Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 tíákBlS&SUL ■ IdlllUI Ekki allt fengiö meö því að setjast í helgan stein: Hiónadeilur við vinnulok Það skyldi þó aldrei vera að margir karlar færu beinustu leið úr öskunni í eldinn þegar þeir setjast í helgan stein. Þeir losna kannski við þras við yfirmenn og samstarfs- menn en í staðinn myndast ef til vill spenna á heimilinu. Sálfræðingar við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum skýrðu nýlega frá þvi að vinnulok gætu hæglega vald- ið ósætti milli hjóna og þunglyndi. Helgasteinssetan er nefnilega ekki bara huggulegir hádegisverðir á uppáhaldsveitingastaðnum eða rölt á eftir golfkúlu. Margir karlar grípa því til þess að byrja aftur að vinna. Óskemmtileg tilhugsun, eða hvað? Allténd fengust niðurstöður þessar eftir rannsóknir á 534 giftum körlum og konum á aldrinum 50 til 74 ára. Sálfræðingamir Jungmeen Kim og Phyllis Moen komust að raun um að meiri streita var í hjónabandi karla sem sestir voru í helgan stein þar sem eiginkonan vann enn úti en hjá hinum sem voru nýhættir að vinna og áttu eiginkonu sem vann heldur ekki. Hamingjusömustu karlarnir voru Eftirlaunaárin eru kannski ekki eintómar sæluferðir á golfvöllinn. Bill Clint- on Bandaríkjaforseti skemmtir sér að minnsta kosti nú, ef marka má þessa mynd. þeir sem fundu sér aðra vinnu og áttu heimavinnandi eiginkonu. „Þeir sem era komnh- á eftirlaun og hafa fundið sér aðra vinnu eru hressastir og minnst þunglyndir," segir Jungmeen Kim. Þeir sem eru bara á eftirlaunum eru óhressastir og þjakaðastir af þunglyndi. Konur áttu á hættu að verða þunglyndi að bráð þegar þær hættu að vinna, einkum ef karlar þeirra voru enn í fullu starfi. Þær voru Sálfræðíngar vlð Corn- efl-há§kála f Bandaríkj- frá þvf að vinmffok gætu hmgfega valdið ósætti míHíhjúna og þungtyndi. Helga- ateímmtan wnefni- lega ekki hara huggu- iegir hádegisverðfr á uppáhaldsveftinga- ataðnum eða rðlt á eftir goffkúiu. heldur engu bættari með því að leita sér að annarri vinnu. Kim segir að þegar bæði hjónin séu komin á eftirlaun sé mun erfið- ara en áður að sneiða hjá ágrein- ingsefnum. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar bæði hjónin séu komin á eftirlaun séu þau hamingjusamari af því að þá hafi þau meiri tíma til að gera sitthvað sem þau hefur lengi langað að gera. Kannski spila golf? Rauöa reikistjarnan fær gest fyrir jólin: Marsfar lendir á suðurpólnum Merkur dagur í lífi Marsáhuga- manna rennur upp þann 3. des- ember næstkom- andi, ef allt fer að óskum. Þann dag svífur Marsfar bandarísku geimvís- indastofnunarinnar NASA niður á suðurpól rauðu reikistjömunnar og hefst óðar handa við rannsóknir af ýmsu tagi, meðal annars kanna hversu mikinn ís er að finna í jarð- veginum. Róbótaarmur á geimfarinu mun grafa skurði í yfirborð reikistjöm- unnar og myndavélar farsins taka myndir af því sem þar er að finna. , „Við teljum að lagskiptur jarðveg- urinn þarna hafl að geyma upplýsing- ar um loftslagsbreytingar á Mars og það má líkja því að grafa í hann við að lesa árhringi í tré eða lagskiptingu í ísborkjarna," segir Richard Zurek hjá NASA. „Þar við bætist að við fmnum ef til vill jarðvegsöreindir sem mynduðust í fornum höfum á Mars og bárust síð- an til pólsvæðanna með vindinum." Marsfarið mun aðeins hafa þrjá mánuði til að vinna verkið sem því er Ferðalags annars Marsfam á árinu 1997 vaktf mikla athygll bmði Imrðra og lelkra, sémtaklega þó Ijós- myndirnarmm mndar voru tHjarðar, Næsta vfsi er að fyrirhuguð ferð veki ekkí sfður áhuga manna. ætlað áður en Marsvetur skellur á á suðurskauti plánetunnar. Þá verður þar aldimmt og allar líkur eru á að tæki geimfarsins muni frjósa fóst. Ferðalags annars Marsfars á ár- inu 1997 vakti mikla athygli bæði lærðra og leikra, sérstaklega þó ljós- myndirnar sem sendar voru til jarð- ar. Næsta víst er að fyrirhuguð ferð veki ekki síður áhuga manna. „Mars hefur það fyrir vana að koma okkur á óvart. Ef við vissum hvað væri þar að fmna myndum við ekki fara,“ segir Steven Brody hjá NASA. Eftir aðeins þrjá mánuði lendir könnunarfar bandarísku geimferðastofnunar- innar á suðurpólnum á reikistjörnunni Mars og mun stunda þar ýmsar rann- sóknir. Höfuðsnillingur tónlistarsögunnar ekki jafnáhrifamikill og talið: Enginn gáfaðri við að hlusta á tónlist Mozarts Mozart var snillingur og tónlistin hans óviðjafnanleg en ekki þar með sagt að hún geri þann sem á hana hlustar eitthvað gáfaðri. Þannig hljóða nýjustu kenningar vísindamanna sem hafa rannsakað svokölluð „Mozart-áhrif'. Annað \,var upp á teningnum fyrir sex árum þegar bandaríski vísinda- maðurinn Frances Rauscher gerði tilraunir á bandarískum háskóla- nemum. Þær tilraunir leiddu í ljós að nemendur sem hlustuðu á sónötuna fyrir tvö píanó í D-dúr eftir Mozart bættu rökhugsun sína og stóðu sig betur á prófum sem jikanna rýmdarskynjun. Niðurstöður þær urðu kveikjan að auknum áhuga á Mozart og heil kynslóð barna mátti hlusta á tón- list hans, ýmist á meðan þau voru enn í móðurkviði eða strax eftir fæðingu. Foreldrunum var jú mjög í mun að efla gáfnafar afkvæ- manna. Svo hátt skrifuð urðu „Mozart- áhrifin" að ríkisstjórinn í Georgíu í Bandaríkjunum lagði til að foreldr- ar nýbura fengju klassíska tónlist á geisladiski eða snældu að gjöf frá hinu opinbera. Nýjar rannsóknir sem greint er frá i tímaritinu Nature varpa hins vegar skugga efasemda yfir áhrif tónlistarinnar hans Wolfgangs á gáfnafar. „Svo virðist sem það auki ekki al- mennar gáfur eða rökhugsun að hlusta á tónlist Mozarts i tiu mínút- ur,“ segir Chris Chabris frá þeim virta Harvardháskóla. Chabris og félagar fóru yfir sautján rannsóknir á „Mozart-áhrif- unum“. Þeir komust að því að sér- hver framför í hugarstarfi eða rök- hugsun var svo lítil að hún jók ekki gáfumar. í bréfi til Nature heldur Rauscher þó uppi vörnum fyrir upphaflegar niðurstöður sínar. Hún segir að hún hafi aldrei haldið því fram,að gáfur ykjust við að hlusta á Mozart. Slík- ar fullyrðingar hafi komið til vegna misskilnings á verkum hennar. Hvað um það, Mozart er að minnsta kosti ekki skaðlegur, hvorki heilsu né gáfnafari, eins og svo margt annað sem bylur á manni. Deilt er um hvort sónata Mozarts fyrir tvö píanó auki gáfnafar þeirra sem á hana hlusta. Uppistöðulón mengar mikið Rotnandi gróð- | ur í uppistöðu- i lóni sem fram- ; leiðir rafmagn fyrir Ariane- geimferðaáætlun Evrópuþjóða veldur því að losun gróðurhúsa- lofttegunda út í andrúmsloftið er óviða meiri en í Frönsku Guíönu. Að sögn tímaritsins New Sci- entist gera vísindamenn ráð fyr- ir að á næstu fimmtán árum muni þessi franska nýlenda losa sem svarar 66 milljónum tonna af koldíoxíði, eða meira en bæði Frakkland og England. Frönsk stjóravöld létu stórt skóglendi fara undir vatn við gerð uppistöðulónsins, þrátt fyr- ir viðvaranir um að rotnandi tré myndu framleiða mikið magn metangass. Tímaritið segir niðurstöður rannsóknarinnar í Frönsku Gíneu, sem vísindamenn í Tou- louse stóðu að, sýni að vatns- raforkuver geti átt sökina á stórum hluta losunar gróður- húsalofttegunda í hitabelt- islöndum. Hjartasjúkling- ar missa kyn- getuna Um helmingur allra karla sem hafa fengið blóðtappa í hjartað missa getuna til kynlífs, að því er fram kemur í nýrri danskri rannsókn sem gerð var á Skej- by sjúkrahúsinu. Greint er frá niðurstöðunum í timariti dönsku hjartaverndarsamtak- anna. Ástæður þess að svona fer eru meðal annars æðakölkun og of hár blóðþrýstingur. En sálrænir þættir gegna þaraa einnig veigamiklu hlutverki. Karlarnir eru fyrst og fremst hræddir við að standa sig ekki og þá um leið hræddir við að eiginkonur þeirra yfirgefi þá þess vegna. Það verður til þess að kyngetan rýkur út í veður og vind. Rannsóknin leiddi einnig í ljós mikla fáfræði hjá sjúkling- unum og aðstandendum um hvað hjarta sjúklingsins þolir í þessum efnum. Betra að hengja þvott- inn upp Amma gamla hafði rétt fyrir sér eftir allt saman. Það fer miklu betur með lökin og fötin að hengja þau upp til þerris en að skella þeim í þurrkara. Vísindamenn frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu stað- festu þetta með rannsóknum sínum. Á ráðstefnu bandaríska efnafræðifélagsins á dögunum sögðu þeir að bómull sem væri sett í þurrkara yrði fyrir skemmdum þegar til lengdar léti. Fram kom í máli vísinda- mannanna að það færi betur með þvottinn að taka hann úr þurrkaranum eitthvað fyrr en venjulega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.