Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 4 26 Fréttir Aukinn viðbúnaður vegna umbrota í Mýrdalsjökli: Neyðaráætlun vegna Kötlugoss hraðað æfing og borgarafundur í Vík á næstunni DVVik: „Tilgangur fundarins var fyrst og fremst að stilla saman strengi. Ákveðið var að hraða eins og kost- ur er endurskoðun á þeirri séráætl- un/neyðaráætlun vegna eldgosa í Mýrdalsjökli sem hefur verið í gildi frá 1973 og er endurskoðuð reglu- lega,“ sagði Hafþór Jónsson hjá Al- mannavörnum ríkisins um fund sem haldinn var í Vík i Mýrdal á föstudaginn með Almannavömum ríkisins, almannavarnanefnd Mýr- dalshrepps, fulltrúum úr almanna- vamanefnd Skaftárhrepps og full- trúum almannavarnanefnda í Rang- árvallasýslu ásamt fulltrúum frá Björgunarsveitinni Víkverja í Vík og Rauðakrossdeildinni í Vík. Á fundinum var einnig fulltrúi frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Skipað var í vinnuhópa og mun einn þeirra sjá um þessa endur- skoðun neyðaráætlunarinnar ásamt því að undirbúa rýmingaræfingu á svæðinu. Þá var ákveðið að halda borgara- fund í Vík 13. september nk. Á þann fund munu mæta vísindamenn og Frá Vík í Mýrdal. Þar er verið að endurskoða allan neyðarviðbúnað vegna auk- inna umbrota í Mýrdalsjökli. fulltrúar almannavama á svæð- inu. „Þar flytja vísindamenn fyr- irlestra til að gera fólki fullkom- lega ljóst eðli og áhrif Kötlugosa og síðan verður kynntur sá við- búnaður sem er viðhafður af hálfu Almannavama með tilliti til þess,“ sagði Hafþór Jónsson hjá Almannavömum ríkisins. Að því loknu munu framsögumenn sitja fyrir svörum fundargesta. Þessi fundur verður opinn öllum íbúum svæðisins, frá austan- verðri Rangárvallasýslu í vestri til Kirkjubæjarklausturs í austri. í framhaldi af borgarafundinum á síðan að gefa út fréttabréf til allra íbúa svæðisins þar sem á sama hátt verður kynnt hvemig hinar ýmsu visindastofnanir koma að gæslu og vöktun Kötlusvæðisins, með hvaða aðferðum og hvemig þeir gera það og á sama hátt greint frá viðbúnaði Almanna- varna og björgunarsveitanna sem eru náttúrlega hluti af almanna- vamakerftnu," sagði Hafþór Jónsson. Með þessu verða endur- skoðaðar og endurútgefnar leið- beiningar til almennings á svæð- inu um viðbúnað og viðbrögð ef til hamfara kemur. Æfing í lok átaks „Síðan á þessu átaki að ljúka með æfingu sem tekur til lokunar, rým- ingar og skráningar þeirra svæða sem rýma þarf. Þar er fyrst og fremst um að ræða svæðið á sandin- um fyrir neðan Bakkana í Vík í Mýrdal, síðan verður tekin afstaða til þess hvort og hversu mikið þarf að rýma í Álftaveri og Sólheimabæ- imir gætu í vissum tilfellum verið inni í myndinni ef virknin er vest- 'arlega í Mýrdalsjökli," sagði Hafþór Jónsson. Hafþór sagði að á þeim fundum sem hann var á í Vík hefði verið mikil eindrægni. Hann var fyrripart dagsins með á fundum með Björg- unarsveitinni Víkverja, Rauða- krossdeildinni í Vík og Vegagerð- inni, þar sem farið var yfir þann viðbúnað sem þessir aðilar eiga að viðhafa með tilliti til gildandi neyð- aráætlunar. „Hjá öhum þessum að- ilum era hlutirnir í hinu besta lagi,“ sagði Hafþór Jónsson hjá Al- mannavömum ríkisins. -NH Þorlákshöfn: Fyrirtæki stofnað - kaupir frystihús Vinnslustöðvarinnar „Ég býð Frostfisk velkominn til starfa í Þorlákshöfn og óska honum góðs gengis hér í Þorlákshöfn. Ánægjulegt er að vita til þess að vinnsla byrji á ný í húsinu," segir Sesselja Jónsdóttir, sveitcU'stjóri í Ölfusi. Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum hefur selt Frostfiski ehf. í Reykjavík togbátinn Danska Pétur ásamt 500 þorskígildistonnum og frystihúsi félagsins í Þorlákshöfh. Eftir er að samþykkja þessa sölu hjá stjómum félaganna en ef af verður skapast störf fyrir 40 manns. Vinnslustöðin gerist hluthafi í fyrir- tækinu og mun eignast 40% hlut ef af verður. Frostfiskur stefnir að þvi að byrja vinnslu strax á næstu vik- um. Atvinnuástandið í Þorlákshöfn hefur verið gott þar sem þeir sem Vinnslustöðin sagði upp era ekki enn komnir á atvinnuleysisskrá. Þessi nýju tíðindi gera það að verk- um að það þarf ekki að ganga eftir, starfsfólkið færist eingöngu til hins nýja fyrirtækis. -HDM ISilllllllíll'IIITHlSlllllÍÍillll. -J*-'?' -o Starfsfólk í pökkun Óskum að ráða starfsfólk í pökkun. Kvöldvinna. - Góð laun. Ræstingar Óskum eftir starfsmanni í ræstingar á iðnaðarhúsnæði. Sveigjanlegur vinnutími. Upplýsingar gefur Kjartan Kjartansson í síma 550 5986. Um helgina brugðu borgarfulltrúar á leik og kepptu við lið, skipað vesturbæingum. Ekki er að sjá að fljúgandi gengi KR hafi hjálpað vesturbæingunum því þeir gerðu jafntefli við þróttlitla borgarfulltrúana. Áhorfendur, sem reyndar voru fáir, fengu þó nokkuð fyrir sinn snúð því alls voru skoruð 10 mörk í leiknum. DV-mynd Hilmar Þór Áhugi á íslenskum skóm Óskar Axel Óskarsson og félagar hjá X-18 Fashion Group á Seltjam- amesi em nú staddir í Dússeldorf en þar er haldin gríðarlega stór al- þjóðleg skósýning. Fyrirtækið mun þegar hafa náð ágætum árangri erlendis og herma heimildir DV m.a. að það hafi náð mjög góðri fótfestu í Bretlandi og orðið vel ágengt í Danmörku. Þá mun X-18 þegar hafa gert samning við umboðsaðila á írlandi og þrír aðilar í Bandaríkjunum vera að slást um að fá að taka merkið til sölu þarlendis. Þá em samningar sagðir á loka- stigi við umboðsfyrirtæki í Belgíu og Hollandi. Þetta mun vera í íjórða skipti sem X-18 Fashion Group sýn- ir skó sína í Dússeldorf. Sagt er að fyrirtækið hafi selt 25 þúsund pör á síðustu sýningu þar fyrir sex mán- uðum. X-18 skórnir eru framleiddir í Asíu. -GAR Kópavogur: 17 þúsund á sjávarútvegssýninguna „Sýningin tókst í alla staði mjög vel og þótti mjög glæsileg," segir Ellen Ingvadóttir, blaðaftilltrúi Is- lensku sjávarútvegssýningarinnar sem lauk á laugardagskvöld. Um 17 þúsund gestir sóttu sýninguna en um 15 þúsund manns sóttu sýning- una 1996. „Við náðum því markmiði okkar að fjölga gestum og straumur þeirra var stöðugur alveg frá opmm sýn- ingarinnar. Það hefur ekki verið tekið saman enn hversu hátt hlut- fall gestanna vom útlendingar en frumtölur gefa hins vegar til kynna að þeir hafi verið frá 41 þjóðlandi. Sýningin hefur stækkað frá einni sýningu til annarrar, alveg frá því fyrsta sýningin var haldin árið 1984,“ segir Ellen. Ellen segir allt skipulag í Kópa- vogi hafa verið mjög gott og ís- lenska sjávarútvegssýningin verði haldin á sama stað í septemberbyrj- un árið 2002. „Það sem gladdi okkur mest em jákvæð viðbrögð sýnenda og margir þeirra höfðu á orði að óvenjumikið hefði verið um að gengið væri frá samningum á bás- unum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.