Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 25 Sport Draumalið DV Forysta efsta liðsins í draumaliðsleik DV minnkaði úr þrettán stigum í sex í 16. umferð úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu sem lauk síðasta mið- vikudagskvöld. Þorvaldur Freyr Friðriksson frá Raufarhöfn er í efsta sætinu eins og undanfarnar vikur. Hann fékk 4 stig í umferðinni og er nú með 107 stig. Sigurveig Gestsdóttir komst í annað sætið með lið sitt, Plató. Hún fékk 13 stig í umferðinni og er þá komin með 101 stig samtals. í landshlutakeppninni er Þor- valdur efstur á Norðurlandi og Sigurveig í Reykjavík. Á Suð- vesturlandi er Eyþór Ragnars- son úr Kópavogi efstur með liðið Seifu’46. Á Suðurlandi er Arilius Smári Hauksson úr Vestmanna- eyjum efstur með liðið Jennu. Á Austurlandi er Bjartur Sæ- mundsson úr Neskaupstað efstur með liðið Explorer. Á Vestur- landi er Kristín Jónsdóttir frá Akranesi efst með liðið Ó 6. Stöðu 300 efstu liða í heildar- keppni draumaliðsleiksins eftir 16. umferð er þannig að flnna á íþróttavefnum á Vísi.is en efstu lið eru þessi: 02086 Lionsklúbburinn Diddi N . 107 02995 Plató R..................101 03086 Seifu’46 G ................99 03472 Theopopolapas United N . . 94 03780 Feiti bakvörðurinn.........94 02899 Ruben G ..................91 00268 Carlsberg R................90 03634 Jenna S ...................90 02235 Fowler N...................89 02525 Lídds G...................88 02789 Tarim R ..................88 03056 Draumur í dós R .........88 Svarfdælingur á toppnum Eftir aðra umferðina af ijórum í fjórða og síðasta hluta drauma- líðsleiks DV, 16. umferð úrvals- deildarinnar í knattspymu, hef- ur liðlega þrítugur Svarfdæling- ur náð íjögurra stiga forystu. Það er Gunnar Þór Sigurðsson sem er efstur með lið sitt, UMF Gunni Sig., en hann hefur hlotið 32 stig í þessum tveimur umferð- um. Hann fékk 13 stig í 16. um- ferðinni sem lauk á miðviku- dagskvöld. I öðru sæti er Bryn- dís Birgisdóttir, 18 ára Reykja- víkurmær, en lið hennar, Adi- dassa, er með 28 stig. Sex draumalið em síðan einu stigi þar á eftir. Þessi draumalið era í efstu sætunum eftir aðra umferðina í fjórða hluta en á íþróttavefnum á Vísi.is er að flnna þau 300 efstu: 02879 UMF Gunni Sig. N ..........32 02963 Adidassa R ................28 02899 Ruben G ...................27 02225 Hlaðajarl R................27 03095 KaplóFC R .................27 03570 Þórsmörk A ................27 02856 CR-U G ....................27 02455 Iœ-11 V....................27 03428 Hulda ég elska þig G.......26 03454 Dr. Gáski R ...............26 Bjarki áfram efstur Bjarki Gunnlaugsson er áfram stigahæsti leikmaður úrvals- deildar í leiknum. Félagi hans, Guðmundur Benediktsson, skaust upp í þriðja sæti í 16. umferðinni en hann fékk 9 stig fyrir frammistöðu sína í leik KR- inga við Fram. Þessir leikmenn eru með flest stig: Bjarki Gunnlaugsson, KR .........40 Sigurbjörn Hreiðarsson, Val .... 37 Guðmundur Benediktsson, KR . . . 35 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV . . 30 Kristján Brooks, Keflavík .......28 Gunnar Oddsson, Keflavík........27 Ágúst Gylfason, Fram.............25 ívar Ingimarsson, ÍBV............25 Alexandre Santos, Leiftri........24 Hreiðar Bjarnason, Breiðabliki .. 22 Goran Aleksic, ÍBV...............21 Arnór Guðjohnsen, Val............19 Kristinn Lárusson, Val ..........18 Salih Heimir Porca, Breiðabliki . 18 f&u/ch Rúnar Kristinsson segir mikinn einhug ríkja í hópnum fyrir leikinn gegn Ukraínu á morgun: llir tanum Stoltir af Hemma Einn virtasti dómarinn Einn virtasti dómari í Evrópu í dag, Portúgalinn Vitor Manuel Melo Pereira, dæmir leik íslendinga og Úkraínumanna annað kvöld. Per- eira er kominn í hóp bestu dómara og þykir koma sterklega til greina sem dómari á úrslitaleik meistara- deildar Evrópu næsta vor. Það er ekki á hverjum degi sem dómarar í þessum styrkleikaflokki eru sendir til íslands til að sjá um dómgæslu. Þessi dómarasending undirstrikar mikilvægi leiksins í augum dómaranefndar UEFA og þykir ekki annað við hæfi en að senda einn þann besta í faginu til að dæma einn af úrslitaleikjum riðils- ins. -JKS Glimrandi miðasala - útlit fyrir að uppselt verði á morgun Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, sagði í samtali við DV í gærkvöld að aðgöngumiðar að leik íslands og Úkraínu annað kvöld rynnu út eins og heitar lummur og það kæmi sér ekki á óvart að miðar sem í boði væru myndu allir renna út í dág. Rúmlega sjö þúsund að- göngumiða má selja en etnungis má selja miða í sæti. Eflaust hefði ekki verið mikið mál fyrir KSÍ aða selja miklu fleiri miða enda áhuginn á leiknum slík- ur. Menn eru ekki í nokkrum vafa um að hér er á ferð mikilvægasti leikur sem íslenskt landslið í knatt- spyrnu hefur leikið. Liðið þarf því á öflugum stuðningi að halda annað kvöld. -JKS Guðjón í mynd - þjálfari Lokeren ráðinn í vikunni Belgíska knattspyrnufélagið Lok- eren er enn þjálfaralaust eftir að Willy Reynders var sagt upp störf- um í síðasta mánuði. Nú þykir ljóst að eftirmaður hans verði ráðinn í þessari viku og kandídatarnir eru þrír, Georges Leekens, Guðjón Þórð- arson og Henk Houwaart. Nýhættur landsliðsþjálfari Belga, Georges Leekens, var líklegastur en hann á í vandræðum vegna starfs- lokasamnings við belgíska samband- ið. Taki hann við þjálfun Lokeren missir hann samninginn en lögfræð- ingar hans eru að vinna í þeim mál- um en líkurnar á ráðningu hans eru ekki miklar úr þessu. Henk Houwaart hefur þjálfað Har- elbeke undanfarin 5 ár og náð þar athyglisverðum árangri. Hann kom þessu áður óþekkta félagi úr B-deild- inni og í fremstu röð í Belgíu. Hann heldur því sjálfur fram að hann sé næsti þjálfari Lokeren enda studdur af einum stærsta stuðningsaðila fé- lagsins en forseti félagsins er aftur á móti með Guðjón Þórðarson sem fyrsta valkost á eftir Georges Leekens í stöðuna. Málin skýrast á allra næstu dög- um og það er Ijóst að vilji forseta Lokeren til að fá Guðjón eykur líkur á að hann sé í mynd fari svo að Leekens nái ekki að halda starfs- lokasamningi sínum og taka við Lokeren að auki. -VS/KB/ÓÓJ Hjá enska knattspyrnufélaginu Brentford eru menn stoltir sínum manni, Hermanni Hreiðarssyni, og framgöngu hans með íslenska landsliðinu, enda ætla margir stuðnings- menn liðsins á landsleik Frakklands og íslands í haust. í gær kom fram á síðu Brentford á frétta- vefnum Teamtalk að Hermann væri fyrsti leik- maður Brentford til að skora mark í landsleik í 60 ár, eða síðan Dai nokkur Hopkins skoraði fyrir England skömmu fyrir seinna stríð. -VS Mickael Silvestre, vamarmaður Inter Milano og íranska 21-árs landsliðsins i knattspymu, er að öllum líkindum á leið til Manchester United. Inter hefur samþykkt tilboð United, 480 milljónir, og beðið er eftir ákvörðun leikmannsins sjálfs sem er með 21-árs liði Frakka í Armeníu. Ibrahim Ba, landi hans sem leikur með AC Milan, hefur hins vegar hafhað því að fara til Middlesbrough út timabil- ið sem lánsmaður. Ba virðist ekki inni í myndinni hjá Milan sem stendur en vill frekar verða lánaður til ítalsks liðs í vetur og reyna síðan aftur hjá Milan. Fernardo Vazquez hefur verið ráðinn þjálfari spænska knattspymufélagsins Mallorca. Hann kemur í staðinn fyrir Mario Gomez sem var ráðinn til Mall- orca fyrir þetta tímabil en fékk síðan ekki starfsleyfi hjá spænska knatt- spymusambandinu vegna ónógrar reynslu. Penny Heyns frá Suður-Afríku setti í gær nýtt heimsmet í 100 metra bringu- sundi kvenna í 25 m laug þegar hún synti á 1:05.57 mínútum á meistaramóti I Jóhannesarborg. Hún setti í síðasta mánuöi heimsmet í 50,100 og 200 metra bringusundi i 50 metra laug. Reykjavikurmótió í körfuknattleik hófst í fyrrakvöld en þar taka nú sex lið þátt. Aðeins eitt þeirra er i úrvalsdeild- inni, KR. I fyrstu umferðinni vann Val- ur sigur á ÍR, 57-55, Breiðablik lagði Stjömuna, 84-72, og KR sigraði Fjölni, 97-46. Fjölnismenn hafa styrkt sig mik- ið fyrir 2. deildarkeppnina í vetur en þar er nú þjálfari og leikmaður Eggert Garðarsson, fyrrum ÍR- og KR-ingur. Mario Basler, miðjuleikmaður Bayem Múnchen og þýska landsliðsins, varð fyrir áfalli fyrir helgi er hann reif lið- band í hné i æfmgaleik gegn B-deildar- liðinu Númberg. Basler verður frá í allt að 6 vikur. Enn er einhver tími í að Michael Schumcaher verði klár í heimsmeistarakeppni For- múlu eitt ökumanna en í gær afskrifuðu talsmenn Ferrari að Þjóðvetjinn kæmi aftur í evrópska kappaksturinn i Nuer- burgrmg sem fram fer 26. september og yrði ekki orðinn klár fyrr en i næstsíðustu keppn- ina í Malasíu 17. október. Schumacher fótbrotnaði á Silverstone-brautinni í Bretlandi fyrr í sumar eins og frægt er orðið. -VS/ÖÓJ Helena nálgast Astu - sem sú markahæsta í sögunni Helena Ólafsdóttiur, fyrirliði íslandsmeistara kvenna, náði ekki að verða markadrottning í sumar en náði samt sínu besta ári í markaskorun á ferlinum. Helena, sem skoraði 19 mörk, hefur skorað 46 mörk á síðustu þremur árum sem KR hefur orðið meistari og er nú komin með 145 mörk eða níu mörkum færra en Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem hefur skorað flest mörk í sögu kvennaknattspyrnunnar á íslandi. Helena hefur skorað mörkin 145 í 169 leikjum á síðustu 14 árum en hún gerði sitt fyrsta mark 1986 þá 17 ára og gæti slegið metið næsta sumar haldi hún áfram á sömu braut. -ÓÓJ Leikur kvöldsins i riðlakeppni Evr- ópumóts landsliða verður háður á Laugardalsvellinum á morgun þegar ísland og Úkraína leiða saman hesta sína. Viðureignin er í 4. riðli keppn- innar sem orðinn er heitasti riðill keppninnar. Fjórar þjóðir bítast um sigurinn sem gefur sæti í úrslita- keppni mótsins næsta sumar en sú þjóð sem lendir í öðru sæti fer í sér- staka keppni um sæti í úrslitakeppn- inni sem verður háð í Belgíu og Hollandi. Liðið undirbýr sig af kostgæfni fyr- ir leikinn annað kvöld og stjórnaði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari æflngu liðsins í gærkvöld af mikilli Ef við náum upp pressu á þá verðum við láta kné fylgja kviði og reyna að afgreiða dæmið. Við verðum alltaf allir að vera á tánum gagnvart skyndiupphlaupum enda eru sóknar- menn þeirra öskufljótir. Við verðum að fara að öllu með gát og vera skyn- samir. Við gerðum jafntefli úti við Úkraínu, jafntefli heima við Frakka og af hverju ættum við því ekki að vinna Úkraínu á heimavelli. Það er kannski fullmikið að ætlast til þess en liðið er búið að sýna og sanna vissan styrkleika og verður því að hafa trú á því að geta unnið,“ sagði Rúnar að lokum við DV. -JKS röggsemi. Ljóst er að Guðjón Þórðar- son getur gott sem er teflt fram sínu sterkasta liði ef undan er skilinn Eyjólfur Sverrisson sem er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Sigurður Jónsson landsliðsfyrirliði tók því ró- lega á æfmgunni en hann á við smá- meiðsli að striða í hásin en verður kominn í lag fyrir leikinn stóra ann- að kvöld. Rúnar Kristinsson, sem gat ekki tekið þátt í leiknum við And- orra um síðustu helgi vegna háls- meiðsla, er allur að koma til og sýndi engan bilbug á æfingu á Laugardal- vellinum í gærkvöld. Það er mikið gleðiefni að hann skuli vera klár í slaginn enda mun ekki af veita gegn hinu sterka liði Úkra- ínumanna sem leiða riðil- inn með einu stigi en Rúss- ar, íslendingar og Frakkar koma í humátt á eftir. DV hitti Rúnar Kristins- son að máli eftir æflnguna og sagði hann m.a. mjög skemmtilegt verkefni fram undan en íslenskt landslið væri í mörg ár búið aö Rúnar vinna að því að komast er klár í svona langt í riðlakeppni stórmóts. „Við eigum ákveðna möguleika núna og við verðum bara að taka áhættu og vinna leikinn. Öðruvísi hefst þetta ekki. Við erum spenntir fyrir leiknum sem við ætlum að fórna okkur í og reyna að koma okkur enn lengra en orðið er,“ sagði Rúnar Kristins- son í spjallinu við DV í gærkvöld. - Hverja telur þú mögu- leika okkar á heimavelli? Kristinsson „Ef við ætlum að sækja slaglnn. opnar það að sjálfsögðu svæði fyrir Úkraínumenn en það segir okkur að við veröum að vera varkárir í sóknaraðgerðum. Við munum byrja þetta rólega og koma okkur hægt og bítandi inn í leikinn. ' É ^ í : - ■ wm SS Fjolmiðlar fjölmenna Erlendir fjölmiðlar ætla að bema sjónum sínum að viðureign fslands og Úkraínu. Að sögn Jóhanns Krist- inssonar, vallarstjóra í Laugardal, höfðu í gær borist 104 beiðnir innlendra og erlendra fjölmiðla um að- stöðu á vellinum. 30 úkraínskir fjölmiðlamenn koma til landsins í dag með landsliðinu en eins og gefur að skilja ríkir gífurlegur áhugi þar í landi fyrir leiknum í Reykjavík annað kvöld. Nokkrir fjölmiðlar af Norð- urlöndunum hafa boðað komu sína og m.a. koma tveir menn frá hinni frægu bresku stöð BBC. -JKS Nýtt met hjá íslenska landsliðinu: Sjötti sigurinn - á árinu 1999 gegn Andorra íslenska knattspyrnulandsliðið setti nýtt met þegar liðið vann And- orra 3-0 á laugardaginn. Þetta var sjötti sigurinn í áttunda leik ársins en aldrei áður hefur ísland náð að vinna sex landsleiki á einu ári. Þetta var 73. sigur íslenska landsliðsins í 283. landsleiknum en mest áður hafði ís-, land unnið flmm landsleiki árið 1994 þegar Ásgeir Elíasson var við stjómvölinn en fjórir sigrar unnust síðan árin 1987, 1990 og 1996. Þetta var einnig metjöfnun þvi þrír leikir í keppni hafa unnist á árinu en það náði íslenska liðið einnig 1987 þegar tveir leikir í undankeppni Evrópu- keppninnar og einn í undankeppni Ólympíuleikanna unnust. Fjórir leikmenn íslenska liðsins settu um leið met með því að hafa ver- ið með í öllum sex sigurleikjum ársins en það eru Birkir Kristinsson, Auðun Helgason, Hermann Hreiðarsson og Helgi Sigurðsson. -ÓÓJ Með smáheppni - tekst það, segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ Eggert Magnússon, formaður KSI, fylgdist með æfingu landsliðsins á Laug- ardalsvelli í gærkvöld. Hann sagði í samtali við DV að leikur- inn við Úkraínu á morgun væri án efa stærsti leikurinn í íslenskri knattspymu fyrr og síðar. „Við höfúm aldrei verið í stöðu sem þessari áður að eiga mögu- leika á að komast í úrslitakeppni Evrópumóts landshða næsta sum- ar þegar tveir leikir eru eftir í riðlakeppninni," sagði Eggert. eða síðar kæmi þessi staða upp. Við eigum góðum landsliðshópi á að skipa í dag undir stjóm fiábærs þjálfara sem Guöjón Þórðarson er. Með smáheppni getur þetta tekist. Ég spái þvi að við vinnum leikinn gegn Úkraínu en hins vegar verð- ur maður að gera sér grein ftrir því að það getur brugðið til beggja vona. Úkraínumenn koma hingað með það markmið að vinna en að sama skapi getur það geflð okkur hagstæð tækifæri. Ég er ekki í Eggert Magnússon formaður KSÍ. - Þetta er kannski staða sem þú áttir ekki nokkrum vafa um að þetta verður svakalega von á í upphafi riðlakeppninnar? spenanndi og skemmtilegur leikur þar sem „Ég skal var heiðarlegur að ég átti ekki barist verður til síðustu mínútu,“ sagði von á þvi. Það hefúr blundað í manni að fyrr Eggert Magnússon. - JKS Island-Ukraína á Akranesi í dag ísland mætir Úkraínu í Evr- ópukeppni 21-árs landsliða í knattspymu á Akranesi í dag. Fyrri leikur þjóðanna i Kiev í mars endaði 5-1 fyrir Úkrainu, sem gerði 0-0 jafntefli við Frakka um helgina. Þá unnu Rússar stór- sigur á Armenum, 6-0. íslenska liðinu hefur ekki gengið vel í keppninni til þessa og aðeins náð að vinna Armena hér heima, 5-0, en tapað öðrum leikjum. Staðan í riðlinum: Rússland 7 5 0 2 15-5 15 Frakkland 6 4 11 12-3 13 Úkraína 6 3 2 1 15-6 11 Armenía 7 1 1 5 5-23 4 ísland .6 1 0 5 5-15 3 -VS Fjoldi utsendara í Laugardalnum - Dortmund og Leverkusen senda menn Það ætti ekki að koma nokkrum á óvart að áhugi knattspymuliða i Evrópu hefur kviknað fyrir íslensk- um leikmönnum í kjöífar frábærs árangurs liðsins í riðlakeppni Evr- rópukeppninnar. Mörg lið hafa sent útsendara þeg- ar íslendingar hafa leikið sína leiki í Reykjavík og svo verður einnig raunin annað kvöld þegar liðið etur kappi við Úkraínu. Nokkur lið hafa fyrir venju að til- kynna komu sína og það hafa þýsku stórliðin Bayer Leverkusen og Bor- ussia Dortmund gert. Michael Skibbe, þjálfari Dormund, ætlar sjálfur að koma og er talið að hann komi til að fylgjast með Brynjari Birni Gunnarssyni sem er á mála hjá sænska liðinu Örgryte. Sam- kvæmt heimildum DV hefur Leverkusen um hríð haft augastað á Brynjari en hann hefur leikið mjög vel með landsliðinu í keppnini sem og félagi sinu í Svíþjóð. Enskir, skoskir og belgískir um- boðsmenn verða einnig á leiknum. -JKS Bland i poka f Sport M Úkrainumenn stilla vafalítið upp nánast sama liði gegn íslandi á morg- un og i fyrri leik þjóðanna i Kiev í lok mars. Gegn Frökkum á laugardag var byrjunarliðið það sama og gegn ís- landi, með einni undantekningu. Sóknarmaðurinn Sergei Skachenko var ekki með en hann kom heldur ekki mikið við sögu gegn Islandi og lék aðeins fyrri hálfleikinn. Átta af þeim 14 leik- mönnum sem tóku þátt i leiknum við Frakka koma frá Dynamo Kiev. Þrír leika með öðrum liö- um í Úkraínu, og svo eru það stjörnurnar þrjár, Andriy Shevchenko, til vinstri, frá AC Milan, Yuriy Maksimov frá Werder Bremen og Oleg Luzhny frá Arsenal. Luzhny hefur ekki enn fengið tæki- færi með Arsenal, sem keypti hann i sumar frá Dinamo Kiev. Úkraínu- menn eiga sinar skýringar á því. Þeir segja að Arsene Wenger, hinn franski stjóri Arsenal, hefði ekki vilj- að að Luzhny yrði kominn i mikla leikæfingu áöur en Úkrainumenn mættu Frökkum! Landslió Úkrainumanna kemur til íslands laust eftir hádegið i dag með leiguflugi beint frá Kiev. Fljótlega eft- ir komuna til Reykjavikur mun liðið taka æfingu á Laugardalsvelli. Armenar verða án fimm fasta- manna í heimaleiknum sínum gegn Frökkum á miðvikudaginn. Leikur- inn hefur mikla þýðingu fyrir heims- meistara Frakka sem stefna á og verða að bæta bæði stiga- og marka- tölu sína i þesum leik. Fjarvera þessara fimm auk þess sjötta sem er tæpur gæti auðveldað Frökkum dagsverkið en þeir eru sem stendur með verri markatölu en við íslendingar sem munar tveimur mörkum en með jafn mörg stig. Einn Armeninn er veikur, annar meiddur og þrír leikmenn liðsins fengu sitt annað spjald í síðasta leik gegn Rúss- um. Middlesbrough i ensku A-deildinni í knattspyrnu gerði í gær samning viö Argentínumanninn Carlos Arturo Marinelli og var kaupverðið 1 og hálf milljón enskra punda. Marinelli þessi sem er í 18 ára landsliði Argent- ínu hefur verið nefndur „Nýi Mara- dona“ og Bryan Robson, fram- kvæmdastjóri liðsins, fór í eigin per- sónu til Buenos Aires til að næla í drenginn og tryggja hann á Riverside- völlinn næstu fimm tímabil. Hollendingurinn Edgar Davids fékk í gær loks grænt ljós frá ítölsku ólympíunefndinni á aö spila með Juventus en hann þarf að nota lyf gegn augnsjúkdóminum gláku sem kappinn þjáist af og það þurfti sam- þykki FIFA svo að Davids mætti nota lyfið „löglega” við meini sínu. Breski spretthlauparinn Linford Christie, til hægri, hefur verið sýkn- aður i Bretlandi af neyslu ólöglegra lyfia en of mikið magn af steranum nandrolón fannst í kappanum á móti í Þýskalandi i febrúar. Agadómstóll breska frjálsiþróttasam- bandsins sýknar Christie af ásökun- um um ólöglega neyslu, þar sem ekki þóttu koma fram nægilegar sterkar sannanir, en Alþjóða frjálsíþrótta- sambandið tilkynnti að það æfii Lin- ford Christie að sanna að nandrolone-steramagnið i líkama hans hafi komið út af náttúrlegum ástæðum en ekki með beinni inntöku. Þriðja tímabili NBA-kvennakörf- unnar lauk í fyrrinótt og það endaði eins og hin tvö með sigri Houston Comets. í annað sinn vann Houston, New York Liberty, nú 2-1, en þegar Houston vann fyrsta titilinn 1997 unnu þær líka New York-liðið. Cynthia Cooper, til hægri, var valin besti leikmaður úrslita- keppninnar þriðja árið i röö en hún missti í fyrsta sinn af þvi í vet- ur í 3 ára sögu WNBA að vera valin besti leik- maður deildarinnar. Cooper, sem hafói aðeins hitt 1 af 10 skotum sínum þegar Liberty jafnaði metin í öðrum leiknum, skoraði 24 af 59 stigum Houston og sigurinn til- einkuðu þær Kim Perrot sem var fyrrum leikmaður liðsins en hún dó úr krabbameini 19. ágúst eftir sjö mánaða baráttu. -VS/ÓÓJ Bland í oka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.