Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 16 ^ vinnuvélar Vatnsfellsvirkjun: Þar duga engar teskeiðar - notaðar eru stærstu vinnuvélar landsins við stórframkvæmdir sem lokið verður á mettíma íslendingar búa, ólíkt flest- um öðrum Evrópuþjóðum, við það að hafa enn fjöl- marga ónýtta virkjanakosti. Á hálendinu neðan við Þór- isvatn hafa þegar verið byggðar og eru í byggingu margar virkjanir sem í raun nýta allar sama vatnið. Þegar þessar virkjanir hafa verið kynntar fyrir útlend- ingum gapa þeir af undrun yfir þessari merkilegu pen- ingavél þar sem hver virkj- unin af annarri nýtir sama vatnið sem fellur lón úr lóni niður að Búrfellsvirkjun sem er neðst í keðjunni. 90 megavatta virkjun við Vatnsfell Vatnsfellsvirkjun er nýjasta stór- framkvæmdin á hálendi íslands sem byrjað er á af fullum krafti á vegum Landsvirkjunar. Virkjunin, sem verð- ur 90 megavött að stærð, er efst á virkj- anasvæðinu og mun nýta fallhæð vatns úr Þórisvatni. Það er dótturfyrir- tæki íslenskra aðalverktaka, ísafl ehf., sem hefur með stóran hluta af þessari framkvæmd að gera, eins og stíflu, stöðvarhús og inntaksmannvirki sem nú er unnið að. Næst fyrir neðan þessa virkjun eru Krókslón og Sigölduvirkj- un en þar fyrir neðan eru Hrauneyja- lón og Hrauneyjafossvirkjun. Nokkru neðan viö Hrauneyjafossvirkjun er Sultartangalón sem fær vatn írá vatna- svæði Köldukvíslar og Þórisvatns, Tungnaár og Þjórsár. Skammt þar fyr- ir neðan er svo síðasta virkjunin í keðjunni sem er Búrfellsvirkjun. Búðarhálsvirkjun á teikni- borðinu Samkvæmt upplýsingum frá Lands- virkjun liggur fyrir heimild fyrir enn einni virkjuninni á svæðinu en það er svokölluð Búðarhálsvirkjun sem myndi nýta vatn úr Tungnaá við Búð- arháls, fyrir neðan Hrauneyjafoss- virkjun. Sú virkjun er á hönnunarstigi en talið er mögulegt að taka þann kost inn í framkvæmdaáætlun með tiltölu- lega skömmum íyrirvara. Nú er lokið Agnar Strandberg tæknifræðingur hefur starfað við virkjanir á hálendinu síðan 1979. Byrjaði á hjólaskóflu í Súðavík - stýrir nú framkvæmdum við Vatnsfell Agnar Strandberg tæknifræðingur hefur með höndum stjórn jarðvegs- framkvæmda við Vatnsfellsvirkjun fyrir ísafl. Segja má að hann hafi byrjað sinn feril við jarðvegsvinnu á hjólaskóflu hjá Auðunni Karlssyni í Súðavík 1977 og 1978. Árið 1979 hóf hann að vinna við Hrauneyjafossvirkjun og hef- ur verið meira og minna á hálendinu síðan ef undan er skilin vinna við flug- vallagerð á Grænlandi. Hann tók vel á móti blaðamanni og ók með hann í útsýnisferð um vinnusvæðið við Vatnsfellsvirkjun. -HKr. Þarna kemur tappinn þar sem hægt verður að hleypa vatni undir stíflu Vatnsfellsvirkjunar. gerð Hágöngumiðlunar þar sem Kalda- kvísl er stífluð við Syðri-Hágöngm-. Lónið sem þar myndast er 37 ferkíló- metrar eða álíka stórt og Mývatn. Það- an er vatni miðlað i Köldukvísl og Þór- isvatn. Þá hafa verið uppi hugmyndir um virkjun Efri- Þjórsár en helst er þó rætt um að gera lón við Norðlingaöldu og veita vatni úr því um jarðgöng í Þórisvatn. Með þeirri framkvæmt og auknu vatnsmagni í Þórisvatni er talið mögulegt að stækka virkjanir sem þar eru fyrir neðan, enda var gert ráð fyr- ir því við hönnun þeirra að hægt væri að bæta þar við vélum. Fleiri kostir koma einnig til greina, eins og virkjun við Urriðafoss neðar í Þjórsá og jafnvel víðar á leið árinnar til sjávar. Eins og áður segir eru framkvæmd- ir komnar á fúllt við Vatnsfellsvirkjun. Þar er nú fjöldi iðnaðarmanna við upp- setningu á vinnubúðum, auk þess sem jarðvegsvinna er hafin af miklum krafti. Fyrsta jarðýtan kom á vinnu- svæðið neðan við Vatnsfell 25. júlí og síðan hafa framkvæmdir farið stigvax- andi. í dag er þar floti stórvirkra vinnuvéla, meðal annars stærsta jarð- ýta, beltagrafa og stærstu grjótflutn- ingatrukkar landsins. Framkvæmdum er skipt í þrjá verkhluta Að sögn Geirs Sæmundssonar að- stoðar-staðarstjóra er þama um mjög viðamikið verk að ræða. Því er skipt í þrjá áfanga sem aðeins eiga að taka 28 mánuði í framkvæmd. Áfangi sem skilgreindur er númer eitt er stíflan sjálf, áfangi tvö er stöðvarhús, að- rennslispípur og spennuvirki og áfangi þrjú er frárennslisskurður. íslenskir aðalverktakar, eða ísafl, er með tvo fyrstu áfangana en Amarfell sér um gröft frárennslisskurðar. Þá sjá kanadískir og franskir verktakar um vélbúnað virkjunarinnar. Geir segir að þessi framkvæmd sé um margt nokkuð sérstök. Þar nefnir hann sem dæmi stífluna sjálfa sem verður með steyptri kápu sem ekki er vanalegt hé á landi í sambærilegum framkvæmd þarf að flytja til um tvær milljónir rúmmetra af jarð- vegi. Þá fara 37 þúsund rúmmetr- ar af steypu í verkið sem er vegna stöðvarhúss, klæðningar innan á stíflu og fleiri mann- virkja sem byggja þarf. Eins og tappi í risa- stóru baðkari Vatnsfellsvirkjun mun ekki nýta allt það vatn sem að henni kemur og því er sérstök loka sem hægt er að opna á botni lónsins sem veita mun vatni undir stífl- una og fram hjá virkjuninni. Þetta verður svona rétt eins og tappi í risastóru baðkari. Geir Sæmundsson, aðstoðar-staðarstjóri ísafls við Vatnsfellsvirkjun. virkjunum. Ástæðan er sú, að sögn Geirs, að á svæðinu er ekki nóg af góðu gijóti og góðu efni í kjama. Stífl- an verður því það sem kallað er stoð- fyllingarstífla með steyptri kápu. Dæmi eru þó um svipaða aðgerð í Sig- ölduvirkjun en þar var yflrborð stífl- unnar malbikað þeim megin sem að lóninu sneri. Tveir milljónir rúmmetra af jarðvegi fluttar til Lengd stiflunnar verður 750 metrar og hún verður mest 30 metrar á hæð. í hana fer því gríðarlegt magn jarðefhis. Þá verður gerður 700 metra langur að- rennslisskurður að inntaksmannvirk- inu og verður hann 25 metra djúpur og 14 metra breiður. Mikill frárennslis- skurður verður grafinn frá stöðvar- húsinu í átt að Krókslóni. Hann verð- ur 2,4 km að lengd, mest 30 metrar að dýpt og 15 metra breiður. Við þessa Engar teskeiðar Eins og Geir segir er, þó und- arlegt megi virðast, skortur á efni sem hægt er að nota í gijótvöm. Jarðvegurinn á svæðinu er mjög laus í sér en þó verður að sprengja og grafa drjúgt af bergi þar sem stöðvarhús og aðrennslispípur eiga að koma. Þar sem um mikla jarð- vegsflutninga er að ræða dugar ekki að nota neinar „teskeiðar" við fram- kvæmdimar. ísafl keypti því sannkall- aðar risavinnuvélar til þessa verks. Þar má sjá stærstu beltaskóflu lands- ins af O&K-gerð, stærstu jarðýtu lands- ins af Komatsu-gerð og stærstu gijót- flutningatrukka landsins af gerðinni Caterpillar og Moxy. „Framkvæmdinni á að ljúka á mjög skömmum tíma en verklok eiga að vera árið 2002. Við reiknum með að vinna hér í allan vetur við að steypa upp stöövarhúsið," segir Geir. Einnig verður haldið áfrarn við jarðvegsvinnu eins lengi og hægt er en viðbúið er að í því verði stopp yfir hörðustu vetrar- mánuðina. Ég reikna ekki með því að hér sé mjög snjóþungt en það er þeim mun vindasamara," segir Geir Sæ- mundsson aðstoðar-staðarstjóri. -HKr. Caterpillar í Vatnsfellsvirkjun - risagrjótflutningatrukkar og hjólaskófla afhent ÍA Fyrir skömmu afhenti Hekla ís- lenskum aðalverktökum þrjá Ca- terpillar 769D grjótflutn- ingatrukka og eina Caterpillar 988F hjólaskóflu. Þessi tæki eru notuð við virkjunarframkvæmdir við Vatnsfell og verða lykiltæki við efnisflutninga. Þess má geta að Caterpillar 769 trukkar hafa verið aðalefnistlutningatæki í öllum virkjanaframkvæmdum sfðan 1974 er Sigölduvirkjun var byggð. Trukkarnir skila 485 hestöflum nettó og eru með rafeindastýrðri sjálfskiptingu og ná 75 km hraða á klukkustund. Burðargeta þeirra er 37.000 kg eða 23,6 rúmmetrar og heildarþungi fulllestaðs trukks er um 73.000 kg. Af þessu má sjá að afkastageta þeirra er gífurlega mikil. Caterpillar 988F hjólaskóflan er ekkert „smá“ tæki heldur. Hún vegur 45.500 kg og er með 6,1 rúmmetra skóflu og 458 hestafla vél. Þessi hjólaskófla er búin nýj- ustu tækni og má þar nefna að ekkert stýri er í vélinni. Vélinni er einungis stjómað með tveimur stýripinnum (joystick), annar stjórnar skóflu og gálga en hinn öðrum hreyfingum og kemur m.a. í stað stýris. Myndin er tekin þegar tækin voru afhent íslenskum aðalverk- tökum á virkjunarsvæöinu við Vatnsfell. Frá afhendingu Caterpillar-vinnu- vélanna, talið frá vinstri: Jóhann Bergþórsson, ÍA, Hrafnkell Gunn- arsson, Heklu, Guðmundur Geir Jónsson, ÍA, Sverrir Sigfússon, Heklu, Sigfús R. Sigfússon, Heklu, Bjarki Páll Eysteinsson, ÍA, Ey- steinn Haraidsson, ÍA, Hermann Jónsson, ÍA, Helgi Maronsson, ÍA og Gunnar Björnsson, Heklu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.