótt ekki sé nema stutta stund og við gerum það eins oft og kostur er. Um helgar förum við gjama upp að Rauðavatni þar sem þeim finnst gaman að hlaupa,“ seg- ir Jóna. Morgunstund með hundunum er einn besti tími dagsins að mati Jónu. „Mér finnst ég hafa svo gott af þessu sjálf. Kyrrðin er svo nota- leg og ég kem alltaf endurnærð heim i morgunmat, jafnvel þótt ég Upp Aldrei kvöð heldur endalaus ánægja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.