Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Síða 1
Nýliðum kennt á ~ Netið Bls. 19 Hjóna- deilur við vinnulok Bls. 22 Bylting fýrir sjómenn Bls. 20-21 l PlayStation fjJiy Attræð kexkaka á uppboð Munir frá hinum örlagaríka leið- angri Roberts Scotts á suðurpólinn verða boðnir upp hjá uppboðsfyrirtækinu Christie’s síðar í þessum mánuði. Scott komst á suðurpólinn 18. janúar 1912, einum mánuði eftir að Norðmannin- um Amundsen hafði tekist það fyrstum manna. Á leiðinni aftur til aðalstöðva sinna lenti leiðangur Scotts í ofsaveðri og hann og fjórir samstarfsmenn hans létust í tjaldi sínu I lok mars salna étr. Lik þeirra, dagbækur Scotts og aðrir munir leið- angursmanna voru síðar sóttir en munimir hafa verið geymdh- í læstu bankahólfi siðustu 50 ár. Nú hyggst fjölskylda Scotts selja munina. Búist er við að pípur Scotts komi til með að njóta mestra vinsælda en hann var mikill tó- bakskarl og var það eitt af fáu sem enginn hörgull var á meðal vista þeirra félaga. Einnig er til sölu breski fáninn sem Scott flaggaði á sleða sínum, hlutar úr prímusi leiðangursmannanna, sem þeir elduðu síðustu máltíðina á áður en eldsneytið gekk til þurrðar, og kexkaka sem Scott og félögum láðist að narta í. Nú er bara spurning hvort árin áttatíu hafa gert hana lystugri... Mátnet punktur is í síðustu viku undirrituðu Lands- síminn og Skáksamband íslands samstarfssamning um rekstur skákþjónsins Mátnetið. Síminn leggur til tæki og tól en Skáksam- bandið ætlar að gangast fyrir reglulegu móts- haldi á Mátnetinu. Einnig eiga skákunnendur að geta notað skákþjóninn sér til dægrastyttingar og er sú þjónusta án endurgjalds. Á Mátnetinu er einnig hægt að fylgj- ast með skákum á Skák- þingi íslands, sem nú stendur yfir, og skrá sig til þátttöku á fyrsta Mátnetsmótinu sem fram fer 12. september næstkomandi. Einnig er í undirbúningi grunn- skólakeppni á landsvísu auk ýmissa nýjunga í skákkennslu og -þjálfun. Heimasíða og slóð Mátnetsins er: http://mat- net.simnet.is og þá er bara eftir að bretta upp ermarnar, hnykla brýnnar og byrja að tefla. Internetið á, þótt ótrú- legt megi virðast, þrjá- tiu ára afmæli um þessar mundir. Það hefur vaxið ört hin síð- ustu 10 eða svo, teygir nú anga sína um alla heimsbyggðina og er grundvöllur upplýs- inga- og tæknibyltingarinnar svokölluðu. í framtíðinni sjá markaðsspekingar fyr- ir sér að fólk muni varla þurfa að fara út úr húsi tU að afla sér lífsviðurværis, -nauðsynja og jafnvel -förunautar. AUir verða tengdir og mannleg samskipti eins og við þekkjum þau í dag í besta faUi óþörf fyrirhöfn. En vandi er um slíkt að spá og svo framvegis ... Maðurinn á myndinni heitir dr. Leon- ard Kleinrock og þótt nafnið hringi kannski ekki mörgum bjöUum hjá fólki er hann viðurkenndur sem skapari internet- tækninnar og vann að hönnun Netsins meðan feður og mæður flestra notenda dagsins í dag voru enn með sítt hár og rót- tækar skoðanir. Kleinrock stendur hjá tólinu sem notað var við sköpun Internetsins og nefhist Interface Message Processor á ensku en „fæðing" Intemetsins varð þegar tölva Kleinrocks varð fyrsta tölvan til að tengj- ast þvi - fyrsti hnúturinn - í september árið 1969. Einn albesti Rallý leikurinn! Þú getur valið um akstursskilyrði, umhverfi, veður og styrk. Ert þú til í RALLÝ? Fimm leikir í einum! Sígildir og sívinsælir tölvuleikir. Hver man ekki eftir: Parachute, Helmet, Chef, Vermin og Donkey Kong? Nú eru þeir bræður Mario og Luigi sem gerðu allt vitlaust á sínum tíma, loksins fáanlegir í nýirri og endurbættri útgáfu á GAME BOY COLOR. GSS355© MIKICJ ÚRUAL LEIKJA FYRIR ALLA ALDURSHOPA ÞEIR ERU KDMNIR I L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.